Sýnum Rússum umburðarlyndi !
6.12.2007 | 21:34
Stórsigur flokks Vladimirs Pútíns í nýloknum þingkosningum
í Russlandi hafa víða sætt gagnrýni, og margir talið að brögð
hafi verið í tafli. - Gleymum því samt ekki að Rússland var ekki
fyrir svo löngu einræðisríki undir járnhælum kommúnista lungan
úr allri síðustu öld. Efnahagur Rússland var ein rjúkandi rúst við
valdalok kommúnista. Því má með sanni segja að það hafi tekið
Rússa undranverðan stuttan tíma að ná tökum á efnahagslífinu
og að koma á lýðræðislegu stjórnskipulagi. Að sjálfsögðu er þar
margt sem betur má fara. En fyrst það á að taka heila kynslóð
Austur-Þjóðverja að aðlagast þýzka vestrinu þá hlýtur það að
taka Rússa ennþá lengur að aðlagast frelsinu undir mun lengri
kommúniskri kúgun en Austur-Þjóðverjar urðu að þola.
Því verður ekki á móti mælt að Vladimir Pútin hefur verið farsæll
leiðtogi þjóðar sinnar á einum af mestu umbrotatímum í sögu
hennar. Réttur maður á réttu stað og tíma. - Rússar eru því á
réttri leið hvað varðar efnahag og lýðræði. En hvort tveggja
tekur sinn tíma að þróa og móta. Því ber að sýna Rússum um-
burðarlyndi hvað þetta varðar, eitthvað sem sumum engilsöxum
finnst allavega erfitt að sýna og skilja.........
Rússar eru meðal okkar bestu vinaþjóða. Eflum og styrkjum
þau tengsl enn frekar í framtíðinni, báðum þjóðum til heilla...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.