Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Kratar útiloka myntsamstarf við Norðmenn
6.4.2008 | 17:50
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Þórólfur Matthíasson
prófessor við Háskola Ísland leggur til í grein í norska við-
skiptablaðinu Dagens Næringsliv, að ríkisstjórnir Íslands og
Noregs skipi sem fyrst nefndir til að kanna kosti þess og galla
að taka upp myntsamstarf. Hann bendir á að hagsmunir þjóð-
anna fari saman, og telur að hægt sé að binda íslenzku krón-
una við þá norsku á skömmum tíma, aðeins þurfi samkomulag
milli ríkjanna um það. Þórólfur gerir ráð fyrir að Norðmenn
myndu viðja náið samstarf á milli ríkjanna, jafnvel sameiningu
bankaeftirlits og fjármálaeftirlits landanna vegna þess að þeir
væru þá óbeint að tryggja heilbrigði íslenzku bankanna. Þá
bendir Þórólfur á þá mikilvægu staðreynd að Norðmenn eiga
geysilega stóra gjaldeyrisvarasjóði. Það er enginn sem reynir
að gera áhlup á þá til að fella gengið á norsku krónunni.
Þetta er afar sterkt innlegg inn í íslenzka peningamálastefnu.
Fram kemur í Fréttablaðinu að Árni Matthíesen fjármálaráðherra
útilokar þetta ekki. Sama segir Steingrímur J, og Guðni Ágústs-
son. - Hins vegat vekur furðu að Gunnar Svavarsson þingmaður
Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganendar, TELUR ÞAÐ EKKI
KOMA TIL GREINA.
Það er orðið með hreinum ólíkindum hvað Samfylkingin er
orðin mikill hemill á alla framþróun íslenzks samfélags. Sama
hvar borið er niður. Því ekkert er eins mikið aðkallandi í dag
en að gjörbreyta peningastefnunni, með það að markmiði að
ná niður verðbólgu og vöxtum. Til þess þarf grundvallarbreyt-
ingu í gengismálum. Samvinna við Norðmenn um náið mynt-
samstarf virðist þar mjög álítlegur kostur.
Ef þingmeirihluti er fyrir myntsamstarfi við Norðmenn á að
láta á hann reyna þegar í stað!
Samfylkingin getur ekki haldið þjóðinni í gíslingu lengur
hvað þessi mál varðar !
Norðmenn hafa áhuga á myntsamstarfi
6.4.2008 | 01:02
Þingmaður norska Framfaraflokksins hefur sent fyrirspurn
til norska fjármálaráðherrans um hvaða kostir og gallar það
hefðu fyrir Íslendinga og Norðmenn að binda íslenzku krónuna
við þá norsku. Mun fjármálaráðherrann þurfa að svara fyrir-
spurninni innan viku. Mbl. greindi frá þessu í gær.
Þar kom m.a fram að umræddur þingmaður Gjermund Hage-
sæter segir að málið hafi komið til umræðu á fundi EFTA í Bruss-
el á mánudaginn var. Á fundinum hefðu verið sex norskir þing-
menn og þrír íslenzkir og þar hafi þetta komið til umræðu. Hafi
Íslendingarnir sýnt þessu áhuga skv frétt Bergens Tidende.
Vert er að skoða þessa hugmynd ekki síður en aðrar. Pen-
ingastefnan er komin í gjaldþrot og gjörsamlega út í hött
að hafa minnstu mynt heims algjörlega FLJÓTANDI fyrir
veðri og vindum á þeim ólgusjó sem nú ríkir á alþjóðlegum
peningamörkuðum.
Yrði mun skynsamlegri leið en að taka hundruði milljaraða
lán til bjargar peningarkerfinu eins og formaður Samfylking-
arinnar hefur talað um.
Landbúnaðarráðherra á hálum ís
5.4.2008 | 22:07
Einar K Guðfinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra
er vægast sagt á hálum ís að boða frumvarp þess efnis að
flytja inn hrátt kjöt. Það er sama hvar komið er niðurá hjá
þessari ríkisstjórn. Á öllum sviðum á að skapa upplausn og
óvissuástand.
Frumvarpsáform landbúnaðarráðherra koma neytendum
EKKERT til góðða hvað verðlag varðar. Tollar verða eftir sem
áður óbreyttir. Hins vergar eykst framboð. Sem þýðir skert
kjör bænda sem ekki eru til að hrópa húrra fyrir. Alvarlegast
í þessu er þó að með innfluttingi á hráu kjöti stóreykst öll
smithætta af allkyns búfjársjúkdómum sem við höfum bless-
unarlega verið lausir við hingað til.
Landbúnaðarráðherra er hér því á miklum hálum ís sem hann
hefur látið Samfylkinguna mana sig út á.
Alþingi á hins vegar eftir að samþykkja málið...
Vonandi að áformunum þar verði vísað frá !
![]() |
Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það sem Eirikur Bergmann þagði um
5.4.2008 | 13:24
Í Fréttablaðinu í dag skrifar Evrópusambandssinninn Eiríkur
Bergmann heila síðu um Evrópumál, og fjallar þar aðallega um
undanþágur og sérlausnir sem Íslandi kann að standi til boða
gangi það í ESB. Nú eru þetta allt atriði sem liggja fyrir, enda
fyrir liggur að stærstum hluta hvað í aðildinni felst fyrir alla þá
sem nenna að kynna sér málið. Hins vegar vakti athygli sem
Eirikur kaus algjörlega að minnast ekki orði á og sem er ein
aðal orsök þess að Íslendingar gætu aldrei fallist á ESB-aðild.
Og hún er um fjárfestingar útlendinga í íslenzkum útgerðum.
Hvers vegna minnist ekki Eirikur Bergmann einu orði á það
stóra mál?
Í dag eru útlendingum bannað að eignast meirihluta í ís-
lenzkum útgerðarfyrirtækjum. Við ESB-aðild breytist það. Á
Íslandsmiðum er framseljanlegur kvóti. Útlendingar gætu þá
komist bakdyramegin inn í íslenzka fiskveiðilögsögu með því
að eignast meirihluta í íslenzkum útgerðum. Hið alræmda
kvótahopp sem nú hefur m.a lagt breskan sjávarútveg í
rúst heldi þar með innreið sína á Íslandsmið. Stór hluti
virðisaukans af fiskimiðum Íslands mun því flytjast úr
landi með tíð og tíma og hverfa úr íslenzku hagkerfi.
Hvað kostaði það íslenzkt þjóðarbú?
Hvers vegna þagar Eirikur Bergmann og aðrir ESB-sinnar
þunnu hljóði yfir því ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Annað dæmi um ESB-væðingu á utanríkisstefnu Íslands
5.4.2008 | 00:19
Sem kunugt er gerðist Ísland aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins
á dögunum varðandi mannréttindabrotin í Tíbet. Vakti það furðu, því
enn er Ísland ekki gengið í ESB. Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð hefði
rödd Íslands mátt heyrast í samfélagi þjóðanna varðandi þá þjóðar-
kúgun sem Tíbetar þurfa að þola af kinverskum stjórnvöldum. Það
eina sem kom frá utanríkisráðherra var að Tíbet væri óaðskiljanlegur
hluti af Kína. Fáránleg yfirlýsing í ljósi þess að í Tíbet býr sérstök þjóð,
gagnstætt t.d í Kosovo sem sami utanríkisráðherra sá ástæðu til að við-
urkenna sem fullvalda ríki fyrir nokkru, þótt það sé hérað innan Serbíu.
Nú kemur upp annað dæmi varðandi ESB-væðingu á utanríkisstefnu
Íslands. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er þess getið að Ísland
hafi gerst aðili að yfirlýsingu Evrópusambandsins þar sem kosning-
unum í Taívan 22 mars er fagnað, en jafnframt bent á að Taívan sé
hluti að Kína, og lýst yfir stuðningi við friðsamlega lausn deilunnar um
Taívan.
Það vekur athygli að þetta er annað dæmið með stuttu millibili sem
Ísland bindir sig við viljayfirlýsingu ESB um alþjóðleg deilumál.
Hefur orðið grundvallarbreyting á utanríkisstefnu Íslands? Hvers
vegna er Ísland allt í einu orðið fylgiríki ESB í viðkvæmum alþjóðlegum
deilumálum sbr. yfirlýsingarnar um Tebet og nú Taívan? Á ekki full-
valda og sjálfstætt ríki eins og Ísland að reka sjálfstæða utanríkis-
stefnu? Eða er þetta kannski einn liður af mörgum í áformum utanríkis-
ráðherra að tengja Ísland meir og meir Evrópusambandinu og mið-
stjórnarvaldi þess í Brussel?
Er þetta gert með samþykki Sjálfstæðisflokksins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leyniþjónustur sanna gildi sitt
4.4.2008 | 16:28
Réttarhöldin í Bretlandi í dag þar sem átta menn eru
sakaðir um að hafa ætlað að sprengja flugvélar í loft
upp milli Evrópu og Bandaríkjanna sýna og sanna
enn einu sinni gildi og kost þess að ríki hafi á að skipa
öflugum greiningardeildum og leyniþjónustum. Á undan-
förnum árum hefur starf slíkrar löggæslu bjargað þúsund-
um borgara frá tortýmingu allskyns hryðjuverkahópa.
Það er mikill miskilningur einkum meðal róttækra vinstri-
sinna hérlendis að Ísland sé eitthvað öðruvísi í sveit sett
hvað ógn af allskyns glæpalýð varðar. Þvert á móti er ógn-
in sú sama og í okkar nágrannalöndum.
Efling greiningardeildar lögreglu er því gott mál svo langt
sem hún nær. Fullkomin leyniþjónusta eins og hún gerist
best meðal okkar helstu nágrannaþjóða hlýtur hins vegar
að vera takmarkið!
Því fyrr, því betra !!!
![]() |
Sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Helguvík: VG mótmælir að sjálfsögðu!
4.4.2008 | 13:17
Að sjálfsögðu mótmæla Vinstri grænir byggingu álvers í Helguvík.
Vinstri grænir eru afturhaldssamasta stjórnmálaafl sem fyrir finnst
a.m.k á vesturhveli.
Ef Vinstri grænir hefðu ráðið för síðasta áratug ríkti hér stórkostleg
stöðnun, kreppa og atvinnuleysi. Jafnfram fyrir finnst ekki stjórnmála-
afl en Vinstri-grænir, sem vill þjóð sína algjörlega berskjaladaða og
varnarlausa. Ábyrgðarleysið er þvi algjört hjá flokki þessum, enda
afdankaður sósíalismi sem þar ræður för, sem brann út á síðustu öld.
Vinstri-grænir eru því tímaskekkja í íslenzkum stjórnmálum.
Á hann á ekki að hlusta !
![]() |
VG harmar ákvörðun umhverfisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tvískinnungur krata vegna Helguvíkur
4.4.2008 | 00:51
Úrskurður umhverfisráðherra í kæru Landverndar vegna
álvers í Helguvík er í senn jákvæður en jafnframt furðu-
legur. Jákvæður að vísa málinu frá, en furðulegur að gera
það gegn skapi og þá gegn sannfæringu ráðherrans. Því
yfirleitt fylgja menn sannfæringu sinni, ekki síst í mikilvægum
málum. Það ætlar umhverfisráðherra bersýnilega ekki að
gera , heldur að skila sér á bak við lagakróka. Þá ómerkir
sem betur fer úrskurðurinn yfirlýsingu formanns Samfylk-
ingarinnar um helgina þesss efnis að álver í Helguvík væri
tímaskekkja miðað við efnahagsforsendur í dag, og ætti
því ekki að rísa.
Tvískinnungur Samfylkingarinnar er meiriháttar í máli
þessu. Sem betur fer virðist hún ekki lengur treysta sér
til að koma í veg fyrir þessa mikilvægu framkvæmd, enda
þjóðaarhagsmunir í húfi.
Vonandi fyrstu merkin um undanhald Samfylkingarinnar
í íslenzkum stjórnmálum!
![]() |
Umhverfisráðherra brást hlutverki sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hannes stóð sig vel í Kastljósi
3.4.2008 | 21:17
Hannes Hólmsteinn stóð sig vel í Kastljósi kvöldsins.
Viðurkenndi mistök sín og yfirsjónir og vill bæta fyrir
þær. Fyrir það allt ber að virða!
Varðandi málarekstur Hannesar í Bretlandi vaknar upp
margar spurningar. Hvernig í ósköpunum getur breskur
dómstóll úrskurðað um íslenzk lög á erlendri grundu?
Hvernig í ósköpunum er hægt að sækja íslenzkan ríkis-
borgara fyrir rétti í erlendu ríki fyrir það sem hann átti
að hafa gert á Íslandi?
Er íslenzkur ríkisborgararéttur ekki virtur í Bretlandi ?
Er Ísland ekki fullvalda ríki lengur í augum Breta ?
![]() |
Ég hefði átt að vanda mig betur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Borgaraleg mótmæli gegn ríkisstjórninni
3.4.2008 | 13:24
Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið að stefnu og
framkomu ríkistjórnarinnar gagnvart almenningi þegar
hann neyðast til þess að efna til fjöldamótmæla víða um
land gegn stjórnarstefnunni, og það dag eftir dag. Af
fréttum að dæma fer að verða spurning hvenær alvar-
lega upp úr sjóði meðal mótmælanda og almennings
gegn ríkistjórninni.
Á meðan spóka forkólfar ríkisstjórnarinnar sig á einka-
þotum í útlöndum.
Ábyrgðarleysi og skilningsleysi þeirra er algjört !
![]() |
Mikill hiti í bílstjórum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)