Mona og Helle bræddu hjörtun


   Í kosningabæklingi Samfylkingarinnar í dag
eru m.a fjölmargar myndskreytingar og til-
vitnanir í fólk og frambjóðendur. Á forsíðu
er mynd af Monu Sahlin og sagt að hún og
Helle Thorning Schmint hefðu brætt hjörtu
landsfulltrúa á dögunum.

   Sem kunnugt er þá eru þær stöllur leiðtogar
sósíaldemókrata í Sviðþjóð og Danmörku.
Vera þeirra á landsfundi Samfylkingarinnar 
vakti athygli. Einkum er þær gáfu kost á sér í
OPINBER VIÐTÖL um pólitík þar sem þær m.a
hvöttu íslenzka kjósendur til að styðja Ingi-
björgu Sólrúnu og hennar flokk. Þarna var um
mjög einstakan atburð að ræða. Að erlendir
flokksleiðtogar komi  til  annars ríkis í  hita
kosningabráttu, og reyna  að  hafa áfrif á
kjósendur þess hvað þeir kjósa, getur ekki 
flokkast undir  annað  en GRÓFA ÍHLUTUN í
íslenzk innanríkismál í þessu tilfelli. Því megin-
reglan er sú að stjórnmálamenn forðast það
eins og heitan eld að láta hanka sig á slíkri
íhlutun.

   En alþjóðahyggja og siðblinda Samfylkingar-
innar virðist engum takmörk sett. Nú örfáum
dögum fyrir kosningar eru þessir sömu erlendu
sósíaldemókratisku stall-systur frá Norðurlöndum
látnar prýða kosningabækling Samfylkingarinnar.

  Er siðblinda Samfylkingarinnar engri takmörk sett?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu þær eru ekki í Samfylkingunni. Átti að banna þeim að tala. Er samsagt allir erlendir ríkisborgarar bannaðir frá umræðu hér. Hvað er einhver kemur hingað og hrósar framsókn er það til marks um siðblindu. Það er ekki siðblinda að stuðningsmenn einhverrar stefnu mæli með henni þó að í öðru landi sé. Og þetta eru ekki innanríkismál frekar en ég veit ekik hvað.

Það eru aftur á móti innanríkismál að semja við norðmenn um að þeir geti haft hér eftirlit og aðsetur á friðartímum með sinn her eins og Valgerður var að semja um, Þar með eru Norðmenn farinir að hafa áhrif á innanríkis og öryggishagsmuni okkar. Án þess að ég sé að segja út á það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Aleg dæmigert með ykkur kratanna, enda öfgakennd alþjóðahyggja ykkur í blóð borin. Engin gerir athugasemd þótt þessar stöllur kæmu á flokksþing ykkar. En um leið og þessir ERLENDU og norrænu krataleiðtogar gáfu kost á sér í opinbert viðtal við íslenzka fjölmiðla og HVÖTTU ÞAR íslenzka kjósendur að KJÓSA Ingibjörgu og krataflokk hennar þá fóru þær GRÓFLEGA yfir strikið´og urðu sekar um alvarleg afskipti af íslenzkum innan-
ríkismálum. Ekki síst af því svo stutt er til kosninga.

  Hvað samninginn við Norðmenn varaðar þá var hann gerður
milli tveggja fullvalda þjóða, milliríkjasamningur, þannig skil þig
alls ekki um hvað þú ert að tala þar um Magnús minn. Veit
ekki betur en allir flokkar séu nokkuð sáttir með þann samning
fyrir utan Vinstri-græna að sjálfsögðu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 1.5.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband