Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Mikilvægar tillögur stjórnarandstöðu


   ALLIR verða nú að  leggjast  á  eitt við að leysa efnahagsvanda
þjóðarinnar. Gildir þá einu hvort menn koma úr stjórn eða stjórnar
andstöðu. Í þættinum á Mannamáli á Stöð 2 í kvöld sátu formenn 
stjórnarandstöðunar fyrir svörum. Allir vildu skoða þann möguleika
að auka við þorskkvótann. Framsókn  og  Frjálslyndir vilja ganga
lengst í þeim efnum, allt upp í sextíuþúsnd tonn, sem  yrði  mjög
mikilvægt fyrir að  skapa gjaldeyrir. Þá vilja sömu  flokkar setja
álversframkvæmdir við Bakka og Húsavík á fulla ferð, sem einnig
myndi þýða innstreymi gjaldeyris inn í landið. Þá vildi formaður
Framsóknar beita handafli við lækkun vaxta og hækkun gengisins,
og vísaði til handafls-inngrípa fjölmargra þjóða í sín efnahagsmál
og peningamarkaði, sbr. Bandaríkin og fjölmörg önnur vestræni
ríki síðustu daga.

  Þá voru formenninir réttilega sammála um að hvorki ESB-aðild
eða evra myndi leysa efnahagsvandann í dag. Þvert á móti myndi
umræðan um þau mál hafa  ruglandi  áhrif á  lausn  vandans  og
stuðla að sundrungu þjóðarinnar en ekki samstöðu á ögurstundu.
Benti formaður Vinstri-grænna réttilega á að hefði Ísland verið
aðili að ESB hefði þau rúmu hundraðþúsund tonn af makríl aldrei
veiðst í sumar, og þjóðarbúið þannig orðið af 7 milljörðum í út-
flutningstekjum.  

  Stjórnarandstaðan virðist því sýna fulla ábyrgð gagnvart hinum
mikla efnahagsvanda í dag og vera með skynsamlegar tillögur.

  Hinsvegar bendir allt til þess nú að ríkiststjórnin sé alls ekki að
standa sig, og að hinn bráðnauðsýnlegi aðgerðarpakki  sem ALLIR
bíða eftir nú  liggi alls ekki fyrir.

   

  Áfram Ísland!

Kreppan er líka á fullu í ESB !


   Þeir sem halda það að aðild Íslands að ESB og upptaka evru sé
einhver töfralauusn fyrir efnahagsvanda Íslands ganga villu vegar.
Nú er blásið til neyðarfunda með helstu leiðtogum ríkja ESB til að
fjalla um fjármálakreppuna sem nú herjar á ESB ekki síður en um
heim allan. Og nú reynir virkilega á hina sameiginlega mynt sem
myntbandalag Evrópu byggir á. Því efnahagsástandið í ríkjum
evru-svæðisins er svo misjafnt. Langbest er það í Þýzkalandi,
enda evran nánast sniðin fyrir það. Langverst er það á Írlandi,
Spáni og Ítalíu, og nú eru allar horfur á neikvæðum hagvexti
í Frakklandi.  - Það skyldi ekki vera að í kjölfar fjármálakreppu-
nar hrikti nú mjög alvarlega í myntbandalagi Evrópu. - Því það
hljóta allir sem hugsa eitthvað að sjá að  SAMA MYNT,  SAMA
GENGI og SÖMU VEXTIR geta aldrei gengið til lengdar í jafn
ólíkum hagkerfum og mynda evrusvæðið. Það bara liggur í
hlutarins eðli.  - Þess vegna eru upphrópanir ESB-sinna á
evru fyrir Ísland til lausnar okkar efnahagsmálla GJÖRSAM-
LEGA ÚT Í HÖTT !

  Númer eitt er því að ALLIR Íslendingar sýni nú ALSSHERJA
ÞJÓÐHOLLUSTU  til að koma Íslandi á réttan kjöl og á rétta
braut aftur í efnahagslegu tilliti. ALLT er upp  á  borðinu
annað en það sem klýfur þjóðina í herðar niður,  með  því
að setja ESB-aðild á borðið sem lausn. - Þeir sem það gera
sýna vítaverða óþjóðhollustu á ögurstundu.
mbl.is IMF: Evrópa verður að sýna viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús Stefáns kominn út úr ESB-skápnum


   Það er alltaf kostur þegar stjórnmálamenn koma hreint fram í
stjórnmálum, ekki síst í stórpólitískum hitamálum og Evrópumálum.
Þannig reið Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins
fram á vaðið á heimasíðu sinni  í gær. Þar segir Magnús að Íslend-
ingar verði nú þegar að sækja um inngöngu í ESB og taka upp
evru. Að hans mati á ríkisstjórnin að tylkynna það strax að það
verði gert.  Athyglisvert  er að  Magnús  kemur úr  kjördæmi  þar
sem fiskveiðar og landbúnaður eru helstu atvinnuvegirnir, og þar
sem andstaðan er hvað mest gegn ESB-aðild. Varla til að auka
fylgi Framsóknar þar. Og allra síst á landsvísu!

  Magnús bætist þannig í hóp ESB-sinna innan þingflokks Framsókn-
arflokksins, með Valgerði Sverrisdóttir og Birki Jóni Jónssyni. Birkir
hefur að  vísu  ekki lýst  yfir  jafn afdráttarlausum stuðningi við ESB
og Valgerður  og  Stefán. Hins vegar boðar hann þá furðulegu þings-
ályktunartillögu að þjóðin fái að kjósa um það fyrst hvort sækja beri
um aðild að ESB eða ekki. - Því eðlilegast er að vilji Alþingis liggji
hreint fyrir um aðildarumsókn að ESB eða ekki. Að henda því í kjós-
endur um hvort hefja beri aðildarviðræður eða ekki án þess að ljós
vilji Alþingis liggi fyrir er út í hött og í raun vanvirða við þingræðið.
Því er það krafa kjósenda að fá að vita um hreina afstöðu Birkis
í þessu mesta stórpólitíska hitamáli lýðveldisins. Það er lágmarks
krafa til stjórnmálamanna að þeir hafi skýra afstöðu í slíku stórmáli.
Annars eiga þeir að leita sér að öðru starfi.

   Það er mikið þjóðarhapp í dag að standa utan ESB með eigin mynt.
Þá er fjöregg þjóðarinnar alfarið í hennar höndum. ESB-helsið yrði
það versta sem yfir frjálsa íslenzka þjóð gæti dunið, fyrr og síðar.
Ekki síst þegar við er að fást stórbrotin vandamál sem þurfa skjótrar
lausnar á ÞJÓÐLEGUM FORSENDUM,  Íslandi og þjóðinni til  heilla. 

Mjög óábyrg og hættuleg ummæli !


    Það er bæði í senn hættuleg og óábyrg ummæli þegar dósent við
Háskóla Íslands lætur þau alvarlegu orð falla í  hádeginu  á  RÚV  í
dag, að bankarnir íslenzku og fjölda fyrirtækja á Íslandi séu í reynd
gjaldþrota. Hverra  erinda er  þessi  dósent  að  ganga með  svona 
gífuryrðum? Svona talar maður ekki sem dósent við H.Í eins og Gylfi
Magnússon gerði við RÚV. - Allra síst þegar allir þurfa að tala kjark
í hvern annan, og standa saman sem einn maður, í því að finna og
vinna að lausnum á þeim efnahagsvanda sem hin íslenzka  þjóð
stendur nú  frammi  fyrir, eins og raunar alflestar þjóðir gera í dag.
Að allt sé komið á heljarþröm er út í hött að  fullyrða, og gerir ekkert
annað en magna upp vandan á þessari stundu.

   Íslennzk þjóð á bjarta framtíð fyrir sér, enda tækifærin mörg og
auðlindirnar ríkar sem þjóðin á. Þótt á bátinn gefi nú um stundar-
sakir er mikilvægt að þjóðin rói í takt út úr tímabundnum erfiðleikum.
Það mun hún gera í því samstilllta átaki sem nú er í gangi á öllum
vígstöðum. - Því að sjálfsögðu eru allir að reyna að gera sitt besta
við þessar aðstæður...
mbl.is Davíð: Menn tali varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitum til Norðmanna um myntsamstarf strax !


   Nú þegar krónan er í frjálsu falli og peningamálastefna orðin
gjörsamlega gjaldþrota, á Geir H Haarde forsætisráðherra að
fljúga strax í dag til Noregs og kanna myntsamstarf við Norð-
menn. Í millitíðinni á þegar í stað að taka krónuna út af mark-
aði. Að hafa minnstu mynt í heimi liggjandi fyrir hunda- og spá-
kaupsmanna fótum, í þeim ólgusjó sem nú ríður yfir á alþjóðleg-
um peningamörkuðum, er út í Hróa hött.  Tíminn er naumur,
því fólk og fyrirtæki er að brenna út í 70% gengishruni  frá
áramótum, með tilheyrandi verðbólgubáli og vaxtaokri.

  Í þessu millibilsástandi yrði gengið LEIÐRÉTT með stjórnvalds-
ákvörðunum. Þökk sé Guði að hafa sjálfstæða mynt. Gengis-
vísitala á bilinu 150-160 yrði fest meðan myntsamstarfið við
Norðmenn yrði kannað. Það þyddi strax meiriháttar kjarabót
fyrir þjóðina. -  Frændir vorir Norðmenn myndu strax taka vel
á móti Haarde, og sýna Íslendingum velvilja og skilning í ljósi
þess upplausnarástands og fjármálakreppu sem nú gengur
yfir hinn alþjóðlega peningamarkað, og enginn sér fyrir endan
á. Myntsamstarf við Norðmenn hefði ótal kosti umfram það að
taka upp erlenda mynt sem við hefðum EKKERT með að segja.
Þá myndi hægt að koma á slíku samstarfi innan nokkra mánaða,
væri póitískur vilji fyrir hendi, í stað margra ára við  að taka upp
erlenda mynt, sem auk þess myndi ALDREI þjóna okkar hags-
munum.

   Eigum í framtíðinni mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta
með Norðmönnum. Í öryggis-og varnarmálum, auðlindasam-
vinnu og náttúruvernd þeim tengd svo fáeitt sé nefnt. Mynt-
samstarf yrði því bara laukrétt framhald af slíku. Þá standa
báðar þjóðirnar sjálfstæðar utan Evrópusambandsins.

   Þannig. Geir H Haarde upp í Óslóavélina strax í dag, og krón-
una út af markaði umsvífalaust!  

   Ja. Góða ferð Hr. Haarde!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband