Vinstri grænir í raun einlægir ESB-sinnar !


   Fyrst Vinstri grænir gefa nú grænt ljós á aðildarviðræður við
Evrópusambandið má í  raun  tala  um  VG sem ESB-sinnaðnn
flokk. Því til þess að fara í aðildarviðræður þarf fyrst að sækja
um aðild að ESB. Og enginn fer að sækja um ESB-aðild nema
viðkomandi hafi einlægan  áhuga á að fara þangað  inn.  Að
styðja aðildarviðræður á þeim lýðræðisforsendum að þjóðin eigi
að ráða og kjósa um málið eins og VG leggur málið fram, er út
í hött ef viðkomandi er einlægur á móti aðild Íslands að ESB.
Því enginn styður hvorki aðildarviðræður eða aðildarumsókn
að ESB sem í raun og sann er einlægur andvígur aðild Íslands
að Evrópusambandinu. Vinstri grænir eru því í raun orðnir ESB-
sinnaður flokkur, enda líta til Samfyikingarinnar hýru auga eftir
kosningar  til  myndurnar rauðgrænnar stjórnar. Evrópumál
munu því ekki flækjast fyrir slíkri ríkisstjórnarmyndun  ef marka
má ummæli formanns Vinstri grænna. Gott er að þeir kjósendur
sem stutt hafa VG einmitt út af ímyndaðri and-ESB stefnu flokk-
sins hafi þetta í huga.  Kjósi þeir VG út af ESB kjósa þeir klár-
lega köttinn í sekknum. Og það stóran og alvöru ESB-kött!

   Að vilja aðildarviðræður við ESB til að vita hvað út úr þeim
koma er ennþá meira út í hött. Allar upplýsingar um ESB og
út á hvað það gengur liggur fyrir. Einungis þarf viðkomandi,
hvort sem hann  er stjórnmálaflokkur eða almennur kjósendi
að vega og meða kosti og galla pólitískt. Kynna sér málið.
Því það liggja allar veigamestu upplýsingarnar  fyrir um ESB.

  Þvert á skoðun formanns þingflokks Vinstri-grænna, þá eru
það FYRST stjórnmálamennirnir sem eiga að taka afstöðu,
síðan þjóðin í þjóðaratkvæðagreiðslu, verði hún spurð, sem
VONANDI VERÐUR ALDREI! . Því á sá stjórnmálamaður og
stjórnmálaflokkur sem hefur ekki skýra og klára afstöðu
til þessa stærsta pólitíska hitamáls lýðveldisins,  ekkert
erindi á Alþingi að gera! 
 
  Liggur það ekki ljóst fyrir?

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Þetta er gott dæmi um loddaraháttinn til þess að ganga erinda vinsældasöfnunar sem VG fellur sannarlega undir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.1.2009 kl. 01:36

2 identicon

Það er hreinlega bara ekki rétt hjá þér að samþykkja aðildarviðræður sé að samþykkja inngöngu í ESB. Persónulega er ég ekkert yfir mig spenntur fyrir inngöngu en það fer í raun allt eftir skilmálum sem ekki liggja fyrir fyrr en að loknum aðildarviðræðum. Það er ekki bara allt eða ekkert í því eins og þú heldur fram, heldur er það samningsatriði. Það er ekkert eitt staðlað form fyrir allar þjóðir innan ESB heldur hefur hver þjóð sínar ákveðnu "kröfur" sem hún semur um. Ég sé ekki fram á að Ísland sé betur komið í ESB en að það sé allt í lagi að athuga hvað okkur býðst. Því er ég ánægður með það að minn flokkur (VG) skuli hafa loksins áttað sig á að það er ekki gáfulegt að vera algjörlega á móti einhverju sem þú veist ekki fullkomlega hvað er. Því það er ekki fyrr en að aðildarviðræðum loknum sem flokkurinn/stjórnmálamaðurinn getur tekið meðvitaða ákvörðun. Og borið sína skoðun fyrir kjósendur sem geta þá annaðhvort hlustað á sinn flokk eða jafnvel lesið sér fyrir um þetta sjálfir og myndað sér skoðun útfrá því. Þar kemur þjóðaratkvæðagreiðsla inní.

Arnór (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 03:55

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Arnór. Er í þeim stóra hópi sem hafa lagt sig fram að kynna sér ESB, fyrir
hvað það  stendur, og hvað er í boði fyrir Ísland gangi það  þangað inn.
Niðurstaðn. Andvígur aðild að ESB. Og samkvæmur sjálfum mér. Andvígur
þar með umsókn að ESB og þá aðildarviðræðum.

Sá sem vill sækja um ESB gerir það vegna þess að viðkomandi hefur áhuga á ESB. Hlýtur að hafa alla vega kynnt sér það í megin atriðum. Því enginn
fer að sækja um hluti sem viðkomandi hefur ekki áhuga  á. Niðurstaðan? Sá sem vill sækja um ESB er ESB-sinni!  Þess vegna eru Vinstri grænir í raun orðnir ESB-sinnar með því að vilja umsókn að ESB.  Er þetta ekki alveg skýrt?

Kemur svo sem alls ekki á ávart Arnór. Því hugmyndarfræði VG byggist á
mjög sterkri alþjóðahyggju sem oftar en ekki er í eðli sínu mjög svo
and-þjóðleg.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.1.2009 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband