VG alls ekki treystandi í Evrópuálum !


    Nú liggur það skýrt og klárt  fyrir. Vinstri  grænir  eru
ekki treystandi í Evrópumálum. Allt  opið  í  því að fara í
aðildarviðræður og samþykkja umsókn  að  ESB. EKKERT
kemur í veg fyrir það skv. kosningaáherslum VG í Evrópu-
málum.

   Mjög gott fyrir okkur ESB-andstæðinga að fá þetta svona
skýrt fram. Krafa Samfylkingarinnar um aðildarviðræður og
þar með að sótt verði um aðild að ESB kemur ekki í veg
fyrir áframhaldandi þáttöku VG í nýrri vinstristjórn.  

  En þetta kemur alls ekki á óvart meðal okkar fullveldissinna.
VG er í grunninn sósíaliskur flokkur, og sem slíkur mjög al-
þjóðasinnaður og and-þjóðlegt stjórnmálaafl.

  Þessi ESB-væna afstaða VG á bara enn eftir að styrkja fram-
boð  okkar fullveldissinna í komandi kosningum.

 
mbl.is VG vill ESB í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er vg ekki treystandi eða þjóðinni ekki treystandi. Afhverju verða flokkar annaðhvort að vera með eða á móti öllu!?  Afhverju má ekki leggja það í hendur þjóðarinnar að kjósa um þessi mál, treystir þú ekki á lýðræðið kannski!

Besta að örfáir einstaklingar ákveði þetta bara fyrir okkur, það er besta lýðræðið!

Uss ég mun ekki setja X við L það er á hreinu takk fyrir að gera val mitt aðeins auðveldara!

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Unnsteinn. Maður vill ekki kjósa um það sem maður er ALFARIÐ á móti.
Maður vill KOMA Í VEG fyrir það. Það skiljið þig ekki landssölusinnar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 20:24

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fullveldið er ekki til sölu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband