Eru ekki pólitískar blokkir loks að myndast í íslenzkum stjórnmálum?


   Sem borgarasinnaður kjósandi hlýt ég að fagna tillögum
sjálfstæðismanna í efnahagsmálum. Tel þær raunhæfar og
svara vel því efnahagsástandi sem er í dag. Jákvæðast er
að stefna að bættri afkomu ríkissjóðs um 90 milljarða án
þess að hækka  þurfi  skatta.  Þingsályktunartillaga  sjálf-
stæðismanna er  ýtarlega  útlýst  sbr. viðhengi við sjálfri
fréttinni hér á Mbl.is.

  Hér er þveröfugt farið að til að leysa hinn mikla efnahags-
vanda og núverandi vinstristjórn boðar. En vinstristjórnin
boðar stórkostlegar skattahækkanir á fyrirtæki og einstak-
linga, sem engan veginn mega við slíku. Þá boða sjálfstæðis-
menn stórsókn í atvinnumálum, m.a að okkar dýrmætu auð-
lindir verði nýttar.  - Allt þetta er á svipuðum nótum og fram-
sóknarmenn hafa talað fyrir,  auknar þjóðartekjur með nýt-
ingu  okkar auðlinda, frumforsenda hagvaxtar. Gagnstætt
hugmyndarfræði Vinstri grænna.

   Þá eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn með svip-
aðar áherslur í icesave-málinu, eins og fram kom á Alþingi
í gær. Raunar hafa framsóknarmenn verið þar harðastir í
að verja þar hagsmuni  Íslendinga. Þá  er  vitað  að  þorri
beggja þingmanna flokkanna eru  andvígir ESB-aðiid  sbr
atkvæðagreiðslan um ESB-aðild á Alþingi s.l sumar.

  Eftir myndun núverandi hreinræktuðu vinstristjórnar komma
og krata má segja að tvær pólitískar blokkir hafi myndast í ís-
lenzkum stjórnmálum. Önnur til vinstri, hin til mið- hægri. Skörp
skil  hafa  því  nú myndast  í  íslenzkum stjórnmálum, og þá von-
andi til frambúðar. Og vonandi komi þá senn fram róttækt þjóð-
legt borgaralegt stjórnmálaafl, sem yrði einskonar límmiði í því
að halda slíkri stóru mið/hægri blokk á þjóðlegum nótum við líði.
Bæði í ríkisstjórn  sem  sveitarstjórnum.  Eins  og  gerst hefur í
mörgum nágrannalöndum. - Hef verið hvatamaður þess að slíkt
stjórnmálaafl komi sem fyrst fram. Einskonar pólitískur afruglari
á hinum  mið/hægri  kannti  íslenzkra  stjórnmála. - Íslandi og
íslenzkri framtíð til heilla!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB!  EKKERT ICESAVE NÉ AGS

   www.zumann.blog.is


mbl.is Svigrúm til að lækka ríkisútgjöld verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta gæti verið

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þess vegna þarf Þjóðlegi frelsisflokkurinn (sem vill m.a stóraukið frelsi í
fiskveðum) að fara að koma fram Sigurður. Sannkallaður Frelsisflokkur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.10.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Skammtímaminni þitt Guðmundur er ótrúlega veikburða. Þú vilt fá aftur til valda þá tvo stjórnmálaflokka, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk sem með skelfilegri ráðsmennsku og stjórnleysi komu Íslandi á kaldan klaka. þessir flokkar skópu grundvöll hrunsins m. a. með því að afhenda vildarvinum og pólitískum klíkum banka landsins á silfurfati fyrir sárlitlar greiðslur. Það var ekki verið að velja hæfa einstaklinga sem hugsanlega gætu rekið banka og stórfyrirtæki. Þessir menn þurftu aðeins að uppfylla það að vera í pólitískum klíkum þessara tveggja flokka. Þarna voru Björgólfarnir og Kjartan Gunnarsson var einnig með puttana í þessu, Ólafur í Samskipum, Finnur Ingólfsson og þeir tveir sem stýrðu þjóðarskútunni í strand voru Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.

Viltu leiða þetta lið aftur til valda?

Hvað áttu við með "stóraukið frelsi í fiskveiðum"? Er það að útgerðarauðvaldið fái áfram að braska með þessa auðlind, stela peningum út úr rekstrinum og flýja til útlanda og lifa þar í vellystingum praktuglega. Þetta hefur gerst, hvernig var t. d. farið með Eskju á Eskifirði?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 11:53

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kratabullið í þér Sigurður Grétar er ÓTRÚLEGT. Líttu þér nær. Hverjir LUGU
upp á þjóðina STÓRGÖLLUÐUM EES-samningi sem engan veginn passaði fyrir hið örsmá íslenzka hagkerfi? Sem gerði misvitrum útrásarmafíuósum
kleyft að sólunda út og suður eftir því sem þeim syndist skv. þessu
stórkallaða kerfi ESB. Svo er nú okkur almúganum ætlað af ÞESSUM SÖMU
sósíaldemókrötum að borga skuldaklafa útrásarmafíuósanna. Sem okkur
BER ENGA SKYLDU til að gera. Þannig hlaupið þið undir bagga þessara
kapitalisku mafíuósa og látið OKKUR borga glæpinn. Sem við BERUM ENGA
ÁBYRGÐ á. Rústið þannig íslenzku velferðarkerfi til frambúðar og beri
fátækt og eymd yfir þjóðina næstu áratugi.  Svo VOGIÐ þið ykkur þessi sósialdemókratisku ÞJÓÐSVIKAÖFL að reyna að troða Íslandi inn i ESB með stórfeldu fullveldisafsali og framsali helstu auðlinda okkar til yfirþjóðlegs valds .  Mér er andskotans sama um eignarhald í íslenzkum sjávarútvegi
svo framanlega sem hann er ÍSLENZKUR og virðisaukin skili sér 100% af
auðlindinni í okkar hagkerfi. Með ESB aðild ykkar geta ESB-útgerðarauðvaldið komið hér inn og keypt upp ísl. útgerðir og kvóta þeirra.
Komist þannig bakdyramegin inn í ísl. fiskveiðilögsögu með HRIKALEEGUM
efnahagslegum afleiðingum. Kvótinn færi þannig á markaðsuppboð innan
ESB. - Þjótt ýmislegt má finna að núverandi stefnu í sjávarútvegsmáluam,
YRÐI ÞAÐ HRIKALEGT efnahagslegt stórslys að ganga í ESB og veita
útlendingum aftur aðgang að okkar fiskimiðum.

Já, geri mikinn mun á stjórnarandstöðunni og þeim vinstrisinnuðu ÞJÓÐSVIKAÖFLUM sem nú stjórna Íslandi.  Þjóðsvikaöflum sem ætla
að skuldsetja þjóðina fyrir mörg hundruð milljarða bara til að geta
gengið frá þjóðfrelsi íslenzkrar þjóðar með því að troða Íslandi inn í
ykkar andskotans ESB-HELSI!  SLÍK ÖFL VIL ÉG ÚTHÝSA ÚR ÍSLENZKUM
stjórnmálum Sigurður. Og það STRAX!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.10.2009 kl. 12:59

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mér hefur heldur betur tekist að æsa þig upp Guðmundur, stóryrðavaðallinn frá þér er svo mikill en hvergi örlar á rökræðu eða yfirvegun. Þú hleypur í felur, rýkur upp út af umsókn Íslands til Evrópusambandsins til þess að þurfa ekki að ræða það skelfilega hrun sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur leiddu yfir þjóðina.

Það er óumdeilanlegt að uppáhaldsdrengir Sjálfstæðisflokksins í Landsbankanum stofnuðu ICESAVE og því miður súpum við seiðið af því, það verður ekki undan því vikist. Það þýðir ekkert að hrópa og gala "við borgum ekki" Sjálfstæðisflokkurinn öðrum fremur ber ábyrgð á ICESAVE óskapnaðinum. 

Nú lítur út fyrir að þetta verði útgjöld hjá ríkinu (okkur öllum) upp á 300 milljarða ísl. króna. Það er sama upphæð og ríkið (við öll) urðum að blæða til Seðlabankans eftir að Davíð Oddsson gerði þennan höfuðbanka gjaldþrota.

Vona þín vegna að þú náir betra andlegu jafnvægi, það er ekki neinum hollt að búa lengi að slíkt.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 13:44

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Engin mótrök hjá þér Sigurður. Hefðum við ALDREI gert þennan andskotans
EES-samning heldur eðlilegan tvíhliða viðskiptasamning á OKKAR forsendum við ESB sbr. Sviss hefði hvorki icesave né bankahrun orðið til. Bara af því að Sjálfstæðisflokkurinn álpaðist til að samþykkja EES að kröfu ykkar krata stöndum við í þessum hræðilegu sporum.  Þannig að sökin er alfarið ykkar krata. Svo athyglisvert að þú skautar framhjá þeirri staðreynd að með ESB-aðild galopnast fiskveiðilögsagan útlendingum og kvótahopp hefur innreið sína sbr Bretland þar sem breskur sjávarútvegur er nánast í rúst eftir ESB-aðild Breta. Þer er kannski andskotans sama um allt það eins og öllum ESB-sinnum?  Enginn veit hver þessi icesave-skuldi verður. Trúlega ekki minni en 500-700 milljarðar. Hægt að beita ótal bókhaldsbrellum í þessu sambandi. Seðlabankinn var að reyna að bjarga fyrir horn. Núverandi icesave-stjórn er VÍSVITANDI að ganga að kröfum sem lögum samkvæmt við eigum EKKI að gera. Á þessu er stórmunur. Í minum huga er Jóhanna Sigurðardóttir þjóðsvikari sem á að fara fyrir dómstóla ásamt útrásarmafíunnu. Steingrímur líka!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.10.2009 kl. 15:45

7 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

"Bara af því að Sjálfstæðisflokkurinn álpaðist til að samþykkja EES að kröfu ykkar krata stöndum við í þessum hræðilegu sporum.  Þannig að sökin er alfarið ykkar krata".

Þetta lætur þú frá þér fara í blogginu að ofan.

Hvernig getur maður með fullu viti gert svona lítið úr stærsta stjórnmálaflokki landsins á þessum tíma, hann  var forystuflokkur í ríkisstjórn með sjálfan Davíð Oddsson í stóli forsætisráðherra. Já, miklir vesalingar voru þessir Sjálfstæðismenn sem létu lítinn krataflokk leiða sig til afglapa!!!

Hins vegar er það líklega fyrir neðan virðingu nokkurs manns að eiga orðastað við þig, mann sem hikar ekki við að bera landaráð á forsætisráðherra.

Það ber aðeins vott um sjúkan hug þinn, þú ættir að leita þér andlegrar hjálpar.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.10.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband