Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Utanríkisráðuneytið hefur algjörlega brugðist !
10.10.2008 | 13:07
Í öllu því erlenda fjölmiðlafári um efnahagsástandið á Íslandi
í kjölfar yfirtöku íslenzka ríkisins á bönkunum, hefur utanríkis-
ráðuneytið ALGJÖRLEGA brugðist. Því það er FRUMSKYLDA
íslenzka utanríkisráðuneytisins að verja íslenzka hagsmuni
og íslenzkan málstað á erlendri grundi. Ekki síst þegar ráðist
er á Ísland af fullum þunga í kjölfar falls íslenkra banka og
útibúa þeirra erlendis.
Jón Hákon Magnússon hjá almenningstengslafyrirtækinu KOM,
sagði á RÚV í dag, að upplýsingamiðlun stjórnvalda séu fyrir
neðan allan hellur. Áratugi taki að byggja upp ímynd en aðeins
nokkra daga að eyðileggja hana. Til þurfi upplýsingamiðlun á
Íslandi til að miðla upplýsingum á ensku til erlendra fjölmiðla.
Það er til skammar hvernig utanríkisráðuneytið hefur algjör-
lega brugðist í því að VERJA málstað og hagsmuni íslenzkrar
þjóðar á erlendri grundu, ekki síst á Bretlandi.
Það virðist í tísku um þessar mundir að krefjast þess að þessi
og hinn skuli segja af sér fyrir afglöp í starfi. Utanríkisráðu-
neytið og þeir sem því stjórna virðast komnir á slíkan afsagnar-
lista. - Augljóslega !
Sendinefnd Breta krafin um skaðabætur !
10.10.2008 | 11:05
Eins og nú er komið er fráleitt hjá íslenzkum stjórnvöldum að
taka á móti breskri sendinefnd í dag til ræða hvernig tjón Breta
verði bætt vegna hruns íslenzkra banka í Bretlandi. Af þeirri
einföldu ástæðu að það voru sjálf bresk stjórnvöld sem urðu
þess valdandi, að stærsti banki Íslands er nú gjaldþrota. Með
lokun dóttirfyrirtækis Kaupþings í London s.l miðvikudag á
grundvelli breskra hryðjuverkalaga, fell Kaupþingsbanki með
stórkostlegu tjóni fyrir íslenzkan efnahag og þjóðarhagsmuni.
Ætla íslenzk stjórnvöld virkillega að beygja sig í duftið fyrir
breskri hryðjuverkaárás á þjóðarhagsmuni Íslendinga? Bretar
skulda Íslendingum margfallt meira en Íslendingar þeim með
því að keyra stærsta banka Íslands í þrot, FULLKOMLEGA AÐ
ÁSTÆÐULAUSU.
Krafan er því sú að Bretar bæti það tjón AÐ FULLU, þegar þeir
keyrðu Kaupþingsbanka í þrot. Að greiða þeim fyrir þann stór-
glæp, eða að ræða við þá á þeim nótum, er GJÖRSAMLEGA ÚT
Í HÖTT!!!
![]() |
Sendinefnd Breta væntanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bretar beita Íslendingum hryðjuverkum !
10.10.2008 | 00:14
Það verður ekki annað sagt en að bresk stjórnvöld ástundi
nú hvert hryðjuverkið á fætur öðru gagnvart okkur Íslendingum.
Stærsta og alvarlegasta hryðjuverkið var árás breskra stjórn-
valda á dótturfyrirtæki Kaupþings s.l miðvikudag. Algjörlega að
tilefnislausu, og sem olli því að langstærsti banki Íslendinga
hrundi til grunna. Þjóðhagslegt tjón Íslendinga af þessari
ósvifnu áras er gifurlegt. - Aldrei hefur nein þjóð stórskaðað
eins mikið þjóðarhagsmuni Íslendinga og þessi árás breskra
yfirvalda. Ósvífnin og hrokin í breskum stjórnvöldum margfald-
ast svo í því þegar þau ætla að krefja íslenzk stjórnvöld bóta
af hryðjuverkinu sem þau sjálf stóðu að. Þvert á móti eru það
íslenzk stjórnvöld sem eiga að höfða mál gagnvart breskum
stjórnvöldum, og krefja þau fullra skaðabóta af því hrikalega
efnahagslegu tjóni sem brezk stjórnvöld hafa nú unnið hinni
íslenzkri þjóð. - Ef íslenzka ríkisstjórnin treystir sér ekki til
að sækja rétt og bætur Íslendinga af hörku, á hún tafarlaust
að segja af sér.
Til að legga áherslu á alvarleika málsins á ríkisstjórnin að
kveðja sendiherra Íslands í Londun tafarlaust heim. Í fram-
haldi af því á íslenzka ríkisstjórnin að gefa bresku ríkisstjórn-
inni frest í nokkra daga um að koma að samningarborðinu
um hvernig Bretar ætli að bæta Íslendingum skaðan. Að
öðrum kosti verði stjórnmálasambandi Íslands við Bretland
slítið.
Kominn er tími til að Bretar átti sig á að tími nýlendu- og
heimsvaldastefnu þeirra er lokið. Alla vega virki hún ekki
gagnvart Íslandi.
Bretar eru óvinaþjóð Íslendinga í dag. Hafa löngum verið
það og beitt okkur margsinnis hervaldi. -
Kominn tími til að Íslendingar segi: Hingað og ekki lengra!
![]() |
Sendiherra kallaður á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögsækjum Breta !
9.10.2008 | 17:54
Með tilefnislausum árásum breskra stjórnvalda á Kaupþing
í gær, er olli því að Kaupþing komst í þrot, eiga íslenzk
stjórnvöld að lögsækja Breta fyrir þann gífurlega skaða sem
aðför breskra stjórnvalda hafa kostað íslenzkt þjóðarbú. Að
ríki eins og Bretland beiti sértækum hryðjuverkalögum til
árásar á stærsta banka Íslendinga, með þeim afleðingum
að hann hrynur til grunna, er með hreinum eindæmum í
siðmentuðum heimi viðskipta.
Bresk stjórnvöld hafa stórskaðað íslenzka þjóðarhagsmuni.
Íslenzk stjórnvöld eiga engra kosta völ en að bregðast við af
hörku, og krefjast skaðabóta. Það eru Bretar sem stórskulda
Íslendingum í dag, en ekki öfugt.
Í kjölfar alls þessa eiga Íslendingar að slíta stjórnmálasam-
bandi við Breta. Höfum engin samskipti að gera við eins óvin-
veitta þjóð. Bretar hafa löngum sýnt Íslendingum ótrúlega
óvináttu, og beitt þeim hervaldi hvað eftir annað.
Mælirinn er einfaldlega fullur!
![]() |
Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Slítum stjórnmálasambandi við Breta strax!
9.10.2008 | 13:01
Bresk stjórnvöld hafa gert aðför að íslenzkum þjóðarhagsmunum.
Keyrt stærsta banka þjóðarinnar í þrot, og til þess beitt jafnvel
sérstökum hryðjuverkalögum. Bresk stjórnvöld líta á Íslendinga
sem ótínda glæpamenn. Geir H. Haarde forsætisráðherra segist
HNEYKSLAÐUR á framferði Breta, sérstaklega hafi þeir beitt
hryðjuverkalögum gegn Íslendingum í gær, og muni íslenzk
stjórnvöld ekki sætta sig við að Íslendingar séu meðhöndlaðir
sem einhverjir hryðjuverkamenn.
Nú liggur það hreint og klárt fyrir að það voru bresk stjórnvöld
sem hafa komið Kaupþingi í þrot. Það að einhver ummæli Davíðs
Oddssonar seðlabankastjóra hafi komið ósköpunum af stað eru
gjörsamlega út í hött. Allir sem hlustuðu á orð Davíðs vita það.
Sagði ekkert annað en það sem allir vissu, bæði hérlendis sem
erlendis. Að stærð íslenzka bankakerfisins væri orðið svo risa-
vaxið að hinn smái íslenski ríkissjóður gæti aldrei staðið undir
ábyrgðum risaskuldaranna, færi allt á versta veg.
Bretar hafa ætíð sýnt Íslendingum yfirgang og óvináttu. Hafa
meir að segja beitt okkur marg oft hervaldi. Nú hafa þeir svo
gjörsamlega farið yfir stríkið gagnvart þjóðarhagsmunum okkar,
að ekkert annað en stjórnmálaslit við Breta kemur til greina.
Við höfum gert það áður! - Og gerum það núna STRAX!!!
![]() |
Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er stóraukið samstarf við Rússa í uppsiglingu ?
9.10.2008 | 00:15
Ný heimsmynd gæti orðið í augsýn eftir meiriháttar fjármálakreppu
sem sögur fara af. Ný bandalög gætu myndast og þjóðir skipuðu sér
í sveitir eftir nýjum hagsmunum og vinarhópum sem kreppan mun
leiða af sér.
Íslendingar fara nú í gegnum mestu fjármálakrísu frá upphafi og sem
enn sér ekki fyrir endan á. Þegar í nauð rekur kemur ætíð í ljós hverjir
vinirnir eru og hverjir ekki. - Ekki fer á milli mála að íslenzk stjórnvöld
hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sumar þjóðir sem þau töldu til
helstu vinarþjóða Íslendinga. Ber þar helst að nefna Bandaríkjamenn
og Breta. Bæði forsætisráðherra og seðlabankastjóri hafa ekki farið
dult með gremju sína gagnvart þessum þjóðum. Ekki síst nú eftir að
Bretar hótuðu okkur öllu illi á grundvelli misskilnings og upplýsinga-
skorts. Þjóð sem sérstaklega hefur notið góðs af starfsemi íslenzkra
fjárfesta á umliðnum árum. Og Bandaríkjamenn eftir að hafa meinað
okkur að vera með í hópi annara Norrðurlanda við gerð gjaldeyris-
samnings við Bandaríkin í fjármálakreppunni í dag.
Í þessum miklu hremmingum hafa einungis Norðurlandaþjóðirnir,
einkum Norðmenn, og nú síðast Rússar sýnt okkur mikla velvild og
stuðning. Ef stórlán Rússa gengur eftir með hagstæðum kjörum
fyrir Íslendinga nú á ögurstundu, verður þeim það seint þakkað.
En þá eru líka komnir fram virkilegir vinir í raun. - Framhald slíkrar
velvildar hlýtur að verða stóraukið samstarf Íslendinga og Rússa.
Enda eiga þessar þjóðir mun fleiri sameiginleg hagsmunamál nú í
framtíðinni en margan grunar.
Rússar, Norðmenn og Íslendingar eiga gríðarlegra hagsmuna
að gæta á N-Atlantshafi og í Norðurhöfum í framtíðinni. Svo vill
til að bæði Ísland og Noregur standa utan ESB. Stóraukið sam-
starf þessara ríkja á sem flestum sviðum í framtíðinni er því borð-
liggjandi. Ísland gæti í því samstarfi verið í lykilhlutverki. Eytt t.d
tortryggni milli Norðmanna og Rússa. Fríverslunarsamningur
þessara ríkja ásamt stórauknu samstarfi í öryggismálum á N-
Atlantshafi yrði hið fyrsta komið á.
Íslendingar hljóta því nú að bregðast við nýrri heimsmynd og
skipa sér í hóp raunverulegra vinaþjóða....
![]() |
Ítalir kynna björgunaraðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð sterkur Seðlabankastjóri !
8.10.2008 | 00:21
Verð að játa það að hafa horft og hlustað á Davíð Oddsson
formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands í Kastljósi í kvöld,
hefur Davíð styrkt stöðu sína verulega sem Seðlabankastjóri,
og gefið þjóðinni mun meiri von á að sigrast á þeim risavöxnu
vanndamálum í efnahagsmálum, sem íslenzk þjóð hefur nokkru
sinni orðið að standa frammi fyrir. Davíð fékk góðan tíma að
útskýra fyrir þjóðinni á mannamáli hvernig málin stæðu, og
hvernig þjóðin mun vinna sig út úr vandanum hratt og örugg-
lega. - Kastljósþátturinn var meiriháttar dæmi um hvað það
er mikilvægt að helstu ráðamenn þjóðarinnar útskýri mál vel
og skýrt á ögurstundu fyrir þjóðinni. Það gerði Davíð í kvöld.
Var í þeim hópi sem var verulega farinn að efast um hæfni
Davíðs sem Seðlabankastjóra. Sá efi er nú úr sögunni. Þarna
fer maður sem hugsar fyrst og fremst um hagsmuni þjóðarinnar.
Maður sem þjóðin getur tryst. Maður sem ætlar að sjá til þess
að þjóðin borgi EKKI erlendar skuldir óreiðumannanna.
Styð og treysti í dag Davíð Oddssyni heilshugar í því vandasama
verki að stýra þjóðarskútunni ásamt öðrum góðum mönnum út
úr þeim brimskafli sem þjóðin er nú í. Þurfum á sterkum leiðtogum
að halda með þjóðlega sýn og ábyrgð. Davíð er einn af þeim!
![]() |
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rússar vinir í raun
7.10.2008 | 16:14
Jákvæð afstaða Rússa til að koma Íslendingum til hjálpar þegar
Ísland á í einum mesta efnahagsvanda sem sögur fara af, ber
vott um mikla vináttu Rússa í garð íslenzkrar þjóðar. Rússar voru
á sínum tíma meðal fyrstu þjóða til að viðurkenna lýðveldistökunna
1944, og studdu okkur dyggilega í þorskastríðunum. Fram kom hjá
forsætisráðherra að Íslendingar hafi leitað til þeirra þjóða sem þeir
hafi talið sem vinaþjóðir en ekki haft erindi sem erfiði. Rússar hafa
þannig einir þjóða sýnt erfiðleikum Íslendinga skilning.
Í ljósi alls þessa hljóta samskipti Íslendinga við Rússa að stór-
eflast í framtíðinni. Við hljótum að snúa okkur til vina í raun!
![]() |
Seðlabankastjóri: Viðræður standa yfir við Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upphaf af þjóðlegu stjórnlyndi ?
7.10.2008 | 13:40
Það er gleðiefni ef menn horfa nú til þjóðlegrar stjórnlyndisstefnu í
þeim ólgusjó sem íslenzk þjóð er nú stödd í. Nú kalla þjóðarhagsmunir
á að þjóðarskútunni sé stýrt með handafli gegnum brimgarðinn. Hér
hefur margsinnis verið kallað eftir slíkri þjóðlegum stjórnlyndisaðgerðum.
Nú hafa menn loks vaknað við vondann draum. - Og því er batnandi
mönnum best að lífa.
Peningarmálastefnan var löngu orðin gjaldþrota. Því er það mikið
gleðiefni að stjórnvöld hafi nú loks viðurkennt það, hætt við flotgengið
og tekið krónuna út af markaði. Gengið handstýrt í átt til eðlilegs
gengisvægis, meðan peningastefnan er endurmetin frá grunni, eins og
hér hefur margsinnis verið kallað eftir. Í kjölfar þessa þarf svo að koma
myndarleg vaxtalækkun, þannig að verðbólga komist ört niður næstu
misseri.
Hin miklu stjórnlyndisinngrip stjórnvalda í fjármála- og bankageirann
voru sömuleiðis bráðnauðsynleg, og þótt fyrr hefði verið. Nú er það
framtíð ÍSLENZKRAR ÞJÓÐAR sem sett er í algjöran forgang í því mikla
ölduróti sem nú dynur yfir þjóðina. Hárrétt stefna!
Í ljósi alls þessa má því spyrja. Er tími þjóðlegs stjórnlyndisflokks
ekki nú loks runnin upp á Íslandi í dag? Ný heimsmynd blasir við. Hin
taumlausa alþjóðavæðing og hin öfgasinnaða alþjóðahygga hefur
beðið alvarlegt skipbrot! Tími þjóðlegra gilda er runninn upp á ný!
![]() |
Gengi krónu fest tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórlækkun vaxta og stórhækkun gengis
7.10.2008 | 00:32
Í kjölfar neyðarráðstafanna ríkisstjórnarinnar þarf að koma strax
í kjölfarið stórlækkun vaxta og stórhækkun gengis. Hvort tveggja á
að framkvæma á grundvelli Þjóðarhagsmuna. Seðlabankinn á strax
í dag að tilkynna verulega lækkun stýrivaxta, a.m.k um helming. Þá
á ríkisstjórninn tafarlaust að boða gjörbreytta peningamálastefnu,
því núverandi peningamálastefna er gjaldþrota. Meðan unnið er að
henni á að stórhækka gengið í átt að eðlilegu jafnvægisgengi, c.a
150-160 gengisvísitölu með handafli, og binda það þar við ákveðna
myntkörfu. Samhliða þessu á að vinna á fullu að koma álversfram-
kvæmdum við Helguvík og Húsavík af stað, stórauka þorsveiðikvótann,
og nýta okkar orkuauðlindir eins og frekast er unnt til gjaldeyrisöflun-
ar.
Í þeirri heimskreppu sem nú ríður yfir heimsbyggð alla hafa flest
markaðslögmál komist í þrot, og víðtækar stjórnvaldsaðgerðir og
inngríp ríkisstjórna til bjargar efnahag viðkomandi ríkis orðið ofan
á. Nú reyna ALLIR að bjarga SÉR. Enginn bjargar okkur nema VIÐ
SJÁLFIR ÍSLENDINGAR. - Því verður að grípa til neyðarúrræða á
sem flestum sviðum til bjargar íslenzkri þjóð og íslenzkum þjóðar-
hagsmunum. RÍKISVALDINU verður því að beita með FULLUM ÞUNGA
til bjargar íslenzkri framtíð.
Já. Íslendingar þurfa nú að beita ÞJÓÐLEGRI STJÓNLYNDISSTEFNU
í þágu lands og þjóðar!
![]() |
Atvinnulífið fái súrefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)