Fjárstyrkir frá Brussel til íslenzkra aðila verði rannsakaðir


   Evrópusambandið veitir gríðarlegum upphæðum í allkyns styrki
til svokallaða  kynninga á sambandinu, bæði innan þess sem utan.
Birtast þeir  í  fjölmörgum  myndum. Allt  frá  því  að  vera  almennt
fræðsluefni um sambandið, til hreinnar pólitískrar áróðursstarfsemi.
Viðtakendur eru fjölmargir, bæði  einstaklingar, félög  og  ekki síst
pólitísk öfl  sem  fremst  fara fyrir ESB-trúboðinu,   einkum utan 
ESB í þeim ríkjum, sem sambandið hefur sérstakan áhuga á. 

  Styrkir sambandsins til aðila hér á  landi  eru  verulegir, og  sem
VERÐUR að fara að upplýsa og flétta ofan af. Þekkt er að jafnvel
einstaklingar hér á landi hafi verið og  séu  á launum  frá  Brussel
til að boða ,,fagnaðarerindið". -  Þá hafa  fjölmargir farið á vegum
ýmissa stórra og áhrifamikilla samtaka úr atvinnulífi, verkalýðssam-
tökum, (ASÍ)  og annara almennra hagsmunasamtaka til Brussel í
boði ESB. Enginn veit með vissu hvað miklar kvaðir  hafi  fylgt, en
geta má margs um það í ljósi atferla margra þeirra á síðustu mán-
uðum og misserum.  Alvarlegast er þó þegar stjórnmálamenn og
flokkar fara að þyggja styrki í sína pólitísku starfsemi  frá  slíku
erlendu valdi eins og því í Brussel. - Sem því miður er ekki nýtt
í stjórnmálasögu Íslands.

   Sem  kunnugt  er  hafa  sósíaldemókratar  hérlendis  verið  iðnir
gegnum áratugina við að þyggja allskyns  fjárstyrki  erlendis  frá í
sína pólitísku starfsemi. Sem er stórkostlegur alvarlegur hlutur, og
flokkast sem grófleg íhlutun í íslenzk innanríkismál. Löngum var t.d
Alþýðublaðið haldið beinlínis  gangndi af kratagulli frá skandíviskum
krötum, auk þeass sem Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar,
fékk fjárstyrki frá Alþjóðasambandi jafnarmanna. Því hníga öll rök
að því að hin ESB-sinnaða Samfylking, og einstaklingar og öfl henni
tengd, þyggi  frjárstyrki í ESB-trúðboð sitt  á Íslandi í dag.

    Þess vegna er það krafa þjóðarinnar að Jóhanna Sigurðardóttir,
aðal ESB-trúboðinn í dag, og formaður Samfylkingarinnar, leggi öll
spilin á borðið, og upplýsi hversu háa fjárstyrki Samfylkingin  og
aðilar henni tengd, hafa þegið úr áróðurssjóði ESB tegnum tíðina?
Að öðrum kosti fari fram opinber raannsókn á því!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst þú veist þetta allt saman viltu þá ekki upplýsa okkur um þessi leyniframlög.

Eða er þetta bara innantómt bull?

Bobbi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 16:50

2 identicon

Ég tek heilshugar undir þetta Guðmundur. Starfsemi Brusselvaldsins á Íslandi verður að koma upp á yfirborðið.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 19:11

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég heimta að kannað verði hvort að L listamenn eða einstakir aðilar sem hafa skrifað fyrir þeirra hönd hafi hlotið styrki frá bændasamtökum Íslands. Eða L listinn sem heild.  Vitað er að íslenska þjóðin leggur bændasamtökum Íslands um hálfan milljarð á ári til að reka sig. Og það kæmi ekki á óvart þó þeim væri varið til þeirra að hluta sem koma í veg fyrir að fólk geti keypt sér matvæli á lægra verði.

Minni þig á að Samfylkingin er ekki nema 10 ára. Og skv fyrrverandi framkæmdarstjóra Karli Th sem var framkvæmdarstjóri til 2006 þá fékk Samfylking einn styrk t.d. 2003 sem var hærri en 500 þúsund en það var frá Baugi sem borgaði flokkum hlutfallslega eftir því hvaða prósentu þau fengu úr kosningum og því fékk Sjálfstæðisflokkurinn meira.

Þetta er svona jafn gáfulegt. Minni þig líka á að bókhald flokkana frá því 2007 er yfirfarið af ríkisendurskoðun.

  • Síðan væri rétt að rukka Sjálfstæðisflokkinn um hvað hann hafi fengið greitt frá USA í gegnum tíðinna.
  • Framsókn frá Sambandinu
  • Frjállindir frá smábátaeigendum
  • Og hvað einstakir bloggarar fá greitt frá hægri flokkum í Bretlandi sem vinna að áróðri gegn ESB

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2009 kl. 20:01

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús minn. L-listinn hefði örugglega fengið ÍSLENZKAN styrk frá hinum
ÍSLENZKU bændasamtökum til að verjast LINNULAUSAR árásir ykkar óþjóðhollu krata á heilan atvinnuveg á Íslandi, í þeim tilgangi að leggja
hann í rúst eins og allt sem íslenzkt er. En því miður var framboð L-listanas
blásið af án til þess kom.

Það er fullkominn ástæða til að ALLSHERJAR rannsókn fari fram á fjárreiðum
Samfylkingarinnar varðandi ótal styrki erlendis frá, ekki síst frá áróðursmaskinunni í Brussel. - Það er ekki einleikið hvernig sumir
Samfylkingarmenn ganga fram í sinni óþjóðhollustu við að ofurselja
þjóðina erlendu valdi. - Ekki spurning þeim er greitt fyrir það! Og það
VERÐUR að fara að flétta ofan af því.  - Væri ég yfirmaður öryggisráðs
Íslands væri ég fyrir löngu búinn að berskjalda ykkur hvað þetta varðar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.4.2009 kl. 20:16

5 identicon

Z er ekki notuð í íslensku. Íslenska er með S og litlum staf ef ekki fyrsta orðið í setningu. Það er ekki meira þjóðernislegt að skrifa með Z og það gerir þig ekki betri Íslendingi fyrir það. Þú skalt hafa það í huga að við viljum öll það sem er best fyrir Ísland.

Hvernig væri að leyfa Reykjavík að gerast aðili að ESB og láta landsbyggðina borga áfram okurvexti og verðtryggingu á lánum. Það er víst það sem þú telur vera fyrir bestu.

Egill (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband