Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Óskiljanlegt ofurkapp Bandaríkjamanna um eldflaugakerfið !
20.8.2008 | 11:21
Verð að játa. Skil alls ekki þetta ofurkapp Bandaríkjamanna að
koma upp svokölluðu eldflaugavarnarkerfi ENDILEGA við túnfót Rússa.
Er ekki eðlilegt að Rússar mótmæli? Minnir mann á Kúbudeiluna í denn.
Þá ætluðu Sovétríkin að koma upp elflaugum á Kúpu. Bandaríkjamenn
mótmæltu harðlega, og hótuðu stríði, hættu Sovétríkin ekki við þau
áform. Að sjálfsögðu! - En hver er þá í raun munurinn á uppsetningu
Bandaríkjamanna á eldflaugum í Póllandi nú og Sovétríkjanna á
Kúbu 1962? Hver er munurinn á ógnuninni nú sem Rússar upplifa og
ógnuninni sem Bandaríkjamenn upplifðu 1962? Hvað nú ef Rússar byggja
upp herflugvelli á Kúbu eins og þeir hafa hótað sem andsvar uppsetningu
Bandaríkjamanna á eldflaugakerfi nánast á landamærum Rússlands?
Hvernig munu Bandaríkjamenn bregðast við því? Hverskonar skrípaleikur
er þetta eiginlega? Og tökum við þátt í honum?
Hverjir eru að reyna að búa til nýtt kalt stríð?
Atburðir síðustu daga benda því miður til þess að viss öfl vinni að því!
Skrifað undir eldflaugavarnasamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Óskar sterkur leiðtogi!
20.8.2008 | 00:11
Óskar Bergsson nýr leiðtogi Framsóknar í Reykjavík er sá leiðtogi
sem Framsókn hefði svo mjög þurft á að halda á síðustu árum í
Reykjavík . Hann er heiðarlegur, málefnalegur, rökfastur og fylginn
sér, með mikla og langa reynslu af borgarmálefnum. - Enda hefur
hann í hinu mikla pólitíska umróti síðustu daga sýnt mikla staðfestu
og forystuhæfileika. Þannig hefur fylgi flokksins tvöfaldast á einni viku
milli kannana Gallups og Fréttablaðsins. Þá nýtur Óskar einróma
stuðnings baklandsins í Reykjavík, sem er afar mikilvægt veganesti.
Er nú sá maður sem bersýnilega getur sameinað flokkinn á ný.
Af vísu skar Marsibil Sæmundardóttir sig úr leik. Hún hefur berlega
verið í flokknum á fölskum forsendum, enda hleypur nú í fang krata
og annara vinstrisinna eins og hún hafi ætið átt þar heima. Alla
vega hefur upphlaup hennar alls ekki skaðað fylgi flokksins, heldur
þvert á móti.
Nýr meitihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eru stórmerk póli-
tísk tíðindi, sem klárlega hafa víðtæk áhrif. Hér getur haglega verið
komin uppskrift að nýju ríkisstjórnarmynstri, með þátttöku Frjáls-
lyndra. Upphaf sögulegrar samvinnu hinna framfarasinnuðu borg-
aralegu flokka á Íslandi. Skarpra skila í íslenzkum stjórnmálum.
Ekki að furða þótt vinstrisinnar séu æfir í borginni og hóta aftur
skrílslátum í Ráðhúsinu n.k fimmtudag þegar hinn nýi meirihluti
tekur við. - Gangi það eftir er komin full ástæða til hjá Sjálfstæðis-
flokknum að losa sig við hina máttlausu og duglausu vinstrisinnuðu
Samfylkingu úr ríkisstjórn. Og þó fyrr hefði verið !!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hefur innganga Ólafs verið samþykkt?
19.8.2008 | 16:50
Það er vægast sagt einkennileg sú frétt að Ólafur F Magnússon
ætli að ganga í Frjálslynda flokkinn. Hefur hann gert það? Og með
stuðningi hverra í Frjálslynda flokknum?
Flokkaflakk Ólafs hefur verið með eindæmum. Úr Sjálfstæðisflokki
í Frjálslyndra og Óháða, þaðan í Íslandshreyfinguna í Frjálslynda
aftur. Þá má benda á að nú nýlega var stofnað Borgarmálafélag
Frjálslyndra í Reykjavík. Jón Magnússon er þar formaður. Hefur
hann samþykkt inngöngu Ólafs? Nýtur Ólafur stuðnings hans?
Á bloggsíðu Stefáns Friðriks Stefánssonar í dag segir Ásgerður
Jóna Flosadóttir, sú ágæta kona í Frjálslynda flokknum í Reykjavík,
það ólíklegt að Ólafur verði andlit flokksins í borginni. Hvernig má
þetta vera?
Afstaða Ólafs til fjölda lykilmála hefur oftar en ekki farið á skjön
við stefnu Frjálslyndra. Frjálslyndir eru t.d með afar ábyrga stefnu
í orkumálum og nýtingu okkar auðlinda, og styðja t.d álver við
Bakka og Húsavík. Afstaða Ólafs er mjög þvert á þetta. Raunar má
segja að Ólafur eigi miklu fremur samleið með Vinstri-grænum í
öllum þessum málum, enda segist hann nú ætla að vinna með
vinstriöflunum í Reykjavík í framtíðinni.
Fróðlegt verður því að sjá hvernig hin ábyrgu borgaralegu öfl í
Frjálslynda flokknum bregðist við yfirlýsingu Ólafs F Magnússonar
um enn eina inngönguna í Frjálslynda flokkinn. - Því ekki virðist
fylginu fyrir að fara með inngöngu Ólafs.
Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ætla ungir kratar að efna aftur til skrílsláta ?
19.8.2008 | 00:15
Í Staksteinum Mbl í gær er sagt frá því að ungir jafnaðarmenn
virðist staðráðnir í að verða sér aftur til skammar. Vísað er til
viðtals við Önnu Pálu Sverrisdóttir formanns þeirra (stúlkuna
með rauðu hanskanna) þess efnis að líklegt væri að aftur yrði
efnt til mótmæla nú er nýr borgarstjórnarmeirihluti tekur við
völdum í Ráðhúsinu n.k fimmtudag.
Öllum er enn í fersku minnu öll þau ofsafengnu skrílslæti sem
vinstrisinnaðir róttæklingar og ungir kratar efndu til í Ráðhúsi
Reykjvíkur í janúar s.l er núverandi meirihluti tók við völdum.
Þar voru eins og Staksteinar benda á þverbrotin bæði lands-
lög og fundarsköp borgarstjórnar Reykjavíkur, þegar gerð voru
hróp og köll að nýjum borgarstjóra og fundur borgarstjórnar
truflaður hvað eftir annað.
Að hvers konar flokki er Samfylkingin eiginlega að verða? Varla
eru slík skríðslæti og valdníðsla í anda sósíalDENMÓKRATISMA?
Meiriháttar skríslæti og vanvirða fyrir lýðræðinu, sem hlýtur að vera
gert með þegjandi samþykki flokksforystunnar! Að ÞVERBRJÓTA
landslög er grafalvarlegur hlutur þegar heill stjórnmálaflokkur á í
hlut, eins og í tilfelli formanns ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar.
Þegar stjórnmálaflokkur virðir ekki GRUNNREGLUR lýðræðisins,
og túlkar þær af geðþótta sér í hag hverju sinni, gengur það ekki
upp.
Ef skrílslætin endurtakast aftur með atbeina Samfylkingarinnar
gegn samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn hlýtur það að hafa alvarlegar
afeiðingar á ríkisstjórnarsamstarfið, ofan á þau ,,smekkilegu" ummæli
formanns Samfylkingarinnar nánast við hliðina á formanni Sjálfstæðis-
flokksins, að líkja tilvonandi meirihluta í borgarstjórn við uppvakning.
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu nauðsynlegt
það er að öll ábyrg og framfarasinnuð borgaraleg öfl í íslenzkum
stjórnmálum, taki höndum saman og hefji pólitískt samstarf í sveit,
borg og ríkisstjórn, og það til frambúðar. (Sjálfstæðis-Framsókn og
Frjálslyndir)
Það er ekki vinnandi með vinstrisinnuðum rugl-öflum. Hefur aldrei
verið, er ekki, og verður aldrei !
Þar tala staðreyndirnar best !
Þegar ESB setti eitt aðildaríkja sinna í pólitíska einangrun
18.8.2008 | 00:16
Jörg Haider sem fyrir nokkrum árum fór fyrir Frelsisflokknum í
Austurríki, segist nú kominn í stjórnmálin aftur. Nú segist hann
leiða nýjan flokk, Samtök um framtíð Austurríkis, í komandi þing-
kosningum 28 september nk. Haider stofnaði hinn nýja flokk
fyrir 3 árum eftir að hafa sagt skilið við Frelsisflokkinn.
Jörg Haider er umdeildur stjórnmálamaður. Undir forystu hans
varð Frelsisflokkurinn annar stærsti flokkur landsins með um 27%
fylgi, og myndaði þá ríkisstjórn með hinum íhaldssama Þjóðar-
flokki Wolfgangs Schússels árið 2000. Þessi ríkisstjórnarmyndun
olli uppnámi innan Evrópsambandsins, sem fór út fyrir öll mörk.
Því hvaða skoðun sem menn gátu haft á Frelsisflokki Haiders á
þessum tíma var hann á allan hátt lýðræðislega kjörinn með fylgi
um 27% kjósenda Austurríkis.
Hér er alls ekki verið að taka málstað með Jörg Haider og skoðunum
hans, sem nú er að koma inn í stjórnmálin aftur. Heldur er ástæða til
að minna á það pólitíska fjaðrafok sem varð innan ESB, einkum meðal
sósíalista og sósíaldemókrata, sem myndun ríkisstjórnar Shússels á
þessum tíma olli.
Austurríki, eitt aðildaríkja ESB var sett í algjöra pólitiska einangrun
af framkvæmdastjórn sambandsins, sem þá var mjög vinstrisinnuð.
Ótal spurningar vöknuðu í kjölfarið á því. Eins og sú grundvallaspurning
hvort ESB-aðild skapaði framkvæmdastjórn þess yfirþjóðlegan rétt til
afskipta af lýðræðislegri framvindu í aðildarlöndunum? Hvort bein pólitísk
afskipti af innanríkismálum aðildarríkja, eins og klárlega var varðandi
Austurríki á þessum tíma, væri leyfileg?
Þeirri grundvalla- og stórpólitískri spurningu um Evrópusambandið
er enn ósvarað í dag.....
Haider í framboð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinstriöflin þarf að einangra !
17.8.2008 | 00:35
Það er alveg ljóst að til þess að forða þjóðinni frá langvarandi
alvarlegri kreppu í efnahagsmálum, þarf að einangra vinstriöflin frá
áhrifum í Íslenzkum stjórnmálum. Hin framfarasinnuðu borgaralegu
öfl þurfa nú að taka höndum saman, samstilla áherslur og vinna
saman á sem flestum stigum stjórnsyslu, alveg upp á vettvang
ríkisstjórnar, og þar til frambúðar. Mynda skörp skil í íslenzkum
stjórnmálum. Mynda BORGARALEGA og FRAMFARASINNAÐA pólitíska
blokk. Hér er verið að tala um Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og
Frjálslynda. Hinn nýja borgarstjórnarmeirihluta á nú sem allra fyrst
að heimfæra upp á nýjan ríkisstjórnareirihluta, með þáttöku Frjáls-
lyndra.
Samfylkingin með þátttöku sinni í ríkisstjórn hefur hvað eftir annað
sýnt vilja-og getuleysi sitt til að taka ábyrgt á stjórn landsmala.
Enda er þetta sá stjórnmálaflokkur sem hefur fyrir löngu misst ALLA
trú á ÍSLENZKRI framtíð, með því að vilja troða Íslandi í ESB og af-
henda útlendingum þannig okkar dýrmætu auðlindir eins og fiski-
miðin, ásamt að stórskerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þá
hefur Samfylkingin sýnt ótrúlegan hroka gagvart sínum samstarfs-
flokki alveg frá upphafi, sem getur ekki gengið til lengdar.
Vinstri-grænir er öfgaflokkur í umhverfismálum. Sem slíkur mun
hann aldrei geta komið til greina við stjórn landsmála, auk þess
sem hann sýnir ótrúlegt ábyrgðarleysi í öryggis- og varnarmálum
þjóðarinnar. VG mun ætíð þvælast fyrir hagvexti og atvinnulegri
uppbyggingu í landinu, eins og Samfylkingin, sem er frumforsenda
öflugs velferðarkerfis þjóðaarinnar.
Hin vinstrisinnuðu öfl þarf því að einangra í íslenzkum stjórnmálum.
Kominn tími til pólitiskra samvinnu ábyrgra þjóðlegra borgaralegra
afla. -
Hinn pólitíski koktell gengur ekki upp lengur !
Það er sú pólitíska staðreynd sem við blasir þjóðinni í dag!
Það er ekki flóknara er það!
Virða ber óskir þjóða um sjálfstæði !
16.8.2008 | 20:56
Þá á að vera grundvallarregla að sérhver þjóð sem á sína
þjóðmenningu og tungu, eigi að öðlast sjálfstæði óski hún þess.
Engin þjóð ætti að skilja slíkt betur en við Íslendingar. Enda
höfum við oft verið fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði þjóða.
Oftar en ekki hafa landamæri verið dregin ÞVERT á þjóðir
og menningarheima. Nægir þar að nefna breska heimsveldið
forðum og Sovétríkin. Þegar slíkt gerist er það pottþétt ávísun
á ófrið og stríð með hörmulegum afleiðingum.
Nýustu og gleggstu dæmin nú eru Tíbet og S-Ossetía.
Báðar þessar þjóðir eiga sína þjóðmenningu og tungu. Báðar
þessar þjóðir eiga því skýlausan rétt til að ráða sínum málum
sjálf, án utanaðkomandi afskipta.
Það er ekki flóknara en það!
Allt annað er tvískinnungur!
Bush: Skref í rétta átt" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tjarnarkvartettinn stillti Óskari upp við vegg !
16.8.2008 | 00:32
Það er alveg ljóst að svokallaði Tjarnarkvartett ætlaði að stilla Óskari
Bergssyni gjörsamlega upp við vegg. Á Vísir.is kemur þetta fram í viðtali
við Óskar. Tjarnarkvartettinn var einungis hugarfóstur hræðslubanda-
lags vinstrisinna eins og R-listinn var í raun. Enda hefur Óskar upplýst
að mörg ágreiningsmál hefðu komið upp milli hans og Tjarnarkvarteitts
Samfylgingar og Vinstri-grænna, sérstaklega varðandi atvinnuuppbygg-
ingu og málefni Orkuveitunnar. Vinstrisinnar hafa nefnilega ALDREI
skilið að til þess að auka velferð landsmanna þurfum við að nýta ALLA
möguleika til að skapa framleiðslu er skili tekjum, arði og hagvexti.
Þetta birtist meiriháttar í núverandi ríkisstjórn. Andstaða Samfylkingar
þar gagnvart atvinnulegri uppbyggingu, þar sem okkar dýrmæta
endurnýjanlega orka sé notuð til að skapa VERÐMÆTI til að standa
undir velferð og hagsæld landsmann, er litlu minni en öfganar hjá
Vinstri-grænum. - Hefði Tjarnarkvartettinn fengið nú meirihlutavöld
í borginni hefði það klárlega verið meiriháttar ávísun á stöðnun og
kreppu í borginni. Þetta sá og skynjaði Óskar Bergsson og sá að
samstarf við slíkan afturhaldshóp gat aldrei gengið upp af hans hálfu.
Eðlilega er mikill pirringur í vinstrisinnum í dag út í hinn nýja meiri-
hluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Andstaðan úr þeirri átt
er eindregin vísbending um að þarna er góður meirihluti á ferð.
Viðtalið í kvöld á Stöð 2 við Hönnu Birnu Kristjándóttir og Óskar
Begsson var frábært, enda hreinskilið og traustvekjandi. Ljóst er
að þarna eru komnir fram sterkir stjórnmálamenn sem munu koma
sterkri stjórn á borgarmálin, og munu láta gott af sér leiða fyrir
borgarbúa til loka kjörtímabils.
Það vita vinstrimenn. Það óttast þeir líka hvað mest!
Óskar með einrómastuðning
15.8.2008 | 16:06
Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins nýtur EINRÓMA
stuðnings framsóknarmanna í Reykjavík. Kom þetta fram á fundi í dag
hjá stjórnum kjördæmissambanda framsóknarmanna í Reykjavík, Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur og félags ungra framsóknarmanna. Mikilvægt
er að fyrir liggi svo afgerandi stuðningur framsóknarmanna við foringja
sinn, Óskar Bergsson.
Ljóst er að þetta er hárrétt ákvörðun framsóknarmanna að endurnýja
nú meirihlutasamstarf sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Gefur flokknum gott
sóknarfæri. Starfandi í skugga hinna afturhaldssömu vinstriafla gekk
ekki upp, enda Framsóknarflokkurinn miðjuflokkur og sem slíkur á að
vinna með framsæknum borgaralegum öflum.
Nýr meirihluti lofar góðu. Svokallaður Tjarnarkvartett hefði verið ávsun
á meiriháttar stöðnun og kreppu eins og Samfylkingin stendur fyrir í
núverandi ríkisstjórn.
Vonandi gefur þetta fyrirheit um allsherjar uppstokkun í ríkisstjórninni,
og þar með íslenzkum stjórnmálum. - Og það sem fyrst !
Framsóknarfélög styðja Óskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þáttaskil í íslenzkum stjórnmálum ? !
15.8.2008 | 00:15
Vert er að óska borgarbúm til hamingju með nýjan meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur og nýjan borgarstjóra. Hér er myndaður
traustur meirihluti borgaralegra afla. Meirihluti fyrst og fremst til
styrktar atvinnulífinu, frumforsendu framfara og þjónustu við borgar-
búa. Nýi meirihlutinn mun taka við á fimmtudag í næstu viku skv.
blaðamanafundi Hönnu Birnu Kristjánsdóttir og Óskars Bergssonar
oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarfloks nú í kvöld.
Nýtt meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru
stórpólitísk tíðindi. Tíðindi, sem geta haft mun viðtækari ahrif í stjórn-
málum á Íslandi. Upphaf samstarfs borgaralegra og frjálslyndra flokka,
og það til frambúðar, á öllum stigum stjórnsýslu alveg upp á ríkisstjórn-
arplan. Myndunar borgaralegrar blokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokks og Frjálslyndra! Eins og gerist a.m.k í okkar helstu nágrannalönd-
um. - SKÖRP SKIL eru því vonandi að myndast í íslenzkum stjórnmálum!!!
Því hlýtur nú athyglin að beinast að ríkisstjórninni. Inna hennar eru
þröngsýn vinstrisinnuð öfl sem hamla atvinnulegri uppbyggingu, og sem
auk þess vilja ofurselja auðlindir okkar og fullveldi í hendur útlendinga.
- Við þau öfl þarf því að losna sem fyrst, og að mynduð verði ný framfara-
sinnuð og borgaraleg ríkisstjórn eins og nú hefur verið mynduð í borgar-
stjórn Reykjavíkur af borgarasinnuðum frjálslyndum framfaraöflum.
Byggt á fyrri málefnasamningi flokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |