Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
DV ekki frjáls fjölmiðill
5.11.2008 | 11:42
Það er svo langt í frá að DV fái þann gæðastilmpil að við það að
Hreinn Loftsson komi að rekstri blaðsins verði DV frjáls og óháður
fjölmiðill, eins og hann heldur fram í DV í dag. En sem kunnugt er
hefur Hreinn heldur betur tengst Baugsveldinu gegnum tíðina.
Efnistök DV hafa ætíð litast af ákveðinni pólitískri rétttrúnaðarhug-
sun. Andstaða blaðsins við viss öfl t.d innan Sjálfstæðisflokksins sem
Baugsveldinu er ekki þóknarlegt er ljós, svo og afstaða blaðsins í
Evrópumálum. Virðist þar lúta sömu and-þjóðlegri ritstjórnarstefn-
unni og Fréttablaðið, þrátt fyrir að báðir ritstjórarnir komi úr íslensku
sjávarþorpi, og ættu að vita betur hvað ESB-aðild yrði skelfileg fyrir
íslenskan sjávarútveg, og raunar þjóðina alla. En dagsskipun Baugs
hefur verið ESB-aðild og henni hafa Baugsfjölmiðlanir fylgt samvisku-
samlega.
Yfirlýsing Hreins Loftssonar um DV sem frjáls fjölmiðils er því brand-
ari.
Hreinn kaupir Birtíng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Útvarp Saga og frjálsir fjölmiðlar
5.11.2008 | 00:23
Það kemur ekki til greina að einn maður geti sölsað undir sig
svo að segja alla frjálsa fjölmiðla landsins. En sem kunnugt er
bendir margt til þess að Rauðsólar í eigu Jóns Ásgeirs geri nú
tilraun til þess. Ef einhvern tímann hafi verið nauðsýn á full-
kominni frjálsri fjölmiðlun á Íslandi þá er það einmitt í dag.
Þjóðin hefur ALDREI þurft á að halda eins upplýstri og hlut-
lausri fjölmiðlastarfsemi og einmitt í því mikla uppgjöri sem
þjóðin fer nú í gegnum. Það að einhver auðjöfur geti lagt
undir sig nánast alla hina frjálsu fjölmiðla kemur því ekki til
greina. Að menn í krafti auðs og valda geti haft áhrif á þjóð-
málaumræðuna er stórvarasamt og stórhættulegt lýðræðinu,
og ekki síst skoðanafrelsinu í landinu.
Ríkisútvarpið er afar illa rekin stofnun með hátt á þriðja
milljarð í tekjur. Og dugar ekki til. Yfirbygging þess er gjör-
samlega út í hött og launakjör æðstu starfsmanna þar einnig.
Auglýsingatekjur ríkisútvarpsins eiga ætið að vera í lágmarki
með tilliti til rekstrarkilyrða frjálsra fjölmiðla.
Einn frjáls fjölmiðill ber af og stendur svo sannarlega undir
nafni. Og það er Útvarp Saga. Hvernig Arnþrúður Karlsdóttir
útvarpsstjóri og eigandi stöðvarinnar hefur tekist að gera
Útvarp Sögu eins frábæra og hún er, - er með ólíkindum. Því
tekjur stöðvarinnar eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Þar þarf
svo sannarlega að horfa í hverja krónu. Samt er dagskráin
frábær, og gefur dagskrá RÚV ekkert eftir. Heldur þvert á móti.
- Og það sem meira er. Útvarp Saga er galopin fyrir þjóðarsálina
á hverjum tíma. Þangað getur þjóðin hringt inn og sagt skoðun
sína umbúðalaust á mönnum og málefnum. Engin þöggun þar!
Því er hér lagt til að Útvarp Saga komi að rekstri Ríkisútvarp-
sins. - Þó ekki væri nema með ráðgjöf. Og fái þóknun fyrir að
sjálfsögðu. Því nú hefur FRj'ALS FJÖLMIÐILL eins og Útvarp Saga
aldrei verið mikilvægari þjóðinni og í dag.
Áfram Útvarp Saga!
Rosabaugur Jóns Ásgeirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eymd á evrusvæði Spánar
4.11.2008 | 13:02
Hvorki meir né minn en 11% atvinnuleysi er nú á Spáni.
Og það sem meira er. Gert er ráð fyrir 15% atvinnuleysi
innan tíðar. Þannig að bara í dag gana 2.8 milljónir Spán-
verja atvinnulausir um göturnar. - Allt gerist þetta þrátt
fyrir ekkert bankahrun á Spáni. Allt gerist þetta þótt að
Spánn sé aðili að ESB. Allt gerist þetta þótt Spánverjar
hafa tekið upp evru. Allt gerist þetta þótt systurflokkur
Samfylkingarinnar sé þar við völd...
En skyldi þetta ekki einmitt gerast þar sem evran,
vaxtastig og gengi hennar, sé í engu samræmi við efna-
hagsstöðuna á Spáni? - Atvinnuleysið, mesta bölið sem
hægt sé að hugsa sér, verður svo afleiðingin...
Atvinnuleysi eykst á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppstokkun í flokkakerfinu óumflýjanleg !
4.11.2008 | 00:16
Í öllu því mikla umróti sem nú er í íslenzku samfélagi eftir
hrun bankanna og fjármálakreppu í kjölfarið, hlýtur mikil
uppstokkun að eiga sér stað. Ekki bara á atvinnu- og
efnahagssviðinu, heldur ekki síður í stjórnmálunum. Þar
hlýtur að fara fram mikið uppgjör og mikil uppstokkun.
Það sem vekur þar mesta athygli er að sú uppstokkun
mun aðallega verða á mið/hægri kanti íslenzkra stjórn-
mála. En oftar en ekki hafa slík pólitísk uppstokkun nær
einvörðungu verið bundin við vinstri-kanntinn s.l áratugi.
Það sem mest veldur þessari óumflýjanlegri uppstokkun
á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála í dag er klofningur-
inn í Sjálfstæðisflokknum. Enda hrynur fylgið af flokknum í
dag. Sem stjórnarflokkur í 17 ár virðast kjósendur ætla að
refsa honum hvernig komið er umfram aðra flokka. Þá eru
Evrópumálin að kjlúfa flokkinn endanlega í dag. Það sama
má raunar segja um Framsóknarflokkinn. Honum er líka
refsað hafandi verið í ríkisstjórn í 12 ár. Evrópumálin hafa
svo reynst flokknum afar erfið, og stendur flokkurinn frammi
fyrir klofningi af þeim sökum. Enda fylgið hrunið. Þá er Frjáls-
lyndi flokkurinn ekkert að skora í fylgisaukningu, heldur
þvert á móti. Tiltrú á flokknum virðist því afar lítil, þótt hann
hafi aldrei tekið þátt í ríkisstjórn.
Af þessum sökum blasir við allsherjar uppstokkun á mið/
hægri vængi íslenzkra stjórnmála. Flokkarnir þar hafa um
það ekkert val lengur. Mið-hægrisinnaðir kjósendur munu
einfaldlega krefjast þess. Taka til sinna ráða.
Því yrði jarðvegur fyrir róttækan mið/hægrisinnaðan flokk
mjög frjór í dag. Flokkur sem myndi sækja til þjóðlegra
sinnaðra kjósenda Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og
Frjálslyndra. Enda flokkur sem hefði það aðalhlutverk sitt
að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands, íslenzka
þjóðmenningu og tungu. Höfða til borgaralegra og félags-
legra þátta í senn á þjóðlegum grunni. - Heilsteyptur og
heiðarlegur flokkur hins almenna Íslendings, er m.a legði
ríka áherslu á þjóðareign á íslenzkum auðlindum og al-
gjörum yfirráðum Íslendinga yfir þeim. Flokkur sem höfðar
til samkenndar, samhjálpar, samstöðu og samvinnu þjóðar-
innar. Manngildi ofar auðgildi. Flokkur sem vill að Ísland
standi frjálst meðal frjálsra þjóða, en einangri sig ekki
innan ríkjasambanda eins og ESB.
Til að fyrirbyggja miskilning er hér ekki um að ræða flokk
kynþáttar-eða þjóðernishyggju þótt hin þjóðlegu gildi og
viðhorf séu sett í öndvegi. Þvert á móti á að líta til allra
þjóða, kynþátta og menningarheima á jafnréttisgrund-
velli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þorgerður Katrín út úr ESB-skápnum
3.11.2008 | 00:12
Það er alltaf gott þegar fólk kemur hreint fram og játar
sín viðhorf og tilfinningar til manna og málefna. Það gerði
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vara-formaður Sjálfstæðis-
flokksins í kvöld í þættinum á Mannamáli á Stöð 2. Þar kom
fram skýr vilji hennar til að ræða aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu í ljósi breyttra aðstæðna eins og hún orðaði
það.
Þessi ESB-sýn Þogerðar Katrínar kemur alls ekki á óvart.
Raunar má segja að ætíð hafi runnið í æðum hennar krata-
blóð, því það var fyrir hennar verknað fyrst og fremst að
Sjálfstæ'isflokkurinn gekk til samstarf við hina ESB-sinnuðu
Samfylkingu. Brást herfilega sínum borgaralegum skyldum
að mynda borgaralega ríkisstjórn á þjóðlegum grunni. Bjarg-
aði þar pólitískri framtíð vinkonu sinnar Ingibjargar Sólrúnar
og þar með framtíðartilveru Samfylkingarinnar. Og nú er
staðan þannig. Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum en
Samfylkingin nýtur góðs af öllu saman, m.a vegna þess að
hún hefur aldrei verið af heilindum í stjórnarsamstarfinu.
Og til að bæta svo gráu ofan á svart stefnir Þorgerður Kat-
rín að því að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. ESB-
yfirlýsing hennar í kvöld ber öll merki þess. Því Björn Bjarna-
son hefur sagt að taki flokkurinn þá stefnu sem Þorgerður
Katrín talar nú fyrir, muni flokkurinn klofna.
Allt bendir til að landslagið í íslenzkum stjórnmálum muni
gjörbreytast á næstu misserum. Allsherjar uppstokkun
verður í þeim eins og í þjóðfélaginu öllu eftir þau ósköp sem
yfir hina íslenzka þjóð hefur dunið. Í þeirri uppstokkun á
rótækur þjóðlegur stjórnmálaflokkur á mið/hægri-kanti ís-
lenzkra stjórnmála klárlega mikla möguleika. Ekki síst í
ljósi þess hvað nú er að gerast í Sjálfstæðisflokknum.
Íslenzkur Þjóðlegur stjórnmálaflokkur! Hvenær kemur þú?
Áfram Ísland!
Tilbúin að endurskoða afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg og Samfylkingin segi af sér !
2.11.2008 | 16:02
Sem einn af þegnum þessa ágæta lands míns krefst ég þess
að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Samfylkingin
axli pólitíska ábyrgð og segi af sér. Þetta lið hefur setið í ríkis-
stjórn hátt á annað ár, farið með viðskiptamálin og bankamálin
í landinu og bera FULLA ábyrgð á fjármálaeftirlitinu, sem er
undir pólitiskri ábyrgð viðskiptaráðherra. Samfylkingin ber því
gríðarlega ábyrgð á ástandinu í dag. Tók EKKERT mark á ótal
viðvörunarljósum sem blikkuðu, og sem viðskipta- og banka-
málaráðherrann hafð fremstur manna á Íslandi aðgang að.
Allt var þetta hunsað og skellt skolllaeyrunum við af hálfu
þessara pólitísku aðila Samfylkingarinnar.
Þessi krafa er sett fram í ljósi þeirrar gífurlegu HRÆSNI sem
Samfylkingin ástundar í dag. - Þýkist HVERGI hafa komið nærri,
ÖLLUM öðrum sé um að kenna en Samfylkingunni. Í raun gerir
manni flökurt að horfa upp á slíka pólitíska syndarmennsku.
Hinn pólitíkski kattarþvottur Samfylkingarinnar er orðin slíkur,
að honum verður að mótmæla, og það harðlega.
Þjóðin er ekkert fifl! Við sjáum í gegnum hræsni Samfylkingar-
innar. Hún ber FULLA ábyrgð á hvernig komið er ekki síður en
aðrir sem hlut eiga að málum....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hræsni Samfylkingarinnar
2.11.2008 | 11:22
Hræsni, ábyrgðarleysi og tvöfeldni Samfylkingarinnar eru
engu takmörk sett. Nú bókar hún á ríkisstjórnarfundi að
Davíð Oddsson seðlabakastjóri sé á ábyrgð Sjálfstæðis-
flokksins. Sem þýðir hvað í raun? Að Samfylkingin SÆTTIR
sig við ÓBREYTTA STÖÐU í Seðlabankanum. Að Samfylkingin
KREFST EKKI breytinga. - Bókunin er því tilgangslaus póli-
tísk syndarmennska sem einungis er til þess gerð að slá
ryki í augu kjósenda. Því sem ríkisstjórnarflokkur ber Sam-
fylkingin að sjálfsögðu 100% ábyrgð á starfsemi Seðlabank-
ans og ALLRA þeirra sem þar eru í forystu. - Það er EKKERT
annað hvort eða í því sambandi.
Hræsin er ALGJÖR !
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þörf á þjóðlegum stjórnmálaflokki !
2.11.2008 | 00:43
Eðlilega er mikil reiði í þjóðfélaginu í dag. Enda mikil óvissa
og margir hafa misst vinnu og fjármuni. Eitt má þó aldrei gerast.
Að þjóðin missi vonina og trúna á framtíðina. Því miður virðast
viss pólitísk öfl kynda undir því í dag. Hafa jafnvel gripið til
múgæsinga. - Við því verður að bregðast.
Ný skoðanakönnun í Mbl í dag vekur manni hroll. Því skv.
henni virðist úrtöluliðið úr Samfylkingunni sem minnst hefur
trú á íslenzkri framtíð bera þar sigurinn. En ljóst er líka að
gjörbreytt mynd er að skapast í íslenzkum stjórnmálum. Þar
mun fara fram mikil uppstokkun ekki síður en í þjóðfélaginu
öllu. Nýtt Ísland er í mótun.
Svo virðist að Sjálfstæðisflokkurinn sé í miklum vanda. Að
klofningur sé orðin staðreynd í honum. Formaður hans og
vara-formaður tala ekki í tækt í einu mesta pólitíska hita-
máli á lýðveldistímanum. Afstöðuna til Evrópusambandsins.
Sama má segja reyndar um aðra flokka eins og Framsóknar-
flokkinn, sem er meiriháttar klofinn flokkur og fylgið eftir því.
Og Frjlaslyndir ná engum hljómgrunni.
Á RÚV í gærkvöldi sagði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor
í stjórnmálafræði, að aðstæður eins og nú hafa skapast þar sem
fólk er orðið mjög óánægt með gömlu flokkana leiði oft til þess að
nýir flokkar eigi tækifæri. - Rétt mælt hjá Gunnari. Oftast hefur
þetta gerst á vinstri-kantinum. Í dag virðist hins vegar tæki-
færin ekki síst vera á mið-hægri kanti íslenzkra stjórnmála.
Uppstokkun þar blasir við. Hreinsun og uppgjör í kjölfar alls
þess sem gerst hefur. Tækifæri fyrir nýjan róttækan mið/hægri-
flokk á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI virðist blasa við. Allur sá mikli
fjöldi Íslendinga sem enn trúa á framtak einstaklingsins en
með félagslegri ábyrgð, með trúna á hin ÞJÓÐLEGU GILDI og
ÞJÓÐLEGU VIÐHORF þarfnast pólitísks vettvangs í dag. Það
er svo augljóst. - Sterk viðspyrna gegn hinni alþjóðasinnuðu
vinstrimennsku verður að koma til ef sjálfstæði og fullveldi
Íslands, þjóðmenningin og tungan, skuli bjargað. Það er ekki
flóknara en það!
Vonandi á því heilsteyptur þjóðlegur stjórnmálaflokkur eftir
að rísa upp úr því mikla pólitíska umróti og uppgjöri sem nú er
framundan. Stór og sterkur íslenzkur flokkur, Íslandi og íslenzkri
þjóð til heilla... Áfram Ísland!!!
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ASÍ og Samfylkingin tala kjarkinn úr þjóðinni
1.11.2008 | 16:53
Það er alveg með hreinum ólíkindum hvernig Samfylkingin og ASÍ-
forystan talar kjarkinn úr þjóðinni. Gengur svo langt að nýkjörinn
forseti ASÍ líkir ástandinu við móðuharðindin. Og lausnin. Jú að
þjóðin afsali sér sjálfstæðinu og yfirráðunum yfir auðlindunum og
gangi í ESB og taki upp evru. - En allt slíkt yrði ávísun á stöðnun
og eymd íslenzks almennings til frambúðar. Í stað þess að Íslend-
ingar ráði framtíð sinni sjálfir á að ganga hinu ólýðræðislega og
miðstýrða Brusselvaldi á hönd. - Þvílík framtíðarsýn fyrir íslenzka
þjóð.
Samfylkingin og þau and-þjóðlegu öfl sem henni tengjast eru
hættuleg. Sérstaklega á erfiðum tímum eins og nú. Því er mikil-
vægt að áhrifa slíkra afla verði takmörkuð eins og kostur er.
Lýðskrumið er algjört og ábyrgðarleysið sömuleiðis þótt Sam-
fylkingin sitji í ríkisstjórn og beri fullkomlega ábyrgð á ástandinu.
Komið er á daginn að bankamálaráðherra Samfylkingarinnar
var fullkunnugt um ástand bankanna fyrir mörgum mánuðum,
og vissi manna best hvert stefndi. En gerði EKKERT í málunum
til að afstýra hruninu.
Það hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú að öll þjóðleg öfl
myndi fylkingu til að Ísland og íslenzk þjóð sigrist á þeim erfið-
leikum sem framundan er. Þótt erfiðir tímar séu framundan er
það vítaverð móðgun og virðingarleysi við forfeður okkar að líkja
ástandinu nú við móðuharðindin sem hinir sömu forfeður okkar
urðu að þola. Sýnir hversu lýðskrumið er algjört hjá þeim öflum
sem tala nú kjarkinn úr þjóðinni eins og þau geta. Einungis til
að koma þjóðinni undir erlend yfirráð...
Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg hefur sjálf skaðað orðspor Íslands
1.11.2008 | 13:02
Ef Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans hefur
skaðað orðspor Íslands erlendis, þá hefur Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra gert það enn frekar. En Ingibjörg lætur
þessi makalausu orð falla um Davíð í Mbl. í dag. - Því það hversu
meiriháttar seint og hrikalega illa íslenzka utanríkisráðuneytið
brást við efnahagslegri hryðjuverkaárás breskra stjórnvalda
sem m.a leiddi til að langstærsta fyrirtæki Íslands fór í þrot,
stórskaðaði ekki bara íslenzkan efnahag, heldur ekki síst ORÐ-
SPOR Íslands erlendis. Ummæli Ingibjargar Sólrúnu kemur því
úr hörðustu átt, og hefði einhvern tímann leitt til stjórnarslita.
Því svona alvarlegar ásakanir lætur enginn alvöru og ábyrgur
stjórnmálamaður falla um einn að æðstu embættismönnum
þjóðarinnar.
Davíð Oddsson er umdeildur í dag eins og FJÖLMARGIR aðrir.
Jón Sigurðsson einkaráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar í efnahgs-
málum, og varaformaður í bankaráði Seðlabankans, og AUK
ÞESS sjálfur STJÓRNARFORMAÐUR Fjármaeftirlitsins, hlýtur þá
að bera hér GRÍÐARLEGA ábyrgð, eða hvað Ingibjörg?
Hvers vegna að draga þá Davíð Odsson sérstaklega fram en
halda hlífisskili yfir Jóni Sigurðssyni? Þetta er slík pólitísk
hræsni að maður gerir flökurt.
Ingibjörg Sólrún ætti sjálf að koma niður úr sínum fílabeins-
turni og hætta svona augljósum hráskinnsleik. Fólkið í landinu
sér í gegnum svona pólitískan tvískinnung.......
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)