Nýtt þjóðlegt borgaralegt afl verður að koma til!


   Það er alveg ljóst, að allsherjar uppstokkun verður að eiga
sér stað á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála. Nýtt þjóðlegt
borgaralegt afl verður að  koma  þar  fram. Afl, sem  er nógu
burðugt til að takast á  við  vinstriöflin, og  þau óþjóðlegu  öfl,
sem berjast fyrir því að koma  Íslandi  undir  erlend  yfirráð. - 
Sjálfstæðisflokkurinn, sem fram til þessa hefur verið kjölfestan
meðal borgaralegra afla, er það ekki lengur. Innan hans virðist
vera sama upplausnin og er  í þjóðfélaginu í dag. Upplausn, sem
nú hefur leitt til sósíaliskra stjórnahátta, undir stjórn  Vinstri
grænna og Samfylkingarinnar.

  Það er ömulegt hlutskipti fyrir hina íslenzku þjóð að sitja nú
uppi með afdánkaða vinstristjórn í upphafi 21 aldar. Það   er
alveg með ólíkindum að slíkt hafi getað gerst. - Allt vegna and-
þjóðlegra ákvarðanna stjórnvalda síðustu árin. - Því er ljóst,
að til að gjörbreyta þessu, verður að koma til nýtt stjórnmála-
afl. Stjórnmálaafl með borgaralegri þjóðlegri framtíðarsýn, svo
hin íslenzka þjóð styrkist og eflist í tiltrú sinni á íslenzkri fram-
tíð, sem and-þjóðleg vinstriöfl og önnur óþjóðholl öfl vinna
markvíst gegn í stjórnmálunum á Íslandi í  dag.

  Vonandi er þetta þjóðlega afl ekki langt undan!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alls EKKI Herbert. Oið er framhald hinnar and-þjóðlegu vinstrimennsku,
sem veit td ekki hvort það sé að koma eða fara í þjóðfrelsismálum varðandi
ESB, enda afsprengi vinstrisinnaðra róttæklinga úr svokallaðri ,,Búsárhaldarbyltingu".

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.4.2009 kl. 01:33

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

O er ekki vinstri sinnað Guðmundur Jónas. Teljirðu það hefurðu einfaldlega ekkert vit á stjórnmálum. Borgarahreyfingin tekur enga afstöðu til slíkra mála sem skilgreinast vinstri eða hægri. Borgarahreyfingin tekur aðeins afstöðu með heimilunum og bráðaaðgerðum til handa þeim. Bráðaaðgerðum sem í framhaldinu skila þá meiri peningum í neyslu sem að hjálpar þá atvinnulífinu.

Það er einnig stórkostlegur misskilningur sem að þú meðal annarra hefur verið duglegur við að blása út, að við séum Evrópusinnar. Við erum það alls ekki og það kemur hvergi fram í stefnu okkar að þangað skuli halda.

Við erum hins vegar á því að þjóðin eigi að taka astöðu til allra slíkra stórra mála, ESB aðild væri eðlilega þar á meðal. Varla viltu að örfáir þingmenn geti tekið þá ákvörðun fyrir okkur?

Baldvin Jónsson, 10.4.2009 kl. 08:55

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldvin. Hef bara orð ykkar eigin flokksmanna að þið séuð afsprengi svokallaðar Búsárhallarbyltingar, en í henni voru vinstrisinnaðir róttæklingar uppistaðan, enda hefur hún nú hætt eftir að alræmd vinstristjórn hefur
tekið völd. Auðvitað eruð þið ESB-sinnar, fyrst þið viljið aðildarviðræður og
þar með umsókn að ESB.  Þetta hefur margoft komið fram.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.4.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband