Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Mun vinstristjórn leiga varðskipið Þór til Noregs ?


    Nýtt öflugt og glæsilegt varðskip Landhelgisgæslunnar var sjósett
í gær í Chile. Því ber að fagna, enda ekki vanþörf á að stórefla okkar
Landhelgisgæslu. - En einn skugga ber á þessa ánægjulegu frétt. Til
stendur að leiga skipið til Noregs um óákveðinn tíma vegna fjárskorts.
Því verður alls ekki trúað. Það verður þá gert af pólitískum toga en 
ekki efnahagslegum. En svo vill til að vinstrimenn halda nú því miður
um stjórnartaumanna, en þar á bæ hafa öryggis- og varnarmál aldrei
verið hátt skrifuð.

   Það er okkur til háborinnar skammar hvernig komið er fyrir Land-
helgisgæslunni. Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð þarf að stórefla alla
hennar starfsemi með tilliti til öryggis- og varnarmála. Fjárskortur  
er fyrirsláttur vinstrisinnaðra varnarleysissinna. Hægt er t.d að 
stórspara og skera verulega niður í t.d utanríkisráðuneytinu svo
eitthvað sé nefnt.
  
   Krafan er því um að varðskipið Þór þjóni  íslenzkum öryggis- og
varnarmálum strax og það verður tilbúið til heimsiglingar. Auk þess
að annað nýtt sambærilegt varðskip komi í kjölfar Þórs.....
mbl.is Glæsilegur Þór sjósettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíkja Vinstri grænir í Evrópumálum ?



    Allt bendir nú til þess, að sá flokkur sem margir ESB-andstæðingar
kusu í kosningunum í góðri trú,  VG, muni gerast ESB-flokkur þegar
upp verður staðið um myndun nýrrar vinstristjórnar. Því verði niður-
staðan sú, sem allt bendir til, að opnað verði á aðildarviðræður við
ESB, með tilstuðlan VG, munu Vinstri grænir komast í flokk ESB-sinna
með Samfylkingu, Framsókn, og  Borgarahreyfingu. Því  til  þess að
fallast á aðildarviðræður, verður sjálfkrafa að fallast á aðildarumsókn
Íslands að ESB. En það gera aðeins ESB-sinnaðir flokkar. Því enginn
sækir um það sem viðkomandi er á móti.

   Ef þetta verður niðurstaðan, má fullyrða, að enginn stjórnmálaflokkur
hafi svikið jafn marga kjósendur á jafn stuttum tíma og Vinstri grænir.
Að vísa málinu frá ríkisstjórn til Alþingis er skrípaleikur. Því það er ríkis-
stjórnin sem sækir um aðild og fer með allt samningsumboð. Vinstri
grænir geta  því alls ekki firrt sig ábyrgð með því að ætla Alþingi en
ekki ríkisstjórn að hafa forræðið í þessu stórmáli.

   Nú þegar Frjálslyndir eru fallnir út af þingi og Sjálfstæðisflokkurinn
meiriháttar laskaður eftir sögulegt hrun, er alltaf að koma betur og
betur í ljós nauðsyn þess, að fram komi heiðarlegt og ákveðið þjóðlegt
borgaralegt afl til að takast af hörku við vinstriöflin og önnur landssölu-
öfl í íslenzkum stjórnmálum.  Þörfin og tækifærið fyrir slíkan stjórnmála-
flokk hefur ALDREI verið meiri en einmitt nú! 
mbl.is Áframhaldandi viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum ekki ESB flokka !


      Í Þingkosningunum í  dag verður m.a kosið um fullveldi og sjálfstæði
íslenzkrar þjóðar. En mjög er nú fast að því sótt af þeim  sem vilja koma
Íslandi undir erlend yfirráð með inngöngu í Evrópusambandið. Því er afar
mikilvægt fyrir alla fullveldis- þjóðfrelsis- og sjálfstæðissinna að halda vöku
sinni og KJÓSA gegn þeim flokkum sem hafa ESB-aðild á stefnuskrá sinni.

     Fremstur þar í flokki fer Samfylkingin. Svo blind og róttæk er  Samfylk-
ingin í sínu ESB-trúboði, að hún hefur ekki einu sinni  fyrir  því  að kynna
fyrir kjósendum  samningsmarkmið sín komi til aðildarviðræðna. Enda hefur
þar á bæ íslenzkir hagsmunir og þjóðleg viðhorf ALDREI verið hátt skrifuð.

    Annar helsti ESB-flokkurinn er Framsóknarflokkurinn, og má raunar 
segja að ekkert sé eftir hjá honum en að sækja um aðild að Samfylking-
unni. Því tveir ESB-sinnaðir krataflokkar eru í raun einum of aukið í íslenzk-
um stjórnmálum.

   Vinstri Grænir sigla undir fölsku flaggi í Evrópumálum og eru alls ekki
treystandi. Vilja ekki einu sinni svara þeirri grundvallarspurningu nú fyrir
kosningar, hvort þeir styðji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili
eða ekki. Svara bara á einhverri óskiljanlegri hebresku, enda hin sósíal-
iska hugmyndarfræði þeirra byggð á mjög öfgakenndri alþjóðahyggju.

   Borgarahreyfingin styður aðildarviðræður, og telst því til ESB-flokkanna.
Því til þess að aðildarviðræður geta farið fram, verður að sækja um aðild
að ESB-fyrst. - En enginn fer að sækja um það sem viðkomandi er á móti.

   Fyrir okkur ESB-andstæðinga eru því bara tveir kostir í  boði. Sjálfstæðis-
flokkur eða Frjálslyndir. Báðir hafna ESB-aðild og munu ekki beita sér fyrir
aðildarviðræðum skv. þeirra stefnuskrám.

   Ljóst er að til kosninga verður boðað fljótt aftur á næsta kjörtímabili.
Slík er upplausnin og glundroðinn, bæði í efgnahagslífi og í stjórnmálum.
Vonandi að þá verði mætt til leiks róttækt þjóðlegt borgaralegt afl til að
telja í þjóðina kjark og trú á íslenzka framtíð, og leiða hana mót hækkandi
sól.

    Góðan kjördag góðir landsmenn - og gleðilegt sumar !

  
    
mbl.is ÖSE í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er okkar ÞJÓÐARLEIÐTOGI ?


    Þegar þjóðir lenda í alvarlegum hremmingum, hvort sem þær
eru af efnahagslegum eða af öðrum toga, er afar mikilvægt  að
þær eigi sér góðan þjóðarleiðtoga, sem sífellt hvetur þjóðinna
til dáða, og talar á hverjum degi kjark í hana. Þetta er gríðar-
lega mikilvægt upp á alla þjóðarsálina að gera. Hún lýtur sömu
lögmálum  og  mannssálin.  Hvatning  er lykilatriðið,  og trúin  á
framtíðina. Mörg dæmu úr mannkynsögunni  sýna hvernig leið-
togar þjóða hafa gjörsamlega bjargað þeim með sterkri leiðsögn
og óbilandi trú á framtíð þjóða þeirra.

   Á Íslandi er þessu alveg þveröfugt farið. Í miðjum efnahagslegum
hremmingum sitjum við nú uppi með forsætisráðherra sem virðist
hafa misst ALLA TRÚ á íslenzkri  framtíð. Talar um þjóðargjaldmiðilin
sem ónýtan, og setur erlendan ríkisborgara yfir æðstu stofnun
fjármála í trássi við stjórnrskrá. Hvort tveggja er einsdæmi meðal
frjálsra þjóða. - Þá sér þessi sami ráðherra helst þjóðinni til bjarg-
ar að fara aftur undir erlent vald . Jafnvel þótt það kosti þjóðina
miklar efnahagslegar fórnir, sbr. sjávarauðlindina,  og gríðarlegt
framsal á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Sem aldrei verður
metið til fjár.

   Það er því greinilegt að Jóhanna Sigurðardóttir er ekki sá þjóðar-
leiðtogi sem íslenzk þjóð þarfnast svo mjög í dag, og allra síst  í
nánustu framtíð. Úrtölumanneskjan, sem skortir allan þjóðlegan
metnað, viðhorf og gildi, og talar meriháttar kjark úr þjóðinni, nú
þegar síst skyldi. - Slíkum stjórnmálamanni ber þjóðinni að hafna
að sjálfsögðu  skilyrðislaust í komandi þingkosningum. 

     Því íslenzk framtíð er í húfi!
mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstristjórn ávísun á Stór-kreppu !


   Það liggur algjörlega ljóst fyrir, að ný vinstristjórn yrði ávísun
á stórfelda efnahagslega kreppu til frambúðar. Held að það sé
einstakt tilfelli í veraldarsögunni að stjórnmálaflokkur í nokkru
landi lýsi andstöðu sinni gegn könnun á hvort mikilvæg auð-
æfi leynist á yfirráðasvæði viðkomandi ríkis. En það hefur  nú
einmitt gerst á Íslandi í dag, þegar  ráðherra Vinstri  grænna
lýsir yfir andstöðu sinni  við  olíuleit á  Drekasvæðinu. En mikil
líkindi eru á að þar sé olíu og gas að finna. Auðæfi sem bjarg-
að gæti íslenzku þjóðinni á skömmum tíma upp úr þeirri miklu
efnahagslegri kreppu sem þjóðin býr við í dag.  

  Vinstri græn eru stórfurðulegasta pólitíska fyrirbæri sem sög-
ur fara af. Þessi hundasúri vindmylluflokkur virðist alls ekki
gera sér grein fyrir að til að halda þjóðfélagi gangandi og búa
til hagvöxt, þarf gjaldeyrisskapandi framleiðslu. Fyrir öllu slíku
virðast VG hafa bundið fyrir augum. - Þessi yfirlýsing Kolbrúnar
Halldórsdóttir umhverfisráðherra er slík, að lengra í óþjóðholl-
ustu og and-þjóðlegum viðhorfum gagvart íslenzkr þjóð er
varla hægt að ganga, nema þá í áformum Jóhönnu Sigurðar-
dóttir og Samfylkingarinnar, að koma þjóðinni undir erlend
yfirráð og þar með hennar auðlindum.  - Þjóðin hlýtur nú að
fara að vakna nú korter í kosningar, og sjá í hvaða skelfingar-
ástand stefnir í efnahagsmálum, nái hinir afturhaldssömu og
afdönkuðu and-þjóðlegu vinstriflokkar að halda völdum áfram
eftir 25 apríl n.k. 
mbl.is VG ekki gegn olíuleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir tilbúnir í aðildarviðræður


    Þá liggur það loks fyrir. Vinstri Grænir eru tilbúnir í
aðildarviðræður.  Ögmundur Jónasson lýsti því yfir á
Stöð 2 í gær sbr Vísir.is. Ögmundur segðir það aðeins
spurningu um ,,tæknilega útfærslu á hvaða stígi leitað
verði eftir vilja þjóðarinnar og nú sé tími kominn að
opna allar gáttir í þessum efnum".

  Það er alveg ljós að hin and-þjóðlega sósíaliska hreyf-
ing Vinstri grænir sigla meiriháttar undir fölsku flaggi í
Evrópumálum. Þeir munu  fallast  á  aðildarviðræður  á
fyrsta degi eftir kosningar, og þar með umsókn Íslands
að Evrópusambandinu. Því munu ENGIR SANNIR  full-
veldis- þjóðfrelsis- og sjálfstæðissinnar geta stutt  og
kosið Vinstri græna í komandi kosningum. - Það liggur
nú alveg ljóst fyrir.

   Og nú berast þær ógeðfeldu fréttir um að embættis-
menn ESB séu þegar farnir að hafa afskipti af íslenzkum
innanríkismálum í aðdraganda þingkosninganna.  Þetta
er mjög alvarlegt mál, og sýnir hversu langt ESB er til-
búið að ganga til að hafa áhrif á Evrópumálin á Íslandi.

   Í kjölfar þess að Bjarni Harðarson talsmaður L-listans
hefur nú gengið til liðs við Vinstri grænu og sett samtök
fullveldissinna í algjöra óvissu og upplausn,  hefur sá
sem þetta skrifar hvatt alla ESB-andstæðinga til að kjósa
Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokk í komandi kosningum.
Þetta eru einu flokkarnir í dag sem skv. stefnuskrám
hafna aðild að ESB og aðildarviðræðum. 
mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skora á fullveldissinna að kjósa Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokk !

 

    Hér með er skorað á alla er stóðu að framboði L-lista fullveldissinna
að kjósa Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokkinn í komandi þingkosningum.
Tilefnið er einhlíða áskorun Bjarna Harðarsonar forystumanns L-lista
um að fullveldissinnar kjósi Vinstri græna. Án samráðs, og án þess að
tekin hafi verið ákvörðun um  að  leggja L-lista fullveldissinna niður,
heldur þvert á móti. - Því hlýtur slík opinber yfirlýsing forystumanns
í stjórnmálahreyfingu, sem enn er starfandi, um að kjósa tiltekinn flokk
í komandi þingkosningum að vekja furðu, svo ekki sé meira sagt. Ekki
síst í  ljósi þess að L-listinn hefur skilgreint sig sem hófsamt BORGARA-
LEGT afl, þ.e.a.s þvert á þann sósíalisma sem Vinstri grænir standa
fyrir. Auk þess sem Vinstri grænir fara fyrir fölsku flaggi í Evrópumálum,
sbr að geta ekki lýst því afdráttarlaust yfir að hafna beri aðildarvið-
ræðum  að ESB með öllu að kosningum loknum.

   Lít svo á að með yfirlýsingu Bjarna séu dagar L-lista fullveldissinna
taldir. Og með hliðsjón af stefnu annara flokka í Evrópumálum í huga,
svo og á grundvelli borgaralegra gilda, skora ég hér með á alla fullveldis-
sinna að kjósa Frjálslynda eða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum.
Þessir flokkar hafna aðild að ESB og munu ekki hafa forgöngu um að-
ildarviðræður að kosningum loknum skv. þeirra stefnuskrám, auk
þess að standa fyrir borgaralegum gildum og viðhorfum, sem L-listinn
lagði áherslu á.

   Hugsjónir fullveldis, sjálfstæðis, og þjóðfrelsissinna  standa enn í
fullu gildi, og aldrei að vita nema nýr öflugur vettvangur skapist  fyrir
þær í fyllingu tímans.  

  


Uppgangur vinstriöfgamanna áhyggjuefni


   Það er vert að hafa verulegar áhyggjur af uppgangi vinstri-
öfgamanna í íslenzkum stjórnmálum, ef niðurstaða kosninga
verða eins og skoðanakannanir benda til. Að róttækur sósíal-
iskur flokkur með þar að auki öfgastefnu í náttúruverndarmál-
um, verði stærsti flokkur þjóðarinnar, nú að afloknum þing-
kosningum, er  slíkur hryllingur, að ekki  fá  orð  lýst. Flokkur
sem á vetrarmánuðum beitti  fyrir  sig allskyns  róttæklinga-
og anarkistasellum, sem víluðu ekki  fyrir sig  að  ráðast á Al-
þingishús þjóðarinnar  og lögreglustöð, með  tilheyrandi lög-
leysu og ofbeldi.  - Enda  hefur þessi and-þjóðlegi  rauðliða-
flokkur ætíð  setið á svikráðum í öryggis-og varnarmálum, og
virðist tilbúinn að ganga til aðildarviðræðna við Brusselvaldið
með Samfylkingunni, hafandi engu fullveldi og sjálfstæði þjóð-
arinnar. Enda hefur alþjóðahyggja þessa flokks byggst á mjög
and-þjóðlegum gildum og viðhorfum, og í raun rúmað ákveðnar
sellur sem beinlínis vinna gegn ríkjandi þjóðskipulagi, eins og
fjölmörg dæmi sanna á liðnum  vikum og misserum.

  Á mið/hægri kannti íslenzkra stjórnmála virðist því þurfa nýtt
þjóðlegt borgaralegt og ákveðið afl til að sporna við  þessum
ófögnuði til vinstri. Ófögnuði, sem ekkert mun gera annað en
að dypka kreppunna enn meir, með því að vera helsti dragbít-
urinn í því að þjóðin fái að nýta sýnar mikilvægu orkuauðlindir, 
svo efnahagsleg uppbygging geti hafist á ný, eftir  óstjórn
síðustu ára í boði regluverka ESB, sem engan veginn pössuðu
hinu smáa íslenzka hagkerfi.   
mbl.is Fylgið við VG eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-ríkið Finnland í djúpri kreppu



    Þrátt fyrir ekkert bankahrun eins og á Íslandi, og þrátt
fyrir ESB-aðild og evru er Finnland nú komið í mikla kreppu.
Athyglisvert er að skuldir þjóðarbúsins aukast hratt og
nálgast það sem þær voru þegar hlutfallið  fór í 60% á
síðasta áratug þegar Finnland lenti í miklum efnahags-
legum hremmingum. - En ESB-sinnar hafa mikið bent á
hvað það hefði verið mikil náðargjöf er Finnland gekk í
ESB og tók upp ervu í kjölfarið á því. Hvorugt virðist  nú
koma að gagni. Þvert á  móti virðist  útflutningur Finna
eiga í miklum erfiðleikum vegna gengis evrunar. Stór-
fyrirtækið Nokia hefur til að mynda farið mjög illa út úr
hinni finnsku niðursveiflu, en hagnaður á fyrsta árs-
fjórðungi ársins í ár er 90% minni en á sama tíma og
í fyrra. En útflutningurinn hefur orðið fyrir miklu áfalli
m.a vegna gengi evrunar. Sem ESB-sinnar vilja svo
taka upp á Íslandi.

   En kreppan í Finnlandi er bara eitt dæmið um  þá gríð-
arlegu efnahagskreppu sem framundan er í Evrópusam-
bandinu. En mikill samdráttur er nú í stærsta hagkerfi
þess, Þýzkalandi.  En þrátt fyrir það hlaupa fram  ESB-
trúboðar eins og Benedikt Jóhannesson  forstjóri  Talna-
könnunar, í Silfri Egils, froðufallandi um ágæti ESB og alls
þess sem þar er að finna. Hrópandi hástöfum að Ísland 
verði umsvifalaust að ganga þar inn. Ella séu ragna-rök
framundan. 

   Er til of mikils mælst að menn hemji sig aðeins í trú-
boðinu. Svo framanlega sem þeir vilja ekki gera sig
að algjöru aðhlátursefni meðal þjóðarinnar.
mbl.is Djúp kreppa í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir komi út úr skápnum!


    Það er ALGJÖRLEGA ÓÞOLANDI hvernig hinir sósíalisku Vinstri
grænir skulu komast upp með það að sigla gjörsamlega undir fölsku
flaggi í Evrópumálum. Þýkjast vilja helst vera utan ESB, en geta á
sama tíma ekki svarað því hvort þeir séu tilbúnir að sækja um ESB-
aðild með samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn eftir kosningar eða ekki. 
Svara bara út í loftið um aðildarviðræður á einhverri óskiljanlegri
hebresku sem enginn skilur. Svona falskan og ótrúverðugan flokk
á ENGINN þjóðlega sinnaður Íslendingur að kjósa.

   Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að Vinstri grænir byggja
stefnu sína í grunninn á sósíaliskri hugmyndarfræði, sem er í eðli
sínu ekki minni ofsafengin í alþjóðahyggjunni en hjá sósíaldemó-
krötum.  Enda margar sellur vinstrisinnaðra róttæklinga og anar-
kista samankomnar þar innandyra. Samanber árásirnar á Alþing-
ishúsið í vetur....

   Því er orðið tímabært að draga Vinstri græna út úr skápnum.
Vinstri grænir eru ekki minni ESB-flokkur en Samfylkingin. Enda
afneita þeir engann veginn aðildarviðræðum að kosningum lok-
num. En til þess þarf fyrst að sækja um aðild að ESB, sem VG
munu ekki víla fyrir sér að gera til að halda lífi í hinni afdönkuðu
og afturhaldsömu vinstristjórn, algjörri tímaskekkju í íslenzkum
stjórnmáum nú í upphafi 21 aldar. 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband