Kratar bera höfuðábyrgð á icesave-skuldaklafanum !


   Það er skelfilegt til þess að vita ef við Íslendingar þurfum að
greiða  150  tll 300 milljarða  króna úr okkar vösum vegna ice-
save  reikninga  Landsbankans  í  útlöndum. Að  við  skulum 
neyddir til þess án skýrra lagalegra stoða? Hvernig í ósköp-
unum getur slíkt gerst?  Ætlar þjóðin  virkilega að láta kúga
sig með þessum hætti ? Og næstu kynslóðir? Og það  nær
allt í boði hérlendra sósíademókrata?

  Höfuðsökudólgurinn er EES samningurinn sem hérlendir
sósíaldemókratar þröngvuðu upp á þjóðina á sínum tíma.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar tvíhíða viðskiptasam-
ning við ESB, sem var hið besta mál, en lúffaði sem oftar
fyrir krötunum er hann  myndaði  með þeim  ríkisstjórn.
Hefðum við ALDREI gert þennan landráðasamning hefði
íslenzk þjóð ALLDREI lent í klóm útrásar-ofurfrjálshyggju-
liðsins, sem nýtti sér sérhvern veikleika EES-samningsins
út í æsar, með  nánast efnahagslegu  hruni  þjóðarinnar
sem afleiðingu. Allt í boði sósíaldemókratismans á Íslandi,
sem hvarvetna  svaf  á  verðinum, í fjármálaeftirliti, í við-
skiptaráðuneyti og víðar. Kórónaði svo glæpinn með al-
gjöru afskiptaleysi utanríkisráðuneytisins er Bretar settu
á Landsbankann hryðjuverkalög með þeim afleiðingum að
lang stærsta fyrirtæki Íslands fór á hausinn. Sósíaldemó-
kratarnir í utanríkisráðunerytinu brugðust ALGJÖRLEGA  í
því  að standa þar vörð um ísleznska hagsmuni og íslenzkan
málstað, og GERA ENN!  Því þeir þvælast jafnvel enn fyrir að
þjóðin leiti réttar sins.

  Til að bæta gráu ofan á svart hyggjast þessir óþjóðlegu
sósíaldemókratar Samfylkingarinnar ganga skrefinu lengra
og ganga í Evrópusambandið. Undirgangast með því ekki
bara regluverk þess AÐ FULLU, sem nú hefur leitt meiri-
háttar efnahagshrun yfir þjóðina, heldur skal hinu sama
Evrópusambandi veitt yfirráð yfir okkar helstu auðlindum
að stærstum hluta.  Gera okkur ölmusuþjóð Brusselvald-
sins til frambúðar.

  Það ömurlegasta er að allt þetta virðist gerast með sam-
þykki forystu Sjálfstæðisflokksins, sem nú er líka rúin öllu
trausti þorra þjóðlegra borgarasinnaðra afla.  -

  Því þarf nú tvennt að koma til. Úthýsing Samfylkingarinnar
úr íslenzkum stjórnmálum til frambúðar, samhliða stofnun
sterkst flokks þjóðlegra borgarasinnaðra afla sem ein-
hendir sér í það að hreinsa ærlega til í íslenzku samfélagi.
Byggja upp nýtt Ísland, frjálst og fullvalda á ný!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Að koma í veg fyrir inngöngu í ESB er þjóðþrifamál. Algjör nauðsyn. En að kenna EES samningnum um ófarirnar get ég ekki tekið undir. Það er eins og að kenna hringveginum um öll umferðarslys.

Alþingi hafði alla möguleika á að loka fyrir IceSave gildruna þegar lögin um tryggingasjóðinn voru sett 1999 og hugsanlega aftur þegar lög um fjármálafyrirtæki voru sett 2002. Og enn árið 2006, þegar breyting var gerð á þeim tryggingasjóðslögunum á sumarþingi, einmitt þeim þremur greinum sem opna IceSave gildruna. Það var ekki gert og fjórum mánuðum síðar opnaði fyrsta IceSave útibúið.

Þessu til viðbótar voru til eftirlitsstofnanir sem áttu öll tök á að taka í taumana, en gerðu/þorðu það ekki. Það á að vera hægt að setja upp girðingar til vernda þjóðina fyrir fjárglæfrum. Kostar bara pólitíska skynsemi. Þá er hægt að nýta EES samninginn sem góðan kost.

Haraldur Hansson, 20.12.2008 kl. 01:51

2 identicon

Veðsetning þjóðarauðsins, þ.e. fiskimiðanna,  fyrir 900 milljarða króna til fárra útvalda er kannski líka Samfó að þakka?
Nú vill sjávarútvegurinn fá þessar skuldir niðurfelldar hjá ríkisbönkunum, þ.e. láta skattgreiðendur greiða fyrir þessa veðsetningu.
Er þó sjávarútvegurinn undanskilinn EES-samningnum.

Afhverju ræðirðu ekki þetta stærsta rán Íslandssögunnar?

Hermann (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:10

3 identicon

Það er gott að geta kennt einum um, Jóni Baldvini ekki satt.

Því það eru örugglega ekki fleiri sem áttu þarna hlut að máli. 

Ragnar (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hermann. Þetta er grundvallarmiskilningur hjá þér eins og margsinnis hefur
verið hrakið, nú síðast í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Þetta er ekki alls kosta rétt hjá  Benedikt. En þið eigið meiriháttar sök á
því hvernig þessi EES-samningur hefur verið framkvæmdur, ekki síst eftir
að þið komust í ríkisstjórn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 16:34

5 identicon

Guðmundur. Það er staðreynd að skuldir sjávarútvegsins séu um 900 milljarðar ískr. Sjávarútvegurinn skuldar bæði innlendum bönkum og erlendum bönkum stjarnfræðilegar upphæðir.
LÍÚ hefur komið fram með þá hugmynd að ríkið felli niður skuldir sjávarútvegsins við bankanna, þ.e. láti almenning greiða skuldirnar fyrir sjávarútveginn.
Það skondnasta við þessa veðsetningu kvótans var að hún var upphafið að þessu gervihagvexti hér á landi.

LÍÚ hefur lýst því yfir að ekki sé útilokað að einhver sjávarútvegsfyrirtæki fari á hausinn.
Mörg þessara fyrirtækja skulda erlendum bönkum háar upphæðir, auðvitað munu þessir bankar gera kröfu í þrotabú fyrirtækjanna og heimta aðgang að kvóta þessara fyrirtækja.

Er það EES að kenna að sjávarútvegurinn skuldsetti sig fyrir stjarnfræðilegar upphæðir innanlands og utan?

Nei gæti ekki verið að gjaldþrot Ísland sé siðlausum, gráðugum Íslendingum sjálfum að kenna?
Ef að ég set fjölskyldu mína á hausinn með óreiðu og peningasukki, er það þá VISA-kortinu að kenna eða mér sjálfum?

Hermann (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 19:16

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Það er staðreynd að skuldir sjávarútvegsins séu um 900 milljarðar ískr."

og hvað? borga sjávarútvegurinn ekki en af lánum? borga hann ekki enn laun, gjöld og skatta? 

Allt Ísland er tæknilega gjaldþrota. hversu margir íslendingar, íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki skulda í dag meira en þau eiga? Að vera tæknilega gjaldþrota er þegar þú getur borgað af lánum en átt ekki eignir fyrir skuldum. 

"LÍÚ hefur komið fram með þá hugmynd að ríkið felli niður skuldir sjávarútvegsins við bankanna, þ.e. láti almenning greiða skuldirnar fyrir sjávarútveginn."

Hérna opinberar þú vanþekkingu þína. skilanefndir bankana tóku ekki yfir í nýju bankanna kaup og sölu samninga. gömlu bankarnir eru farnir á hausinn. þeir eru óstarfhæfir. þeir geta ekki uppfyllt skyldur sínar gagnvart viðsemjendum sínum. þetta sem þú talar um að sé skuld er samningur um sölu á erlendum gjaldeyri og kaup á krónum. tapið felst í því að ríkisbankarnir fá ekki að kaupa t.d. evrur á gengi mars mánað síðasliðins heldur verða þeir að kaupa á gengi dagsins í dag. alveg svaðalegt tap að geta ekki tekið af launahlut sjómanna. 

hættu núna að bulla eitthvað þvaður og kynntu þér málin áður en þú segir eitthvað meira.

Fannar frá Rifi, 22.12.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband