Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Aldrei talað um öfgafulla vinstrimenn !


   Skv. frétt Mbl.ís  kom til átaka í Gautaborg í kvöld milli
ÖFGAFULLRA HÆGRIMANNA og vinstrimanna. Ekki voru
málsatvik tíunduð. En velti því oft fyrir mér hvers vegna
nær undantekningarlaust er talað um í fjölmiðlum um
ÖFGAFULLA hægrimenn ef í odda skerst milli hægrisinna
og vinstrihópa. - Hvers vega er aldrei talað um vinstriöfga-
menn? Jafnvel þótt  þeir efni  til  meiriháttar óeirðra,
óspekta og jafnvel beinna illvirkja eins og nýleg dæmi
sanna.

  Hvar liggur hið pólititíska mat fjölmiðla í þessu? Hver er
mælikvarðinn?
mbl.is 21 handtekinn í átökum í Gautaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvallarmiskilningur Illuga


   Illugi Gunnarsson þingmaður og Evrópusambandssinni ritar
grein í Mbl. í dag um Evrópumál. Sem Evrópusambandssinni vill
hann að Ísland sæki um aðild að ESB. Aðllega á einni furðulegri
forsendu.

   Illugi segist vilja klára þessa umræðu því annars þvælist
hún fyrir þjóðfélagsumræðunni um ókomin ár. Þetta er út  í
hött! Því hvenær hefur NEI þýtt NEI meðal ESB- sinna? Fjöl-
mörg dæmi eru um að þótt þjóðir hafa sagt NEI  við  ESB-aðild
eða  stjórnkerfisbreytingum  sambandsins  hefur  alltaf  verið
látið kjósa aftur og aftur þar til JÁið hefur verið þröngvað fram. 
Nýjasta dæmið er Írland. Írar sögðu NEI við Lissabonsáttmála-
num í fyrra. SAMT SKAL KJÓSA AFTUR Í ÁR! Þannig heldur  ESB-
umræðan þar áfram af fullu kratfi.  Rök Illuga standast því
ENGAN VEGINN!

  Það er því heiðarlegast hjá Illuga að viðurkenna áhuga sinn
á að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu heldur en að tefla
fram slíkum falsrökum sem engan  veginn standast. Því EF þjóðin
myndi segja NEI við aðildarumsókn eða innlimun í ESB yrði um-
ræðunni standlaust haldið áfram af ESB-sinnum í þeirri von þeirra
að JÁið fáist fram fyrir rest! 

Framsókn orðn að litla ESB-flokki Samfylkingarinnar


   Niðurstaða flokksþings Framsóknarflokksins að gera hann formlega
og endanlega að Evrópusambandsflokki kemur alls ekki á óvart. Þvert
á móti er þetta nákvæmlega það sem allir bjuggust við. ESB-sinnar
innan flokksins hafa fyrir löngu yfirtekið flokkinn, og hin þjóðlega gras-
rót sem allt frá upphafi flokksstofnunar hefur markað flokknum hug-
sjónir og stefnumið hefur að verulegu leiti yfirgefið flokkinn fyrir löngu,
enda fylgistapið eftir því. - Nú mun hins vegar það litla sem eftir er af
hinni þjóðlegri grasrót  yfirgefa  flokkinn fyrir fullt og allt. Því nú hefur
Framsókn tekið  sér stöðu við  hlið hinnar  and-þjóðlegu Samfylkingar
í Evrópumálum. Framsókn er nú orðin AND-ÞJÓÐLEGUR  flokkur með
skýra og klára stefnu á ESB og Brussel eins og Samfylkingin. Spurning 
bara hvenær Framsókn sækri ekki líka eftir aðild að Samfylkingunni. -
Því vandséð er hversu mikil eftirspurn verður fyrir tvo Evrókrataflokka
í íslenzkum stjórnmálum. Nema kratar hugsi sér það af hagkvæmis-
ástæðum. 

  Sá sem þetta ritar var til margra ára þátttakandi í hinum þjóðlega
Framsóknarflokki, en yfirgaf hann þegar ESB-trúboðið tók að hasla
sér þar völl.  Þúsundir þjóðlegra framsóknarmanna hafa yfirgefið flokk-
inn, og þeir sem eftir eru munu yfirgefa hann.  Þá er ljóst að það
bakland bænda og sjómanna sem löngum hafa stutt flokkinn munu
nú endanlega snúa við honum baki. Því gangi Ísland í ESB mun
það rústa bæði íslenzkum sjávarútvegi og landbúnaði. 

   Allt þetta styrkir hins vegar framkomu þjóðlegrar stjórnmálahreyf-
ingar í íslenzk stjórnmál á næstunni. - Því ber að fagna!
mbl.is Framsókn vill sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað hvort ESB-sinni eða EKKI !


   Framsóknarflokkurinn heldur nú sitt flokksþing. Stærsta mál
þingsins er afstaðan til ESB. Skiptar skoðnir eru sagðar um 
málið þótt ESB-sinnar hafa í raun yfirtekið flokkinn. Enda liggja
fyrir drög um aðildarumsókn. - Niðurstaðan hlýtur að verða
skýr, því engin málamiðlun er til í þessu stórpólitíska hitamáli.
Annað hvort verður samþykkt aðildarumsókn eða ekki. Annað
hvort hafa ESB-sinnar sigur eða ekki. Annað hvort verður því
Framsókn ESB-flokkur eða ekki. 

  Því miður bendir allt til þess að Framsóknarflokkurinn  muni
samþykkja aðildarviðræður OG ÞAR  MEÐ UMSÓKN  AР ESB. 
Enginn samþykir slíka umsókn  nema finnast  ESB álitlegur
kostur. Með slika samþykkt í fartreskinu yrði Framsóknarflokk-
urinn því  orðinn  formlegur  Evrópusambandsflokkur. Aðild
Framsóknar að Samfylkingunni lægi þá beinast við! 
mbl.is Skiptar skoðanir um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illugi og Bjarni orðnir harðir ESB-sinnar !


   Ekki verður annað skilið en Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson
séu orðnir hinir hörðustu ESB-sinnar innan Sjálfstæðisflokksins  í dag.
Í Kastljósþættinum  í  kvöld hvöttu þeir félagar enn og aftur til að sótt
verði  um aðild Íslands að Evrópusambandinu. - Af vísu bera þeir fyrir
sig nauðsyn þess að fá þetta mál út af borðinu  og vísa  því  til  þjóðar-
innar. Það eru hins vegar engin rök í málinu. Því fyrst þarf að myndast 
pólitískur meirihluti fyrir slíku á Alþingi. Því það er grundvallaratriði að
skýr þingmannameirihluti komi fram um það hvort  Ísland skuli sækja
um aðild að ESB  eða  ekki. Það  er óþolandi ef stjórnmálamenn ætli
að skorast undan skýrri afstöðu sinni í þessu stærsta pólitíska hita-
máli lýðveldisins með því að henda því í þjóðina án þess að skýr vilji
þingannanna sjálfra liggur fyrir. Til hvers er þá Alþingi Íslendinga?
Og til hvers eru slíkir menn á þingi?

  Ennþá fráleitara er að vilja sækja um aðild að ESB til að vita hvað
er í boði. Manna fróðastur um slíka hluti ætti að vera Illugi Gunnars-
son, sem manna mest hefur fengið að kynnast Evrópumálum frá
öllum hliðum og veit því nákvæmlega hvað er í boði. Illugi hefur
því kúvent í Evrópumálum og gerst ESB-sinni. Því enginn sækir um
að verða hluti af einhverju sem viðkomandi er á móti eða hefur
efasemdir um. Alla vega er slík hundalógík óskiljanleg. Því eru
þeir Illugi og Bjarni Evrópusambandsinnar með því að vilja sækja
um ESB-aðild.  Það liggur nú endanlega  ljóst fyrir! Það er  ekki
flóknara en það!

  


Þjóðin mun gera uppreisn gegn icesave-skuldaklafanum !


   Í næstu viku er fyrirhugað  að  breskir embættismenn komi
til Íslands  til að láta  íslenzk stjórnvöld  skrifa endanlega
undir og samkykkja icesave-skuldaklafann til næstu áratuga.
Ef einhvern tímann hefði verið nauðsyn að þjóðin rísi upp og
mótmælti kröfuglega þá er það einmitt þann dag sem þessir
erlendu kúgarar  koma til landsins. Þjóðin á með  öllum ráðum 
að koma í veg fyrir að umboðslaus stjórnvöld rúin öllu trausti
skrifi  undir slíkan  Versalasamning. Því  eins  og Sigmundur
Davið Gunnlaugsson bendir hér á í meðf.frétt ber  Íslending-
um alls engin lagaleg skylda til að yfirtaka þessa Icesave-
skuldbindingar Landsbankans. - Þvert á móti bendir allt
til þess eins og Sigmundur segir að stjórnvöld séu að luffa
í málinu til að hafa betri samningsstöðu gagnvart ESB þegar
og ef aðildarviðræður fara fram. Þannig er komið í ljós að að-
gerðarleysi utanríkisráðherra hefur verið úthugsað frá upp-
hafi. Hikar ekki við að henda  frá  sér  hagsmunargæslu  fyrir
íslenzka þjóð  í þjónkun sinni gagnvart Bretum og ráðabruggi
sínu við að innlima Ísland inn í ESB. - Því á utanríkisráðherra
tafarlaust að segja af sér eins og ríkisstjórnin öll!!!  

     Í næstu viku á því þjóðin að sýna samstöðu og REIÐI og
KOMA Í VEG FYRIR að skrifað verði undir þennan svikula  Ver-
salasamning á íslenzkri  grund. Bæði er það að auðmýkingin
er ALGJÖR, því samningurinn yrði undirritaður meðan hryðju-
verkalög Breta eru enn í gildi. - Þá yrði þjóðin orðin svo skuld-
um vafin  með  þessum gjörningi  að  erlendir lánadrottnar
myndu loka á alla lánamöguleika þjóðarinnar til frambúðar. -
Því ENGIN færi að lána  slíkri þjóð í þvílíkri skuldasúpu. -

      Þjóðin á því ekkert val.  Hún lætur ekki kúga sig og  gerir
því allsherjar UPPREISN!
mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt harakírí Framsóknar


   Skv. drögum að  ályktum sem lögð verður fyrir flokksþing
Framsóknarflokksins  um helgina, er lagt til að sótt verði um
aðild að Evrópusambandinu. Allt útlit er fyrir að aðildarumsókn
verði samþykkt. ESB-sinnar hafa þegar yfirtekið flokkinn  og
bara formsatriðið eftir  að gefa flokknum ESB-stimpilinn. Þar 
með hefur flokkurinn endalega svikið  þær grunnstettir sem
stutt hafa flokkinn hvað mest. Sjómenn og bændur. Því vitað
er að ESB-aðild mun rústa þessum tveim mikilvægum atvinnu-
greinum Íslendinga. - Þar  með hefur líka  Framókn endanlega
framið sitt pólitíska harakírí.

   Næsta skref Framsóknar hlýtur því að verða aðildarviðræður
að Samfylkingunni. - Því eftir að Framsókn verður orðin form-
legur Evrókrataflokkur hlýtur það að liggja nokkuð benast við.
mbl.is Lagt til að sótt verði um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael !


   Nú er manni   gjörsamlega misboðið stríðsglæpir síonistanna
á Gaza-svæðinu sem stigmagnast dag frá degi. Hryllingurinn er
ólýsanlegur. Þótt hin öfgafullu Hamas-samtök eigi þarna mikla
sök, réttlætir það engan veginn þau voðaverk sem morðtól
Ísraela valda saklausum borgurum á Gaza, mest börnum,
konum og gamalmennum.  Gaza er sankallað helvíti á jörð
í dag! Það helvíti VERÐUR að linna, og það strax!

  Ísland á því  sem frjáls og friðelskandi þjóð að mótmæla
harðlega stríðsglæpum síonista og slíta öllu stjórnmála-
sambandi við þetta hryðjuverkaríki. Slík stjórnmálaslit
myndu vekja heimsathygli, og gefa öðrum friðelskandi
þjóðum gott fordæmi. Þá eiga Íslendingar að seta  á
viðskiptabann á Ísrael og hveta aðrar þjóðir að gera
það sama.

  Það er einstakt alla vega nú á dögum að öflugustu
drápstækjum sem völ er á í dag séu beitt með jafn
skefjalausri grimd gegn óbreyttum og óvopnuðum
borgurum  og þarna á þessu litla Gazasvæði, einu
fjölmennasta bletti á jarðarkúlunni.

  Manni er gjörsamlega misboðið þessi hryllingur!

  Þessir stríðsglæpir síonista! 

   
mbl.is Loftárásir á Rafah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn hefðu betur tekið þá norsku til fyrirmyndar !


   Einn af norskum fulltrúum sem hingað komu til að hveta
Íslendinga til að standa  utan ESB var fulltrúi  frá  norska
Miðflokknum. En sá ágæti flokkur hefur löngum verið systur-
flokkur Framsóknarflokksins á Íslandi, og barist hart gegn
aðild Noregs að ESB. Var  og  er þjóðlegur  miðjuflokkur
með stöðugt fylgi eins og Framsókn  hafði  á árum  áður.
Því er ekki að undra að norskir framsóknarmenn hafi nú
verulegar áhyggjur af  ESB-villu Framsóknar og  ætla  að
reyna að gera úrslitatilraun til að afrugla framsóknarmenn
í ESB-villu sinni. - Því miður bendir allt til þess að svo verði
ekki. Á flokksþingi Framsóknar um næstu helgi mun flokk-
urinn taka fornlega upp stefnuna til Brussel. Ekkert mun
breyta því! Framsók verður þá hreinn og klár ESB-flokkur
eins og Samfylkingin eftir flokksþingið.

  Eftir að ESB-sinnar hafa formlega yfirtekið Framsókn og
gert hann nánast að Evrokrataflokki við hlið Samfylkingar-
innar er klárt að þau þjóðlegu öfl sem enn hafa stutt hann
munu yfirgefa Framsókn fyrir fullt og allt. - Þá vaknar  sú
spurning hvort það litla sem verður þá eftir af Framsókn
sameinist ekki Samfylkingunni?  Það hlýtur að verða rök-
rétt framhald af ESB-væðingu Framsóknar. Því hugmynda-
fræði þessara tveggja flokka væri þá nánast sú sama!!!

  Of snemmt er að spá um niðurstöðu landsfundar Sjálf-
stæðisflokksins. Verði hún sú að sótt verði um aðild að
ESB yrði Sjálfstæðisflokkurinn þá líka orðinn ESB-flokkur.
Því ENGINN sækir um aðild að ESB nema vera því hlynnt!
ENGINN!   - Því allar upplýsingar um ESB, fyrir hvað það
stendur, og hvað þar er í boði, liggur skýrt og ljóst fyrir
ÖLLUM þeim sem nenna að kynna sér málið. Algjörlega!

  Líkur á að þjóðleg stjórnmálahreyfing  skjóti rótum og
bjóði fram  við næstu kosningar hlýtur því að fara   dag
vaxandi.!!!
mbl.is Sagðir beita sér gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lætur sjávarútvegsráðherra hóta sér ?


    Hvaða skýring er á algjörri kúvendingu sjávarútvegsráðherra í
Evrópumálum? Hvers vegna gjörbreytir hann um stefnu á einni
nóttu og vill nú sækja um aðild Íslands að ESB sbr. viðtal við
hann í Mbl.í gær? Gerist Evrópusambandsinni allt í einu!  Því
engir vilja sækja um aðild Íslands að ESB nema ESB-sinnar.
Enginn sækir  um  hlut  nema  að  áhugi og vilji fylgi með. Og
hvað er þá það sem breyst hefur varðandi sjávarútvegsstefnu
ESB sem orðið hefur þess valdandi að sjávarútvegsráðherra
vill nú sækja um aðild að ESB?

   Viðtalið í gær við sjávarútvegsráðherra gat ekki komið  á
verri tíma fyrir hann en einmitt í gær var haldin  ráðstefna
á vegum Heimssýnar um sjávarútvegsmál þar sem sjálfur
ráðherrann var þátttakandi. - Þar kom skýrt fram hjá einum
reyndasta þjóðréttarfræðingi Norðmanna, Peter Örebech,
að Íslendingar þyrftu ekki að láta sig dreyma um neinar
undanþágur frá sameginlegri sjávarútvegsstefnu ESB sem
máli skiptu. Ótal rök og dæmi færði hann fram máli sínu til
stuðnings. - Sýndi fram á hversu  ESB-sinnar hérlendis eru
berskjaldaðir í lýgi sinni um það gagnstæða. Og yfir þessari
lesningu sat sjávarútvegsráðherra og andmælti  engu. -
Þögn er sama og samþykki, enda veit sjávarutvegsráðherra
manna best að svona liggur málið.  

   En hvað hefur þá komið yfir sjávarútvegsráðherra? Hvers
vegna þessi kúvending? Var ráðherra hótað af þeim öflum
innan Sjálfstæðisflokksins sem nú róa lífróður til að umbreyta
Sjálfstæðisflokknum í Evrópusambandsflokk? Eru átökin innan
flokksins komin á það stig að mönnum sé hreinlega hótað
gangi þeir ekki í takt við boðaða stefnubreytingu? Stefnuna
til Brussel að kröfu frú Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttir !
mbl.is ESB myndi stjórna hafsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband