Stiglitz veldur evrusinnum miklum vonbrigðum. Kjaftshögg á ESB-sinna!


   Óhætt er að segja, að nóbelsverðlaunahagfræðingurinn
Josephs Stiglitz, hafi valdið evrusinnum miklum vonbrigðum
í Silfri Egils í gær. - Þar dró hann upp miklar efasemdir  um
upptöku evru  hér á landi, og sagði það hafa margskonar
kosti FYRIR LÍTIÐ HAGKERFI að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil.
Það bjóði upp á sveiganleika, því stöugleiki væri afstætt
hugtak. Stöðugleiki á ákvæðu hagsviði gæti skapað óstöð-
ugleika á öðru...

   Auðvitað er þetta hárrétt hjá Siglitz. Hrun krónunar er
vegna yfirgengislegrar óstjórnar í efnahagsmálum síðustu
ára. Hefði hér ríkt eðlileg efnahagsstjórn, að þjóðin hafi
sniðið sér stakk eftir vexti, og ekki tekið þátt í hinni brjál-
æðislegri alþjóðavæðingu, sbr. EES-samningurinn, væri
her allt í miklum blóma og hagsæld. Krónunni var hrein-
lega nauðgað í orðsins fyllstri merkingu. Hún endurspeglar
hins vegar afleiðingarnar nú. - Tekst nú á við að AFRUGLA
ósköpin, með tímabundnu lágu gengi. Sem gerir það að
verkum að stórbæta samkeppniðsstöðu Íslands, sem er
lykilinn að uppbyggingu eftir hrunið. Útflutningur blómstrar,
ferðaþjónusta, og  framleiðsla á innlendan markað sömu-
leiðis. Hefði Ísland í dag haft erlenda mynt  við þessar
hrikalegu aðstæður, hefði hér orðið ALLSHERJARHRUN.
Og batinn tekið langtum lengri tíma.

   Enn eitt kjaftshöggið á evrusinna, og efnahagsbull hag-
fræðinga þeirra.  - Kominn tími til að þjóðin fari að átta
sig á þessu. Og umfram allt fari að lifa samkvæmt sinni
HÖFÐATÖLU, en ekki sem marg-milljóna þjóð eins og gjör-
spilltir og blindir alþjóðasisnnaðir stjórnmálamenn hér
á landi  hafa komist upp með láta hana gera. Burt með
hinn sósíaldemíkratiska Fjórflokk!

  Enn eitt kjaftshöggið á ESB-sinna!

    www.zumann.blog.is
  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

ER þér innilega sammála, viðtalið við Stiglitz, þyrfti að endursýna hvern dag á næstunni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Guðrún!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2009 kl. 00:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áhugavert, Guðmundur Jónas. Því miður missti ég af viðtalinu við Stiglitz, en á eftir að bæta mér það upp.

Jón Valur Jensson, 7.9.2009 kl. 01:19

4 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Takk fyrir þetta Guðmundur, ég er innilega samála þér og einnig Guðrúnu með endursýninguna, því vitað er að vel kveðin vísa er aldrei of oft kveðin.

Kveðja Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 7.9.2009 kl. 05:31

5 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Guðmundur þetta eru ekki nýjar fréttir ef þú hefur fylgst með umræðunni frá hruninu, en það er allt annar hlutur sem við þurfum að gera, það er að tengja gengið á íslkr við annað mynntkerfi, það er bara ódýrara, ef við ætlum að vera með markaðsgegni.

Það er til annar flötur á þessu að vera með fast gengi sem er ákveðið, en ekki markaðsgegni. Þá þarf samþykki nokkuð stórann aðila til að samþykkja það, ég hef verið talsmaður þess að við tengjum okkur við SDR með aðstoð BNA, sem þá verji íslkr gagnvart sveiflum, það er spurning hvort við eigum hreinlega að tengja íslkr við Dollarann á föstu gengi þá sem við ættum að kannast við sem eru eldri en tvævetra, því hér á árum áður var það einmitt gert þannig.

Þegar talað er um að fleyta krónuni er verið að tala um að gera hana að markaðsvöru þar sem framboð og eftirspurn ræður styrk hennar og stöðu. Það er ekkert sem segir að við verðum að fleyta íslkr við gætum alveg eins fest gengið á ákveðnu bili sem gæti kostað mikla peninga en gæti verið kostur engu að síður.

Friðrik Björgvinsson, 7.9.2009 kl. 11:04

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég var ekkert óánægður með Stiglitz. Hann sagði líka að flest sem AGS og ríkisstjórnin er að gera nú sé í rétta átt. Þannig að ég varð bara bjartsýnni. En ef þú túlkar orð hans um krónuna þá er hann ánægður með hana þar sem hægt er að nota hana sem tæki til að skerða kjör almennnings án þess að það missi vinnuna. Eins og hefur kerfisbundið verið gert hér. Þ.e. krónan hefur fallið um 2400% gangvart dönsku krónunni síðustu 80 árin. Og ef við hefðum ekki skorið 2 núll aftan af krónunni væri dönsk króna í dag = 2400 íslenskar krónur. Því má segja að allar peningalegar eignir okkar hafi kerfisbundið verði rýrðar um 2400% og það er spurning nú á tímum betri tengsla hvort að fólk sættir sig við það. Eða bara flytur í stöðugra umhverfi þar sem hægt er að gera einhver framtíðarplön.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.9.2009 kl. 12:26

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnús Helgi, þarna afhjúpar þú þig endanlega sem kjána í gjaldeyris- og efnahagsmálum. Við fáum ekkert minna fyrir okkar fisk en Norðmenn eða Danir. Við eigum ekkert síður stórar og fínar íbúðir en þeir – og langtum dýrari íbúðir en flestir Bretar og betur búnar (t.d. hvað einangrun veggja og glugga og upphitun húsanna snertir). Okkur hefur fleygt fram í lífskjörum fyrstu 50–60 ár lýðveldisins. Íbúða- og atvinnuhúsnæði sem hér var 1944 (hvað þá 1918) væri ekki nema brotabrot af verðmæti fasteigna sem við eigum nú. Að halda því fram, að síðustu 80 árin hafi "peningalegar eignir okkar ... verið rýrðar um 2400%" er ótrúlegur barnaskapur.

Bezt ég bæti hér við innleggi sem ég átti í dag hjá Agli í Brimborg – fjallar um svolítið skylt efni:

Sveiflur skapast m.a. af ástandi markaða erlendis og breytilegum sjávarafla. Með fastbindingu okkar við einn erlendan gjaldmiðil sleppum við ekki við þau sveifluáhrif hér, eigum jafnvel erfiðara með að aðlagast þeim eða yfirvinna. Langvinnur áróður hefur staðið yfir gegn "sveiflum" og með svokölluðum "stöðugleika", sem við höfðum satt bezt að segja ekki mikið af að segja í lýðveldissögunni þrátt fyrir ótrúlega öfluga framþróun efnahagslífs okkar umfram margar aðrar þjóðir. Þeir, sem lofa stöðugleika í faðmi Evrópubandalagsins, lofa meira en þeir geta staðið við. Tökum karlmannlega á móti öllum ögrunum til að fást við verkefni framtíðar!

Jón Valur Jensson, 7.9.2009 kl. 12:45

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegferð okkar lýðveldis og þjóðarbús má líka við siglingu skips á rúmsjó. Þótt sjór geti verið lygn með öllu, eru þar straumar, en oftast líka öldugangur, stundum djúpir öldudalir. Við verðum að taka því eins og karlmenn og hætta öllu kveifartali, lífið er erfitt og viðfangsefnin til að taka á þeim!

Jón Valur Jensson, 7.9.2009 kl. 12:57

9 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Það er til mjög gott viðmið, "hvað hamborgari kostar í hverju landi", skoðið það efni, þá ætti að koma í ljós launavísitala í hverju landi fyrir sig.

Þetta kemur bæði fyrir í Hagfræði og Fjármálastjórnunarfræðum og er mjög gott dæmi um kjör almennings á hverju markaðsvæði..

Friðrik Björgvinsson, 7.9.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband