Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Meirihluti andvígur ESB


    Skv. nýrri könnun Fréttablaðsins eru tæp 60% Íslendinga
sem vilja EKKI sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þetta er meiriháttar viðsnúningur  en  verið  hefur. Athygli
vekur að fréttin er á lítt áberandi  stað á bls. 2  í Frétta-
blaðinu. Ríkisútvarpið gat hennar ekki í morgun og heldur
ekki MBL.is.

  Atgyglisvert!

Þjóðleg öfl taki völd !


   Samfylkingin er einn óábyrgasti stjórnnmálaflokkur landsins.
Óheilindi hennar í núverandi ríkisstjórn eru algjör. Vantrú Sam-
fylkingarinnar á íslenzkri framtíð eru með ólíkindum. Hvergi á
byggðu bóli hefði það látið viðgangast að bankamálaráðherra
hafi fengið að tala með jafn markvissum hætti gegn gjaldmiðil  
heillar þjóðar eins og baknamálaráðherra Íslands hefur gert frá
upphafi. Slíkur ráðherra hefði fyrir löngu verið búinn að láta taka
poka sinn. Sami ráðherra og var uppvís af því í upphafi ráðherra-
ferils síns að sitja flokksþing erlends stjórnmálaflokks (breska
Verkamannaflokksins) sem er fáheyrt í veraldarsögunni.  því
LÁGMASRKSKRAFA hlýtur að vera að sérhver ráðherra kannist
við landamæri sinnar þjóðar!  Kannski þar komin skýringin á því
hversu Samfylkingin dró strax lappirnar gagnvart hryðjuverka-
lögum Breta gegn Íslendingum. Hvernig Samfylkingin gjörsamlega
brást í íslenzkri  hagsmunagæslu og málsvörn þegar Bretar yfir-
tóku Landsbankann og settu íslenzka þjóð á stall með Talibönum,
Al-Kaída og öðru glæpahyski. Og gera enn! Með mikilli velþóknun
utanríkisráðherra Samfylkingarinnar af því er virðist.

    Forveri Samfylkingarinnar barðist að hluta gegn stofnun lýðveldis
á Íslandi 1944.  Forveri Samfylkingarinnar barðist á móti útfærslu fisk-
veiðilögsögunar, og kom því í kring að Ísland mætti ekki færa hana
út eftir 1961 nema með samþykki Alþjóðadómsdómstólsins í Haag.
Hefur ætið barist gegn þjóðlegum hagsmunum Íslendinga. Er  þá
nokkuð að furða þótt þessi sami sósíaldemóktraiski and-þjóðlegi
flokkur vilji nú innlíma Ísland í ríkjaasamband Evrópu, ESB? Afsala
þar með þjóðinni að stórum hluta af fullveldi sínu og sjálfstæði, og
yfirráðum sínum yfir sínum helstu auðlindum.  En það var einmitt
forveri Samfylkingarinnar sem illu heilli blekti þjóðina á sínum tíma
og lét hana undirgangast það regluverk ESB sem í dag hefur nánast
rústað efnahag þjóðarinnar. Því í stað EES-samningsins átti Ísland
auðvitað að gera eðlilegan tvíhliða viðskiptasamning  við ESB
á ÍSLENZKUM forsendum eins og Ísland gerir við ÖLL önnur ríki
heims. - En nú vill hin and-þjóðlega Samfylking ganga enn lengra
Brusselvaldinu á hönd, og gera Ísland að ráðlausri ölmusuhjá-
leigu ESB.  EINANGRA Ísland innan 27 þjóða miðstyrðs ríkjasam-
bands frá öllum hinum 165 fullvalda ríkjum heims!  Þvílík and-
þjóðleg sósíaldemókratisk  framtíðarsýn fyrir frjálst Ísland!

   Sjálfstæðisflokkurinn gerði hrikaleg pólitísk mistök að hleypa
hinni  and-þjóðlegu Samfylkingu að  landsstjórninni. - Þar brást
Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega sinni þjóðlegu borgaralegu skyldu. 
Samþykkti EES-regluverkið fyrir tilstuðlan forvera Samfylkingarinnar
og sem á nú stærstu sök í efnahagshruninu á Íslandi í dag.  Því að
regluverkið var sniðið fyrst og fremst fyrir stórþjóðirnar og hið blinda
alþjóðlega kapital, en ekki fyrir smáríki og tiltöluilega einhæft hag-
kerfi eins og á Íslandi. Enda voru hérlendir mafíósar fljótir að tileinka
sér glufur þess með þeim skelfilegum afleðingum, að þjóðin situr
nú í skuldasúpu þeirra til margra kynslóða meðan þeir sjálfir lífa 
í vellystingum praktuglega  í útlöndum. Því enn hefur þessi glæpa-
lýður EKKI þurft að svara til saka! Er nema að furða að þjóðin sé í 
einskonar uppreisnarástandi?

  Það á að henda þessari handónýtu óþjóðhollu Samfylkingunni út úr
ríkisstjórn Íslands nú þegar, og þótt fyrr hefði verið. Sjálfstæðisflokk-
urinn þarf svo  að  fara  í algjöra pólitíska endurhæfingu. - Þjóðleg 
borgaraleg öfl verða svo að taka höndum saman, taka völdin  og
byggja upp nýtt frjálst Ísland frá grunni!!

   Þjóðlegi FRELISFLOKKUR!  Hvenær kemur þú?

 

 


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur í vanda og þjóðleg borgaraleg öfl


    Fréttin af veikindum forætisráðherra ber að harma um leið og
honum eru sendar bestu óskir um skjótan bata. Tíðindin munu
enn auka á óvissuna í íslenzkum stjórnmálum, því stefnt er að
þingkosningum í vor. Fyrir sjálfstæðismenn er þetta skiljanlega
míkið áfall, og ekki á annað bætandi. Þetta mun kalla á mikinn
formannaslag innan flokksins næstu tvo mánuði, því enginn er
þar óskoraður eftirmaður Geirs. Sjálfstæðisflokkurinn  er  því  í
miklum vanda, því innan hans hafa staðið hörð átök milli tveggja
arma í Evrópumálum. En þeir sem helst hafa verið tilnefndir til
formanns hafa frekast talist til þess hóps, sem vilja hefja að-
ildarviðræður um inngöngu Íslands í ESB.

   Fyrir alla þá borgaralega sinnuðu kjósendur sem vilja leggja
áherslu á þjóðleg gildi og viðhorf, og eru mjög ósáttir með efna-
hagsstjórn Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, finnst að ákveðið
pólitískt tómarúm hafi skapast á mið/hægri kannti íslenzkra  stjórn-
mála. Margir telja Sjálfstæðisflokkinn hafa brugðist sinni borgara-
legu skyldu þegar hann leiddi hina vinstrisinnuðu og and-þjóðlegu
Samfylkingu til vegs og virðingar í íslenzkum stjórnmálum. Flokk
sem hefur það helsta markmið að innlima Ísland inn í Evrópusam-
bandið, með tilheyrandi fullveldis-og sjálfstæðisskerðingu og
efnahagsskaða. Að auki hefur Samfylkingin sýnt ótrúlegt ábyrgða-
leysi í stjórnarsamstarfinu og komist upp með það! - Þá hefur
miðjan í íslenzkum stjórnmálum algjörlega brugðist. Framsókn
sem skilgreint hefur sig sem miðjuflokk hefur nú gerst vinstri-
sinnaður ESB-flokkur við hlið Samfylkingar, enda streymir  nú
hið óánægða kratafylgi  beint í  faðm  Framsóknar. Frjálslyndir
virðast svo eiga í mikilli tilvistarkreppu skv. skoðanakönnunum,
vegna sífeldra innanflokksátaka.

   Því er ekki að undra þótt margt borgalalega  sinnað fólk með
þjóðleg viðhorf, og sem er bálreitt yfir efnahagshruninu sem
enginn virðist ætla að taka ábyrgð á, skuli ekki geta fundið sér
pólitískan vettvang í dag. Því aumingjaskapurinn á mið/hægri
kannti íslenzkra stjótnmála virðist ALGJÖR í ljósi þess   að
vinstrisinnaður öfgaflokkur mælist nú stærsti flokkur þjóðar-
innar. - Þarna hefur Sjálfstæðisflokkurinn algjörlega brugðist
sem þjóðlegt borgaralegt afl !

   Í ljósi þess að mikil gerjun er í íslenzkum stjórnmálum er
vonandi að fram komi ÁKVEÐIN og RÓTTÆK þjóðleg borgara-
leg hreyfing sem hikar ekki við að hreinsa ærlega til í íslenzku
stjórn- og fjármálkerfi þegar  hafist verður handa við að byggja
upp NÝTT og FRJÁLST ÍSLAND!

   Þjóðlegi Frelsisflokkurinn!  Hvenær kemur þú?
mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Framsóknar styður vinstri-öfgamenn !


   Hinn nýi formaður Framsóknar virðist afar óraunsær þegar
kemur að því að  meta hina pólitísku stöðu á Íslandi í dag. Og 
það er í raun með hreinum ólíkindum hversu hann er illa að sér
varðandi  flokk  öfga-vinstrimanna, Vinstri græna. Að  detta
sér í hug að hleypa slíkum öfgaflokki  að stjórn  landsins  í
því neyðarástandi sem nú ríkir er í raun vítavert.  Flokk sem
leynt og ljóst vinnur gegn núverandi stjórnskipulagi, með vel-
þóknun sinni yfir þeim anarkistaaðgerðum sem nú eru í gangi
meðal ýmissa öfgahópa. Því innan Vinstri grænna eru alls kyns 
hópar vinstrisinnaðra róttæklinga og anarkista sem markvíst 
kynda undir upplausn og stjórnleysi á Íslandi dag. - Þennan
flokk ætlar svo formaður Framsóknar að leiða til vegs og virð-
ingar í íslenzkum stjórnmálum. Gera sömu pólitísku mistökin
og þegar forysta Sjálfstæðisflokksins leiddi hina vinstrisinnuðu
og handónýtu og sundurleituðu ESB-Samfylkingu til vegs og
virðingar í íslenzkum stjórnmálum, og sem nú er að hlaupa frá
allri sinni pólitískri ábyrgð með tilheyrandi póitiskri upplausn. 

   Hin nýi formaður Framsóknar er því á pólitískum villugötum.
Komin á kaf í vinstrimennskustjórnleysi, með því að  voga sér
að bjóða þjóðinni upp á handónýta afturhaldssama og and-
þjóðlega vinstristjórn. - Því það er það síðasta sem þjóðin
þarf á að halda í dag, og ALLRA SÍST að styðja við bakið á
vinstri-öfgamönnum. Í stað þess á vinna á þjóðlegum nótum
með ábyrgum þjóðlegum borgaralegum öflum við að byggja
upp nýtt og betra Ísland.
mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratafylgið yfir á Framsókn, skiljanlega.


   Skv. skoðanakönnun MMR eykst fylgi Framsóknar nánast
í sama hlutfalli og fylgið við Samfylkinguna minnkar. Þetta
er afar skiljanlegt, eftir að Framsókn er orðin hreinræktaður
Evrókrataflokkur með  stefnuna  til  Brussel, og kallar nú á
vinstristjórn. Óánægt  kratafylgi fylkist  því  til  Framsóknar 
í stöðunni í dag.  ESB-trúboðið gerir engan mun á Framsókn
og Samfylkingunni lengur.  Óánægðir ESB-sinnar fylkjast því
til Framsóknar. Myndun vinstristjórnar sem hinn nýi formaður
Framsóknarflokksins berst nú fyrir hlýtur þvi að leiða til þess
að þessir  tveir Evrókrataflokkar, Samfylking  og  Framsókn
sameinist.  Aðildarviðræður þessara flokka að hvor öðrum
hlýtur því að hefjast næstu daga. 


   Hins vegar er fylgishrun Sjálfstæðisflokksins umhugsunar-
efni, og hlýtur að gefa hugmyndum um stofnun  þjóðlegrar
hreyfingar á borgaralegum grunni byr undir báða vængi.
Því mið/hægri-kannturinn virðist í upplausn í íslenzkum stjórn-
málum í dag, enda stjórnleysið og neyðarástandið samkvæmt
því. Það að flokkur vinstrisinnaðra róttæklinga skuli mælast
stærsti flokkur landsins hlýtur að sýna hversu upplausnar-
ástandið er komið á alvarlegt stig, sem hin þjóðlegu  og
ábyrgu öfl verða að bregðast við af festu, ef hér á ekki að
skapat algjört stjórnleysisástand anarkistanna...
mbl.is Framsókn með 17% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Framsóknar á pólitískum villigötum !


   Hann fer ekki gæfulega  af  stað hinn  nýkjörni  formaður
Framsóknarflokksins.  Það fyrsta  sem  hann leggur  til   á
sínum nýbyrjaða pólitíska ferli  er að þjóðin fari úr öskunni
í eldinn. Vill að hér verði mynduð vinstristjórn í skjóli og með 
stuðningi Framsóknar. Að Samfylkingin og Vinstri-grænir myndi
hér rauð-græna stjórn.  Ríkisstjórn með afdönkuðum sósíal-
istum  og öðrum vinstrisinnuðum róttæklingum með nýtinga-
banni á okkar helstu auðlindir,  - og handónýtri Samfylkingu
sem hugsar um það eitt dag og nótt að koma þjóðinni undir
erlend yfirráð. -  Er þetta forsmekkurinn af því nýja Íslandi
sem  hin ,,nýja Framsókn"  boðar  undir  forystu Sigmundar
Davíðs?

   Hér er formaður Framsóknar á algjörum pólitískum villigötum.
Í stað þess að leiða hina gjörónýtu og and-þjóðlegu Samfylk-
ingu til enn meiri vegs og virðingar í íslenzkum stjórnmálum,
á formaður Framsóknar að sjálfsögðu  að  krefjast  kosninga
nú þegar, ásamt því að forseta verði falið að mynda utanþings
ríkisstjórn, neyðarstjórn, meðan kosningar fara fram og ný
ríkisstjórn tekur við. - Því það þarf allsherjar uppstokkun og
hreinsun í íslenzkum stjórnmálum í dag. Ekki bara í banka, -
fjármála- og embættismannakerfi. - Það þarf í raun allsherjar
,,hundahreinsun" ásamt því að allir þeir mafíósar sem ollu
efnahagshruninu, verði sóttir til ábyrgðar, settir inn bakvið
lás og slá, og með eignafrystingu meðan mál þeirra verði
rannsökuð. - Þetta er það sem þjóðin krefst í dag. - En það
skilur hinn nýi formaður Framsóknar alls ekki, sem virðist al-
gjörlega blindur af úreltri, afturhaldssamri og and-þjóðlegri
vinstrimennskuhugmyndum. 

  Hinn nýi formaður  Framsóknar veldur miklum vonbrigðum. Í
stað þess að vilja endurnýja Framsókn á þjóðlegum grunni á
mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála, þar sem mesta pólitíska
uppstokkunin er þörf, á nú að leiða flokkinn í átt að úreltri og
óþjóðlegri vinstrimennsku, með sósíaldemókratisku ESB-ívafi 
ásamt daðri við vinstrisinnaða róttæklina og anarkista úr
Vinstri-grænum. -    Þvílíkt pólitískt hlutskipti fyrir Framsókn
og hinn nýja formann!


 
mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissstjórnin burt og utanþingsstjórn STRAX!


   Ríkisstjórnin er gjörsamlega orðin rúin öllu trausti þjóðarinnar,
og á því tafarlaust að segja af sér. Rjúfa á þing og efnna til
þingkosninga í vor. Forseti á  þessu samfara að skipa utan-
þingsstjórn hæfustu manna, sem hefur það markmið að koma
stjórn á hlutina og greiða úr hlutum í því neyðarástandi sem
nú ríkir. Því ríkisstjórnin virðist gjörsamlega óhæf til slíkra verka.
Aðgerðarleysi og aumingjaháttur hennar í dag er algjört, sem
nú er að  skapa  allsherjar  upplausnarástand  í  þjóðfélaginu.
Einskonar anarkisma! Þá á allsherjar  hreinsun  að  fara  fram 
innan stjórnkerfisins sem sannarlega ber ábyrgð á efnahags-
hruninu. Stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits á tafarlaust að
segja af sér, svo og þeir aðilar innan fjármálageirans  sem  á
einhvern hátt tengjast bankahruninu. Þá er það krafa þjóðar-
innar að þeir mafíósar sem augljóslega  hafa  verið  valdir  að 
banka-og fjármálahruninu verði settir undir lás og slá  og eignir
þeirra kyrrsettar  meðan mál þeirra eru rannsökuð. - Þjóðin er
augljóslega búin að fá sig meir en fullsadda af því að ENGINN
hefur verið látin sæta ábyrgð hingað til. - Reiði þjóðarinnar er
því mjög skiljanleg!!!!

   Samfara þingkosningum mun sjálfkrafa eiga sér allsherjar
uppstokkun í íslenzkum stjórnmálum. - Þá er mikilvægt  að
fram komi RÓTTÆK heilsteypt boragarleg hreyfing á þjóðlegum
grunni með óbilandi trú á íslenzka þjóð og íslenzka framtíð.
Hreyfing sem tilbúin er tl að hreinsa ærlega til í íslenzku sam-
félagi í dag,  og koma á lög, reglu og RÉTTLÆTI!

ÁFRAM ÍSLAND!!!
mbl.is Enn mótmælt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil vonbrigði með Framsóknarflokkinn !


   Það eru mikil vonbrigði að elsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar
skuli nú hafa endanlega hent frá  sér  hinni ÞJÓÐLEGRI ÍMYND.
Frá upphafi var Framsóknarflokkurinn boðberi þjóðfrelsis og
þjóðlegra gilda. Nú hefur hann kúvent endanlega í þeirri hug-
sjónabaráttu og gerst Evrókrataflokkur eins og Samfylkingin.
Vill nú að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. And-
stætt öllum fyrri  þjóðlegum viðhorfum og gildum. - Þar er því
vægast  sagt  HÖRMULEGT hvernig er nú komið  fyrir elsta
stjórnmálaflokki landsins, Framsóknarflokknum. Því það að
tapa ímynd sinni er að tapa sjálfum sér.   Öll sönn þjóðleg
öfl munu því nú snúa við Framsóknarflokknum  baki. Eðlilega!
Því hann  hafur nú tekið afgerandi stöðu við hlið Samfylkingar-
innar  í því  óþjóðlega  ráðabruggi  að innlima  Ísland  inn  í
hið hnignandi Evrópusamband með viðeigandi fullveldisafsali
og stórskerðingu á sjálfstæði þjóðarinnar.

  Þótt ný og ung forysta hafi nú tekið við flokknum er það
farteskið sem hún hefur undir höndum sem skiptir öllu máli.
Aðal-innihaldið í því farteski virðist vera  Brusselförin, sem
flokkurinn hyggst nú vinda sig  í ásamt  Samfylkingu. Þess
vegna verða öll þjóðleg öfl að koma í veg fyrir að það ráða-
brugg Evrókrataflokkanna nái fram að ganga með öllum til-
tækum ráðum.-  Því hinum nýja formanni Framsóknar skát-
last herfilega  ef hann sér HIÐ NÝJA ÍSLAND byggjast upp
undir Brussel-forskrift.

  Sá þjóðlegi kjarni sem þó enn starfaði innan Framsóknar
hlýtur því nú að hverfa á braut eins og þær þúsundir flokks-
og stuðningsmanna Framsóknar hafa gert á liðnum árum,
vega ESB-trúboðsins sem þar hefur grasserað, og sem nú
hefur endanlega yfirtekið flokkinn. - Hvert sá stóri hópur
lendir á hins vegar eftir að koma í ljós, því mikil gerjun er
nú í íslenzkum stjórnmálum!

Formannskjörið í Framsókn breytir engu !


   Þótt vert sé að óska Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til hamingju
með formannskjörið í Framsókn, breytir kjör hans engu um það að
Framsóknarflokkurinn hefur valið sér þá stöðu í  íslenzkum stjórn-
málum, að vera and-þjóðlegur  flokkur  og vilja að  Ísland  gangi í
Evrópusambandið. Fyrir  alla  þá  sem  eru  ESB-andstæðingar og
hafa yirgefið flokkinn á undanförnum árum vegna þess ESB-trúboðs
sem þar hefur verið stundað,  munu því alls  ekki hverfa til baka.
Hins vegar gætu óánægðir ESB-sinnaðir kratar og aðrir ESB-sinnar
komið nú til liðs við hinn Evrópusambandssinnaða Framsóknarflokk. 
Af þeim sökum gæti fylgið eitthvað aukist, enda hefur það hrapað
mjög hin undanfarin ár.

   Formannskjörið í Framsókn breytir því engu gagnvart þeim mikla
fjölda fólks sem yfirgefið hafa Framsókn vegna hinna óþjóðlegu
viðhorfa sem þar hafa grasserað í Evrópumálum og sem nú er
orðin að formlegri stefnu Framsóknar.
mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn orðin afdráttarlaus ESB-flokkur !


   Það er alls ekki rétt hjá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra,  að
afstaða Framsóknarflokksins til Evrópusambandsins sé hefðbundin
já já / nei nei afstaða framsóknarmanna. Þvert á móti er afstaðan
afar  skýr. Framsóknarflokkurinn er í dag orðinn hreinn og klár
Evrópusambandsflokkur. Enda gleðjast eins og Björn bendir  á
þeir Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar og
hennar helsti sérfræðingur í ESB-málum Eirikur Bergmenn, yfir
hinni nýju ESB-stefnu Framsóknar. Hún er nánast bergmál  af
ESB-stefnu Samfylkingarinnar. Ekta Evrókratismi!

  Hins vegar verður fróðlegt að vita hver verði niðurstaða lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins. Því flest bendir til nú  að þar verði
einmitt já já/nei nei stefna í Evrópumálum niðurstaðan, svo
framarlega sem reynt verði að forða flokknum frá alvarlegum
klofningi. Alla vega má óttast að sú óljósa samansuða sem
þar verði boðið upp á muni ekki verða mörgum fullveldis- og
sjálfstæðissinnum tilefni til að hrópa húrra fyrir. Þvert á móti!

   ESB-væðing Framsóknar kemur alls ekki á óvart. Hún var
löngu orðin. Einungis formleg niðurstaða skorti sem nú er
fengin.  Hin afgerandi  niðurstaða  skýrist af  því  að  þorri
þjóðlegra afla hafa  fyrir löngu yfirgefið  flokkinn, enda  fylgis-
hrunið eftir því.  Því áttu ESB-sinnar flokksþingið. Niðurstaðan
gefur hins vegar til mjög náins pólitísks samstarfs Framsóknar
og Samfylkingar í framtíðinni. Því nú er Framsókn orðin algjör
Evrókrataflokkur eins og Samfylkingin á mið/vinstra kannti
íslenzkra stjórnmála. Sameining þessara flokka ætti því  að
blasa við! Strax á mánudaginn!

    Fyrir þjóðleg og þjóðholl öfl er því margt orðið umhugsana-
vert. Spennandi tímar eru því framundan í íslenzkum stjórn-
nálum, þar sem allt getur gerst. Fæðing öflugrar borgara-
legrar hreyfingar á ÞJÓÐLEGUM grunni yrði mjög líkleg.
Því pílitíska tómarúmið  á Íslandi í dag er algjört!

  
mbl.is Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband