Hvað eru svona menn að gera á þingi ?


   Þetta er alveg með ólíkindum? Kristján Þór Júlíusson sem  
fer fyrir Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa
gert upp hug sinn í Evrópumálum, eins og svo margir aðrir.
En ætla samt að sætta sig við  og  þá  væntanlega styðja
niðurstöðu nefndarinnar engu að síður hver sem hún verður.

  Já það er alveg með ólíkingum að kjörnir þingmenn á Alþingi
Íslendinga skuli ekki hafa skoðun á stærsta stórpólitíska
hitamáli lýðveldisins. Látum vera að óbreyttir flokksmenn
hafi ekki allir gert upp hug sinn. En að þingmaður á Alþingi
Íslendinga eins og Kristján Þór skuli opinbera svona algjört
skoðanaleysi sitt á málinu, en vera samt tilbúinn til að láta
einhverja nefnd móta hana fyrir sig, er svo gjörsamlega út
í hött og algjör vanvirða  gagnavrt Alþingi og hagsmunum
þjóðarinnar.

  Skyldi það vera tilviljun að Geir H Haarde hafi valið slíkan
mann sem formann Evrópunefndar flokksins? Mann sem er
svona gjörsamlega beggja blands? -  Og hvað með hann
sjálfan? Er Geir tilbúinn til að skipta um grundvallarskoðun
í málinu? Bara með hliðsjón af niðurstöðu nefndar?

  Verða aðildarviðræður samþykktar á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins er um grundvallarbreytinu flokksins að ræða í Evrópu-
málum.  Því enginn ESB-andstæðingur samþykkir slíkt. - En
þar með hefur Sjálfstæðisflokkurinn lúffað algjörlega fyrir Sam-
fylkingunni, eins og í svo mörgum öðrum málum að undanförnu
undir stjórn Geirs og Þorgerðar Katrínar.  

 
mbl.is Evrópunefndin ekki einhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að gera grín? Er ekki einmitt nauðsynlegt að nefndina leiði maður sem ekki hefur myndað sér skoðun á ESB fyrirfram. Maður sem getur þá skoðað andstæð sjónarmið, í stað þess að beita nefndinni í þágu þeirrar stefnu/skoðunar sem hann aðhyllist?

Það væri út í hött að ráða rakinn Evrópusambandssinna eða harðan Evrópuandstæðing sem formann nefndar sem ætlað er að meta kosti og galla! Ég get einfaldlega ekki dregið þá ályktun að þér sé alvara með þessu.

Baldur G. (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Guðmundur.

Þetta er alveg rétt, það er fáránlegur þessi loddaraháttur.

Við Baldur vil ég segja, hvers vegna ætti maður sem hefur myndað sér sjálfur afstöðu að beita nefnd sem hann gegnir forsvari fyrir, þarf það að vera fylgifiskur afstöðu hans ?

Formaður nefnda leiðir aðeins vinnu um ákveðin mál og afstaða þess hins sama er ein af fjölda manna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2008 kl. 00:52

3 identicon

Formaður nefndar leiðir vinnuna já. Hann tekur væntanlega ákvarðanir um hversu veigamikill hver og einn kafli í skýrslunni verður. Eða hversu ítarlega hvert og eitt atriði verði skoðað.

Þá held ég að sé nú bara ágætt að "hlutlaus" aðili leiði nefndina. Það væri í það minnta hægt að véfengja niðurstöðurnar ef nefndinni hefði verið stýrt af yfirlýstum andstæðingi ESB. Eða harðákveðnum ESB sinna.

Ekki rétt?

Baldur G. (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:36

4 identicon

Ætti Illugi Gunnarsson kannski að leiða nefndina?

Baldur G. (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er alveg með ólíkindum að menn bjóði sig fram til þingsetu sem hafa
ekki mótað sér skýra og afdráttarlausa afstöðu til langstærsta pólitíska
hitamál lýðveldisins. Slíkir menn hafa EKKERT í stjórnmál að gera. EKKERT!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.12.2008 kl. 16:47

6 identicon

Í öllum flokkum finnast menn og konur sem eru andstæðingar yfirlýstrar stefnu flokksins í Evrópumálum. Sem betur fer bera sumir gæfu til að taka rökum og endurskoða stefnu sína, komi eitthvað fram á sjónarsviðið sem breytir aðstæðum. Aðstæður nú eru gjörbreyttar og allt aðrar en fyrir ári.

Sem betur fer hafa sumir þingmenn þroska til að breyta um skoðun. Heimurinn er ekki alveg jafn svartur og hvítur og þú heldur, Guðmundur.

 Þú hefur enn ekki svarað því hvort Illugi Gunnars væri vel til þess fallinn að leiða nefndina. Hann hefur þó mótað sér skýra stefnu í ESB málum. Viltu kannski bara að yfirlýstur Evrópuandstæðingur leiði Evrópunefnd sem, svo að hans sjónarmið skíni nú örugglega í gegn þegar niðurstaðan verði kynnt?

Baldur G. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband