Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
ESB-sinnar í Framsókn hafa stórskaðað flokkinn
1.6.2008 | 00:40
Og enn heldur fylgi Framsóknar að minnka þrátt fyrir afleita
ríkisstjórn, skv þjóðarpúlsi Gallups. Ástæðan hlýtur að vera að
finna innan flokksins. Á síðasta miðstjórnarfundi flokksins nú í
byrjun maí kom m.a í ljós hversu alvarlega og illa flokkurinn er
klofinn í Evrópumálum. Engin niðurstaða er því hjá Framsókn í
einu heitasta pólitíska deilumáli lýðveldisins um það hvor Ísland
skuli sækja um aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Flokkurinn
velur þá aumkunarverðu leið að skila auðu í þessu pólitíska
stórmáli, og vísar því til þjóðarinnar, vitandi það að fyrst verður
að liggja fyrir pólitísk niðurstaða Alþingis, áður en leitað verður
eftir slíkum þjóðarvilja. - Þannig virðast hinn tiltölulegi fámenni
hópur ESB-sinna innan flokksins ætla að takast að halda flokk-
num sem pólitísku viðundri í Evrópumálum, og þar með smáflokki
sem enginn mun taka mark á - Því enginn flokkur né stjórnmála-
maður mun komast upp með það að hafa ekki skýra og afdráttar-
lausa skoðun á þessu mesta pólitíska stórmáli allra tíma.
Þá er athyglisvert fylgistap Sjálfstæðisflokksins á landsvísu sam-
hliða fylgisaukningu Samfylkingarinnar. Það að Samfylkingunni skuli
komast upp með það að vera bæði í stjórn og stjórnarandstöðu
eftir því hvernig vindar blása hverju sinni án athugasemda sjálf-
stæðismanna virðist nú vera að koma Sjáfstæðisflokknum verulega
í koll. Það voru meiriháttar pólitísk mistök þegar flokksforysta Sjálf-
stæðisflokksins ákvað að hleypa sósíaldemókrötum að landsstjórn-
inni. - Það voru svik gagnvart hinum þjóðlegu borgaralegu öflum
á Íslandi. - Þau svik eru nú einnig að koma Sjálfstæðisflokknum í
koll!
Spurning í hvaða pólitískan farveg hin þjóðlegu pólitísku öfl á
Íslandi munu leita í náinni framtíð? -
Mikil pólitísk gerjun virðist því í uppsiglingu í íslenzkum stjórnmálum
á næstu misserum!
![]() |
Fylgi stjórnarflokka eykst en fylgi ríkisstjórnar minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |