Framsókn vinnur gegn hagsmunum bænda


    Í dag er ekki lengur munur á Framsókn og krötum hvað varðar
hagsmunamál bænda. Báðir flokkar vilja sækja um ESB-aðild  í
algörri andstöðu við íslenzka bændur. Hver hefði trúað því fyrr
á árum að Framsókn ætti eftir að gerast ESB-sinnaður krata-
flokkur með nánst alla bændastéttina á móti sér? En Búnaðar-
þing 2009 leggst EINDREGIÐ gegn ESB-aðild, og hafnar aðildar-
viðræðum við sambandið. Í greinargerð frá þinginu kom fram að
með aðild að ESB yrði íslenzkur landbúnaður lagður í rúst.

   Hér með er SKORAÐ á þá bændur sem stutt hafa Framsókn
gegnum tíðina að yfirgefa þann ESB-sinnaða krataflokk  og
snúa stuðningi sínum að hinu nýja framboði fullveldissinna,
L-listanum, sem ALFARIÐ hafnar aðild Íslands að ESB. Bændur
geta því 100% treyst L-istanum fyrir sínum hagsmunum.
mbl.is Bændur leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú verið að leita að einhverjum stefnumálum L listans en það er nú lítið að finna. Hjá Þórhalli Heimis finn ég:

Eins og hér kemur fram er ESB umræðan stóra mál kosninganna - eins og L -listinn hefur haldið fram.

L-listinn stendur 100% gegn aðild, einn lista. Mörg samtök eru líka algerlega á öndverðum meiði við Gylfa, t.d. bændasamtökin. Önnur eru klofin. Kjarni málsins er sá að það er enga töfralausn að finna undir pilsfaldi ESB.

Auðvitað viljum við lækkun vaxta.

Auðvitað viljum við endurreisn heimilanna.

Auðvitað viljum við afnám verðtryggingar.

En sú endurreisn fæst ekki með því að yfirgefa fullveldið og leggja öll okkar mál í hendur embættismanna Evrópuvaldsins í Brussel - þó efalaust myndu ýmsir fá við það vel launuð skrifstofustörf í Evrópu

Sú endurreisn þarf að byrja á okkur sjálfum - undan því verður ekki komist.

Þetta eru nú dæmigerð slagorð en ekkert um hvernig menn ætla að gera þetta.

L fyrir lýðræði - gegn flokksræði.
L fyrir landamærum - gegn fullveldisafsali til ESB.
L fyrir línu - hingað og ekki lengra - fólk í forgang!

Og ekki segir þetta manni meira

L -listinn er eina val þeirra sem vilja í raun og veru NÝTT ÍSLAND og RAUNVERULEGA ENDURREISN en ekki bara enn og aftur sama leikinn.

Og enn minna er á þessu að græða

Krafan um endurreisn samfélagsins er hávær eftir hrunið mikla eins og þessi ræða rektors sýnir.

Til að svara þeirri kröfu fer L-listinn nú fram um allt land með þessi grunngildi:

 L- listinn er bandalag frjálsra frambjóðenda sem vilja efla lýðræði í landinu og vinna með því gegn ríkjandi flokksræði. 

Enginn flokkur stendur því að baki framboði þessu heldur einungis frambjóðendur sem bjóða fram krafta sína í þágu lands og þjóðar. Frjálsir stjórnmálamenn geta látið verkin tala í stað þess að sitja fastir í fari flokksræðis.

Sem lýðræðissinnar eru frambjóðendur L – listans talsmenn hófsamra borgaralegra gilda og hafna öfgum hvort sem er frá hægri eða vinstri.

Fyrst og fremst vill L - listinn vinna að endurreisna landsins eftir hörmungar liðins vetrar og óstjórn liðinna ára.

L-listinn setur endurreisn fjárhags heimilia í forgang öfugt við báðar ríkisstjórnir liðins vetrar.

 Eins og við öll finnum á okkur sjálfum og heimilsibókhaldinu er ekkert að gerast í þeim efnum. Menn tala og tala, en vextir eru enn 18%, verðtryggingin er að sliga venjulegt fólk, laun lækka, atvinnuleysi eykst, vörur hækka í verði - á meðan stjórnvöld mæna á stöðu seðlabankastjóra og forystumenn flokka spá í sætistölu sína á listum.

L- listinn vill AÐGERÐIR - EKKI ORÐ!

Og ekki er mikið á þessu að græða. Eintóm froða og ekkert vit.

Það væri gaman Guðmundur ef þú gætir bent mér á stað þar sem ég finn eitthvað annað en slagorð um hvernig þeir ætla að sýna "aðgerðir ekki orð"

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.3.2009 kl. 18:31

2 identicon

Merkilegt að sjá skrif þeirra sem stofnuðu L-listan.

Skrifa um lýðræði, en eru svo að segja fólki hvað það á að gera ?

Þið megið vera með ykkar skoðanir, en látið lýðræðishugtakið í friði !

JR (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. L-listinn er EINA framboðið sem hafnar ALFARIÐ aðild að ESB.
Að hafa jafn afgerandi afstöðu í langstærsta pólitíska hitamáli lýðveldisins
umfram aðra (nema kannski Samfylkinguna) ér ósangjarnt að saka um
stefnuleysi og innan-tóm slagorð. >Því bara þessi sterka GRUNDVALLARSTEFNA svarar svo ótal mörgum spurningum öðrum varðandi
önnur mál, sem eiga  þó eftir að verða útskyrð nánar á næstunni.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.3.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband