Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Steingrímur J ekki með öllum mjalla!
6.9.2009 | 00:21
Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra hefur ítrekað sannað
að hann er enginn maður í það að skipa ríkisstjórn Íslands, ekki
frekar en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Ein mestu
og alvarlegustu pólitísku mistök Íslandssögunar sem stjórnmála-
menn hafa framið, er þegar Steingrímur og Jóhanna samþykktu
icesave-saminginn. Voru svo gerð hornrekja af sjálfu eigin þing-
liði með ótal fyrirvörum við stórgallaðan samning. - Og nú situr
Steingrímur J með hjartað í buxunum, og óttast viðbrögð Breta
og Hollendinga við fyrirvörununm, sem einnig eru meingallaðir.
Segist óttast algjöra upplausn hafni Bretar og Hollendingar
fyrirvörunum, og þá myndum við ekki ráða við neitt og yrðum
að fá utanaðkomandi stuðning, kjökrar Steingrímur.
Ráðherrar sem svona hafa hagað sér gagnvart íslenzkum
hagsmunum eiga að segja af sér. Og klárlega komi til nýrra
samninga við Breta og Hollendinga. Og alveg sérstaklega
þegar Steingrímur viðurkennir vanmátt sinn á svona afger-
andi hátt, sbr. viðtalið við Mbl.í dag, að þá þurfi hann utanað-
komandi aðstoð, komi til nýrra samninga. Þvílíkur aula- og
vinstrisinnaður aumingjaskapur!
Steingrímur J er ekki með öllum mjalla!!! Og því síður
Jóhanna Sigurðardóttir! LANGT Í FRÁ!!!!!
En hvers á Ísland að gjalda?
www.zumann.blog.is
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ÞJÓÐIN hefur ALDREI skipt vinstrimenn máli !
5.9.2009 | 00:26
Nú þegar er vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms
J.Sigfússonar farin að skera grímmt niður í velferðarkerfinu.
Landsspítali Háskólasjúkrahús er gert að skera verulega niður
í reskstri, og sama má segja úr menntamálunum. En á SAMA
TÍMA ætlar þessi sama ríkisstjórn kommúnista og krata að verja
hátt í tvo milljarða í aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Froðu-
snakk sem EKKERT kemur út úr. Utan þess sem aðild að ESB fyrir
jafn fámenna þjóð og Íslendinga er hreinn og beinn skrípaleikur.
Höfum hreinlega ekki mannafla til að fylla út í báknið í Brussel,
(sbr sendiráð í öll ESB-ríkin) fyrir utan þess efnhagslegs stórtjóns
og fullveldisafsal sem af slíkri aðild myndi hljótast.
Enn eitt dæmið um afglöp og vanhæfi Jóhönnu Sigurðardóttir
sem forsætisráðherra. Hún virðist í allt öðrum heimi en hinum ís-
lenzka, og virðist á allt annari bylgjulend en þeirri þar sem ís-
lenzk þjóðartilvera slær. - En þessi niðurskurður er aðeins smjör-
þefurinn af því þegar icvesave-vixillinn fellur með fullum þunga á
þjóðina og velferðarkerfið innan fárra ára. - En þau Jóhanna og
Steingrímur hafa engar áhyggjur af þjóðinni. - Þá verða þau
nefnilega sjálf komin á góð eftirlaun og geta lifað í vellystingum
praktuglega á suðrænum sljóðum, eins og fyrrverandi sovét-
leiðtogar gerðu á sínum ellidögum.
Því ÞJÓÐIN hefur nefnilega ALDREI skipt vinstrimenn nokkru
máli!!! - ICESAVE-ÞJÓÐSVIK ÞEIRRA SANNA ÞAÐ!!!!!!!!!!!
www.zumann.blog.is
Stúdentaráð HÍ fordæmir fyrirhugaðan niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jóhanna, þú ert engin manneskja í þetta lengur !
4.9.2009 | 00:12
Það albesta sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gerði
fyrir íslenzka þjóð, væri að segja af sér og hina ömurlegu vinstri-
stjórn sína. Gerir allt öfugt og í vitlausri tímaröð. Besta dæmið er
þetta. Senda starfsbræðrum sínum í Bretlandi og Hollandi fyrst
núna bréf til að ná fram færsælli lausn í icesave-deilunni. Þetta
hefði hún átt að gera STRAX er hún tók við embætti forsætisráð-
herra Íslands í vetur. Gjörsamlega út í hött að láta óbreytta
embættismenn semja um eitt stærsta efnahagsmál Íslands-
sögunar. Þarna átti forsætisráðherra að hitta starfsbræður
sína strax í vetur, útskýra fyrir þeim neyðarástandinu á Íslandi
þ.s heilt bankakerfi hrundi til grunna, ræða málin, og finna þvi
ásættanlega lausn meðal æðstu manna þessara þjóða. Lausn,
sem gættu íslenzkra hagsmuna í hvívetna, eins og lög og reglu-
gerðir segðu til um. - En þetta gerði ekki Jóhanna Sigurðardóttir,
talaði ALDREI málstað Íslands, og samþykkti svo einn versta þjóð-
svikasamning sem sögur fara af.
Annað dæmið um að Jóhann Sigurðardóttir veldur engan veg-
inn þjóðarleiðtogahlutverkinu á erfiðustu tímum lýðveldisins,
þegar ÞJÓÐARSAMSTAÐA og EINING er hvað mikilvægust, er
þegar hún nauðgaði umdeildasta pólitíska hitamáli lýðveldi-
sins, umsókninni að ESB, gegnum Alþingi. GEGN MEIRIHLUTA-
VILJA þjóðarinnar, eins og í icesave-málinu. Klýfur þannig
þjóðina í herðar niður á ögurstundu! - Sem sýnir og sannar
hversu fráleitt er að hafa slíka manneskju í stóli forsætisráð-
herra í dag. Manneskju, sem ætlar með þjóðina gegnum hið
hrikalega ESB-samningarferli þegar þjóðin STENDUR SEM
VEIKAST FYRIR. - Það vantar eitthvað meir en lítið í slíkan
þjóðarleiðtoga sem þannig hagar sér gagnvart þjóð sinni í
neyð. Sem telur í þjóðina SUNDRUNGU og ILLDEILUR ein-
mitt þegar hún þarf mest á samstöðu að halda!
Jóhanna Sigurðardóttir hefur sýnt það og sannað á undan-
förnum mánuðum að henni er ALLS EKKI TREYSTANDI í stóli
forsætisráðherra. Vinnur að því leynt og ljóst að stórskerða
fullveldi þjóðarinnar og koma hennar helstu auðlindum undir
erlend yfirráð með innlimun Íslands inn í ESB. - Hefur svo
með stórkostlegum pólktískum AFGLÖPUM bundið þjóðina
í skuldadrápsklýfjar til næstu áratuga með icesave-klúðrinu,
og þar með RÚSTAÐ VELFERÐARKERFINU, með tilheyrandi
eymd og fátækt fyrir almenning í landinu. Til hamingju Jó-
hanna, eða hitt þó heldur!
Já, Jóhanna! Þú ert engin manneskja í þetta lengur! Segðu
af þér! STRAX Í DAG!!!!!!!!!!! Í S L A N D S V E G N A !!!!!!!!!!
www.zumann.blog.is
Bréf til Hollands og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vinstrimenn eru höfuðóvinir velferðarkerfisins!!!!!!!!!
3.9.2009 | 00:10
Það er gott ef þjóðin fer nú loks að átta sig á að það eru
einmitt vinstriöflin á Íslandi, sem eru HÖFUÐÓVINIR velferðar-
kerfisins. Því með þjóðsvikasamningunum um icesave, sem
ÞAU EIN GERÐU, og bera EIN ÁBYRGÐ Á, er gerð meiriháttar
tilraun til að rústa íslenzka velferðarkerfi til næstu áratuga.
Því allir þeir ótaldir hundruðu milljarðar sem munu fara í ice-
save-ruglið, hefði annars geta runnið í velferðarkerfið. Vinstri-
öflin eru því ekki bara sek um þjóðasvik fyrir að standa ekki
MEÐ ÍSLENZKUM ÞJÓÐARHAGSMUNUM gegn erlendri árás,
(LÖGUM SAMKVÆT BAR ÍSLENZKA RÍKINU EKKI AÐ BORGA ICE-
SAVE) heldur eru þau ekki síður að rýra stórkostlega lífskjör
almennings, alþýðunar á Íslandi, um ókomin ár. Vinstriöflin
gera sig þannig sek um tvennskonar stórsvik. - Gagnvart
íslenzkum þjóðarhagsmunum, og gagnvart lífsafkomu almenn-
ings í landinu.
ÞETTA ER ALLT MEÐ HREINUM ÓLÍKINDUM! Nöfn leiðtoga
vinstrimanna, Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms J. Sig-
fússonar verða því lengi minnst í Íslandssögunni, sem stjórn-
málamönnum SEM FÓRU GEGN ÍSLENZKUM HAGSMUNUM og
sem gerðu mestu atlögu að íslenzku velferðarkerfi sem sögur
fara af. Því gleymum því ALLS EKKI, að það voru einmitt þessi
skötuhjú, sem ætluðu að nauðga icesave-samingunum gegnum
Alþingi, án neinna fyrirvara, og án opinberrar birtingar þeirra.
Með réttu ætti að draga þessa stjórnmálamenn fyrir sérstakan
dómstól. - Ofan á þetta allt bætist svo þáttur forsetans, sem líka
kemur úr vinstraheiminum. - Svik vinstrimennskunar gagnvart
íslenzkri þjóð eru því A L G J Ö R !!! - Loksins þegar hún fékk
ALLA valdataumanna í sínar hendur.
Aumingjaskapur vinstrimennskunnar á Íslandi og and-þjóðleg
viðhorf hafa laskað mjög sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Og ekki
bætti hin ótrúlega hjáseta Sjálfstæðisflokksins úr skák og
hvatnig formanns hans til forseta um að þjóðin fengi ekki að
ráða í þessu stóra og örlagaríka máli. - Því er mikil þörf á að
þjóðin eignist sem fyrst sterkt og ábyrgt þjóðlegt stjórnmála-
afl, sem telji kjark í þjóðina á ný, og endurreisi sjálfsímynd
hennar. Því þjóðin verður sem fyrst að eignast pólitískan
vegvísir út úr krísunni. Til að eignast bjarta íslenzka framtíð-
arsýn á ný.
www.zumann.blog.is
Forsetinn í icesave-hópinn - Vinstrimenn afhjúpaðir !
2.9.2009 | 12:48
Hinn vinstrisinnaði forseti hefur nú samþykkt icesave-samning
vinstristjórnar kommúnista og krata. Þannig hafa ÖLL vinstriöflin,
með forseta sinn í broddi fylkingar, lagt drápsskuldaklafa á þjóið-
ina til næstu áratuga, henni ALGJÖRLEGA AÐ ÓSEKJU. Loks þegar
vinstrimenn eru loks allsráðandi á Íslandi gerist þetta. Stórkost-
leg lífskjaraskerðin er lögð á almenning til áratuga vegna þjóð-
svika vinstrisinnaðra afla að hafa ekki gætt þjóðarhagsmuna Ís-
lendinga. Þetta er ein mesta pólitíska niðurlæging vinstrimanna
á Íslandi frá upphafi, og er þó af nógu að taka. Þeir hafa nú gjör-
samlega afhjúpað sig sem óvinir íslenzkra hagsmuna og almenn-
ings á Íslandi.
www.zumann.blog.is
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hræsni vinstrimanna í auðlindamálum algjör !
2.9.2009 | 00:20
Auðvitað eiga ALLAR auðlindir á Íslandi að vera í eigu
Íslendinga. Hins vegar er hræsni vinstrimanna hvað þetta
varðar algjör. - Því það er einmitt ríkisstjórn þeirra sem
ógnar ÖLLU slíku í dag, með umsókninni að Evrópusam-
bandinu. En með ESB-aðild verða okkar helstu auðlindir
meir og minna á markaðsuppboði innan ESB göngum við
þangað inn. Þannig munu yfirráðin yfir helstu auðlind-
inni, fiskimiðin, t.d færast til Brussel, og kvótinn á Íslands-
miðum kæmist auðveldlega í hendur útlendinga. Þá áform-
ar ESB yfirráðarétt yfir fjölmörgum auðlindum ESB-ríkja í
framtíðinni, svo sem olíu og gasi, svo eitthvað sé nefnt.
Sem Samfylkingin telur sjálfsagt og hefur engar áhyggju
af.
Gagnrýni Samfylkingarinnar varðandi Magma-málið er
því hræsni af verstu sort. Flokkur sem hefur þá yfirlýstu
stefnu að innlima Ísland í ESB á að hafa vit á því að halda
kjafti þegar kemur að umræðunni um að standa vörð um
auðlindir Íslands. Það sama má segja um Vinstri græna,
sem líka hafa stutt umsókn að ESB. Því áhugaleysi VG
í Magma-málinu kom berlega í ljós, búnir að hafa það í
heila 6 mánuði í salti. Aulaháttur og vanræksla þeirra
þarna var algjör! Og tala um peninga í þessu sambandi
er brandari, þegar icesaveflokkarnir eru nýbúnir að sam-
þykkja hátt í þúsund milljarða vixil út í bláinn......
Vinstrimenn eru því verstu óvinir íslenzkra auðlinda í dag.
Vilja bæði í senn setja þær á alþjóðlegan uppboðsmarkað
með ESB-aðild, eða að koma í veg fyrir skynsamlega nýtingu
þeirra í þágu íslenzkrar þjóðar, sbr. öfgastefna VG í um-
hverfismálum.
www.zumann.blog.is
Samningar OR og Magma birtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því miður mun forsetinn samþykkja icesave - enda vinstrisinni !
1.9.2009 | 00:14
Því miður mun forseti Íslands samþykkja þjóðsvikasamning
vinstriaflanna um icesave. Þótt yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar sé andvígur icesave-samkomulaginu skv. skoðanakönn-
unum. Vinstrisinnaður forseti eins og Ólafur Ragnar færi aldrei
að fara gegn ríkisstjórnarvilja fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn-
ar lýðveldisins, í jafn stórmáli og þessu. Frekar fer hann fram
gegn þjóðarvilja, enda stutt útrásarmafíósanna gegnum tíð-
ina. Þess utan hefur svo sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins
komið honum til aðstoðar og bjargar, og hvatt hann til að undir-
rita þjóðsvikasamninganna, eins furðulegt og gjörsamlega
óskiljanlegt sem það nú er. - Enda í samræmi við allt ruglið,
aulaháttinn og aumingjaskapinn þar á bæ.
Það er tímanna tákn að það skuli vera HREINRÆKTUÐ vinstri-
stjórn og vinstrisinnaður forseti sem leggur þessar skulda-
drápsklyfjar á þjóðina til næstu áratuga. Drápsklyfjar sem þó
hefðu að öllu líkindum orðið enn meiri ef foringjar vinstriflokk-
anna, Jóhanna og Steingrímur, hefðu ein mátt ráða för. Almenn-
ingur á Íslandi, alþýðan, ég og þú, eru látin borga fyrir stórkost-
leg afglöp örfárra útrásarmafíósa í einkarekstri í útlöndum, án
NEINNA LAGAÁKVÆÐA ÞAR UM. Hvorki íslenskra né erlendra.
Hafi nokkurri þjóð verið nauðgað þá er það hin íslenska þjóð
með þessum sviksamlega samningi, sem er ígildi hins djöfullega
Versalasamningi í tíunda veldi. Allt í þágu hinnar ömurlegu og
óþjóðhollu vinstrimennsku Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingríms
J Sigfússonar.
Vonandi verður þetta til þess að þorri þjóðarinnar átti sig á
hversu skaðræðisleg stjórnmálastefna vinstrimennskan er.
Bæði fyrir þjóð og þjóðarhagsmuni, og ekki síst gagvart almenn-
ingi, og kjörum hans. Því þarna eru vinstrimenn sannarlega að
setja á þjóðina drápsklyfjar, með tilheyrand fáttækt, eymd og
volaði til næstu áratuga, á íslenzka þjóð. BÚA TIL FÁTTÆKTRAR-
ÞJÓÐFÉLAG algjörlega að ástæðulausu. - Sem einmitt er fylgi-
fiskur vinstrimennskunar. Fóðurfæða hennar, sbr öll örbirgðin
í fyrrum alþýðulýðveldum kommúnista, vinstrimanna. - Hef
aldrei verið eins mikill anti-vinstrisinni og eftir þessa stutta
reynslu af stjórnarfari núverandi ríkisstjórnar komma og krata.
Vinstristjórn Jóhönnu og Steingríms hefur svikið íslenzka þjóð,
með því að standa ekki á rétti hennar, ásamt því að svíkja al-
þýðu Íslands, með því að setja hana í skuldadrápsklyfjar til
næstu áratuga algerlega að ósekju. - Slík stjórn þjóðsvika á
að hundsakat frá völdum þegar í stað!!!!!!!!
Upp þarf svo að rísa sterkt og öflugt þjóðlegt borgaralegt
stjórnmálaafl, til að leiða þjóðina upp og fram á veg hagsældar
og íslenzkrar framtíðarsýnar, sbr skrif mín hér á undan.
www.zumann.blog.is
Hvattur til að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)