Vinstri grænir líka á móti öryggisráði í almannavörnum

 

     Vinstri grænir eru við sama heygarðshornið. Nú setja þeir
sig á móti frumvarpi dómsmálaráðherra til almannavarnarlaga.
Þar er m.a gert ráð  fyrir að stofnað verði almannavarnar- og
öryggisráð, sem móti stefnu í innra öryggi íslenzka ríkisins og
viðbrögð  við  hættuástandi. Ráðgert  er að forsætisráðherra
stýri ráðinu og að því  sitji  nokkrir ráðherrar, viðbragðsaðilar
og önnur stjórnvöld, og að embætti ríkislögreglustjóra gegni
veigamiklu hlutverki á hættutímum.

   Í umræðunni í dag um frumvarpið gagnrýndi Kolbrún Halldórs-
dóttir þingmaður Vinstri grænna frumvarpið, og sagði að  verið
væri að hervæða almannavarnir með frumvarpinu. Svona mál-
flutningur er með hreinum eindæmum, en er samt afar skiljan-
legur þar sem Vinstri-Grænir eiga í hlut. Það  er  ekki  nóg að
Vinstri-grænir séu algjörlega ábyrgðarlausir í öryggis- og varn-
armálum, heldur sjá þeir Grýlu í hverju horni þegar jafnvel er
bara um  að ræða borgaralegar almannavarnir.  Vinstri- grænir
hafa sett heimsmet í vítaverðu ábyrgðarleysi gagnvart þjóðar-
öryggi. Hvergi á byggðu bóli fyrirfinnst jafn ábyrgðarlaust
stjórnmálaafl gagnvart þjóðaröryggi sinnar eigin þjóðar og
Vinstri-grænir á Íslandi.

  Hvernig er hægt að vinna með svona vinstrisinnuðum öfgaflokki?
Jafnvel innan borgarstjórnar !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þorvaldur. Hvers vegna á Ísland eina ríki í heimi að vera berskjaldað og varnarlaus? Það er grunnskylda sér hvers ríkis að sá þegnum sínum fyrir öryggi, hvort sem hættan stafar innan frá eða utan. Öll sjálfstæð og fullvalda ríki hafa þartilgerðar stofnanir til að sjá um slík
mál. Því hætturnar er ótalmargar. Og eyða til þess miklum fjármunum. Þess vegna eru viðhorf Vinstri grænna einstök !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.11.2007 kl. 21:52

2 identicon

Þorvaldur: Hér er frumvarpið.

Þetta er almannavarnafrumvarp. Hingað til hafa jafnvel VG liðar samþykkt það að hér stafi ógn af jarðskjálftum, snjóflóðum og slíku. Eins hljótið þið að samþykja að hérna geti áhrifa átaka í heimshlutanum gætt jafnvel þótt þið virðist ekki getað ímyndað ykkur að nokkur gæti viljað okkur illt.

Með frumvarpinu er fyrst og fremst verið að fylla upp í göt sem Bandaríkjamenn skildu eftir svig, svo sem þau að við getum ekki gert ráð fyrir því að geta notað stjórnkerfi Bandaríkjahers til þess að samhæfa viðbragð. Eins er gert ráð fyrir því að áætlanagerð vegna ógna sem Bandaríkjamenn hefðu frekar borið ábyrgð á að bregðast við verði bætt (t.d vöruskorts sökum átaka).

Það er fátt þarna sem tal Kolbrúnar Halldórsdóttur um "hervæðingu almannavarnanna" getur stuðst við. Helst það að gert er ráð fyrir því að áætlanir um borgaralegt viðbragð við hryðjuverki verði bættar (þ.e sjúkrahjálp, rústabjörgun og slíkt). Er ykkur svo í nöp við öryggisráðstafanir að þið séuð á móti því að fórnarlömbum hryðjuverks verði veitt læknisaðstoð?

Varalið lögreglu er hvergi nefnt í þessu frumvarpi. Hvort að það þýði að það hafi verið blásið af eða að það rúmist innan núgildandi lögreglulaga veit ég ekki en það er ekki ástæða andstöðu VG.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband