Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Dúkkulísur í friðargæslu?


   Það að framvegis verði íslenzkri friðargæslu bannað að bera
vopn til varnar sér  og öðrum skv. ákvörðun utanríkisráðherra
er ekkert annað en hræsni, rökleysa og skandall. Hvers vegna
í ósköpunum er það svo voðalegt að Íslendingar sem sendir eru
utan til friðargæslu  beri varnarvopn? Að þeim sé bannað það! Ein
allra þjóða heims?  Hverskonar rugl er þetta eiginlega? Alveg
dæmigerð  hræsni  hérlendrar vinstrimennsku  í öryggismálum.
Utanríkisráðherra virðist ætla klárlega að skipa þann flokk. 
En hvað með sjálfstæðismenn í ríkistjórninni? Styðja þeir slíka
rugl-vinstrimennsku í friðargæslu og öryggismálum?

  Fyrst íslenzkir friðargæslumenn skulu framvegis ekki meiga
bera vopn sér og sínum til varnar er alveg eins gott að leggja
alla íslenzka friðargæslu af. Því nánast er útilokað að skilja
á milli borgarlegrar gæslu og hinnar hernaðarlegu á þeim
svæðum sem átök geysa. Allra síst á vegum NATO.  Fríðargæsla
er nær undantekningarlaust á átakasvæðum. Það er eins og
utanríkisráðherra skilji það alls ekki.   

   Mont-friðargæsla utanríkisráðherra er  skandall og gerir Ísland
að alþjóðlegu viðundri í friðargæslumálum.  Enginn sendir dúkku-
lísur í frðargæslu! Eða, er það ?

   Þetta er skandall sem á að koma í veg fyrir !
mbl.is Mótuð verði skýr stefna um störf friðargæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á öflugri íslenzkri leyniþjónustu !


  Ef satt er að öfgafullir múslimskir hryðjuverkamenn hafi haft
viðkomu á Íslandi, án þess að hérlend lögregluyfirvöld hafi
haft hugmynd um, sýnir hversu nauðsýnlegt það er orðið  að
Íslendingar komi sér upp alvöru leyniþjónustu. Í danska blað-
inu Politíken kemur fram í gær, að þrír menn sem handteknir
voru nýlega í Englandi, virðast hafa haft tengsl við Norðurlönd,
þ.á.m ferðast  til Íslands. Blaðið segir að hér séu um hryðjuverka-
menn að ræða, heitrúaða múslima.

  Þótt íslenzka greiningardeild Ríkislögreglustjóra sé ágæt svo
langt sem hún nær, er alveg ljóst að Íslendingar þurfa að koma
sér upp alvöru leyniþjónustu eins og fullvalda og sjálfstæð þjóð
sæmir.  Sambærilegt sem t.d  frændþjóðir okkar hafa. - Það er
meiriháttar barnaskapur að halda  að við þurfum ekki á slíkri lög-
gæslu á að halda eins og allar aðrar þjóðir, á þeim hættutímum
hryðjuverka sem við lífum nú á. Enda hafa erlendar leyniþjónustur
margsannað gildi sitt og bjargað þúsundum mannslifa saklausra
borgara undan drápsáformum hryðjuverkamanna.

 
  Bara það að þessi frétt  um erlenda hryðjuverkamenn á Íslandi í er-
lendum fjölmiðlum skuli berast okkur á öldum ljósvakans, sýnir okkur 
hversu ógnin er nálægt okkur, og að stórefla þarf varnir hérlendis
gegn henni.

  Meðan Íslendingar hafa enn ekki komið sér upp íslenzkum her
eru sterkar forvarnir gegn erlendri ógn lýkilatriði.

  Sterk og öflug íslenzk leyniþjónusta er svarið?   Og það strax!
mbl.is Meintir hryðjuverkamenn komu til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 ára stúlka fái skilnað í Sádí-Arabíu


  Frétt á Mbl.is um að móðir 8 ára stúlku hafi beðið dómstól
í Sádí-Arabíu um skilnað hennar frá manni á sextugsaldri,
segir allt um hversu gríðarlegur munur er á okkar vestræna
menningarheimi og hinum múslimska. Að það sé í lagi að
8 ára stílkubarn sé gift er ótrúlegt. Eins ótrúlegt og  það að
þessi sama stúlka mun aldrei  fá  að aka bíl um ævina, því
konum í Sádí-Árabíu er það bannað.

   Hræðileg frétt á Mbl.is !

   Ótrúleg !

 


mbl.is Beiðni um að átta ára stúlka fái skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leita, og finna olíu sem ALLS EKKI MÁ HREINSA ??


   Hvað er þetta annað er meiriháttar tvískinnungur eins og ALLT
sem frá þessari Samfylkingu kemur! Á RÚV í gær var Össur Skarp-
héðinsson iðnaðarráðherra með stórfenglegar yfirlýsingar á miklum
möguleikum á að olía muni finnast á Drekasvæðinu fyrir norðan land.
Allar líkur séu á að á næsta ári verði hafin leit á Drekasvæðinu. Um
100 leyfi verða boðin út að sögn ráðherra.

  Sem sagt. Hó hó og hæ hæ gaman gaman í olíuleit hjá Össuri og
Samfylkingunni. Á sama tíma sér Össur og flokkssystir hans í um-
hverfisráðuneytinu ELDRAUTT þegar minnst er á  olíuhreinsistöð.
Það má sem sagt leita að olíu, finna hana, og dæla henni upp á yfir-
borð jarðar, en það má bara  ALLS ekki hreinsa hana á Íslandi, bara
einhversstaðar annars staðar í heiminum. Vegna þess að það er svo
ofboðslega  mengandi að hreinsa hana að mati umhverfisráðherra. 
Hvers konar kjaftavaðall er þetta eiginlega? Mengast ekkert og skap-
ast engin hætta við olíuleit og uppdælingu hennar upp á yfirborðið og
að koma henni í hreinsun í órafjarlægð? Mengast bara ekki allt miklu
miklu  meira við það að flytja hana  út og suður til hreinsunar, og svo
aftur til íslands, svo m.a  iðnaðar-og umhverfisráðherra geti notið
hennar fyrir sig og sína? 

  RUGLIÐ ER ALGJÖRT!

  Hér er ekki verið að taka afstöðu um staðarval þeirrar olíuhreinsi-
stöðvar sem rætt hefur verið um að undanförnu. Viðkomandi fyrir-
tæki og  sveitarfélag á að ráða því sjálft að uppfylltu þartilgerðum
kröfum og reglum, hvort upprisi olíuhreinsistöð, alveg eins og með
álverin.

    Hins vegar er tvískinnungur Samfylkingarinnar í máli þessu  með
hreinum ólíkindum. Sem er enn ein rík ástæða fyrir því að henni sé
hreinlega hent út úr ríkisstjórninni! 

   Og það þegar í stað! 

  

Þýzk stórfjárfesting á Íslandi


   Fyrir okkur sem viljum stóraukin samskiptin  við Þýzkaland á
sem flestum sviðum, gleðjumst yfir hinni miklu fjárfestingu sem
þýzka stórfyrirtækið Bauhaus stendur nú fyrir á Íslandi. En sem
kunnugt er mun Bauhaus vera ein stærsta verslunarkeðja á
byggingasviði í Evrópu. En Bauhaus byggir nú 22.000 m2 hús
við Úlfarsfell, og áætlar að opna þar í lok des. Yfir 120.000 vöru-
tegundir verða þar á boðstólnum. En verslunarkeðjan vinnur undir
hugmyndarfræðinni ALLT UNDIR SAMA ÞAKI. Starfsmannafjöldi
verður 150-180 manns.

   Sem fyrr sagði er það afar gleðilegt að alvöru þýzk fjárfesting
skuli nú eiga sér stað á Íslandi. - Hér á bloggsíðu hefur marg-
sinnis verið hvatt til stóraukinna samskipta hina miklu vinaþjóða
Íslendinga og Þjóðverja, á sem flestum sviðum. Allt frá menningu-
og viðskipta að mikilvægri samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála.

  Tilkoma Bauhaus er vonandi merki um  að slík náin tengsl séu
nú  ört vaxandi  báðum þjóðum til heilla.

Þjóðverjar óttast nýtt kalt stríð. Er að furða ?


   Skv. skoðanakönnun sem morgunþáttur þýzka sjónvarpsins
ARD gerði í vikunni  óttast  helmingur Þjóðveja  kalt  stríð milli
Rússa og Vesturlanda eftir átökin  í Kákasus. Er nokkur furða
að setji að manni hroll horfandi á vitleysisganginn varðandi
stríðið í Geogíu? Það þarf engin sólargleraugu til að sjá að
þar sé einn aðili sekur en hinn ekki. Upphaflega reðust Georgíu-
her inn í S-Ossetíu. Gleymum því ekki! Þrátt fyrir aðvaranir sjálf-
ra Bandaríkjamanna.  Í mínum huga er Ossetía ríki sem á fullan
rétt á sjálfstæði vilji hún það, því þar býr svo sannarlega þjóð
með sérstaka tungu og menningu. Ef menn geta skilið málstað
Tíbets fyrir sjálfstæði, (sem ég geri) eiga þeir sömu alveg að
geta skilið sjálfstæðisvilja  Oseta. Annað er tvískinnungur!

  Þá er eitt enn. Þetta mikla óðagot Bandaríkjanna að setja
upp elflaugar í Póllandi. Er nema eðlilegt að Rússar bregðist
ókvæða við og mótmæli hressilega? Myndi svo sannarlega
gera það sjálfur væri ég Rússi? Eða hvernig ætla Bandaríkja-
menn bregðist við mótleik Rússa þegar þeir segjast íhuga upp-
setningu rúnssneskra eldflauga á Kúpu? Er það ekki sambæri-
leg ögrun og hin bandaríska nú?

  Jú. Deili sömu áhyggjum með þýzku þjóðinni að í uppsiglingu
sé kalt heimskulegt og óþarft stríð.  En ætla  íslenzk stjórnvöld
að taka þátt í því?  Er utanríkisráðherra Íslands samþykkur
uppsetningu bandariskra eldflauga við túnfót Rússa? Þögn er
sama og samþykki, eða hvað ?


mbl.is Rússar vakta hafnarborgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskur stjórnmálamaður varar Íslendinga eindregið við ESB-aðild !!!


   Breski stjórnmálamaðurinn Nigel Farage varar Íslendinga frá því
að ganga í Evrópusambandið. Þessi stjórnmálamaður hefur setið á
Evrópuþinginu hvorki meir né minna en frá árinu 1999, og talar því
af mikilli reynslu og þekkingu. Varnaðarorð hans eru því  mjög at-
hyglisverð.

  Í Mbl í gær kom fram hjá Farage að Grænlendingar hafa kosið að
færast frá ESB til að vernda eigin fiskimið. Að Bretar hafi afsalað sér
fjórum fimmtu hlutum fiskveiðakvóta sins(vegna kvótahopps milli
landa ESB) með þeim afleiðingum að 120.000 störf hafi tapast.
Þetta er afar athyglisvert í því ljósi að í dag er framseljanlegur kvóti
á Íslandsmiðum. Með inngöngu í ESB fer sá kvóti á markaðsuppboð
innan ESB með skelfilegum afleiðingum fyrir Íslenzt þjóðarbú. Hvers
vegna í ósköpunum  horfa ESB-sinnar á Íslandi ætíð  framhjá þessu
og forðast að ræða þetta stórmál? 

  Í Mbl segir Farage að efnahagsrökin fyrir inngöngu Íslendinga í ESB
sé bergmál af úreltri röksemdarfærslu. Hann spýr réttilega. ,,Fylgja
því kostir að vera hluti af markaði (ESB) sem hindrar ríki í að reka
sjálfstæða stefnu gagnvart vaxandi mörkuðum heimsins?" Hann segir
Íslendinga verða að horfa til lengri tíma þegar þeir íhugi að skipta um
gjaldmiðil.  Og vísar til ástands peningamála á evrusvæðinu. Hann
kveðst ekki lengur vera í minnihluta með þessi and-ESB sjórnarmið,
þau hljóti sífellt meira fylgi á Bretlandi.

  Í Fréttablaðinu segir Farage ESB snúast um völd en ekki lýðræði.
,, Það er einfaldlega ekki hægt að vera fullvalda lýðræðisríki  með
sjálfstjórn og samtímis í Evrópusambandinu. Ég þekki það af tíu
ára setu minni á Evrópuþinginu, að þetta snýst allt um að gera ESB
að stórveldi á heimsvísu".  Varðandi evruna segir hann. að þótt ís-
lenzka myntin sé lítil og óstöðug, segir hann stóru gjaldmiðlana
ekki síður óstöðuga. Bæði evran og USA dollar hafi sveiflast míkið
og það síðasta sem Íslendingar ættu að gera sé að henda frá sér
árinni í þeim stórsjó sem nú gengur yfir efnahag heimsins. ,,Ef þið
gangið í ESB þá verðið þið eins og maður sem er staddur í brennandi
húsi og kemst hvergi út".

  Í 24 stundum segir Farage að ,,ef Ísland gengi í ESB myndi það 
hverfa. Þið yrðuð ekki til og hefðuð engin áhrif, hvorki innan ESB
né nokkurs staðar í heiminum. Þið yrðuð valdalaus nýlenda ESB".
Farage telur engar líkur á að Ísland hljóti nokkra sérmeðferð innan
ESB. ,, Fyrst stekum leiðtogum eins og Margaret Thatcher og Tony
Blair misheppnuðust að breyta sambandinu þá er alveg sama hversu
sterkum leiðtoga Ísland mun tefla  fram. 300  þúsund manna þjóð
mun aldrei hafa áhrif".

  Þetta eru stór orð og mikill áfellsdómur yfir ESB. Áfellisdómur sem
ber að taka miklu alvarlegra en fagurgala  hérlendra ESB-sinna um
Evrópusambandið og aðild Íslands að því............ 

Borgarbúum létt við nýum meirihluta !


   Allt bendir til að  flestum borgarbúum sé létt við myndun nýs
meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þessir tveir
borgarasinnuðu flokkar hafa náð víðtækri sátt um hvernig þeir
hyggjast stjórna Reykjavíkurborg út kjörtímabilið. Framtíðarsýn
þeirra er skýr og klár. Og umfram allt ríkir mikið traust og heil-
indi milli þeirra, sem er jú frumforsenda þess að vel takist til og
að þeir öðlist góða tiltrú borgarbúa. - Enda var enginn annar meiri-
hluti í stöðinni.

  Vinstriöflin eru vonsvikin enda  neikvæðni eðli vinstrimennsku.
Andóf þeirra við Ráðhúsið í gærmorgun fyrir áeggjan forystu Sam-
fylkingarinnr, fór gjörsamlega út um þúfur. Hinn rauðlitaði upp-
vakningur innan Samfylkingarinnar fékk engan hljómgrunn meðal
borgarbúa. - Allt bendir því til að pólitísk eyðimerkurganga sé að
hefjast meðal vinstriflokkanna með tilheyrandi fylgistapi á næstu
mánuðum og misserum. - Borgarbúar láta ekki blekkjast af vinstri-
sinnuðum fagurgala.

  Þegar jafn vel hefur tekist til  eins og nú varðandi borgarstjórn
Reykkjavíkur, er ekki nema eðlilegt að augu ábyrgra  manna beinist
nú að ríkisstjórninni. Samfylkingin er þar hinn mesti dragbítur á allt
það sem til framfara horfir, enda með litla trú á sér-íslenzka framtíð.
Krafan um álíkt stjórnarmynstur þar og er nú í borgarstjórn Reykja-
víkur með þátttöku Frjálslyndra, hlýtur að öðlast mun meiri vigt  og
þunga en verið hefur. - Því auðvitað hlytur það að liggja í hlutarins
eðli að framfarasinnuð borgaraleg öfl eigi mun betur með að vinna
saman en sá pólitíski kokteill vinstri/hægri sem nú einkennir ríkisstjórn
Íslands.     

   Það verður  því spennandi að fylgjast með íslenzkum stjórnmálum á
næstunni!
mbl.is Lyklaskipti í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikurinn út um þúfur !


   Ljóst er að þau mótmæli sem ungliðar Sanfylkingar og Vinstri-
grænna hugðust efna til við Ráðhúsið í morgun, fór gjörsamlega
út um þúfur.  Sárafáir mættu, enda fengu borgarbúar meira en
nóg af skrílslátum sömu aðila í janúar s.l. Borgarbúar virðast því
almennt sáttir við hinn nýja borgarstjórnarmeirihluta sem nú
hefur verið myndaður og nýkjörinn borgarstjóra.

  Engu að síður er það umhugsunarvert að það var Samfylkingin
sem hvatti til mótmælanna í morgun. Svo virðist sem rauðlitaður
uppvakningur sé tekinn að grassera þar á bæ. Uppvakningur,
sem á engan hljómgrunn.

  Vert er svo í lokin að að óska nýjum borgarstjórnarmeirihluta
og borgarstjóra allra heilla.  Borgarbúar hafa nú loks fengið
sterka og samhenta borgarstjórn, sem starfa mun út kjörtíma-
bilið.
mbl.is Svik, lygi og pólitísk slátrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikur við Ráðhúsið í boði Samfylkingar !


   Foringi ungs samfylkingarfólks hótar mótmælum utan við Ráðhúsið
á morgun þegar nýr meirihluti borgarstjórnar tekur við völdum. En
sem kunnugt er stóð þessir sömu aðilar ásamt vinstrisinnuðum rót-
tæklingum fyrir meiriháttar skrílslátum í jan. s.l er núverandi meiri-
hluti tók við völdum. Þá með hrópum og köllum og beinni valdníðslu,
svo fresta varð  fundi borgarstjórnar hvað eftir annað. Með þessum
ólöglegum mótmælum voru fjöldi landslaga brotin.

  Enn og aftur. Að hvaða stjórnmálaflokki er Samfylkingin að verða?
Eru vinstrisinnaðir róttæklingar sem svífast einskis í hroka  og vald-
niðslu gegn borgaralegu lýðræði að yfirtaka Samfylkinguna? Eru´
ákveðnar vinstrisinnaðar sellur róttæklinga að komast til áhrifa í Sam-
fylkingunni gegn ríkjandi stjórnskipulagi? - Og þá kannski með vitund
og vilja flokksforystu Samfylkingarinnar! Jafnvel að undirlægi hennar
og Dags B. Eggertssonar? Ef sú frétt í kvöld reynist satt að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og ráðherra í ríkis-
stjórn Íslands, hyggst mæta í morgunkaffi með mótmælendum, til að
hita skrípaleikinn upp, fara margar spurningar að vakna um Sam-
fylkinguna.

  Á morgun fæst úr því skorið hvers konar flokkur Samfylkingin er. Fari
skrípaleikurinn  úr böndunum eins og í janúar s.l , eftir að formaður
Samfylkingarinnar og forystumaður hennar í borgarstjórn Reykjavíkur
hafa hitað hann upp í morgunsárið,  hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn fara
alvarlega að skoða það að endurmeta samstarf sitt við Samfylkinguna
í ríkisstjórn. Slíkan rauðliða uppvakning!

  Allt annað væru svik við hin borgaralegu gildi á Íslandi!
mbl.is Sleppa pöllunum en mótmæla fyrir utan ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband