Ný vinstristjórn ávísun á hrikalega íslenzka framtíð
5.3.2009 | 00:18
Míkið er um það rætt meðal vinstrimanna að ganga BUNDNIR til
kosninga. Sterkar raddir heyrast um það í Samfylkingunni og meðal
Vinstri-grænna. - Því miður benda skoðanakannanir til þess að svo
kunni að fara ef þessir tveir vinstriflokkar nái meirihluta á þingi nú
eftir kosningar. - Fari svo verður alls ekki bjart framundan fyrir hina
íslenzku þjóð.
Í fyrsta lægi yrði trúin á ÍSLENZKA FRAMTÍÐ endanlega slökt. Sam-
fylkingin trúir nefnilega ALLS EKKI á íslenzka framtíð. Heldur vill að
Íslendingar afsali sér fullveldinu og sjálfstæðinu, auk yfirráðum okkar
yfir helstu auðlindunum, að stærstum hluta, með því að ganga í Evrópu-
sambandið og Brusselvaldinu á hönd. Vinstr-grænir munu samþykkja
slíkt, enda þegar búnir að gefa grænt ljós á þjóðaratkvæðagreiðslu um
Evrópumálin, og þar með umsókn að ESB. Þá vill Samfylkingin afsala
þjóðinni eigin peninga- og efnahagsstjórn og taka upp evru með
hrikalegum afleiðingum, sbr. ummæli Kenneth Rogoff, prófessor við
Harvard-háskólanum í Bankaríkjum, og sem hefur vakið mikla athygli.
Í öðru lagi myndu Vinstri-grænir og hópar innan Samfylkingarinnar
standa í vegi fyrir að íslenzkar orkulindir yrðu nýttar til að skapa
bráðnauðsynlegan hagvöxt á ný. Ísland yrði kommúnista-Albanía
norðursins undir stjórn Vinstri-grænna og Samfylkingarinnar. Hér
ríkti m.ö.o ENDALAUS KREPPA OG EYMD, sem EINMITT vinstrimennskan
nærist svo vel á. - Það að Vinstri-grænir ætla að koma í veg fyrir áfram-
hald í svokölluðu íslenzka ákvæði í hinum alþjóðlega sáttmála um loft-
lagsmál segir allt sem segja þarf.
Til að koma í veg fyrir þennan vinstrisinnaða hrylling og stórskerðingu
á þjóðfrelsinu, sem er grunnforsenda framfara og hagsældar fyrir hina
íslenzku þjóð, þurfa ÖLL þjóðleg og ábyrg öfl að bregðast hart við, og
hrinda sókn hinna and-þjóðlegu vinstriafla, sem allt ætla að setja hér í
fjötra. og undir erlend yfirráð, sbr. Seðlabankinn í dag.
Samfylkingin gangi bundin til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvort það sé hægt að skrifa þetta á vinstristefnu per se, enda er sú vörumerking ansi vöskuð og teygjanleg. Ég tel hinsvegar algerlega út í hött frá lýðræðissjónarmiði að menn ákveði stjórnarsamstarf fyrirfram eða geri heitstrengingar um að draga hver annan inn í meirihlutamyndum hvaða ágreiningur, sem undir kann að liggja.
Þetta er þvílík vanvirða og flokksræðisfasismi í verstu mynd. Hér er verið að steypa flokkum saman en samt ekki og blekkja fólk. Þetta er svona í anda samfó að ákveða skipan á listum áður en prófkjör fer fram. Þetta fólk sem galar hvað hæst um lýðræði og réttlæti gengur þvert á fyrirheitin og dæmir sig þar með úr leik að mínu mati.
Umhverfisráðherra misbeitir ráðherravaldi sínu á sama hátt og hún og flokkssystkin hennar mótmæltu sem hæst um. Það er augljóst að þetta fólk hefur ekki grænan grun um hvað það er að gera, auk þess að hafa ekki glóru um merkingu grundvallargilda.
Traust mitt var veikt fyrir en nú er það Núll komma núll.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.