Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Er pólitísk uppstokkun framundan í íslenzkum stjórnmálum?


   Langlundargeð sjálfstæðismanna gagnvart Samfylkingunni er undra-
vert. En smátt og smátt virðast þeir vera að átta sig á að núverandi
stjórnarsamstarf gengur ekki til lengdar. Enda Össur þegar farinn að
gera að því skóna að gott samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar í
borgarstjórn geti klárlega orðið ávísun á samstarf þessara vinstri-
flokka  í landsstjórninni í náinni framtíð.

   Þegar  núverandi  ríkisstjórnarsamstarfi  lýkur bendir margt til að
mikil uppstokkun verði  í  íslenzkum  stjórnmálum. Ekki síst innan
flokka, því mikil pólitisk átök eru í uppsiglingu í íslenzkum stjórn-
málum varðandi Evrópumálin. - Ekki er ólíklegt að þjóðleg borgara-
leg öfl á mið og hægri kanti íslenzkra stjórnmála muni þá láta sverfa
til stáls gagnvart Evrópusambandssinnum.  Það yrði hreinsað til,
þannig að þetta ESB-lið myndi annað hvort sameinast í Samfylkingu
eða hrekjast í litinn ESB-flokk að auki. Upp úr slíkri uppstokkun  gæti
þá risið öflug borgaraleg blokk á ÞJÓÐLEGUM GRUNNI sem yrði burðar-
ásinn í íslenzkum stjórnmálum í framtíðinni. Bæði í borgar-, sveitar- og
í landsmálum. Blokk, sem gæfi kjósendum skýra valkosti !

   Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður  brugðist að vera forystuafl hinna
þjóðlegu borgaralegra afla, og leikið tveim skjöldum varðandi ríkisstjór-
armyndanir.  Myndun núverandi ríkisstjórnar var þannig stórt pólitískt
slys, sem nú er að koma honum sjálfum í koll. -

   Spyrningin er því sú, hvort í þeirri pólitískri uppstokkun sem í uppsigl-
ingu er verði ekki til nýtt þjóðlegt pólitískt afl til að halda Sjálfstæðisflokk-
num við efnið?

  Tíminn mun leiða það í ljós !

 

Hrokafullt ESB keyrir yfir Dani í hvalamálinu


   Enn eitt dæmið um hversu Evrópusambandið er að þróast í
hrokafullt miðstýrt Sambandsríki Evrópu. Tilskipun frá Brussel:
Öll aðildarríki ESB skulu tala einni röddu gegn hvalveiðum á
ársfundi Alþjóðahvaðveiðiráðsins, sem haldinn verður í Chile
í  júnílok. 

  Danir eru að sjálfsögðu afar óánægðir með þetta, því Brussel-
valdið tekur EKKERT tillit til granna okkar Færeyinga og Græn-
lendinga í þessu máli. Þrátt fyrir áratuga veru Dana í ESB gátu
þeir ENGIN áhrif haft á Brusselvaldið. E N G I N !

  Þetta er afar athyglisvert og gengur ÞVERT Á fullyrðingar ESB-
sinna að með því að Ísland gangi í ESB myndi það hafa svo mikil
áhrif á ákvörðunartöku ESB.  Þetta dæmi sýnir svart á hvítu að
svo er ALLS EKKI, enda hefðum við atkvæðavægi innan samband-
sins LANGT INNAN við 1%.

   Það er sorglegt að vera vitni að því að einhver Íslendingur vilji
að Ísland gerist aðili að hinu hrokafulla miðstýrða ESB með til-
heyrandi fullveldisafsali, ósjálfstæði og efnahagslegri eymd.
mbl.is Danir segja að ESB hafi keyrt yfir þá í hvalamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna borgarstjóri - Framsókn íhugi sína stöðu!


   Sem andstæðingur hvers konar vinstrimennsku voru áhyggjur
farnar að vakna vegna uppvöðslu vinstriaflanna í Reykjavík skv.
skoðanakönnunum. - Nú þegar jafn sterkur leiðtogi hefur verið
valinn í hópi sjálfstæðismanna og Hanna Birna Kristjánsdóttir er
von til þess að sú vinstriuppsveifla gangi hratt til baka, án þess
að hér sé verið að lýsa pólitískum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn
í borgarstjórn Reykjavíkur.

  Hanna Birna á alla burði til að bera til að verða góður og farsæll
borgarstjóri.  Ekki spurning !

  Framsóknarmenn  ættu nú að íhuga  að koma til liðs við nýjan
meirihluta undir forystu nýs leiðtoga.  12 ára vera Framsóknar-
flokksins í hræðslubandalagi vinstrimanna, R-listanum,  undir
pilsfaldi Ingibjargar Sólrúnar gekk nánst að flokknum dauðum.
Stjóranarandstaða í vinstrisinnuðum minnihluta nú  mun gera
slíkt hið sama. - Um það vitna skoðanakannanir.

  Þátttaka Framsóknar í nýjum meirihluta gæti því hreinlega
forðað flokknum frá endanlegri útrýmingu á höfuðborgarsvæð-
inu, auk þess að gefa mikilvæg skilaboð um samstarf borgaralegra
afla í íslenzkum stjórnmálum í framtíðinni.
mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeðlileg afskipti utanríkisráðherra af dómsmáli


   Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir utanríkisráðherra um
niðurstöðu Hæðstaréttar í Baugsmálunu er óeðleleg, ósæmandi
og nánast út í hött. Það er algjört einsdæmi að ráðherra gefi
út SÉRSTAKA YFIRLÝSINGU vegna niðurstöðu í dómsmáli. Ekki
síst hafandi í huga  grundvöll stjórnarskrárinnar um þrískipt-
ingu ríkisvaldsins í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald.

  Vandlæting Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanans vegna
framgöngu utanríkisráðherra er því fullkomlega skiljanleg!

  

  
mbl.is Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fella Írar Lissabon-sáttmála ESB ?


  Þann 12 júní n.k fer fram  þjóðaratkvæðagreiðsla á  Írlandi  um
svokallaðan Lissabon-sáttmála  ESB. Írar eru eina þjóðin innan
ESB sem fær að kjósa um sáttmálann. Í kjölfar þess  að Hollend-
ingar og  Frakkar höfnuðu  stjórnarskrá Evrópsambandsins var
uppsetningu hennar breytt til málamynda, og búið svo um hnúta
að einungis þjóðþing aðildarríkjanna afgreiddu hana. Einungis
írska  þjóðin fær að láta álít sitt í ljós innan ESB vegna þess að
írska stjórnarskráin mælir  svo fyrir. Þannig  virkar  nú  allt  þetta 
lýðræði innan Evrópusambandsins!

   Í nýrri könnun í Irish Times í gær kom fram að andstæðingar
sáttmálans hafa verulega fjölgað á Írlandi að undanförnu, og
er svo nú komið að þeir eru orðnir fleiri en þeir sem styðja sátt-
málann.  Mikill taugatitringur er því orðin hjá æðstu mönnum
ESB og hafa þeir beitt sér með afar ósmekklegum hætti til að
hafa áhrif á úrslitin á Íralndi. Því hafni Írar sáttmálanum er hann
úr sögunni.  - Bág staða í írsku efnahagslífi er sögð ástæða
andstöðu Íra, og mikil óánægja þeirra með evruna, sem EKKERT
tekur tillit til þeirra efnahagsvandamála, hvorki með gengið né
vaxtastig.  Sem er afar fróðlegt umhugsunarefni fyrir evrusinna
og ESB-sinna hér uppi á Íslandi.

  Ef sáttmálinn verður samþykktur tekur Stjórnarskrá Evrópusam-
bandsins gildi, og er þá Evrópusambandið endanlega í raun
komið með allt það sem einkennir RÍKI skv. alþjóðlegum skil-
greiningum.  - Því þá væri ESB komið með stjórnarskrá, sam-
eiginlegt þing, gjaldmiðil, hæstarétt, þjóðsöng, fána, ríkisstjórn,
ríkisborgararétt, utanríkisstefnu, utanríkisráðherra, utanríkis-
þjónustu, ytri landamæri, alríkislögreglu, forseta, vísir að her,
svo það helsta sé upp talið.

  Og inni í þetta Sambandsríki Evrópu vilja hérlendir ESB-sinnar
að Ísland gangi! Með atkvæðavægi langt innan við 1% og
helstu auðlindir Íslands, s.s fiskimiðin, í uppnámi!

  Skrítin íslenzk framtíðarsýn það, eða hitt þó heldur !

Byggjum fleiri álver !


   Fagna ber að fyrsta skóflustungan hafi verið  tekin að væntanlegum
kerskála álvers Norðuráls í Helguvík.  Hafi einhvern tímann verið nauð-
syn á slíkri framkvæmd þá er það einmitt nú þegar miklir krepputímar
eru framundan. - Þá er vonandi að framkvæmdir við álver við Húsavík
verði hafnar sem fyrst af sömu ástæðum.

  Áframhaldandi samdráttur í sjárvarútveginum, alþjóðleg fjármála-
kreppa með tilheyrandi samdrætti í fjármálageiranum á Íslandi gerir
það að verkum, að Íslendingar þurfa að nota hvert tækifæri til að
nýta sínar endurnýjanlegar orkulindir. Álframleiðslan er nú að verða
okkar helsta útflutningsgrein, með tilheyrandi dýrmætum útflutnings-
tekjum. - Þökk sé fyrrverandi ríkisstjórn!

  Ef Samfylkingin ætlar að draga lappirnir í því að koma í veg fyrir
meiriháttar samdrátt og kreppu í íslenzku atvinnulífi, verður hún ein-
faldlega að víkja úr landsstjórninni. Raunar þarf hún að gera það
þess utan vegna óþjóðlegra áforma hennar í Evrópumálum. Þá hafa
Vinstri-grænir með sín  afturhaldssjónarmið í stóriðjumálum ekkert í
landsstjórn að gera við núverandi aðstæður. Hefðu þeirra sjónarmið
mátt ráða gegnum árum stæði íslenzka þjóðin frammi fyrir stórkost-
legum samdrætti í þjóðartekjum í dag.

  Þurfum nú á að halda sterkri þjóðlegri borgaralegri ríkisstjórn, landi
og þjóð til heilla !  
 
mbl.is Mótmæli á álverslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myntsamstarf við Norðmenn eina raunhæfa lausnin !


   Hversu lengi enn ætla sjórnvöld að viðhalda núverandi peningastefnu?
Peningastefnu sem besýnilega er gjaldþrota eftir rúma 7 ára tilrauna-
starfsemi. Krónan heldur áfram  að  veikjast þrátt fyrir svokallaðar að-
gerðir stjórnvalda í peningarmálum á undanförnum vikum. Lántaka allt
að fimmhundruð milljörðum til styrkingar gjaldeyrisvarasjóðnum  yrði
einungis til að kóróna vitleysuna endanlega.

  Auðvitað er ekki glóra í því að hafa minnsta gjaldmiðil heims algjörlega
fljótandi á hinum alþjóðlega gjaldeyrismarkaði eins og ástandið er þar.
Það sér hver heilvita maður. Fyrst stærsti gjaldmiðill heims, dollarinn,
flöktir eins og raun ber vitni, er akki að furða þótt krónan gerir það líka
eins og korktappi. En hvers vegna er þá ekki vitleysunni hætt?  Og það
þegar í stað !  Því allir sjá að svona gengur þetta ekki lengur. Því allir
tapa og tapa á ástandinu, sem stöðugt versnar.

  Aðild að ESB og upptaka evru er ENGIN lausn. Einfaldlega vegna þess
að það ferli tekur allt of mörg ár. Svo hitt að efgnahagslega myndi Ísland
stórskaðast af ESB-aðild, og upptaka á erlendum gjaldmiðli eins og evru,
er út í hött. Því hvorki vaxtastig né gengi evrunar myndi  taka mið af efna-
hagsástandinu á Íslandi. En einmitt hin miðstyrða vaxta- og gengisstefna
Evrópska seðlabankans  er að  valda  fjölmörgum  ríkjum á evrusvæðinu
miklum erfiðleikum um þessar mundir.  

  Eina raunhæfasta og skjótasta lausnin er því sú að taka krónuna þegar
í stað út af gjaldeyrismarkaði og hefja myntsamstarf við Norðmenn. Ís-
lenzkur próffessor telur þetta raunhæfan kost. Norsk  króna  er  meðal
sterkustu mynta í dag, varin af  norska olíusjóðnum. Öll spákaupmennska
gagnvart henni er því útilokuð. Tenging íslenzkrar krónu við þá norsku með
ákveðum frávikum gerði það að verkum að við myndum STRAX búa  við
stöðugt gengi, eitthvað sem allir eru að  kalla á eftir. Við það myndi verð-
bólga og vextir fljótlega aðlaga sig verðbólgu og vaxtastígi í Noregi og
í okkar helstu viðskiptalöndum. - Og það sem er ekki síður meiriháttar
kostur. Við myndum komast hjá að taka stórt erlent okurlán til að syrkja
gjaldeyrisforðann. Tenging krónunar við þá norsku sæi um það.

   Aðal kosturinn við þessa lausn er sá að slíkt myntsamstarf við Norðmenn
myndi byggjast á ÍSLENZKUM FORSENDUM, þannig að alltaf yrði hægt að
taka upp viðræður við Norðmenn ef efnahagsástand á Íslandi tæki miklum
breytingum með tilliti til gengisvísitölunar. Allt slíkt yrði útilokað sætum við
uppi með erlenda mynt eins og evru. Þá yrðum við að lúta í einu og öllu
því miðstýrða vaxta- og gengisstígi sem Evrópski seðlabankinn ákveður.
Efnahagsafleiðingar af slíku gætu orðið hrikalegar.

   Hættum því þessari vonlausri peningastefnu í dag og bönkum upp á
hjá frændum vorum Norðmönnum og biðjum þá um myntsamstarf.  Það
gæti orðið innan ársins ef pólitískur vilji væri fyrir hendi. Forsætisráðherra
á það sterkar rætur hjá Norðmönnum, þannig að okkar ágætu frændur
myndu taka beiðni okkar jákvætt.

   Í framtíðinni eiga Íslendingar og Norðmenn eftir að eiga mikið samstarf
á sviði öryggis- og varnarmála, auðlinda- og náttúruverndarmála.  Mynt-
samstarfið gæti þá orðið bara sjálfsagður hluti af því samstarfi - báðum
þjóðum til heilla !
mbl.is Krónan veiktist um 1,27% í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegt efnahagslegt tjón við að ganga í ESB !


   Miðað við þær forsendur sem Samfylkingin og aðrir ESB-sinnar
gefa sér við væntanlega inngöngu Íslands í ESB, er alveg  ljóst
að efnahagslegt tjón okkar Íslendinga verður gríðarlegt. Það er
ekki bara sú staðreynd, að íslenzka ríkið mun koma til með að
greiða á annan tug milljarða á ári í sukksjóði Evrópusambandsins
umfram það sem það fær á móti. - Heldur eru ALLAR líkur á því að
íslenska þjóðarbúið geti orðið af gríðarlega háum fjárhæðum ár
hvert svo tugum eða jafnvel hundruðum milljarða skiptir  árlega.
Þar er fyrst og fremst átt við allan þann framseljanlega kvóta á
Íslandsmiðum sem verður í stórhættu göngum við í ESB. Því hvorki
Samfyklingin né aðrir ESB-sinnar hafa boðað breytingu á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu við inngöngu Íslands í ESB. Sem er í raun VÍTA-
VERT  svo ekki sé meira sagt. Því við það færist allur kvótinn á Ís-
landsmiðum í raun á alþjóðlegan uppboðsmarkað innan ESB með
skelfilegum afleiðingum göngum við þangað inn að óbreyttu fisk-
veiðistjórnunarkerfi.  Hrun bresks sjávarútvegs með svokallaða
kvótahoppi er skýrt dæmi um hvað í vændum er fyrir íslenzkan sjá-
varútveg göngum við Brusselvaldinu á hönd. - Þá eru aðrar auðlindir
Islands í stórhættu.

  Upptaka evru í kjölfar ESB-aðildar yrði svo að bæta gráu ofan á
svart. Vegna eiginleika íslenzka hagkerfisins að vera sveiflukennt
en jafnhliða mjög sveigjanlegt og aðlögunarríkt mun upptaka evru
klárlega  verða ávísun á STÖÐNUN  og  viðvanandi ATVINNULEYSI
með tilheyrandi kostnaði. Myntsamstarf við t.d Norðmenn yrði hins
vegar mun vænlegri kostur í alla staði, enda á íslenzkum forsendum.

   Blekking og lýgarvefur ESB-sinna um ágæti ESB fyrir Ísland er því
meiriháttar augljós. Hins vegar er undravert hversu margir láta blekk-
jast af þeim fagurgala. - Þá eru ótaldar allar þær fórnir  á fullveldi
og sjálfstæði Íslands  sem mun fylgja innlimun þess í þetta Ríkja-
samband Evrópu. Vegna fámennis þjóðarinnar yrðu áhrif hennar
innan sambandsins nánast EKKERT.  EKKERT!!!  - Ísland yrði áhrifa-
lus hjálenda þessa Sambandsríkis úti á miðju Atlantshafi.

   Það er því  kominn tími til að Íslendingar  átti sig á hinum þjóðhættu-
lega áróðri og blekkingum ESB-sinna. - Það sem er alverst við boðskap
þeirra er að hann er nánast trúarbrögð, byggður á ofstækisfullum frasa, 
þar sem öll rökhgyggja og allar staðreyndir er vísað á bug.
 
  Gegn því verður að berjast !!!

  Við lýgaáróðri ESB-sinna verður því að bregðast.  Og það af hörku! 

  Að lokum er vert að þakka Styrmi  Gunnarssyni fráfaranda ritstjóra
Morgunblaðsins, fyrir ævarandi  stuðningi hans fyrir FRJÁLSU ÍSLANDI!  


Varalið lögreglu nauðsynlegt !


   Það er rétt hjá dómsmálaráðherra að komið hefði sér vel í kjölfar
jarðskjálftans á fimmtudag að hafa haft í lögum heimild til að kalla
út varalið lögreglu. Fróðlegt er að lesa viðbrögð ýmissa vinstrisinna,
blogga um frétt þessa hér á Mbl.is. Þetta er í mörgum tilfellum hinir
sömu vinstrisinnar sem með ábyrgðarlausum hætti tala fyrir varnar-
lausu Íslandi. Það er alveg með eindæmum að vera vitni af því að
hér á Íslandi skuli vera til ákveðinn  hópur fólks  sem sér rautt í
hverju horni þegar rætt er um að tryggja öryggi þjóðarinnar. Hvort
sem um er að ræða fyrir náttúrulegum hamförum, eða annari ógn
sem steðjað getur að innra sem ytra öryggi ríkisins. -

   Þetta virðist vera séríslenzkt fyrirbæri, sem þarfnast sérstakar
félagsfræðilegrar og mannfræðilegrar rannsóknar á. 

  
mbl.is Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna næsti borgarstjóri


   Skv nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Stöð 2 vilja 57% landsmana
að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði næsti borgarstjóri í Reykjavík.
Þetta er afgerandi  stuðningur, því Gísli Marteinn  kom  næstur með
aðeins 11%. Hanna Birna er með rífllega tífallt meiri stuðning í stól
borgarstjóra en leiðtogi flokksins í borginni, Vilhjálmur Þ.Vilhjámsson.

  Eftir meiriháttar fylgishrun Sjálfstæðisflokksins í borginni skv. nýjustu
skoðanakönnun hlýtur flokkurinn að bregðast hratt við og eyða allri
óvissu um næsta borgarstjóra og útnefna Hönnu Birnu Kristjánsdóttir
í það embætti .  Hún hefur allt til að bera til að vera öflugur leiðtogi.

  Nema að sjálfseyðingarhvötin verði sjálfstæðismönnum yfirsterkari!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband