ESB-andstæðingar Sjálfstæðisflokks komi til liðs við L-listann !!!
12.3.2009 | 00:13
Það er hverjum deginum ljósara, að Sjálfstæðisflokknum er alls
ekki lengur treystandi í Evrópumálum. Vara-formaður flokksins
hefur ítekað þá skoðun sína að flokkurinn muni gefa grænt ljós
á aðildarviðræður eftir landsfund. Innan þingflokksins eru þegar
ýmsir þingmenn sem vilja aðildarumsókn, einnig fjöldi meðal próf-
kjörsframbjóðenda flokksins. Þá er Bjarni Benediksson sem mjög
sterkar líkur eru á að verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins
hlynntur aðildarviðræðum. Og svona má lengi telja.
Sjálfstæðisflokkurinn er því í raun þverklofinn í einu heitasta sjálf-
stæðismáli þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun. Því hljóta fjölmargir
ESB-andstæðingar innan Sjálfstæðisflokksins að horfa mjög til hiðs
nýja framboðs sjálfstæðissinna í Evrópumálum, L-listann. - Ekki síst
þar sem hér um að ræða hófsama borgaralega hreyfingu, sem hafnar
frjálshyggjunni, sem á stóran þátt í efnhagshruninu í dag. Framboð
sem höfðar til hinna gömlu góðu þjóðlegu gilda, þar sem þjóðfrelsið
og fullveldið verði ætíð grundvöllur einstaklingsfrelsis og efnahags-
legra framfara, með fullum yfirráðum yfir auðlindum Íslands. Um annað
verður ALDREI nein sátt. Tilvonandi formaður Sjálfstæðisflokks verður
að átta sig á því að um aðildarviðrður og umsókn að ESB verður ALDREI
nein sátt. Heldur mjög hörð og grimm pólitísk átök.
Þá hljóta aðrir ESB-andstæðingar annara flokka að horfa til L-listans
í dag, því hann er eina framboðið sem hafnar alfarið ESB-aðild. Má
þar nefna ESB-andstæðinga innan Framsóknar og Frjálslyndra. Þá má
benda á að hagsmunasamtök sjómanna, bænda og útvegsmanna hafna
alfarð aðild að ESB, og eiga því sjónarmið þeirra mikla samleið með við-
horfum og stefnu L-listans.
L-listinn er í örri mótun og uppbyggingu. Komið sem fyrst til liðs við
hann sjálfstæðissinnar!
Áfram frjálst og fullvalda Ísland !
Vill sátt flokka um næstu skref í ESB málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Facebook
Athugasemdir
Er andstaðan eina málið sem þessi stjórmálaflokkur ætlar að berjast fyrir
Hver er afstaða flokksins í kvótamálinu svo eitthvað sé nefnt?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 00:29
Jón. Er fylgjandi því að skoða sjávarútvegsstefnuna frá grunni. Erum með
fjölmörg önnur stefnumál sem verða kynnt á næstu dögum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 00:33
1,6% fylgi er bara vandræðalegt. Í 800 manna könnun eru það ca. 13 manns. Eru það hin miklu þjóðlegu "öfl" sem þú ákallar hér á hverjum degi?
Baldur (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 19:07
Vill benda á að framboðið er nokkra daga gamalt, hefur kynnt aðeins einn
lista, og hefur fengið skipulagða þöggun í sumum fjölmiðlum. Miðað við þetta er þetta mjög góð byrjun, þegar t.d Frjálslyndir, búnir að starfa í rúm 10 ár
eru einungis með rúm 2% - Ef við fáum svona vikulega viðbót fram að kosningum væri L-listinn með um 10% fylgi, sem yrði stórglæsilegt, miðað
við mjög skamman tíma og uppbyggingu frá grunni. Spyrjum að leikslokum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2009 kl. 21:27
Gangi ykkur vel, Guðmundur Jónas.
Ég neyti á meðan réttar míns til að kjósa enga EBé-dindla í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á morgun.
Ég er sammála þér um þessi 1,6% – þetta er allt í áttina.
Kær kveðja.
Jón Valur Jensson, 13.3.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.