Forysta Sjálfstæðisflokksins á hröðu undanhaldi í Evrópumálum.


   Forysta Sjálfstæðisflokksins er á hröðu undanhaldi í Evrópumálum,
og ætlar bersýnilega að taka Brussel-lestina eins og Ingibjörg Sólrún
hefur krafist. Nú síðast lýsir sjálfur sjávarútvegsráðherra því yfir í Mbl.
í dag að hann sé ekki lengur á móti aðildarviðræðum. Þetta kemur afar
mikið á óvart, svo ekki sé meira sagt.  - Því halda mætti að enginn ráð-
herra en hann þekkti eins mikið til ESB og hversu skelfilegar afleiðingar
það hefi fyrir land og þjóð að Ísland gangi í  ESB, og missti þar með allt
forræði yfir sinni mikilvægustu auðlind.

   Ljóst er af ummælum sjávarútvegsráðherra  að flokksforystan mun
knýja fram að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki aðildarumsókn
að ESB. Þar með yrði Sjálfstæðisflokkurinn orðinn hreinn og klár ESB-
flokkur eins og Samfylkingin. Því ENGINN sækir um aðild að því sem við-
komandi er á móti. Heldur þvert á móti sækir um það sem hugurinn
beinist til .  Að bera fyrir sig umsókn til að vita hvað er í boði  er gjör-
samlega út í hött. Sérstaklega hjá sjávarútvvegsráðherra sem manna
best á að  vita hvað sé í boði varðandi ESB-aðild.

   Það er alveg ljóst að formaður Samfylkingarinnar hefur í dag algjört
tangarhald yfir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í Icesavemálinu, í hryðju-
verkalögum Breta gagnvart íslenzkum hagsmunum, og nú síðast í
Evrópumálum. Flokksforystan lúffar og lúffar og bugtar sig og beygir
fyrir frú Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir ENDALAUST! Enda tætist af
Sjálfstæðisflokknum fylgið í dag. Stendur ekki lengur undir nafni.

  Allt bendir til að hin þjóðlegu öfl innan Sjálfstæðisflokksins geri upp-
reisn gegn forystunni og kljúfi flokkinn. Enda kominn tími til  að öll
þjóðleg borgaraleg öfl taki höndum saman í barátunni fyrir óskertu
fullveldi Íslands og sjálfstæði.   

  Sem betur fer  virðist  unnið að stofnun þjóðlegar stjórnmálahreyf-
ingar, því þörfin á slíku þjóðlegu afli fer bersýnilega dagvaxandi.
á breiðum grunni.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, vinur.

Ummæli Einars K. Guðfinnssonar í sunnudagsblaði Moggans bera vitni um vanhugsun, skammsýni og meðvirkni. Það er raunalegt fyrir þann mikla meirihluta fylgjenda Sjálfstæðisflokksins sem vilja að við höldum okkur utan við þetta bannsett Evrópubandalag – það yfirrríkjafyrirbæri sem stefnt er á að gleypi sérhverja þjóð á sínu svæði og fái yfirvöldum bandalagsins öll æðstu völd í hendur, sem og lagasetningu. Einungis þjóðsvikarar, fáfróðir menn og nytsamir sakleysingjar geta horft upp á slíkt gerast hjá íslenzkri þjóð, og það er undarlegt að sjá, hversu nálægt Einar er kominn þessum helvegi, þótt hann raunar telji fram alls kyns ströng skilyrði fyrir aðildarsamningi – svo ströng, að viðbúið er, að Össur og Ingibjörg munu aldrei samþykkja þau (enda með evrur í augum og svo stríðalin af Geir Haarde, að það er búið að venja þau á eilífa eftirlátssemi).

En Einar áttar sig ekki á því, að skilyrði hans duga skammt, þessu hyski sem þrýstir á EBé-innlimun er í engu treystandi um meðferð viðræðu- og innlimunarmála, ekki frekar en ráðamönnum ríkisstjórnar var treystandi í Icesave-málinu þrátt fyrir stór orð og heitstrengingar um, að þeir myndu aldrei kyssa á vöndinn, þegar EB, Hollendingar og Bretar voru að þrýsta á okkur og beita okkur hreinni fjárkúgum, bæði í gegnum EB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Smánarsamninginn gerðu þeir samt! – sjá hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/742547/ – lúmannleg brigzl við þjóðina, með tvöfaldri greiðslubyrði á við Versalasamningana fyrir Þjóðverja.

En litla trú hefurðu á grasrót flokksins, Guðmundur. Ég mæti á landsfundinn, jafnvel þótt það gæti orðið mitt síðasta verk í flokknum að berjast þar úrslitabaráttu gegn þessari innlimun. Það er góð von mín eftir fundina tvo í Valhöll í liðinni viku, að sjálfstæðissinnar verði þar í miklum meirihluta, kannski með meira en 2/3 atkvæða, enda munu ennþá fleiri utan af landi standa gegn EBé-maníunni.

Bókmenntafræðingurinn Kolbrún Bergþórsdóttir, fávís mjög um okkar fullveldis- og sjávarútvegsmál, er að blaðra enn einu sinni í sama tölublaði Moggans með endemis-frekjulegar yfirlýsingar um flokksmenn Sjálfstæðisflokksins. "Ef flokkurinn skynjar ekki kall tímans um nýjan gjaldmiðil [segir hún þrátt fyrir allt sem í ljós hefur verið að koma um ókosti evrunnar fyrir okkur] og mikilvægi bandalags við þjóðir Evrópu [látið hljóma lymskulega vel!] munu stuðningsmenn hans leita á önnur mið og um leið krötum í Samfylkingunni fjölga." – Þvílík rakin óskhyggja! Geta kratar orðið fleiri en þeir eru? Og hvaðan kemur henni það, að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins muni leita á önnur mið? Veit hún ekki af því, að í síðustu skoðanakönnun, sem náði til þeirra, fyrir réttum 52 dögum, voru 54% þeirra andvígir aðild að Evrópubandalaginu, en aðeins 24% fylgjandi henni? Fullveldissinnarnir eru þannig 2,25 sinnum fleiri í flokknum en innlimunarsinnarnir. Reyndu að muna það og taka mark á því, Kolbrún, hversu mjög sem þú dáist að þínum Jóni Baldvin – þeim hinum sama, sem ber ábyrgð á EES-samningnum og allri hans bölvun fyrir land og þjóð.

Jón Valur Jensson, 11.1.2009 kl. 02:02

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Jón Valur. Bara óska ykkur þjóðhollum sjálfstæðismönnum alls þess besta á landsfundi ykkar. Hins vegar óttast ég það versta í ljósi þess
hversu flokksforystan er komin á mikið undanhald í Evrópumálum sbr
Einar K nú.  En spyrjum að leikslokum...

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband