Stjórnarandstaðan skipuleggi mótmæli gegn icesave


    Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur þjóðsvika-
samningunum um icesave. Allt bendir til að öll stjórnarand-
staðan greiði  atkvæði gegn þjóðsvikunum, þegar þau koma
fyrir Alþingi í næstu viku. -  Mikilvægt er því að hin mikla and-
staða þjóðarinnar komi fram, m.a í skipulögðum mótmælum.
Því aldrei hefur verið gerð eins mikil aðför að lífskjörum heillar
þjóðar af erlendum toga og fram kemur í samningunum  um
icesave. Samningi, sem  hin and-þjóðlega vinstristjórn og
sú veikgeðjaðasta gegn erlendri kúgun sem sögur fara  af,
hyggst nú fjötra þjóðina í næstu áratugi.

   Stjórnarandstaðan ber því mikla ábyrgð í því að koma með
öllum tiltækum ráðum í veg fyrir  að Íslendingar verði kúgaðir
til að samþykkja skuldadrápsklyfjarnar um icesave. Samning
sem  er margfallt  verri og  ósanngjarnari  en  hinn illræmdi
Versalasamningur sem  Þjóðverjar voru  kúgaðir til að  gera
árið 1919, og sem olli  uppreisn  þýzkrar þjóðar. Stjórnarand-
staðan  ber því  skylda  til  að  skipuleggja  allsherjar mótmæli
um land allt gegn þjóðsvikasamningnum um icesave. Meini hún
eitthvað með sinni andstöðu. Því hér er um eitt stærsta pólitíska
hitamál að ræða í sögu lýðveldisins, fyrir utan aðildína að ESB 

   Nú reynir á stjórnarandstöðu Framsóknar, Sjálfstæðisflokks
og Hreyfingar, auk allra þjóðlegra andstöðuhópa. Mótmælin
VERÐA að koma fram, og það KRÖFTUGLEGA. Því lífskjör okkar
Íslendinga eru í veði til næstu áratuga.  Hvorki meir né minna!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKERT ICESAVE NÉ AGS! EKKI ESB NÉ SCHENGEN!!!!!!!!!!!!

   www.zumann.blog.is
mbl.is „Sammála um að vera ósammála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Góð grein, er þér hjartanlega sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.11.2009 kl. 01:16

2 identicon

Veit ekki hvort þessi linkur virkar en það eru allavega boðuð mótmæli gegn Icesave þ. 21nóv., kl. 12 við Alþingishúsið. Endilega láta þetta fréttast og smala sem flestum svo þetta verði nú almennilegt

http://www.facebook.com/home.php#/event.php?eid=177082541737&ref=mf

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 01:40

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það skal verða almennilegt.

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2009 kl. 02:05

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Tek undir, góð grein, og látum berast 21 nóv. kl.12. og já Helga, stuðlum að því eins og við getum að gera það almennilega.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.11.2009 kl. 04:59

5 identicon

Icesave-nauðungin gæti orðið óendanlegar skulda-klyfjar á þjóðinni, kannski næstu öldina.   Við náum líklega ekki einu sinni að borga vextina og því mun endalaut bætast við skuldina.  Við getum ekkert borgað Icesave og fyrir utan að þetta er kol-ólögleg kúgun Breta, Hollendinga og himnaríkis Samfylkingarinnar: Evrópubandalagsins.   Góður pistill, Guðmundur. 

ElleE (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband