Skýr valkostur fyrir okkur ESB-andstæðinga


   Þau ánægjulegu tíðindi hafa nú gerst að L-listinn hefur nú birt
sinn fyrsta framboðslista  í  stærsta  kjördæmi  landsins. Þannig
hafa allir sannir  ESB-andstæðingar  nú eignast  skýran valkost
í komandi alþingiskosningum, því L-listinn mun bjóða fram í öllum
kjördæmum landsins. Efstu sætin skipa sterkir frambjóðendur, og
fer vel á því að Bjarni Harðarson fyrrv. þingmaður leiði listann. En
hann hefur verið einn skelleggjasti baráttumaður fyrir sjálfstæði
og fullveldi Íslands, og er einn fárra stjórnmálamanna sem hefur
sýnt að er tilbúinn til að axla ábyrgð. Einmitt það sem hefur svo
skort á í íslenzkum stjórnmálum að undanförnu.

   Hér með er skorað á alla sanna þjóðfrelsis- fullveldis- og sjálf-
stæðissinna að fylkja sér um L-listann  í  komandi kosningum, og
gera sigur hans sem stærstan.  Því ENGU öðru framboði er lengur
treystandi í Evrópumálum  en  L-listanum. - En einmitt með stórum
og  afgerandi sigri L-listans  yrði hægt að koma í veg fyrir það skelfi-
lega ráðabrugg  and-þjóðlegra afla  að  koma Íslandi inn í Evrópu-
sambandið.  X við L er skýrt NEI við ESB  í  komandi  kosnigum. Eini
valkostur ESB-andstæðinga til að koma skýrum skilaboðum á fram-
færi um að hafna beri öllum hugmyndum um aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu, sem innan skamms stendur á brauðfótum.

  Áfram Ísland. -
mbl.is Efstu menn L-lista í Reykjavík-norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband