Vinstristjórn brennandi olía á kreppuna !
2.4.2009 | 00:27
Ţađ yrđi ömurlegt hlutskipti fyrir hina íslenzku ţjóđ ađ fá yfir
sig afturhaldssama vinstristjórn eftir kosningar. Kreppan myndi
ţá dýpka mjög og lengjast um mörg ár, međ skelfilegum afleđ-
ingum fyrir ţjóđina. Vinstri grćnir, sem eru ekkert annanđ en
öfga- náttúruverndarsinnar, međ sósíalisku afturhaldssömu ívafi,
munu koma í veg fyrir, ađ allar bráđnauđsynlegar og ţjóđţrifa
framkvćmdir geti orđiđ ađ veruleika. En ţćr ásamt ţví ađ nýta
okkar orkuauđlindir eru frumforsenda ţess ađ skapa hér hag-
vöxt á ný, raunverulega verđmćtasköpun, og ţar međ ný störf
og auknar ţjóđartekjur, sem er grundvöllur ţess velferđarkerfis
sem viđ viljum hafa. - Ţví peningarnir vaxa alls ekki á trjánum
eins og VG halda. En aukinn skattheimta er einungis brenn-
andi olía á kreppuna, sem vinstriflokkar geta ALDREI skiliđ!
Ţá hefur vantrú Samfylkingarinnar á íslenzka framtíđ mjög nei-
kvćđ áhrif á alla framtakssemi og tiltrú međal ţjóđarinnar. Brýtur
í raun niđur hennar sjálfsmynd, dug og ţor. Ţegar ,,leiđtoginn"
Jóhanna Sigurđardóttir, telur ţađ svo sitt ćđsta markmiđ í póli-
tíska lífi sínu, ađ koma ţjóđinni undir erlent vald, ţar sem ţjóđin
geti alls ekki veriđ sjálfstćđ og fullvalda lengur, og verđi ţví ađ
innlimast í ESB, er ekki nema von ađ ţjóđin fyllist algjöru vonleysi
og neikvćđni um framtíđ sína. Svona vinstrimennsku-kokteill er ţví
ţađ alversta sem hugsast getur ađ komi fyrir ţjóđina í dag.
ÖLL ábyrg og ţjóđholl borgaraleg öfl eiga ţví ađ sameinast og
berjast gegn hinum vinstrisinnuđu óţjóđlegu kreppuflokkum í kom-
andi kosningum. L-listi fullveldissinna mun ekki láta sitt eftir liggja
í ţví efni.
X-L listi fullveldissinna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sćll; Guđmundur Jónas !
Stórslys er ţađ; vitaskuld, ađ ekki yrđi kölluđ til, utanţingsstjórn, strax ađ loknu hruni ţjóđlífsins, í haust leiđ, ţá Haarde klíkan var búin ađ koma öllu um koll, međ hjálp fjárglćfra liđs ţess, hvert enn gengur laust, vel ađ merkja.
Međ beztu kveđjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráđ) 2.4.2009 kl. 00:36
Hjartanlega sammála ţér Óskar. Átti ađ mynda hér faglega utanţingsstjórn
fram á haust, og gefa ţessu ólánsama ţingliđi frí!
Guđmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 00:51
Sćll Guđmundur.
Mér líst ekki á forsjárhyggjuhugmyndir hinar ýmsu sem örlar á um ţessar mundir.
kv.Guđrún María.
Guđrún María Óskarsdóttir., 2.4.2009 kl. 01:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.