Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Vinstrimennska í hnotskurn


     Samfylkingin og Vinstri-grænir eru helstu
stjórnmálaöfl vinstriaflanna á Íslandi í dag.
Ef þessi pólitísku öfl hefði fengið að ráða
væri framtíð Íslands ekki björt.

   Framtíðaráform Samfylkingarinnar er að
stórskerða fullveldi og sjálfstæði Íslands með
því að Ísland gerist aðili að ESB. Fiskimiðin
helsta auðlind Íslendinga færi á kvótaupp-
boð þar sem allir þegnar ESB  hefðu sama
rétt og Íslendingar til að kaupa kvóta og fisk-
veiðiheimldir á Íslandsmiðum. Íslenzk fisk-
veiðilögsaga yrði þannig opnuð útlendingum
til afnota. - Með inngöngu í ESB yrði Íslandi
bannað að gera sjálfstæða viðskiptasamninga
við önnur ríki utan ESB. Þetta myndi stórskaða
viðskipahagsmuni Íslendinga um heim allan.
Þá vill Samfylkigin taka upp FAST-gengi með
upptöku evru sem myndi stórskerða aðlögunar-
hæfni íslenzka efnahagskerfisins við íslenzkar
aðstæður. Atvinnuleysi og stöðnun yrði daglegt
brauð. Þá yrði í framtíðinni sjálfstæð utanríkis-
og varnarstefna úr sögunni því hvort tveggja
myndi falla á forræði sameiginlegrar stefnu ESB
í þeim málum.

   Vinstri-grænir vilja stöðnun á næsta öllum
sviðum með sinni sósíalisku hugmyndarfræði og
forræðishyggju. Hagvöxtur myndi verða enginn
heldur yrði stöðnun og kreppa afleiðingin eins
og hvarvetna þar sem sósíalismi hefur ráðið
för. Íslenzkt þjóðarbú hefði þannig orðið af
hundruðum milljörðum á s.l árum sbr. einka-
væðingin og útrásin sem VG voru á móti.  Þá
er stefna VG í þjóðaröryggismálum Íslands
ábyrgðarlaus með öllu þar sem VG vill gera
Ísland eina ríki heims berskjaldað og varnar-
laust.

    Vinstrimennska hefur aldrei verið neinni þjóð
til góðs. Frakkar höfnuðu henni nú síðast í frönsku
forsetakosningunum. - Íslendingar gera það n.k
laugardag!

Samfylkingin og kvótahoppið


    Samfylkingin vill að Ísland gangi í ESB. Við
inngöngu Íslands í  ESB munu allir þegnar 
ESB öðlast sama rétt og Íslendingar að kaupa
hluti í íslenzkum útgerðum. Þannig kæmust
útlendingar bakdyramegin inn í okkar dýrmætu
fiskveiðilögsögu og gætu hafist handa við að
kaupa upp kvótann af íslenzkum fiskimiðum.
Þetta er nefnt kvótahopp sem m.a hefur lagt  
breskan sjávarútveg í rúst. - Samfylkingin
hefur ENGIN svör við því hvernig hún ætli að
koma í veg fyrir slíkt kvótahopp. . Enda ekki
hægt því frjálsar fjárfestingar innan ESB er
ein af grundvallarstoðum Rómarsáttmála
þess.

   Samt vill Samfylkingin koma Íslandi inn í
ESB, þrátt fyrir að Íslendingar misstu við það
allt forræði yfir sinni aðal auðlind. Íslenzkir
kjósendur verða að hafa þetta í huga þegar
kosið verður 12 maí s.l.  -  Samfylkingin er
mesta auðlindarfórnari Íslandssögunar fái
hún að koma sínum áformum í framkvæmd.




Fylgið við Vinstri-græna heldur áfram að falla


   Auðvitað kom að því að fylgið við Vinstri-græna
fór að falla og hefur raunar hrunið frá því þeir
mældust hæðst í vetur.  Ástaðan er auðvitað
sú að kjósendur sjá,  fyrir hvað VG í raun og
veru stendur, og hvað hin sósíaliska hugsjón
og forræðishyggja þeirra er mikil tímaskekkja
nú í byrjun 21 aldar. -  Þá hefur þin óábyrga
og óþjóðlega afstaða þeirra til íslenzkra þjóð-
aröryggismála hneykslað margan sem hugðust
ljá þeim stuðning sinn.  -

   Róttæknin varð þeim að falli.  Hin vinstrisinn-
aða róttækni þótt umvafin væri í margskreyttar
,,umhverfisvænar" umbúir. - 

   

Ríkisstjórnarsinnar kjósi Framsókn !


   Það er augljóst að til þess að núverandi
ríkisstjórn haldi velli verður Framsóknarflokk-
urinn að fá mun betri kosningu en skoðana-
kannanir benda til. Þá er líka augljóst að
fylgið sveiflast ekki milli stjórnar- og stórnar-
andstöðu, heldur milli stjórnarflokkanna annars
vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar.

   Kannanir sýna m.a að allt að um 28% sem kusu
Framsókn síðast ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn nú. Það er einmitt þessi hópur kjósenda sem
ráða mun úrslitum um hvort núverandi ríkisstjórn
haldi áfram eða ekki. Hópur sem styður núverandi
ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er að skora mjög
hátt í skoðanakönnunum að undanförnu.  Því hlýtur
þessi hópur að enduskoða afstöðu sína og  kjósa
Framsóknarflokkinn til að ríkisstjórnin haldi áfram.
Því Framsókn hefur ekki síður staðið sig vel í ríkis-
stjórn s.l 12 ár en Sjálfstæðisflokkurinn. - Ríkis-
stjórnarsisnnar verða því að veita Framsókn öflugri
stuðning en gerst hefur fram til þessa.

   Nýbirt skoðanakönnun í dag bendir til að sú þróun
sé þegar hafin. - Nýr og traustur leiðgogi Framsóknar-
flokksins, Jón Sigurðsson, ætti að auðvelda það val.....



Össur, þetta er ósatt !


     Það á ekki að líðast að stjórnmálamenn komi
fram fyrir þjóðina rétt fyrir kosningar með grófleg
ósannindi um mál sem varðar þjóðarhagsmuni.
Í Blaðinu í dag fullyrðir Össur Skarphéðinsson
þingflokksmaður Samfylkingar og oddviti hennar
í Reykjavik- norður að ef Ísland gerist aðili að
Evrópusambandinu muni það ,, ekki tapa neinum
aflaheimildum við inngöngu, hugsanlega auka
þær".

    Fyrir liggur að t.d allir samningar varðandi út-
hafsveiðar við aðrar þjóðir fara á forræði ESB ef
við gerumst aðilar að sambandinu. Í slíkum sam-
ingum munum við klárlega missa töluverðar
aflaheimildir. - Þá hefur Össur og félagar ALDREI
útskýrt það fyrir þjóðinni hvernig koma á í veg
fyrir að erlendar ESB-útgerðir geti sölsað undir
sig kvóta af Íslandsmiðum með svokölluðu
,,kvótahoppi" sem hefur m.a rúsað breskum
sjávarútvegi. Við inngöngu Íslands í ESB munu
allir þegnar ESB-ríkja fá jöfn réttindi og Íslend-
ingar að eignast meirihluta í íslenzkum útgerðar-
félögum og þar með aflakvóta þeirra. Þannig gætu
Össur og félagar þurft að horfa upp á að stór
hluti aflans á íslenzkum fiskimiðum fari beint
á evrópskan markað án viðkomu í íslenzkri
höfn. Allur virðisauki og aðrir skattar af slíkum
afla hyrfu úr landi. Íslenzk fiskveiðilögsaga yrði
þannig opnuð fyrir útlendingum á ný. Forræði
yfir helstu auðlind Íslendinga væri þannig Í RAUN
komin úr þeirra höndum.

   Það er alvarlegt þegar stjórnmálamenn reyna
að blekkja þjóðina, sérstaklega þegar um er að
ræða þjóðarhagsmuni. - Slíkum stjórnmálamönn-
um ber að refsa, og það harðlega !
 


Ríkisstjórnarsinnar verða að kjósa Framsókn líka!


   Skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja
langflestir óbreytta ríkisstjórn áfram, eða
36.5%, og eykst stuðningurinn frá síðustu
könnun. Tæplega 87% framsóknarmanna
og 66% sjálfstæðismanna segjast styðja
slíka stjórn.

   20.3% segjast nú vilja stjórn Samfylkingarinnar
og Vinstri-grænna, og önnur stjórnarmynstur fá
mun minna fylgi.

   Skv. síðustu skoðanakönnunum er hins vegar
alveg ljóst, að ríkisstjórnin er fallin þótt hún haldi
meirihluta. Ríkisstjórnarsinnar virðast langflestir
ætla að þakka Sjálfstæðisflokknum árangursríkt
ríkisstjórnarsamstarf  í 12 ár en refsa Framsókn.
Skv. skoðanakönnunum mælist flokkurinn kringum
10% sem er langt undir kjörfylgi og algjörlega
óásættanlegt til að vera þátttakandi í ríkisstjórn
lengur.

   Ef fram heldur sem horfir eru því dagar núverandi
ríkisstjórnar taldir ef stðningsmenn ríkisstjórnarinnar 
ætla að kjósa á þann hátt sem skoðanakannanir sýna.
Sjálfstæðisflokkur yrði því að snúa sér annað hvort að
Samfylkingu en slík stjórn nýtur aðeins 14.5% fylgis
skv. könnuninni, - eða þá til Vinstri-grænna en slík
stjórn nýtur enn minna fylgis  eða 9.3%.

  Það er því alveg ljóst að til að núverandi ríkisstjórn
haldi velli verða stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar að
kjósa Framsóknarflokkinn í mun meira mæli en skoðana-
kannanir gefa til kynna í dag. -

Hvar er ESB umræða Samfylkingarinnar?



    Nú nokkrum dögum fyrir kosningar er varla
hægt að segja að minnst hafi verið á Evrópu-
málin og aðild Íslands að ESB í allri kosninga-
baráttunni. - Samfylkingin  sem  hefur það á
stefnuskrá  sinni að Ísland gangi  inn í  ESB
minnist  varla á Evrópumál. Getur ástæðan
verið  sú að  skv.  skoðanakönnunum eru 
Evrópumál neðst á lista kjósenda hvað varð-
ar helstu kosningamálin?

   En auðvitað á ekki að líðast að Samfylkingin
komist upp með það að komast í gegnum
kosningabáráttunna án þess að svara fyrir
ýmiss grundvallamál sem tengjast aðild að
Evrópusambandinu.

   Þannig hefur Samfylkingin ALDREI svarað því
hvernig hún ætli að koma í veg fyrir að útgerðir
innan ESB geti keypt upp kvóta á Íslandsmiðum
og komist þannig bakdyramegin inn í  okkar
dýrmætu fiskveiðilögsögu. - Það er VÍTAVERT hjá
Samfylkingunni að boða inngöngu í ESB án þess
að geta útskýrt fyrir íslenzkum kjósendum þessa
grundvallaspurningu.

    Samfylkingin hefur illan málstað að verja með
því að vilja að Ísland gangi í ESB. Í því felst
mikið afsal af fullveldi og sjálfstæði Íslands, sbr.
það eitt að Ísland mun ekki geta gert mikilvæga
viðskiptasamninga við  ríki utan ESB gerist Ísland
aðili að sambandinu.


   Hér með er auglýst eftir umræðu um Evrópumál
af hendi Samfylkingarinnar.  Og fyrsta spurningin
er. Hvernig ætlar Samfylkingin að koma í veg fyrir
svokallað kvótahopp erlendra aðila í íslenzkri
fiskveiðilögsögu gerist Ísland aðili að ESB ?

   Kjósendur eiga heimtingu á að fá skýrt svar t.d
varðandi slíka grundvallaspurningu.......
    


Steingrímur J. útilokar olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum.



    Það er ágætt að vestfirskir kjósendur hafi það
í huga 12 maí n.k að Steingrímur J. og þar með
hans flokkur útilokar að skoðuð sé hugmynd sem
fram hefur komið að reisa olíuhreinsunarstöð á
Vestfjörðum.

   Þetta kom fram í viðtalsþætti við Steingrím J. á
dögunum. Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð á
Vestfjörðum hefur fengið jákvæð viðbrögð vestra,
en þar vilja menn alla vega skoða þetta mál með
opnum huga. Því ef að af yrði þá væri hér um
meiriháttar atvinnu- og byggðarmál að ræða 
fyrir vestfirsk samfélag.

   Það að ekki megi einu sinni skoða hlutina er
dæmigert fyrir hið sósíaliska afturhald hjá Vinstri-
grænum. Bruggverksmiðja fyrir bjór er það eina
sem komið hefur fram hjá Steingrími J hvað
verksmiðjutengda starfsemi varðar í NV-kjördæmi,
en sem kunnugt er var Steingrímur J. á móti
björsölu á sínum tíma.

Vinstri-græn í Silfri Egils í draumaheimi.


    Málflutningur Guðfríðar Lilju frambjóðenda
Vinstri-grænna í Sílfri Egils bendir allt til þess
að Vinstri-grænir lífa í einhverjum draumaheimi
óralangt frá þeim íslenzka veruleika sem við
almúgamaðurinn upplifum frá degi til dags.
Hún virtist trúa því í einlægni sinni að t.d vel-
ferðarkerfið væri nánast komið að fótum fram,
og það ætti því að stórefla, jafnhliða því að
stórdraga úr hagvexti. En einmitt þarna grei-
nir Vinstri-grænir og stjórnarflokkanna á í
grundvallaratriðum..

  Það er eins og VG sé fyrirmunað að skilja að
grundvöllur sterks velferðarkerfis er öflugt og
kröfugt atvinnulíf til sjávar og sveita, auk þess
að nýta auðlindinar á skynsaman og arðbæran
hátt.  Öflugt atvinnulíf  og góður og stöðugur
hagvöxtur er grundvöllur alls velfernaðar í
landinu. Þetta virðat Vinstri-grænir með engu
móti geta skilið. Sósíalísk hugmyndarfræði sem
byggist m.a á því að peningar vaxi nánast  á
trjánum virðist kristallast í þeirra draumaheimi.
Þessu eru nú kjósendur farnir að átta sig á, og
því fatast  VG nú flugið í hverri skoðanakönnun
á fætur annari.
   
    Frammistaða Vinstri-grænna í Silfri Egils í dag
var átakanleg að því leyti að viðkomandi virtist í
einlægni og af ótrúlega mikilli sannfæringu trúa á
boðskapinn.  

Hætta á að ESB-öflin ráði næstu ríkisstjórn.


   Ef núverandi ríkisstjórn fellur er næsta víst að
Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin mynda næstu
ríkisstjórn. Í slíkri stjórn myndi utanríkisráðuneytið
falla í hlut Samfylkingarinnar og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir yrði næsti utanríkisráðherra.

  Löngum hefur verið vitað að innan Sjálfstæðis-
flokksins eru sterk öfl er tengjast atvinnu og  við-
skiptalífinu   sem vilja  aðild Íslands að ESB og að
evra verði tekin upp. Þá  hafa  heyrst  ákveðnar
raddir meðal ekki óþekktari sjálfstæðismanna en
Þorsteini Pálssyni fyrrverandi formanni Sjálfstæðis-
flokksins um  að taka beri  upp viðræður um aðild
Íslands að ESB. - Þannig allt bendir til að við mynd-
un ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
muni ESB-öflin í fyrsta sinn ná saman um myndun
ríkisstjórnar á Ísland, og þar með yrði lagður
pólitískur grundvöllur fyrir alvöru undirbúningi fyrir
aðildarviðræðum Íslands að Evrópusambandnu.

   Það er því ekki að undra þótt sterk öfl innan
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vinni  þessa dag-
anna að því bakk við tjöldin að ríkisstjórn þessara
flokka taki við að kosningum loknum. - Fyrir allt
þjóðlega sinnað fólk er það skelfileg tilhugsun!


   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband