Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Össur vinnur gegn álveri við Húsavík !


   Þrátt fyrir loðnar yfirlýsingar Össurar Skarphéðinssonar iðnaðar- og
byggðamálaráðherra og flokks hans um stuðning við byggingu álvers við
Húsavík, er hin raunverulega andstaða við byggingaáformin alltaf að
koma betur og betur í ljós. Nú vill Össur að jarðhitarannsóknir á Gjá-
stykki fari í umhverfismat, en Gjásykki er eitt þeirra svæða sem menn
horfa til vegna orkuöflunar fyrir álver á Bakka við Húsavík. Hér er aug-
sjáanlega verið að reyna að  tefja framgöngu málsins eins og frekast
má verða  til að þóknast öfgasinnuðum umhverfishópum innan Samfylk-
ingarinnar.

  Þetta sýnir enn og aftur hversu Samfylkingin er gjörsamlega ótæk við
að sitja við ríkisstjórnarborðið á Íslandi. Er meiriháttar dragbítur á allt
það sem til framfara horfir fyrir land og þjóð. Í raun þjóðhættulegt afl,
sem hefur það höfuðmarkmið að ofurselja íslenzkt fullveldi, sjálfstæði,
og auðlindir Íslands Brusselvaldinu á hönd. Skapa hér efnahagslegan
glundroða til að ná þeim markmiðum fram.  Eymd og volæði. Enda með
ólíkindum hversu hratt hefur fjarað undan íslenzku atvinnulífi  eftir að
Samfylkingin komst í ríkisstjórn. Innan Samfylkingarinnar eru líka margir
fyrrverandi sósíalistar af gamla skólanum, með úrelt vinstrisinnuð við-
horf í bland við öfgasinnaða alþjóðahyggju sem augljóslega vinnur
markvísti gegn íslenzkum hagsmunum.

  Sem betur fer bendir margt til þess að brestir séu komnir í stjórnar-
samstarfið. - Þannig að öflug þjóðleg og ábyrg borgaraleg öfl komi
að stjórn landsmála sem allra fyrst. 


Hvar er Landhelgisgæslan ?


  Á Landhelgisgæslan ekki að sjá um að lög og reglur séu virt í landhelgi
og fiskveðilögsögu Íslands?  Að menn geti þar stundað sína atvinnu
án utanaðkomandi ólöglegra afskipta?  Þessar spurningar vakna þegar
hrefnuveiðimenn voru ítrekaðir truflaðir við veiðar sínar af hérlendum og
erlendum öfgasinnuðum hvalveiðiandstæðingum í gær og í dag.

   
mbl.is Eltu hvalafangara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUF vanvirðir þjóðsönginn gróflega !!!


   Þjóðsöngur og þjóðfáni eru ein helgustu tákn og gersemar
hverrar þjóðar. Vanvirðing við íslenzka þjóðfánann eða íslenzka
þjóðsönginn getur því bæði varðað sekt eða fangelsi, því allt slíkt
er litið MJÖG alvarlegum augum.

  Stöð tvö greindi frá því í kvöld að á sambandsþingi Sambands
ungra framsóknarmanna (SUF)  í júní hafi þjóðsöngur Íslendinga
verið afskræmdur. Var upptaka af athæfinu sýnd, en hún birtist á
vefsíðunni You Tube, en einnig var hægt að skoða hana á heima-
síðu hjá einum stjórnarmeðlimum SUF, svo nú hefur verið fjarlægð.

  Hér er um MJÖG alvarlegan atburð að ræða. Ekki síst þar sem hér
á í hlut íslenzkur stjórnmálaflokkur. Stjórnmálaflokkur sem lætur
slíkt glæpsamlegt athæfi óátalið að þjóðsöngur Íslendinga sé af-
skræmdur á jafn gróðflegan hátt og  fram kom á Stöð tvö í kvöld
er í alvarlegri stöðu, svo ekki sé meira sagt.

  Það er því krafa þjóðarinnar, að formaður Framsóknarflokksins
komi fram og biðji þjóðina afsökunar á þessu vítaverðu framferði
SUF, jafnframt því sem stjórn SUF verði tafarlaust látin segja  af
sér. Eða er þetta kannski  stjórnmálakynslóðin sem á að taki við
Framsóknarflokknum í framtíðinni?

  Það er ekki bara að innan SUF hafi undanfarin misseri grasserað
allskyns óþjóðlegar hugmyndir ESB-sinna um inngöngu Íslands í
Evrópusambandið með tilheyrandi fullveldisafsali og sjálfstæðis-
skerðingu, heldur er þar nú einnig  farið að vanvirða íslenzka þjóð-
sönginn með gróflegum hætti. - Það hafa þó ESB-sinnaðir ung-kratar
aldrei gert svo vitað sé.

  SUF- vefsíðan bað  undirritaðann um daginn að gerast ,,blogg-
vinur" sinn. Var sú beiðni samþykkt í góðri trú.  Nú hefur þeim
tengli verið eytt í mótmælaskyni.

 
  

ESB hyggst stórskaða þjóðarhagsmuni Íslendinga !


   Sú ákvörðun Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um losun
gróðurhúsalofttegunda og upptöku kvóta þeim tengd í öllu
flugi innan  ESB, án þess að taka minnsta tillit til jarðarsvæða
eins og Íslands, mun hafa stótkostleg áhrif á okkar flugsam-
göngur í framtíðinni. Í skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytisins
kemur fram að kostnaður íslenzku flugfélaganna vegna innleð-
ingar  þessarar  ESB tilskipunar  hér  á  landi  geti hlaupið  á
MILLJÖRÐUM króna. - Og að sjálfsögðu yrði það íslenzka þjóðin
sem bogar, því flugfélögin segjast verða  velta þessu öllu út
í verðlagið.

  Þrátt fyrir að íslenzk stjórnvöld hafi sótt um undanþágur frá
þessari tilkskipun, og þrátt fyrir ferðir samgönguráðherra til
Brussel, til að tala fyrir sjónarmiðum Íslendinga, VAR EKKERT
Á  ÞAU SJÓNARMIÐ HLAUSTAÐ. EKKERT !  Þrátt fyrir að Ísland
hafi ALGJÖRA sérstöðu sem eyland úti á miðju Atlantshafi.
Flugsamgöngur eru eini ferðakostur Íslendinga milli landa, og
innanlands er hann miklu þýðingarmeiri en innan ESB m.a sökum
þess að á Íslandi er ekkert lestarkerfi. Sem þýddi stóraukningu
á  notkun bíla milli landshluta sem myndi stórauka gróðurhúsa-
loftegundir umfram það sem nú er.

  Neitun ESB um að taka sérstakt tillit til íslenzkra þjóðarhagsmuna
hvað þetta allt varðar sýnir svo ekki verður um villst hversu hroka-
fullt og miðstýrt Brusselvaldið er orðið. EKKERT er hlustað á smá-
ríkin þótt miklir þjóðarhagsmunir þeirra eru í húfi.

  Lokaniðustaða þessa máls kemur svo endalega í ljós þegar til-
skipunin verður rædd á vettvangi EES-samningsins.

  Eitt er þó ljóst. Íslendingar eiga ekki undir nokkrum kringum-
stæðum að láta Brusselvaldið stórskerða lífskjörin og lífsgæðin á
Íslandi með þessum hætta.  Hvað sem það kostar! Því góðar og
fullkomnar samgöngur er stærsta og mikilvægasta lífæð hverrar
þjóðar. 

 

  


Utanríkisráðherra! Hvað kom út úr Sýrlandsferðinni?


   Í síðustu víku var utanríkisráðherra á ferðalagi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Heimsótti ráherra  m.a Sýrland. Fundaði þar m.a með einræðisherranum
Bashar Al-Assad, forseta landsins, auk Mohammad Naji Ottri forsætisráð-
herra  og Walid Al-Moualem utanríkisráðherra. Skv. heimasíðu utanríkisráð-
herra var  farið yfir stöðu og horfur fyrir botni Miðjarðarhafs. Auk þess var
ástandið í Írak rætt, auk málefni Libanons og Írans.

  Augljóst er að frumkvæðið af för þessari var alfarið utanríkisráðherra.
Því eiga skattgreiðendur á Íslandi fullan rétt á að vita um tilgang slíkrar
ferðar, hverju hún hafi áorkað, og ekki síst um ferðakostnaðinn . Því
svona ferð hlýtur að þurfa mikin undirbúning og vinnu í ráðuneytinu.

  Ekki er langt síðan að ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var sendur
til Írans, eitt af alræmdustu einræðisríkjum heims, og þar sem kvennrétt-
indi eru m.a fótum troðin. - Aldrei hefur fengist skýring á þeirri heimssókn.

  Hvers konar Mið-Austurlandapólitík er verið að framkvæma í utanríkis-
ráðuneytinu?  Í hvaða þágu er hún byggð á ? Varla íslenzkum hagsmunum,
því tengsl Íslands við þessi heimssvæði eru nánast engin. Og varla er hægt
að búast við betri árangri Íslands til að koma vitinu fyrir hina austurlensku
stríðsherra umfram alla aðra, sem miklu nátengdari eru þessum heimshluta.

  Hver er þá tilgangurinn?  Skyldi það vera enn ein hégómagirnin  og óraun-
sæið hjá utanríkisráðherra ? 

  Er ekkert þarfara að gera fyrir ráðherra og skattfé landsmanna en þetta
nú á síðustu tímum ?

  Ruglið í utanríkisráðherra er með eindæmum !!!!

  Því þarf að linna !  Og það strax !

ESB-reyksprengjur viðskiptaráðherra


   Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir við
RÚV, að viðskiptaráðherra varpi reyksprengjum, og undrast að
hann efni til ófriðar í stjórnarsamstarfinu með þessum hætti. En
Björgvin G Sigurðsson fór mikinn á Rás 2 í gær, og sagði brýnt
að sækja um aðild að ESB og kasta krónunni sem allra fyrst. Það
Þyldi enga bið lengur. Væri orðið helsta viðfangsefni íslenzkra
stjórnmála í dag  sem Sjálfstæðisflokkurinn yrði að fara að taka
afstöðu til.

  Enn og aftur er það að koma fram hversu pólitískt slýs það var
hjá Sjálfstæðisflokknum að hleypa jafn óþjóðhollum og handónýt-
um stjórnmálaflokki og Samfylkingunni að landsstjórninni. Sósíal-
demókratismi hefur ÆTÍÐ verið ÍSLENZKU samfélagi til bölvunar.
Ekki er liðið nema ár síðan þessi ófögnuður komst til valda í
ríkisstjórn en að allsherjar kreppa og upplausnarástand blasir við.

  Helsta lausn og trú krata á efnahagsvanda Íslendinga er að ganga
í Evrópusambandið og taka upp evru. Hvort tveggja myndi rústa hér
ÍSLENZKU þjóðfélagi og efnahag, auk þess að stórskerða íslenzkt
fullveldi og sjálfstæði og afhenda Brusselvaldinu okkar helstu auð-
lindir.

  Á sama tíma sem viðskiptaráðherra hrópar sem aldrei fyrr á hið
Sovétska ESB-,,sæluríki" er ráðherra eins og ÁLFUR ÚT ÚR HÓL.
Virðist EKKERT fylgjast með hvað sé að gerast í Brussell. Virðist
ekki vita að búið er að SKRÚFA FYRIR ALLAR UMSÓKNIR að ESB.
Síðan Írar feldu svokallaðan Lissabonsáttmála fyrir skömmu er
allt stjórnkerfi ESB í upplausn. Forseti Frakklanns segir Evrópu-
menn hafa MISST TRÚNA á ESB.  Forseti Póllands neitar að skrifa
undir Lissabonsáttmálann þar sem Írar hafi hafnað honum, enda
er sáttmálinn Póllandsforseta afar ógeðfeldur. Og Horst Köhler,
forseti sjálfs Þýzkalands, stærsta ESB-ríkisins, hefur neitað að
staðfesta sáttmálann fyrr en úrskurður hæðstaréttar landsins
hafi úrskurðar varðandi lagalega þætti tengda sáttmálanum.

  Hróp og köll viðskiptaráðherra á ESB og evru gátu því ekki
komið á vitlausari tíma. - Hvorugt  stendur  lengur til boða í dag.
Honum hefði verið miklu nær að koma með eitthvað bitastætt
og RAUNVERULEGAR tillögur í efnahagsmálum.

   Vonandi að sjálfstæðismönnum fari að verða það ljóst að það
er orðið afar brýnt að henda Samfylkingunni út úr ríkisstjórn, og
það til langframa.  Flokkur sem vinnur gegn ÍSLENZKUM hags-
munum, fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, HEFUR EKKERT Í RÍKIS-
STJÓRN ÍSLANDS AÐ GERA !

   EKKERT !

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband