Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Tekur stjórnarandstaðan þátt í Icesave-leynimakkinu?
28.2.2010 | 00:55
Hvers konar rugl er þetta? Leynifundur með Bretum til að
koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Og tekur stjórnar-
andstaðan virkilega þátt í því?
Forseti Íslands hefur vísað Icesave-þjóðsvikasamningnum
illræmda til þjóðarinnar. Þar er málið statt. Þjóðin mun 6. mars
n.k kolfella Icesave. Þar með er málið dautt. Enda um EKKERT
að semja. Þetta virðist Icesave-stjórnin á Íslandi og Bretar og
Hollendingar alls ekki skilja, og vilja allt til gera til að koma í
veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Því í kjölfar stórs NEI í
henni verður Icesave-stjórnin að segja af sér, og uppreisn
íslenzkrar þjóðar gegn gjörspilltu og stórgölluðu alþjóðlegu
fjármálaregluverki myndi vekja heimsathygli. Og gefa öðrum
þjóðum sem eru í svipaðri stöðu og Íslendingar kjark og þor
og gott fordæmi. Nokkuð sem hinn gjörspillti alþjóðlegi fjár-
málamarkaður sem einmitt Bretar sjálfir halda sem mestri
hlífðarskyldi yfir geta ekki hugsað sér.
Þjóðin á skýlausan rétt að segja sitt álit um Icesave í
komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. - Ekki síst þar sem um
EKKERT er að semja! Alla vega EKKERT hvað varðar ríkis-
ábyrgð eða vexti. Og EKKERT umfram það sem kæmi út úr
þrotabúi Landsbankans. Allt annað eru SVIK við þjóðina,
sem hún mun ALDREI samþykkja!!!!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Leynifundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Klofningurinn í VG ofmetinn
27.2.2010 | 15:32
Fréttaskýring Agnesar Bragadóttir í Mbl. í dag um djúpstæðan
ágreining innan Vinstri grænna er ofmetinn. Í besta falli er meira
um persónuleg átök að ræða fremur en hugmyndarfræðileg, eins
og oftar en ekki gerðist í Alþýðubandalaginu, Sósíalistaflokknum,
og Kommanistaflokknum forðum. Hin sósísliska alþjóðlega hug-
myndafræði VG er skýr og sátt er um hana. Líka um umhverfis-
öfgahyggjuna, sem gengur út á það að drepa allar nauðsynlegar
stórframkvæmdir á Íslandi í dróma. Algjör sátt virðist um hana
líka, sem gerir VG algjörlega óstjórntæka í íslenskum stjórnmálum.
Hvað er þá eftir? ESB eða Icesave? Nei ALDEILIS EKKI!
Vinstri grænir mynduðu ríkisstjórn með umsókn Íslands að ESB.
Algjör samstaða var um það í þingflokknum. Meir að segja gekk
Ásmundur Einar Daðason þingmaður VG og formaður Heimssýnar
svo langt að styðja bæði flokk og ríkisstjórn um berst fyrir aðild
að ESB. Dæmigerður Vinstri grænn um meiriháttar tvöfeldni í
Evrópumálum, enda Vinstri græn í raun með SÖMU vinstrisinnuðu
alþjóðahyggjuna og vinir þeirra, sósíaldemókratanir í Samfylkingu-
ni. Enginn munur þar á. Meir að segja Ögmundur Jónasson hefur
allt til þessa dags stutt bæði flokk og ríkisstjórn með aðildarumsókn
að ESB að leiðaljósi. En enginn sækist eftir því eða styður sem við-
komandi er á móti. Eða hvað?
Sama á við um Icesave-þjóðsvikin. Þar fremst fer sjálfur foringi
Vinstri grænna. Hefur manna mest barist fyrir að Íslendingar tæku
við skuldadrápsklyfjum útrásarmafíuósa að kröfu helstu nýlendu-
velda ESB, án nenna lagastoða eða skuldbindinga þar um. ENGINN
Vinstri grænn á Alþingi Íslendinga hefur lýst vantrausti á formann
sinn vegna þessara and-þjóðlegra svikaverka hans. ENGINN !!!!!!
Þögn þar er sama og samþykki. AÐ SJÁLFSÖGÐU!
Vinstri grænir eru því í besta falli sokknir í persónulegt þras sín
á milli. Ekki hugmyndarfræðilegt. Þeir hafa ALLIR sömu afdönkuðu
sósíalísku hugmyndarfræðina að leiðarljósi, byggðri á vinstri-öfga-
alþjóðahyggju í bland við umhverfisróttækni niðurrifsafla. Þar sem
ESB og ICESAVE rúmast fyllilega. Klofningur VG er því ofmetinn.
Allt sömu gömlu kommúnistarnir inn við beinið eins og fyrrum!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Djúpstæður klofningur hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ESB er strax farið að kaupa Íslendinga til fylgilags
27.2.2010 | 00:44
Áróðursmaskina ESB er í þann veginn að fara á fullt. Er
þegar farin að bjóða völdum fulltrúum hagsmunasamtaka
úr viðskiptalífinu til Brussel, að sögn Bændablaðsins. Þetta
er alveg í samræmi við það sem gerðist í ríkjum sem sóttu
um aðild að sambandinu. ESB tjaldaði öllu til og gerði allt til
að hafa áhrif á niðurstöðuna í viðkomandi umsóknarríki. Því
ESB virðir að sjálfsögðu engin landamæri og telur sig mega
íhlutast um innanríkismál ríkja strax og þau hafa sótt um
inngöngu í sambandið. Þetta er í meiriháttar anda Sovét-
skipulagsins forðum. - Frægar voru boðsferðir hérlendra
kommúnista til Kremlar þegar Sovétríkin voru upp á sitt
besta. Sovét-trú hérlendra kommúnista keimlíkist mjög
ESB-trúboðinu nú á Íslandi. Enda sjá ESB-sinnar ekkert
við íhlutun ESB í íslenzk innanríkismál, ekki frekar en
kommúnistarni um Sovétið forðum. Og ekki einu sinni
Vinstri grænir, forverar hérlendra kommúnista, sem sam-
þykktu umsóknina að ESB. Enda alþjóðahyggja beggja
byggð á sama meiði. - Afmáðs þjóðríkisins!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Í boðsferð ESB til Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blaðamannafélagið stjórnað af Vinstri grænum !
26.2.2010 | 21:24
Blaðamannafélagið virðist nú vera stjórnað úr herbúðum Vinstri
grænna. Allir muna þegar stjórn þess mótmælti harðlega þegar
ritstjóraskipti urðu á Morgunblaðinu í fyrra. Davíð Oddsson var
ráðinn í stað Ólafs Stephensen. Blaðamannafélagið reis þá upp
á afturfæturna og fór þar fremst Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, nú-
verandi formaður Blaðamannafélagsins og nú nýr ritstjóri vef-
málgagns Vinstri grænna, Smugan.is. Nú bregður svo við að
hvorki stuna né hósti heyrist frá Blaðamannafélagi Þóru, þótt
Jón Kaldal hafi verið rekinn sem ritstjóri Fréttablaðsins, en
Ólafur Stephensen fyrrv.ritstjóri Mbl. ráðinn í staðinn, og það án
auglýsinga. Þvert á móti skein gleðin í augu Þóru í kvöld í Kast-
ljósinu, en þar var sessunautur hennar enginn annar en Ólafur
Stephensen nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Enda voru þau
skötuhjú innilega sammála í Icesave-málinu, en sem öfga-ESB-
sinni vill Ólafur að Íslendingar hafi fyrir löngu samþykkt Icesave,
inngöngumiðann að ESB. Enda mun ráðning Ólafs vera liður í
því að styrkja áróðursherferð ESB og Evrópusinna á Íslandi fyrir
aðild Íslands að sambandinu. Nokkuð sem Vinstri grænum eins
og Þóru hugnast afar vel.
Múgæsingin sem greip um sig meðal róttæklinga til vinstri og
ESB- trúboðsins er Davíð var ráðinn ritstjóri var móðursýkisleg
í meira lagi. En sem betur fer hefur Mogginn það umfram Frétta-
blaðið, að honum er hægt að segja upp hvenær sem er. En
Fréttablaðið er nauðgað inn um dýralúguna hjá manni á hverjum
degi alfarið gegn vilja manns og ósk. ÞVÍLÍK SKOÐANAKÚGUN!
Engin niðurstaða! Mjög gott mál !
25.2.2010 | 21:07
Fagna ber að engin niðurstaða náðist í Icesave-deilunni.
Enda um EKKERT að semja af hálfu okkar Íslendinga. Við
blasir því þjóðaratkvæðagreiðsla 6 mars n.k. Þökk sé for-
seta vorum. Þar mun þjóðin segja STÓRT N E I við þjóð-
svikasamningnum um Icesave, sem Jóhanna og Stein-
grímur ætluðu að kúga yfir þjóðina. Skuldaklafa útrásar-
glæpamanna sem ENN GANGA LAUSIR undir vernd Ice-
save-stjórnar Jóhönnu og Steingríms. And-þjóðlegra
skötuhjúa er ganga erinda erlendra nýlenduvelda og
sambandsríkis er hyggst innlima Ísland í Brusselveldið.
Við STÓRT NEI við Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslunni
6 mars fær Jóhanna og Steingrímur svo endanlegt RAUTT
SPJALD. Þjóðin slær tvær flugur í einu höggi. Icesave
út og hin handónýta afdankaða vinstristjórn út. Í kjöl-
far alþingiskosninga tæki við KRÖFUG og ÞJÓÐLEG
borgaraleg ríkisstjórn. - Nýtt framfaraskeið hæfist.
Uppbygging atvinnulífs og nýting orku-og auðlinda
með tilheyrandi hagvexti og bættum kjörum yrði loks
að veruleika. Þjóðfrelsisandi og bjartsýni á ÍSLENZKA
framtíð yrði alls ríkjandi samfara því að aðildarumsókn-
in að ESB yrði endanlega fleygt út í hafsauga.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Fundi lokið án niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn er Heimssýn ekki trúverðug í Evrópumálum!
25.2.2010 | 09:45
Enn er Heimssýn, samtök gegn aðild Íslands að ESB, alls ekki
trúverðug í Evrópumálum. Því enn þann dag í dag er yfir þessum
samtökum formaður, sem ekki verður annað sagt en að sé Í RAUN
ESB-sinni. Ásmundur Einar Daðason heitir maðurinn. Þingmaður
flokks sem samþykkti aðildarumsókn Íslands að ESB. Stuðnings-
maður ríkisstjórnar sem berst fyrir aðild Íslands að ESB. Og þing-
maður sem samþykkti sjálfan Icesave-þjóðsvikasamninginn,
segjandi á sömu stundu, að væri BEINTENGDUR ESB-umsókninni.
Meðan svona falskt yfirbragð er yfir Heimssýn sem segist berjast
á móti ESB-aðild Íslands, er barátta hennar EKKI trúverðug, svo
ekki sé meira sagt. - Og í raun ekkert annað en algjör skandall
hafandi slíkan ESB-sinna þar í forystu.
Stjórnmálamenn halda áfram að klúðra Icesave !
23.2.2010 | 21:50
Hringa-og lönguvitleysan um Icesave heldur áfram. Og nú
virðist stjórnarandstaðan farin að taka fullan þátt í henni með
Icesave-flokkum ríkisstjórnarinnar. Í stað þess að setja málið
í algjöra biðstöðu fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6 mars
n.k, er haldið áfram að froðusnakka við Breta og Hollendinga
um allt og ekkert. Þvæla málið út og suður, ofan á alla þvæluna
hingað til, í von ríkisstjórnarinnar um að hægt verði að koma í
veg fyrir úrskurð þjóðarinnar - Því málið liggur skýrt fyrir.
Forsetinn hefur vísað lögunum um Icesave-svikin frá 30 des.
s.l til þjóðarinnar. Og skv. stjórnarskránni er málið nú í höndum
kjósenda á Íslandi. Það er þeirra að taka ákvörðun um fram-
hald Icesaves-málsins, og senda viðsemjendum skýr NEI- skila-
boð. Það VERÐA stjórnmálamenn að skilja og virða. Ella er þing
og ríkisstjórn að þverbrjóta stjórnarskrána, með því að breyta
málskotsvaldi forseta í raunverulegt neitunarvald forseta líkt
og danska konungsins forðum. Froðusnakkið um Icesave við
Breta og Hollendinga verður því að ljúka ÞEGAR Í STAÐ. Enda
um EKKERT AÐ SEMJA! E K K E R T! Nema þá helst VERULEGAR
skaðabætur frá Bretum vegna hinna forkastanlegu hryðjuverka-
laga þeirra á Ísland.
Stór hluti þingmanna er hræddur við þjóðaratkvæðagreiðsluna
6 mars s.l. Ekki síst í ljósi þess að Icesave-svikasamningnum
verður þá alfarið hafnað af þjóðinni. Hin handónýta vinstristjórn
verður þá neydd til að segja af sér og nýjar þingkosningar ákveð-
nar, Þar sem kjósendum gefst kærkomið tækifæri til að hreinsa
ærlega til í íslenzkum stjórnmálum, og henda út öllu hinu ónýta
og and-þjóðlega liði sem nú situr á þingi og í ríkisstjórn. Ekki síst
í ljósi ,,hrun- skýrslunar" senn senn verður birt á næstu dögum.
ÁFRAM ÍSLAND. EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Þjóðaratkvæði um nýjan samning? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hættum að semja um Icesave !
19.2.2010 | 21:07
Hættum þessari tímasóun og skrípaleiknum um samninga um
Icesave. - Það er um EKKERT að semja í Icesave. Við erum enn
frjáls og fullvalda þjóð og látum ekki eldgömul nýlenduveldi með
stuðningi afdankaðs ríkjasambands, kúga okkur til greiðslu á
skuldadrápsklyfjum mafíuósa til næstu áratuga, sem okkur ber
ENGA skyldu til að greiða. Hvorki lagalega né siðferðislega.
Íslenzk stjórnmálastétt á því að hætta að eyða dýrmætum tíma
í froðusnakk um eitthvað Icesave-kjaftæði, sem þjóðinni er
ALGJÖRLEGA óviðkomandi, og fara þess í stað að snúa sér að
því að byggja upp nýtt Ísland. - Bæta kjör og framtíðarsýn
íslenzkrar þjóðar.
Þann 6 mars n.k mun íslenzk þjóð rísa upp og senda skýr skila-
boð til stjórnvalda og umheimsins um að nú sé mál að linni. Ís-
lenzk þjóð lætur ekki gjörspillt alþjóðlegt fjármálaauðvald og mafíu-
ósa þess hneppa hana í stórfelt skuldafangelsi um ókomna fram-
tíð, henni algerlega að ósekju. - Skuldaþræla stórglæpamanna
SEM ENN GANGA LAUSIR eins og ekkert hafi gerst. Í kjölfarið
verður þing rofið og efnt til þingkosninga, þar sem þjóðinni gefst
kostur á að stokka upp í íslenzkum stjórnmálum, og henda út öllu
því handónýta liði sem viðriðið er efnahagshrunið og stjórnleysi
undanfarinna ára. Liði sem vill ganga erlendum kúgunaröflum á
hönd, sbr. umsóknin að ESB og Icesave-þjóðsvikin. - Allt þetta lið
ber að henda út úr íslenzkum stjórnmálum, en inn komi STERK
ÞJÓÐLEG ÖFLl sem hafi trú á íslenzka framtíð, og heiðarlegum og
ábyrgum stjórnarháttum. - Íslandi til heilla!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Erfitt að meta nýtt tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrímur útbrunninn ! Ríkisstjórnin segi af sér!
15.2.2010 | 21:17
Ráðherra sem er gjörsamlega útbrunninn og um megn að
standa vörð um hagsmuni þjóðar sinnar og berjast af hörku
gegn erlendum ríkjum og bandalagi, sem hyggjast knésetja
þjóðina með rakalausum kröfum um skuldaábyrgðir sem henni
er algjörlega óviðkomandi, á að segja af sér. Og það tafarlaust!
Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra ber höfuð ábyrgð á
Icesave-klúðrinu ásamt Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra
og Össuri utanríkisráðherra. - Þetta fólk á allt að segja af sér
ásamt hinni handónýtu og and-þjóðlegu vinstristjórn. - Í raun
ætti allt þetta fólk að sæta opinberri rannsókn fyrir meiriháttar
pólitísk afglöp sem ráðherrar í ríkisstjórn Íslands varðandi Icesave-
klúðrið. Því Icesave-afglöpin eru eitt mesta pólitíska klúður í sögu
lýðveldisins. - Fyrr og síðar!
Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-þjóðsvikasamning-
inn þar sem þjóðin mun kolfella hann, mun ríkisstjórnin neydd til
að segja af sér. - Í kjölfarið yrði efnt til þingkosninga, ný ríkisstjórn
þjóðlegra borgaralegra afla mynduð, og Icesave-málið endanlega
afgreitt á íslenzkum forsendum, ásamt því að aðildarumsóknin að
ESB yrði dregin til baka. - Þar með yrði fullveldi og sjálfstæði Íslands
bjargað, ásamt efnahagslegri uppbyggingu á ný, og þar með fram-
tiðartilveru íslenzkrar þjóðar.
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
Hóflega bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skugga bar á stofnfund ungra ESB-andstæðinga
6.2.2010 | 16:29
Um leið og vert er að óska ungum ESB-andstæðingum til
hamingju með sín samtök gegn aðild Íslands að ESB, er
vert að harma að Ásmundur Einar Daðason þingmaður
Vinstri grænna skuli hafa ávarpað fundinn. En Ásmundur
þessi leikur meiriháttar tveim skjöldum í Evrópumálum. Er
þingmaður flokks sem styður umsókn Íslands að ESB. Er
stjórnarþingmaður ríkisstjórnar sem styður umsókn Íslands
að ESB. Og er þingmaður sem studdi Icesave-samninginn
illræmda, sjálfan aðgöngumiðann að ESB. - Furðulegast er
þó það að þessi sami Ásmundur, sem af allri upptalningu
þessari að dæmi, er í eðli sínu meiriháttar ESB-sinni, skuli
enn vera formaður Heimssýnar, samtaka gegn ESB-aðild.
Enda trúverðugleiki þeirra samtaka í algjöru lágmarki um
þessar mundir, hafandi slíkan ESB-sinna í forystu!
ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!
www.fullvalda.is
www.frjalstisland.is
Stofna félag gegn ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |