Vill Þorsteinn Már þá ekki fyrst kjósa um kvótakerfið ?


    Fyrst Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja vill
láta kjósa um ESB ,,til að koma því máli í farveg" eins og
hann segir, er þá ekki alveg eins gott að kjósa líka um
kvótakerfið, til að koma því í farveg? Því það er ekki síður
bullandi ágreiningur meðal þjóðarinnar um kvótakerfið
eins og með aðildina að  ESB. Og eiginlega miklu meiri
þörf að kjósa um kvótakerfið og uppræta það því enginn
heilvita maður sækir um ESB með frjálst framsal á kvóta
á Íslandsmiðum.

   Þarna er því kolvitlaus framgangsröðun hjá Þorsteini,
enda hefur hann hér litilla hagsmun að gæta þar sem
verulegur hluti starfsemi Samherja er erlendis.
mbl.is Þjóðin á að kjósa um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki alltaf sammála þér Guðmundur, en í þessu er ég þér hjartanlega sammála.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 17:38

2 identicon

Veistu það Guðmundur, ég held að stórútgerðarauðvaldið sjálft Samherji muni mjög bráðlega sárbiðja um að við göngum ESB skrifræðinu á hönd.

Alls ekki vegna hagsmuna Íslensks Sjávarútfvegs eða þjóðarhagsmuna Íslendinga almennt.

Heldur þvert á móti til að gæta sértækra hagsmuna kvótakerfisins og sinna eigin þröngu eigin hagsmuna.

Nöturlega staðreindin er nefnilega sú að ekkert kerfi gætir betur og ver harðar hagsmuni einokunarauðvaldsins og steingelds reglugerðar- og tilskipunarveldis ESB skrifræðisins.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

fyrir utan Samherja, hverjir innan sjávarútvegs, bæði í litla kerfinu og því stærra vilja inn í ESB?

er það ekki einmitt dæmi um þjóhollustu og ættjarðar ást að þeir berjast gegn því, að geta selt kvótann úr landi fyrir fúlgu fjár?  er það ekki svolítið öfugsnúið að saka útgerðina um allt illt á meðan þeir reyna allt hvað þeir geta til að halda uppi mikilvægasta atvinnuveg landsins og halda honum innanlands?

Fannar frá Rifi, 11.1.2009 kl. 18:34

4 identicon

Las einhver viðtalið við hann? 

"Hann telur hag Íslendinga best borgið með fullu forræði yfir sínum auðlindum, en umgjörðin þurfi að vera í lagi."

þetta hljómar nú ekki eins og maður sem er að "grátbiðja um ESB aðild"

Gulli (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 20:05

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gulli. Þorsteinn vill sækja um aðild að ESB og veit manna best að við það
missa Íslendingar yfirráð sín yfir fisimiðunum, sbr. erindi norsks þjóðréttarfræðins á ráðstefnu Heimssýnar í dag. Lestu það sem hann
hafði að segja hér á Mbl.is

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.1.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband