Jón Bjarnason! Hættu þessu bulli!
27.11.2009 | 00:41
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
heldur áfram að bulla í útlöndum um andstöðu sína við ESB.
Því þetta er maður í flokki sem styður sjálfa umsóknina að
ESB. Þetta er þingmaður flokks sem styður umsóknina að
ESB. Og þetta er meir að segja ráðherra í ríkisstjórn sem
styður umsóknina að ESB. Og þetta er maðurinn, þing-
fulltrúinn og ráðherrann Jón Bjarnason, sem ætlar auk
alls þessa að styðja heilshugar sjálfan inngöngumiðann
að ESB, icesave-þjóðsvikasamninginn og skuldadráps-
klyfjarnar sem honum fylgja til næstu áratuga. ALLT
VEGNA UMSÓKNAR ÍSLANDS AÐ ESB.
Já. Hræsni hinna and-þjóðlegu og afturhaldssömu kommú-
nista í Vinstri grænum í Evrópumálum er YFIRGENGILEG!
Og kominn tími til að þjóðin fari að átta sig á hræsni og
blekkingum þeirra. - Næsta sjónarspil blekkinga kommúnist-
anna í VG verður svo væntanlega það þegar þingmaður VG
og formaður sjálfrar Heimssýnar, Ásmundur Einar Daðason
greiði hinum dýrkeypta inngöngumiða að ESB, icesave,
atkvæði sitt á Alþingi Íslendinga næstu daga. Sem myndi
þá verða toppur hræsni Vinstri Grænna í Evrópumálum.
Og yrði þess valdandi að margir innan Heimssýnar myndu
tilkynna úrsögn, þ.á.m. sá sem þetta skrifar, meðan slíkur
kommúnisti væri þar í forystu.
Vinstri grænir urðu lykill Samfylkingarinnar að umsókn Ís-
lands að ESB ! Enda enginn munur á kommúniskum krata
eða sósíaldemókratiskum komma þegar kemur að þjóðlegum
gildum og viðhorfum.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB NÉ SCHENGEN! EKKERT ICESAVE NÉ AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
Betur sett utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt þetta Guðmundur berja á þeim sem eru á móti aðild að ESB! Þú er þarfur þjónn okkar sem viljum nánari samvinnu með Evrópuþjóðum
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.11.2009 kl. 00:54
Magnús. Jón Bjarnason og allt hans kommúníska lið eru meiriháttar
skósveinar ykkar krata í Evrópumálum, eins og ég hef rakið hér lið fyrir
lið, og og í Morgunblaðsgrein minni í gær. Þannig. Skil ekki þitt innlegg
hér Magnús minn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.11.2009 kl. 01:09
Innilega sammála Guðmundur eins og oft áður.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.11.2009 kl. 01:10
Samvinna hráefni í stað EU lágvöru.
GDP 1990 til 2007 Heildarþjóðartekjur jukust á regluverkstímabilinu 6,53%
PPP tekjur á Íslending jukust um 5,49% á regluverkstímabilinu. Fólk var flutt inn til að minnka verðmæti á einstakling.
Aukningin miðast við Dollar og á Ísland var lítil í samburði við aðrar þjóðir og Dollar hefur líka rýnað.
Júlíus Björnsson, 27.11.2009 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.