Bað Geir ESB um að undirbúa aðild ?


   Stækkunarstjóri ESB Olli Rehn segir ESB undirbúa sig undir
að Ísland sæki um aðild að sambandinu strax á fyrri hluta
næsta árs.  Þetta eru stórtíðindi.  Því varla segir stækkunar-
stjórinn þetta án þess að hafa góðar heimildir fyrir því að
aðildarumsókn Íslands sé á leiðinni.

   Geir H Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins hefur svo oft skipt um grundvallarskoðanir í stór-
málum að undanförnu, að vel má trúa því að hann hafi
gefið utanríkisráðherra grænt ljós á umsókn. Alla vega er
þegar hafin undirbúningur að samningsmarkmiðum í utan-
ríkisráðuneytinu skv. upplýsingum utanríkisráðherra.
Ekki er langt síðan Geir gjörbreytti afstöðu sinni í Icesave-
málinu, og er nú að leggja á gríðarlegan skuldaklafa á
komandi kynslóðir til þóknunar Brusselvaldinu og Ingi-
björgu Sólrúnu, sem hefur frá upphafi legið hundflöt í
því máli.

   Hvað segja sjálfstæðismenn sem andvígir eru aðild Ís-
lands að ESB við þessu?  Krefjast þeir ekki einu sinni
skýringa á því hvers vegna ESB er nú á fullu að undir-
búa aðildarumsókn að ESB? Og það löngu áður en lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn?  Verður það
þá þannig að þegar til landsfundar kemur  horfi  lands-
fundafulltrúar upp á orðinn hlut? Geir og Þorgerður Katrín
hafi samþykkt aðildarumsókn að ESB! 

   Landsfundurinn bara til málamynda.......
mbl.is ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já. Vittu til þetta er nákvæmlega það sem er að gerast í Sjálfstæðisflokknum.  Þetta á að vera sóknin úr vörninni.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:00

2 identicon

Ætlar enginn að kenna Davíð um þessa umsókn?

Palli (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:43

3 identicon

Hmmmm.  Þetta er grunsamlegt.  Voðalega liggur þeim á að fá okkur í ESB.  Hvað liggar þarna á bak við?  Ég hef ekki kynnst ESB sem neinni góðgerðarstofnun.  Allir sáu nú hvernig þeir tóku Ísland í rassgatið út af IceSave.  Okkur var hreinlega stilt upp við vegg og við látin taka á okkur drápsklyfjar marga áratugi fram í tímann.

Hvað er það eiginlega sem ESB girnist á Íslandi?  Þetta getur nú ekki boðað neitt gott.  Við ættum nú athuga hvað það er sem að ESB vill í rauninni hjá okkur. 

Þetta er hreinlega "too good to be true" hversu þeir er opnir fyrir því að fá okkur í ESB þegar samningsaðstaða okkar gagnvart ESB er alveg afleit. 

Höskuldur P. Magg. (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já traust og virðing mín á forsætisráðherranum er komin með eitt stórt spurningamerki í framrúðuna?

Þarf mesta og einlægasta ESB-sinna Danmerkur, Uffe Ellemann Jensen, til að segja ríkisstjórninni að ESB sé ENGIN LAUSN fyrir Ísland í efnahagsmálum? ESB er nefnilega fyrst og fremst pólitískt bandalag. Þetta veit Uffe Ellemann manna best og hefur einnig alltaf verið mjög hreinskilinn með þetta. Því miður of hreinskilinn til að hafa getað orðið forsætisráðherra í Danmörku.

Eða hefur skynilega vaknað sú tortímandi hugsun hjá ríkisstjórninni og sumum Íslendingum að gefa burt það sem landið á af auðæfum, þar með talið sjálfstæði þjóðarinnar? Þetta er hreint ótrúlegt ef rétt er. Gefa burt þjóðararf komandi kynslóða? Allt útaf illa reknum bönkum á vaxtarhormónum og sem núna eru á hausnum í ESB. Var hugrekkið ekki meira? Já kyssið bara vöndinn!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Það þýðir ekkert að fara að ganga þar inn núna,  þeir myndu ekki tala við okkur á meðan við værum að leita réttar okkar gagnvar bretum.

Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

ætli að það sé ákveðinn sannleikur og svar við mörgum spurningum, í kommentinu hjá Jóhanni? að það séu ástæður fyrir töfum á kærunum?

Fannar frá Rifi, 12.12.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka fyrir innlitin. Allt mun þetta koma fram í janúar. Óttast hins vegar það
versta!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.12.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband