Fylgishrun hjá Framsókn


    Fylgishrunið hjá Framsókn er ALGJÖRT. Eftir að ESB-liðið tók
flokkinn yfir virðist flokkurinn  ætla að  tapa stórt  frá  síðustu
kosningum, en þá hrundi fylgið af flokknum. Enda hvers vegna
ætti yfir höfuð að vera að kjósa þennan flokk? Er nánast orðinn
sami ESB-sinnaði krataflokkurinn og Samfylkingin. Styður meir
að segja hina ömurlegu vinstristjórn sem nú situr, og lofar enn
meiri vinstrimennsku eftir kosningar. Þá eru efnahagstillögur
flokksins brandari, og hugmyndin um rándýrt og þokukennt
stjórnlagaþing í miðri kreppu gjörsamlega út í hött.

   Framsókn ætti því sem fyrst að sækja um aðild að Samfylk-
ingunni. Við það myndi flokkurinn slá tvær flugur í einu höggi.
mbl.is Ekki mistök að verja stjórnina falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Það síðasta sem við munum gera er að sækja um aðild að Samfylkingunni.

En annars vildi ég nú helst benda á nokkra sem hafa ekki verið að hlægja af sambærilegum tillögum og okkar Framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu.

Niall Fergusson, prófessor við Harvard. www.niallferguson.com

Mæli sérstaklega með þessari grein:

http://www.niallferguson.com/site/FERG/Templates/ArticleItem.aspx?pageid=203

John Geanakoplos, prófessor við Yale:

http://www.nytimes.com/2009/03/05/opinion/05geanokoplos.html

Nouriel Roubini, einn þekktasti hagfræðingur heims: http://www.cnbc.com/id/29598949

Michael Hudson, prófessor við háskólann í Missouri, - sjá Silfur Egils um síðustu helgi og Fréttablaðið sömu helgi.

Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar

http://www.tryggvithor.is/leidrettingin.pdf

Lilja Mósesdóttir hefur einnig skrifað nokkrar greinar um þetta á Smugunni.

Gunnar Tómasson, á Bylgunni og fleiri stöðum.

bkv. Eygló

Eygló Þóra Harðardóttir, 10.4.2009 kl. 08:04

2 identicon

Guðmundur, Guðmundur .... !!!

Hefur þú ekki lesið ályktun Framsóknarmanna varðandi ESB aðild. Skilyrðin sem sett eru þar fram vegna samninga þar um eru þannig að líklega myndi Evrópusambandið aldrei samþykkja slíkar kröfur. Fullt fullveldi, yfirráð yfir auðlindum landsins, sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þetta eru skilyrði sem Framsóknarmenn vilja ekki kvika frá. Þannig að mér finnst nú ekki rétt hjá þér að spyrða Framsókn við Samfylkinguna.

Rúnar (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eygló og Rúnar. Það sækir enginn um það sem viðkomandi er á móti. Framsókn vill sækja um aðild að ESB  NÁKVÆMLEGA eins og hinir ESB-sinnuðu kratar. Og bara skil þig ALLS EKKI Eygló komandi um sjárvarútvegs- og landbúnaðarkjördæmi að voga þer að vera slíkur ESB-
sinni vitandi nákvæmlega hvað slík aðild myndi þýða fyrir landbúnaðinn
og sjávarútveginn.  Það liggur nánast ALLT fyrir sem máli skiptir hvað í
ESB-aðild felist, svo framanlega sem viðkomandi nennir og hefur áhuga á
að kynna sér það.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.4.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband