Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Var yfirlýsing Össurar bara gaspur ?
1.11.2008 | 00:19
Þegar Össur var starfandi utanríkisráðherra sagði hann að
aðkoma Breta að flugrýnmiseftirliti kringum Ísland nú í desem-
ber myndi særa þjóðarstolt Íslendinga í ljósi framkomu þeirra
gagnvart Íslendingum. - Var á honum að skilja að þegar hefði
verið komið þeim skilaboðum til NATO að nærveru þeirra væri
ekki óskað. - Nú þegar Össur er nú aftur orðinn starfandi utan-
ríkisráðherra hljóta fjölmiðlar að rukka hann eftir efndunum.
Eða ætlar Össur að láta þá þjóð sem sýnt hefur okkur slíka
fádæma óvináttu að beita okkur hryðjuverkalögum sem hafa
valdið íslenzkri þjóð ómældum efnahagslegum skaða og tjóni,
að sjá um varnir Íslands í kaupbæti? Var þá þetta bara ein-
tómt gaspur í Össuri? Vindhanagaspur? Eins og þegar hann
fullyrti að 18% stýrivaxtahækkun væri ákvörðun Seðlagbankans,
en síðar kom í ljós að var ákvörðun ríkisstjórnarinnar í samræmi
við skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þar laug Össur blákalt
framan í þjóðina. Og án þess að blikna!
Það er með öllu óásættanlegt að hin óvinveitta þjóð Bretar
annist okkar varnir. Gjörsamlega út í hött. Að það skuli ekki
fyrir löngu hafa legið fyrir með formlegum hætti er með ein-
dæmum. - Íslenzkir fjölmiðlar hljóta nú að fara í að fá þetta
mál á hreint strax í dag. - Össur VERÐUR að fá að standa við
orð sín í svo alvarlegu máli, að sjálft þjóðarstolt Íslendinga
er í veði... Og það að hans eigin mati ...
Yfir 71 þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |