Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Sjálfstæðisflokkur með sjálfsgagnrýni í borgarstjórn. Brandari !


   Nú þegar Jón Gnarr borgarstjóri er löngu hættur að vera
fyndinn, tekur aulafyndni Sjálfstæðisflokksins við. Skammar
borgarstjóra  fyrir  að  nenna ekki  að vera  viðstaddan  svo-
kallaða aðgerðaráætlun borgarinnar. En auðvitað ber þessi
Sjálfstæðisflokkur 100%  pólitíska ábyrgð á  stjórnleysi  Jóns
Gnarr og félaga. Verandi í meirihlutastjórn með honum Í RAUN,
hafandi látið Hönnu Birnu leiðtoga sinn kjósa sig sem hvorki
meir né minna en FORSETA BORGARSTJÓRNAR í BORGARSTJÓRA-
TÍÐ Jóns Gnarr og félaga. Getur aulahátturinn orðið meiri?

  Jón Gnarr hefur sjálfur lýst sig pólitískan trúða. Enda hans
anarkismi  eftir  því  með stuðningi sósíaldemókratiskra vina
sinna, er sendu hann til Brussel til að sinna merkari málum
en að stjórna Reykjavíkurborg.  Enda það aldrei ætlun  Jóns
Gnarr. Yfirgengilegast er þó að Sjálfstæðisflokkurinn, skuli hér
sem oftar hafa  haft  sig af  algjöru  pólitísku fífli. - Og það  af
anarkistunum kringum  hinn  pólitíska  trúð.  Ekki  að  furða  að 
þessi sami flokkur hafi komið landinu á hausinn fyrir algjöran
aulahátt, agaleysi og meiriháttar stjórnleysi. Já með eilífu daðri
sínu til vinstri!  Nú í borgarstjórn Reykjavíkur, áður í ríkisstjórn
með Samfylkingunni.

   Það er löngu orðið tímabært að algjör uppstokkun verði sem
fyrst á hægri kanti íslenzkra stjórnmála, þar sem Sjálfstæðis-
flokknum verði gefið algjört frí. Getur ekki einu sinni framfylgt
grunngildum sínum sem borgaralegur flokkur, hvað þá að HAFA
STJÓRN Á HLUTUNUM.

   P.s Tilvís HÆGRI GRÆNIR (facebook)
mbl.is Gagnrýna fjarveru á fundi borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfum flokk ómengaðan af sósíaldemókratisma !


    Í DV í gær var greint frá tveim þekktum framsóknarmönnum
úr Skagafirði hjóla í Guðmund Steingrímsson þingmann Fram-
sóknarflokksins. Sökuðu hann um að grafa undan flokksforyst-
unni, ESB-þjónkun, en Guðmundur var áður yfirlýstur sósíal-
demókrati. Þetta leiðir hugann að því hversu sósíaldemókrat-
isminn hefur tekið sér bólfesti víðar en í hinum hefðbundna
krataflokki. Fyrir utan Guðmund eru a.m.k 2 þingmenn flokk-
sins sósíaldemókratar. Enda sterkur ESB-kjarni innan flokk-
sins.

   Innan Sjálfstæðisflokksins hafa sósíaldemókratar löngum
haft veruleg ítök. Þannig var fyrrv. varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins sósíaldemókrati, enda átti mestan þátt í stjórnar-
myndun Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Og nú
er viðkomandi snýr aftur til þings í haust verða a.m.k  2
þingmenn flokksins sósíaldemókratar í hjarta sínu, enda
miklir ESB-sinnar.

   Þannig eru flokkar á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála
sýktir af sósíaldemókrataískum viðhorfum. En það  er einmitt
hugmyndarfræði sósíaldemókrata sem hefur vegna sinna
viðtæku andþjóðlegra áhrifa keyrt íslensku þjóðina í þrot í
dag. EES-samningurinn, hugarfóstur sósíaldemókrata, var
t.d upphafið af bankahruninu, enda samrýmist sá samningur
með allt fjórfrelsisrugl ESB  alls  ekki  hinu  örsmáa íslenzka
hagkerfi. Þess utan er sósíaldemókrataisminn byggður á
öfgafullri alþjóðahyggju sem skarast oftar en ekki mjög al-
varlega við þjóðlega hagsmuni. Ótal dæmi er hægt að nefna
í því sambandi, sbr. Icesave.

   Þess vegar er virkilega orðin mikil þörf   á heilsteyptum
borgaralegum flokki ómengaðan að hverskins sósíaldemó-
kratiskum viðhorfum.  Flokk þjóðlegra gilda og viðhorfa með
hagsmuni ALMENNINGS á Íslandi í huga. Hvort vísir að slíkum
flokki sé að finna í hinum nýstofnaða flokki, HÆGRI GRÆNUM,
verður tíminn að leiða í ljós. En fyrir þá sem vilja smúla hin
óæskilegu sósíaldemókratisku viðhorf og áhrif burt úr  ís-
lenzkum stjórnmálum, er vert að horfa í þá átt í dag  og
kynna sér þann nýja stjórnmálaflokk.

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN!  EKKERT ICESAVE né AGS!

Stjórn Heimssýnar. Hvenær verður Vinstri grænum hent þar út ?


   Hvenær fá minkar að dvelja í hænsnabúi? Hvenær verður Vinstri
grænum hent úr úr stjórn Heimssýnar?  Samtaka sem segjast
berjast gegn aðild Íslands að ESB. En Vinstri grænir eru Í RAUN
engu minni ESB-sinnar en sósíaldemókratarnir í Samfylkingunni.
Voru það pólitíska afl á Íslandi SEM KOMU EINMITT ESB-HRAÐ-
LESTINNI AF STAÐ! Mynduðu ríkisstjórn með stefnuna á Brussel.
Ríkisstjórn, sem frá upphafi hefur unnið að aðild Íslands að ESB
nótt og dag. OG GERIR ENN! Og nú berast fréttir um að VG og
Samfylkingin hafi samið um ESB-aðildina fyrir kosningarnar 2009.

  Hræsni Vinstri grænna er YFIRGENGILEG. Flökurt var að horfa
á nýskipan innanríkisráðherra VG, Ögmund Jónasson, lýsa því
yfir að hann muni samþykkja ESB-aðlögunarumsóknina að ESB
í ANNAÐ SINN komi hún til afgreiðslu Alþingis aftur. Og svo mun
vera um þorra þingmanna Vinstri grænna. Samt VOGA þeir sér
að LJÚGA ÞVÍ að þjóðinni að þeir séu samt á móti aðild Íslands
að ESB. Hvenær styður maður það sem maður er á móti? Tvö-
feldni Vinstri grænna í Evrópumálum er forkastanleg. Viðbjóður!
Enda forverar hérlendra kommúnista, sem ÆTÍÐ sátu á svikráð-
um við þjóðina í þjóðfrelsismálum og þegar þjóðarhagsmunir voru
í húfi, sbr. nú síðast í Icesave.

  Í stjórn Heimssýnar sitja í dag nokkrir yfirlýstir Vinstri grænir.
Þar á meðal sjálfur formaður Heimssýnar og þingmaður Vinstri
grænna. Maður sem styður bæði flokk og ríkisstjórn sem vinnur
að ESB-aðild. Allir hljóta að sjá fáránleika þessa. Enda barátta
Heimssýnar eftir því.  Í gislingu and-þjóðlegra kommúnista sem
einskins láta ófrestað til að fórna flokkshagsmunum fyrir þjóð-
frelsi og sjálfstæði íslenzkrar þjóðar.

   Já hvenær verður hreinsað til í stjórn Heimssýnar? Og öllum
laumu ESB-kommúnistum hent þar út?  Fyrr mun Heimssýn
ekki standa undir nafni sem baráttusamtök gegn ESB-aðild.
Og fyrr mun sá sem þetta ritar ekki gerast félagsmaður þar
aftur...................

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!

Ögmundur getur ekki endalaust blekkt svona lengur !


  Ögmundur Jónasson hinn nýskipaði innanríkisráðherra getur
ekki endalaust blekkt þjóðina svona í Evrópumálum lengur.
Segist enn og aftur ætla að kjósa með ESB-aðildarferlinu komi 
það til atkvæða Alþingis aftur, en sé samt á móti ESB-aðild. því
menn hvorki styðja eða kjósa það  sem þeir eru á móti, nema
þá alræmdir kommúnistar. Sem Ögmundur Jónasson augljós-
lega er. Enda styður bæði flokk og ríkisstjórn  sem VINNUR AÐ
ÞvÍ AÐ KOMA íSLANDI INN Í ESB nótt og dag. 

   Þá er það algjör skandall að gera í fyrsta skipti kommúnista
ráðherra yfir öryggismálum þjóðarinnar. Mann sem ætið hefur
unnið gegn styrkingu á innri öryggismálum ríkisins, auk þess
að vilja Ísland eitt ríkja í heimi BERSKJALDAÐ og VARNARLAUST.
Sbr. andstöðuna gegn veru Íslands  í NATO.

   Algjör SKANDALL en í fullu samræmi við kommúnistavæðinguna
á Íslandi í dag.
mbl.is Andvígur auknum heimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bændum og sjómönnum munu stórfækka við ESB aðild! Ef ekki hverfa!


    Bændur í Finnlandi hafa fækkað hvorki meir né minna
en  um  helming  frá því  Finnar gengu í ESB árið 1995. Á
aðeins 15 árum. -  Allt  tal  um  varanlegar  undanþágur
reyndust blekking ein. Þrátt fyrir öll loforðin lækkuðu tekjur
bænda strax og eru tæpur helmingur af því sem þær voru
fyrir aðild. Afurðarverð fell um 40% - 60% strax eftir aðild,
þegar innflutningur á landbúnaðarvörum var gefin frjáls.
Við aðild Íslands að ESB mun því íslenzkum bændum  stór-
fækka  ef  ekki hverfa. Stórfeld byggðarröskun yrði í kjöl-
farið, ásamt tilheyrandi atvinnuleysi.  Sem yrði ekki við-
bætandi. Nánast  öll  þjónustustörf  við  landbúnaðinn á
Íslandi  yrðu  lögð í rúst ásamt  landbúnaðinum sjálfum. 

   Það sama gerðist með íslenzka sjómenn. Þeim myndi
stórfækka við ESB-aðild, ef ekki hverfa með tíð og tíma.
Erlend útgerðarfyrirtæki innan ESB myndu kaupa upp
íslenzku útgerðirnar á færibandi, til að komast yfir kvóta
þeirra og inn í hina dýrmætu auðugu íslenzku fiskveiði-
lögsögu. EKKERT BANNAÐI eða KÆMI Í VEG FYRIR ÞAÐ
eftir ESB-aðild. Skip yrðu mönnuð erlendum sjómönnum,
enda launakjör þeirra mun lakari en þeirra íslenzku.
Enda myndu hérlendar útgerðir í eigu útlendinga nánast
alfarið landa erlendis. Hinn mikilvægi virðisauki af lang
auðugustu auðlind Íslendinga, myndi þannig  hverfa úr
íslenzku hagkerfi. Fljótt og ÖRUGGLEGA!

  Er að furða að sæmilega vitibornir Íslendingar vilji  að
umsókn Íslands að ESB verði TAFARLAUST afturkölluð?
Ekki bara af PÓLITÍSKUM ástæðum sem eru svo æpandi
og augljósar. Heldur og ekki síður af EFNAHAGSLEGUM
ástæðum! Sem eru risavaxnar og varða sjálfa lífsafkomu
þjóðarinnar í bráð og lengd.

   KNÝUM FRAM AFTURKÖLLUN ESB-AÐILDAR! TAFARLAUST!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

  

ESB-þingmenn sektaðir hlusti þeir ekki á forseta sinn


   Þetta fer að líkjast stjórnarháttum N-Kóreu. En til stendur
að sekta þá ESB-þingmenn, sem hlusta ekki á stefnuræðu
Barroso, forseta ESB, sem hann flýtur 7. september n.k.
En Brusselvaldið óttast að annars muni þingsalurinn verða
nánast tómur er stefnuræðan verður flutt. Og skilaboðin
verði túlkuð sem algjört áhugaleysi um boðskap hans og
þá staðfestingu á almennt minnkandi trausti almennings
innan ESB til stofnana ESB, og á ESB almennt, sem fram
kom í nýlegri könnun á vegum Eurobarometer. Evrópu-
vaktin.is greinir frá

   Er svo að undra að áhugi almennings á Íslandi á ESB-
aðild sé litill?  Og fari enn minnkandi.!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

Kommúnisti yfir innri örygissmálum Íslands. Skandall !


    Það er auðvitað meiriháttar skandall að í fyrsta skiptið
í sögunni skuli kommúnisti vera settur yfir innri öryggis-
málum íslenzka lýðveldisins. - Er  það eflaust í samræmi
við öll þau andþjóðlegu viðhorf sem vinstristjórn Jóhönnu
Sigurðardóttir stendur fyrir. En hingað til hefur það verið
þegjandi  samkomulag  ,,þríflokksins"  að  halda  hinum
fjórða, forvera hérlendra kommúnista, frá innri sem ytri
öryggismálum Íslands. Á þessu hefur nú gerst sögulegar
breytingar  með skipan Ögmundar Jónassonar í ráðherra-
stól innanríkismála á Íslandi. 

  En Ögmundur ætlar sér ekki að láta sér nægja að veikja
hin innri  öryggismál  íslenzka  ríkisins. Heldur ætlar hann
einnig   að beita sér gegn veru Íslands í varnarbandalagi
vestrænna ríkja, NATO. Gera Ísland þannig eina ríki ver-
aldar ALGJÖRLEGA BERSKJALDAÐ OG VARNARLAUST! Og
þetta hyggst Ögmundur vinna að á næstunni, í von um
stuðning frá gömlu kommúnistavinum sínum  í Samfylking-
unni. Gera þannig Ísland að ALÞJÓÐLEGU VIÐUNDRI fyrir
ALGJÖRU ÁBYRGÐARLEYSI í sínum eigin þjóðaröryggismál-
um.  -  

    Varla getur rasismi gegn  eigin þjóðartilveru gengið lengra!

    ÁFRAM ÍSLAND!  BURT MEÐ KOMMÚNISTASTJÓRNINA!
mbl.is Íhugi þjóðaratkvæði um NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna reynir að múta Færeyingum í makrílsstríðinu í þágu ESB


   Nei  það er ekki tilviljun að Jóhanna Sig forsætisráðherra
fer í heimsókn til Færeyjar einmitt NÚNA. Í miðri deilu Ís-
lendinga og Færeyinga við ESB út af makrílveðum, eftir  að
fiskurinn færði sig í lögsögu landanna. Nú á að  reyna að
tala Færeyinga til. Vera EFTIRGEFANLEGIR gagnvart ESB
nú þegar viðræður við það hefjast innan skamms. Til  að
hafa gott veður í aðlögunarferli Íslands að ESB. En athygli
hefur vakið að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra
hefur steinþagað yfir hótunum ESB vegna lögmætra veiða
Íslendinga. Og hefur reynst algjörlega  ófáanlegur til að
gefa út pólitískar yfirlýsingar gegn ESB í makríldeilunni.
Enn einu sinni er Össur Skarphéðinsson ber að því að
VINNA GEGN ÍSLENZKUM HAGSMUNUM. Enda óþjóðhollur
með eindæmum sem sósíaldemókrati sem alþjóð veit.

   En. Þetta er bæði í senn ÓTRÚLEGT og SKELFILEGT. Að
Ísland hafi í forystu svona fólk sem  nótt  og  dag situr á
svikráðum við þjóðina og vinnur gegn ÍSLENZKUM  ÞJÓÐAR-
HAGSMUNUM! Sbr. ESB-aðildarferlið, Icesave-þjóðsvikin,
og nú í makríldeilunni. Nú hlýtur að koma að því að mæl-
irinn fyllist, og þjóðin GERI UPPREISN gegn öllu þessu
ófyrirleitna sósíaldemókratíska landssöluliði! Með réttu
ættu þjóðfrelsissinnar að hefta þjóðsvikaför Jóhönnu til
Færeyjar.

    Nánar er fjallað um frétt þessa á Evrópuvaktin.is

    ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR! 
mbl.is Jóhanna í heimsókn til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi andskotans sem mara á atvinnulífið


   Að raungildi hefur landsframleiðslan dregist saman um 3.1%
frá 1 ásfjórðungi 2010 til 2 ársfjórðungs árið 2010. Og fyrstu 6
mánuðina 2010 hefur landsframleiðslan dregist saman um hvorki
meir né  minna  en  7.3% að  raungildi  borið saman við fyrstu 6
mánuði ársins 2009.

   Er hægt að hugsa  sér  meiri áfellisdóm yfir stjórnarfarinu á
Íslandi  en  þetta? Og kemur  ekki  á óvart! Því  sósíalismi and-
skotans er sem  mara  yfir  öllu  atvinnulífinu  í  landinu. Undir
helstjórn kommúnistanna í Vinstri grænum  og kolbrengluðum
áherslum sósíaldemókrata í atvinnu- og þjóðfélagsmálum. Þar
sem allar stórframkæmdir  sem  fyrirhugaðar voru s.l ár  hafa
verið svæfðar í dróma. Auk stóraukinnar ofurskattlagningu  á
atvinnulíf og almenning. Þar sem orðið HAGVÖXTUR er bannorð!

   Skrif kommúnistaleiðtogans  dag eftir dag í Fréttablaðinu að
undanförnu um að botninum hafi verið náð í efnahagsmálum er
því algjör brandari. Og nú ætla kommúnistarnir í VG enn að
koma í veg fyrir 200 atvinnuskapandi störf með því að koma í
veg fyrir starfsemi ECA á Keflavíkurflugvelli. Sama hvað borið 
er niður eða horft til. Sósíalismi andskotans er sem mara um
allt.

    Til fjandans með þessa ÖMURLEGU vinstristjórn kommúnista
og krata!  Og það STRAX!

    ÁFRAM FRJÁLS ÍSLAND!
mbl.is 3,1% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípaleikurinn kringum ECA herþotunar! Hvað með ESB herinn?


   Að leyfa eða leyfa ekki  skráningu VOPNLAUSRA herþotna ECA 
hérlendis er meiriháttar skrípaleikur hjá hinni ESB-sinnaðu vinstri-
stjórn. Því á sama tíma vinnur þessi ESB-vinstristjórn að innlimun
Íslands í eitt voldugasta herveldi heims, Evrópusambandið.  Með
öllum þeim hernaðarlegum kvöðum sem því mun fylgja í framtíð-
inna.  Alveg furðulegt hvað þagað hefur verið yfir þeim þætti ESB-
umræðurnar. Því ESB sem RÍKI áformar meiriháttar uppbyggingu
herafla sins undir einni hernaðarlegri yfirstjórn  í náinni framtíð.
Innlimast Ísland í ESB verður þá Ísland ekki spurt um t.d dvalar-
leyfi ALVOPNAÐRA herþotna ESB á Íslandi. Svo mikið er víst.
Jafnvel herskylda í þágu ESB yrði ekki útilokuð á Íslandi í fram-
tíðinni gerist Ísland fylki í ESB-stórríkinu. Það er alveg á hreinu!

   Andstaða Vinstri grænna við starfsemi ECA er því algjör hræsni!
Í ljósi stuðnings þeirra við ESB-umsóknina og ESB aðlögunina!
Einn þáttur af mörgum hjá Vinstri grænum  að standa í vegi fyrir
margbreytilegri atvinnulegri uppbyggingu á Íslandi.

  ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS! 

   


mbl.is Segja ekkert samkomulag um herþotur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband