Óttast menn L-listann ?


   Það er hárrtt hjá Bjarna Harðarsyni að kvarta til Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu vegna frumvarps um  persónukjör. Vegna
þess að það er allt of seint fram komið, eins og hann færir skýrmerki-
lega rök fyrir,  og augljóslega gert til að bregða fæti fyrir nýjum fram-
boðum  eins  og L-listanum.  Alla vega virðist mikil þöggun í gangi hjá
útbreiddasta dagblaði landsins, en hjá Fréttablaðinu hefur enn ekkert
verið sagt frá framboð L-listans. En L-listinn er EINA framboðið í komandi
kosningum sem ALFARIÐ hafnar aðild Íslands að ESB. - En svo vill  til að
Fréttablaðið hefur hingað til verið einn helsti talsmiðill ESB-trú- boðsins
á Íslandi.

   Það er ljóst að margir innan Sjálfstæðisflokks  og  Framsóknarflokks
óttast mjög að kjósendur þeirra sem mjög eru á  móti  ESB-aðild, fari
í stórum mæli yfir til hiðs raunverulega þjóðfrelsis og fullveldisframboðs,
L-listann. Því L-listann er EINN allra framboða í dag sem  ALLIR  þjóð-
hollir kjósendur geta 100% treyst í Evrópumálum. Eins og allt bendir til 
mun Sjálfstæðisflokkurinn opna mjög á ESB-umsókn  eftir   landsfund,
en Framsókn hefur þegar galopnað á þau mál og vill nú sækja um aðild
að ESB-. Allt gerist þetta  þótt grasrótin í báðum þessum flokkum sé í
meirihluta ESB-andstæðingar. Þegar nú loksins kemur fram skýr valkost-
ur,  borgaralegt framboð sem kjósendur á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála  geta 100% treyst í þessu stærsta pólitiska hitamáli lýðveldi-
sins, eru líkur  meiri en minni að kjósendur þar hugsi sinn gang, og styðji
L-listann.  Svo mikið er í húfi, að fjölmargir þjóðfrelsis-og fullveldissinnar,
vilja enga áhættu taka.

   L-listinn er því verðugur valkostur fyrir alla fullveldissinna. Sigur hans er
sigur fyrir frjálst og fullvalda Ísland! Frumforsendu þess mikla uppbygginga-
starfs, sem framundan er  á Íslandi..
mbl.is Persónukjör stjórnarflokkunum í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki byrjar þetta gáfulega. Þetta var eimitt það sem fólk hefur verið að biðja um. Þe persónukjör. Þ.e. að geta raðað frambjóendum á kjörseðli. En fyrir þá sem eru hræddir um að þeim verði raðað neðarlega á lista er þetta náttúrulega ómögulegt.

Bjarni sem allir virðast gleyma að hrökklaðist af þingi eftir að hafa sent út á póstlista til allra fjölmiðla plottið sitt um að rægja Valgerði Sverrisdóttur. Nú er honum hampað af nokkrum eins og hann sé hetja Íslands, sómi, sverð og skjöldur. Sömu menn sem hafa heimtað að allir aðrir hætti í pólitík fyrir sömu sakir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2009 kl. 01:14

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Það segir sig sjálft að ný framboð geta ekki sett upp óraðan lista
korter fyrir kosningar. Því á óröðuðum lista þurfa ALLIR  sem á honum eru að vera reiðubúnir að taka fyrsta sætið. Í nýjum framboðum þýkir yfirhöfuð
gott að geta komið  fram listum, ekki síst í öllum kjördómum.

Það færi betur ef stjórnmálamenn kynnu að bera ÁBYRGÐ eins og Bjarni.
Hann  er maður af meiru að axla ábyrgð á sínum tíma. En það gerir t.d
Jóhanna Sigurðardóttir ALLS EKKI. Er enn ráðherra þótt hún beri FULLA pólitíska ábyrgð á  baka- og efnahagshruninuhruninu. Svo bætur hún gráu ofan svart að ræður erlendan seðlabankastjóra, og brýtur þar með stjórnarskrána. Ef einhver stjórnmálamaður ætti VIRKILEGA að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar þá er það Jóhanna Sigurðardóttir.
En hún kann greinilega alls ekki að skammast sín, slíkur er hrokinn.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband