Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Bin Laden við góða heilsu


    Það er alveg með ólíkindum að hin öfluga bandariska
leyniþjónusta skuli enn ekki hafa tekist að hafa uppi á
einum alræmdasta glæpamanni sögunar. Og það eftir
öll þessi ár !

  Kannski ekki nema von eins og allar upplýsingar hennar
í aðdraganda Íraks-stríðis reyndust kolrangar.

  Bandariska leyniþjónustan hefur sett verulega niður í
þessum tveim málum. Leitinni að bin Laden og upplýs-
ingaklúðrið kringum Íraks-stríðið.

  Enda Bandaríkin víða í vondum málum !
mbl.is Segir bin Laden við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fljótlega líka þýzkar !!!


  Frönsk flugsveit mun koma til Íslands í næsta mánuði til að
stunda hér æfingar og eftirlit með íslenzka flugstjórnarsvæð-
inu, og er  það  vel. Fleiri  flugsveitar  frá  Nato-ríkjum munu
einnig taka  þar þátt á næstu mánuðum. Sakna þó eins þeirra.
Þjóðverja, sem hafa lýst áhuga  á slíkri  þátttöku. Bæði það  að
Þjóðverjar hafa ætíð verið okkur einstök vinarþjóð, og svo hitt
að þýzki herinn er sá öflugasti innan Nato-ríkja í Evrópu í dag.
Þá hafa þýzkar herflugvélar oftar hér viðkomu í millilendingum
en aðrar herflugvélar Nato.

   Menningarleg og viðskiptaleg tengsl Íslendinga og Þjóðverja
hafa ætíð verið mikil. Þurfum að stórefla þau pólitísku, því Þjóð-
verjar hafa t.d lykilstöðu innan Evrópusambanadsins.  En þar
er oft gott að eiga hauk í horni. Samvinna á sviði varnar-og ör-
yggismála gæti þannig orðið einn liðurinn í því að stórauka hið
pólitíska samstarf þessara tveggja meriháttar vinarþjóða. 

  Vonandi verður ekki langt að bíða að þýzkar flugsveitir taki hér
fullan þátt í reglubundnu eftirliti með íslenzka flugstjórnarsvæðinu.

 


mbl.is 100 manna frönsk flugsveit á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum að styðja afstöðu Þjóðverja !


   Skv. RÚV-fréttum í kvöld lögðust Þjóðverjar gegn því að
Georgíu og Ukranínu  yrði boðinn samstarfssamningur  við
NATO, sem er undanfari aðildar. Rússar hafa sem kunnugt
er lagst eindregið gegn því að ríki þessi gerist aðilar að Nato,
til viðbótar því að Bandaríkjamenn komi sér upp eldflauga-
vörnum í Póllandi og Tékklandi. Þá var ákvörðun um að bjóða
Makedóníu aðild einnig frestað vegna nafnadeilu Makedóníu-
manna við Grikki.

  Afstaða Þjóðverja er skynsamleg. Eigum að styðja þá af-
stöðu !  Eigum að forðast nýtt kalt stríð !

Stimpilgjöldin dæmigerð fyrir duglausa ríkisstjórn !


   Þetta er alveg dæmigert fyrir algjörlega DUGLAUSA ríkisstjórn!
Hvers vegna í ósköpunum  á  bara  að  fella  stimpilgjöldin niður 
AÐ HLUTA? Hvers vegna ekki að  ÖLLU LEYTI og það STRAX? Svo
virðist  sem  viðskiptaráðherra  og  ríkisstjórnin  skynji  alls  ekki
efnahagsástandið á Íslandi í dag. BARA ALLS EKKI!  Lifi í allt öðrum
heimi en þjóðin.

   Fasteignamarkaðurinn er svo gott sem frosinn í dag. Afnám
stimpilgjalda að FULLU og það STRAX myndi þegar í stað virka
jákvætt á markaðinn. En viðskiptaráðherra er sofandi eins og
raunar öll ríkisstjórnin. Sama hvert litið er.

  Þessi ríkisstjórn er GJÖRSAMLEGA dauglaus og ráðalaus.

  Hún á því að segja af sér, og það STRAX!
mbl.is Stimpilgjöld af fyrstu íbúð burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um stærsta vegvísinn að kostnaði vegna ESB aðildar ?


   Tískuorðið í Evrópuumræðunni  í dag er að skapa Vegvísir að
aðild að ESB. Margt er þar til tekið þar  sem  undirbúningsferlið
væri tíundað og skilgreint. Eitt væri þó nauðsynlegt. Að fram fari
frumrannsókn á ákveðum þætti, áður en lengra er haldið, því nei-
kvæð niðurstaða hennar myndi sjálfkrafa vísa aðildarumsókn út
af borðinu. En hún er sjú, hvort núverandi fiskveiðastjórnunarkerfi
útiloki ekki sjálfkrafa slíka aðild? Því það byður ekki bara Íslending-
um upp  á  kvótabrask, heldur útlendingum  einnig, göngum við í
ESB - En þá fyrst yrðu afleðingarnar skelfilegar fyrir íslenzka þjóð. 

  Kvótinn á Íslandsmiðum er framseljanlegur. Hvað þýðir það
gerist Ísland aðili að ESB? ´Til hvers getur það leitt að ESB-
útgerðir fái að fjárfesta í íslenzkri útgerð? Þyddi meirihluta-
eign ESB-útgerðar í þeirri íslenzku yfirráð yfir þeim kvóta sem
sú íslenzka hefur á Íslandsmiðum? Gætu t.d togarar þeirrar
útgerðar sem væri þannig komin í meirihlutaeign útlendinga
siglt með aflann til hvaða ESB hafnar sem er  án viðkomu á
Íslandi? Færi ekki þá allur virðisauki slíks afla meir og minna 
úr íslenzku hagkerfi? Færi ekki líka tekju-og veltuskattar
sem myndast af vinnu af slíkri starfsemi til sjós og lands
meir og minna úr landi? Því sjómenn yrður trúlega fljótt
erlendir með lögskráningu þar og fiskverkafólk sömuleiðis.
Því fiskverkafólk er láglaunað á evrusvæðinu sem myndi enn
veikja stöðu Íslands hvað þetta varðar komið á evrusvæðið
líka.

  Hér eru ótal stórspurningum ósvarað. Engu skiptir að hafa
að forminu til einhverja málamyndastjórn á fiskveðisstjórn-
inni sem slíkri, ef fiskveiðilögsagan er meir og minna Í RAUN
galopnin útlendingum í krafti fjármagnsins. Besta sönnun
þess er allt hið svokallaða kvótahopp milli landa innan ESB
þar sem m.a breskur sjávarútvegur hefur verið lagður í rúst.
Hvað þyddi það fyrir íslenzk hagkerfi og þjóðarbú ef íslenskur
sjávarútvegur yrði lagður í rúst eins og sá breski? En sem
kunnugt er þá er íslenzkur sjávarútvegur utan EES-samning-
sins og því getum við varið hann í dag fyrir því að útlendingar
komist bakdyramegin inní fiskveiðilögsöguna. Það myndi breyt-
ast með inngöngu í ESB og aðild Íslands að sameiginlegri sjávar-
útvegsstefnu sambandsins.

  Fyrir liggur að íslenzka ríkið þarf að greiða árlega jafnvel á
annan tug milljarða umfram það sem það fær til baka í sjóða-
sukk ESB.  Ef við það bætist að með tíð og tíma að virðisauk-
inn af Íslandsmiðum hverfi úr íslenzku hagkerfi  í vasa út-
lendina, er þá ekki fullþörf á  að það dæmi verði kannað og
fullreiknað til enda, áður en lengra er haldið?

  Stóra-spurningin er því hvað verður um dýrmætustu auðlind
Íslands, fiskimiðin, gangi Ísland  í ESB? Þeirri spurningu er enn 
ALGJÖRLEGA ÓSVARAÐ! 

  Væri ekki skynsamlegast að svara þessari stóru spurningu með
faglegri úttekt og rannsóknum óháðra  aðila  áður en aðrir veg-
vísar eru tilgreindir og tíundaðir að ESB-aðild ? Því hér eru svo
himinháar fjárhæðir að ræða fyrir íslenzkt hagkerfi.

  Verður ekki ALLT reikningsdæmið að reikna til enda ?

  Ekki síst langstærsta reikningsdæmið !


mbl.is Nefnd um þróun Evrópumála hélt fund með ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekist á í Kastljósi


   Það var ömurlegt að sjá hversu vara-formaður Samfylkingarinnar
fór meiriháttar halloka fyrir formanni Framsóknarflokksins í Kast-
ljósinu í kvöld. Hafði nákvæmlega ekkert til málana að leggja gagn-
vart þeim gríðarlega efnahagsvanda sem íslenzka þjóðin stendur
nú frammi fyrir. Ekki annað en að ganga í ESB og taka upp evru
sem er fjölda ára ferli, og kemur ekki vandamálum dagsins í dag
og næstu árin hreinlega  við. Gagnvart vandamálum dagsins í dag
og nánustu framtíð hafði því varaformður Samfylkingarinnar enga
lausn, nema þá helst að ganga að mikilvægum hluta íslenzks land-
búnaðar dauðum, og þá aðallega í kjúklinga og svínarækt. 

  Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins benti hins vegar
á ótal raunhæfar og skynsamlegar leiðir til að hamla gegn verð-
bólgu, háum vöxtum, kreppu í atvinnulífi og fjármálamörkuðum.
Þannig bæri að afnema matarskattinn, lækkun gjalda á olíu og
bensín, afnema stimpilgjöldin strax, styðja við álversframkvæmd-
ir í Húsavík og Helguvík og stækkun þorskvótans. Að Seðla-
bankinn yki gjaldeyrisforðann og fengi fleiri úrræði til að fást
við verðbólguna.

  Guðni sagði Framsóknarflokkinn opinn fyrir öllum möguleikum
varðani myntina. Viðurkenndi að peningastefnan hefði alls ekki
gengið upp. -  Þess vegna á  Guðni og Framsóknarflokkurinn nú  
að koma með þá tillögu að binda krónuna við ákveðna myntkörfu
eða mynt með ákveðnum frávikum líkt og frændur vorir Danir
gera við sína krónu með góðum árangri. Það yrði fljótasta og
ódýrasta leiðin til að koma tökum á gengið, og þar með lækkun
verðbólgu og vaxta.

   Samfylkingin er algjörlega úrræðalaus við lausn helstu mála
þjóðarinnar, nema þá helst að vilja  ofurselja íslenzka þjóð er-
lendu valdi.

   Slíkur flokkur á ekki heima í ríkisstjórn Íslands!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband