Guðni með sömu meinloku og Þorgerður Katrín


   Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins dettur í sömu
meinlokuna og Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokk-
sins. Bæði segjast vera andvíg aðild Íslands að ESB, en vilja
samt greiða fyrir inngöngu í ESB með tilheyrandi breytingum
á stjórnarskránni, þannig að hið mikla fullveldisafsal sem í að-
ildinni felst verði ekki til trafala hvað stjórnarskrána varðar.
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins lýstu þessu
yfir á miðstjórnarfundi flokksins í dag.

  Hvers konar tvískinnungur er hér eiginlega á ferð? Annað
hvort eru menn á móti ESB eða ekki. Sem þýðir, að þeir sem
eru á móti, fara ekki að hlaupa til handa og fóta til að breyta
stjórnarskránni, til að auðvelda ESB-sinnum leiðina inn í ESB
með tilheyrandi fullveldisafsali og stórskerðingu á sjálfstæði
Íslands. Eða hvað ?

  Evrópuumræðan verður furðulegri með hverjum deginum sem
líður.  Yfirlýsing Guðna er eitt dæmið um það !
mbl.is Þarf að breyta stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Ef ég skildi Guðna rétt taldi hann þessar breytingar vera einnig nauðsynlegar vegna EES-samningsins. En þú vilt væntanlega losna við hann líka.

Stefán Bogi Sveinsson, 3.5.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sæll

Vil endilega taka undir álit þitt varðandi Guðna. En auðvitað eru margir sterkir ESB- sinnar á fundinum.

Umræðan með ESB var greinilega markviss, fyrst er skoðanakönnun í Fréttablaðinu í ljósi erfiðs efnahagsástands síðan fer áhrifafólk á stað til að styðja aðild að ESB.

Fyrst er nefna Ingibjörgu Sólrúnu núverandi utanaríkisráðherra og í kjölfar hennar fyrrverandi utanríkisráðherra  Valgerði Sverrisdóttir síðan Jón Sigurðsson fyrrverandi formann framsóknar.(mest undrandi á honum!!!)

Ekkert þeirra nefndi á nafn hvað sjávarútvegur og landbúnaður skiptir hér miklu máli. Við yrðum alveg áhrifalaus innan ESB ef við afsöluðum okkur þessum auðlinum til skrifræðisins í Brussel

ESB byggði - og byggir tilveru sína ennþá á efnahagslegri stöðu sínum eigin auðlindum - auðvitað með félagslegar skrautfjaðrir.

Okkar 200 mílna lögsaga er það sem ESB sækist eftir ekki síst vegna fyrirsjáanlegs matarskorts í heiminum. Engin ástæða til að afsala henni undir erlent vald fjarri allri lögsögu Evrópu; þá yrðum við ekki lengi til, sem sjáflfstæð þjóð er hefði eitthvað til málanna að leggja.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stefán. Þurfum ekki að breyta stjórnarskránni vega EES-viðskiptasamningsins. Þurfum að gera það vegna ESB því fullveldis-
afsalið er það míkið göngum við þangað inn.

Takk fyrir Sigríður Laufey. Og alveg stórfurðulegt að enginn talar um
að þurfi að breyta okkar sjávarútvegsstefnu göngum við í ESB, því á
Íslandsmiðum er í dag FRAMSELJANLEGUR kvóti sem sjálfkrafa færi
á alþjóðlegan uppboðsmarkað innan ESB og þar með í hendur
útlendinga meir og minna  göngum við í ESB.

Er alltaf að hugsa það aftur og aftur með sama áframhaldi og
auknum glundroða og klofningi í þessu mesta pólitíksu hitamáli
lýðveldisins hvort ekki sé að vera tímabært að stofnaður verði
stjórnmálaflokkur sem hefði það 100% á hreinu að standa
vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands og menningararfinn.

Flokk og stjórnmálamenn sem maður gæti 100% treyst í þessum
málum. Því flestir flokkar virðast vera að klofna meir og minna í
þessu stórmáli.. Segii fyrir mig. Mun aldrei geta kosið þann flokk
eða stutt þann stjórnmálamann sem er ekki heill í þessu máli
varðandi andstöðuna gegn ESB.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.5.2008 kl. 15:47

4 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Já, ESBumræðan - alvöru umræða gæti leitt til átaka sem leiddi til stofnunar stjórnmálaflokks. Það verða hörð átök um ESB- aðild. Það var gott hjá Geir að halda aðild að ESB utan við stjórnarsáttmálann.

Þrátt fyrir það reynir Ingibjörg Sólrún að koma aðildinni á dagsskrá og nú vill hún þjóðarsátt um efnahagsmálin til að losna undan þeirri ábyrgð að taka á vandanum.

Hafði lengi álit á Ingibjörgu en nú er fokið í flest skjól fyrir henni. Er ekki trúverðugur stjórnmálamaður, gengur á bak orða sinna eða fer undan í flæmingi í skjóli ESB-umræðu.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 16:30

5 identicon

Mér finnst það fullkomlega eðilegt að það fari fram góð og málefnaleg umræða um hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusamandið, sérstaklega þegar harðnar í ári, þá er eðlilegt að menn pæli í hvort við höfum eitthvað að gera þangað.

Krónan er bara ekki nógu stór fyrir fjármálamarkaðinn sem hefur vaxið rosalega á síðustu árum. Það segja það allir sem koma nálægt fjármálamarkaðnum að krónan dugi ekki. Hvað þá? Evruna segja þeir allir. Hún er bæði stöðugri og miklu stærri þannig að erlendir vogunarsjóðir geta ekki ráðist á íslenska fjármálamarkaðinn og krónuna eins og margir hafa sagt þá gera.

En til að fá Evruna þurfum við að ganga í Evrópusambandið og þar með afsala hluta fullveldisins eins og margir segja. En við gerum það af einhverju leyti nú þegar í gegnum EES.

Varðandi auðlindirnar eru þær nákvæmlega ástæðan fyrir því að við ættum að fara í viðræður um inngöngu. Það eru fjölmörg dæmi þess að þjóðir semji sig frá ákvæðum ESB við inngöngu. Ég tel góðar líkur á því að við getum náð hagstæðri niðurstöðu úr þessum viðræðum.

En svo er líka annað. Hvort er okkur mikilvægara fiskurinn eða fjármálin? Ég er ekki að segja að fjármálageirinn deyi ef við tökum ekki upp Evruna, frekar en ég held að sjávarútvegurinn detti upp fyrir ef við göngum í ESB. Fjármálageirinn er orðinn stærri og veltir meiru en sjávarútvegurinn þannig að við erum ekki lengur þessi mikla fiskveiðiþjóð þar sem allt er háð fiskinum eins og margir halda. Fjármálageirinn og hátækniiðnaður er framtíðin.

Að lokum fagna ég allri umræðu um ESB hvort sem menn eru með eða á móti, svo framarlega að hún sé málefnaleg. Mér finnst það ómálefnalegt að ætlast til þess að þeir sem eru á móti ESB geri hvað sem er til að stoppa þessa umræðu og skammist yfir henni og því að ráðamenn greiði fyrir niðurstöðunni, hver sem hún verður.

Gunnar Sturla Ágústuson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:37

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnar Sturla. Til að koma snöggu lagi á gengismálin eigum við nú
þegar, eins og einn prófessor hefur bent á sem raunverulegan kost að taka krónuna af gjaldeyrismarkaði og hefja náið myntsamstarf við Norðmenn . Þar með yrðum við kominir með stöðugt gengi, litla verðbólgu og sambærilega vexti og víðast hvar í okkar helstu viðskiptalöndum innan mjög skammst tíma, en það tekur okkur mörg ár að taka upp evru og ganga í ESB. Héldum þá áfram fullum yfirráðum yfir okkar helstu auðlindum, auk þess með þessu að  skapa bankakerfinu stöðuglekann sem það kallar svo á, auk þess að gera skattakerfið ennþá aðlaðandi fyrir alþjóðlegt fjármálakerfi og bar með bankana.  Þetta er mun vænglegri kostur
og fljótvirkastur fyrir Ísland en evruvæðing og ESB-aðild sem
við munum ENGIN áhrif hafa á sökum smæðrar okkar og
ólíkra hagsmuna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.5.2008 kl. 20:04

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér finnst þessi umræða um landbúnaðinn og ESB merkileg. Eru þið þá að halda fram að landbúnaður lognist út af í öllum ESB löndum eða hvað? Maður heyrir t.d. ekki af því að bændur í Svíþjóð og Finnlandi kvarti mikið. Enda eru t.d. sérstakir styrkir í ESB til a viðhalda búskap á norðlægum slóðum og eins þá eru í samningum þessara þjóða sérstök ákvæði sem stuðla að þvi að viðhalda landbúnaði í þessum löndum.

Varðandi fiskinn þá var hér áður viðkvæðið að hingað þyrptust togarar frá öðrum þjóðum við inngöngu í ESB en þegar að það var bent á að farið væri eftir veiðireynslu þá tók við að erlendir aðilar gætu keypt sig inn í íslensk fyrirtæki. Og hvað með það? Þetta yrðu eftir sem áður íslensk fyrirtæki. Hef nú ekki séð hingað til að við höfum notið þess sérstaklega að íslenskir aðila eigi kvótann. Mér skilist að stórhluti þeirra búi erlends og leigi síðan kvótann á okurveri til þeirra sem eru að sækja sjóinn.

Það er talað um að smærri ríkin hafi einmitt meira vægi í ESB heldur en þau stærri. Þannig eru engar stærri ákvarðanir teknar nema um þær séu allir sammála. Og þær verður margar að samþykkja líka á öllum þingum viðkomandi landa.

Minni á að nær öll ríki Evrópu eru komin í eða eru að sækjast eftir að komast í ESB. Við erum að verða síðustu Geirfuglarnir. Og hvað varð um Geirfuglinn - Honum var útrýmt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2008 kl. 00:59

8 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Magnús Helgi ! Enn sannar þú; sem oftar, að þú ert þjóðníðingur og vesæll maður, því miður. ''Við erum að verða síðustu Geirfuglarnir''. Og þótt svo væri. Betra; að vera dauður, en að verða kraminn, undir hrammi þýzku Ný- nazistanna !

Þá lýgur þú, sem þú ert langur til að ''nær öll ríki Evrópu eru komin í eða eru að sækjast eftir að komast í ESB''. Fjarri öllum sanni. Meðan Volga; ein lífæða Rússlands rennur, mun það aldrei verða, sem betur fer !

Með kveðjum, til þín Guðmundur; og annarra, utan Magnúsar Helga, Brussel þræls /

Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 01:34

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ja Óskar Helgi það eru nú þegar 27 ríki í ESB og bíða nokkur eftir þvi að komast þangað inn. Þannig að þá eru ekki margar þjóðir eftir í Evrópu er ég hræddur um!

 

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2008 kl. 03:26

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Helgi,

Það stendur til að breyta "stjórnarskrá" ESB og afnema neitunarrétt einstakra ríkja.  Þetta er helsta röksemd þeirra sem vilja í ESB en samt halda í eitthvað sjálfstæði.  Kannski verður Ísland nýja miðjan í ESB við inngönguna.  Maður veit aldrei nema prófa:) 

Björn Heiðdal, 4.5.2008 kl. 05:47

11 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Magnús Helgi og Björn Heiðdal ! Tækist Þýzku heimsvaldasinnunum það; sem ekki tókst, með stryrjalda brauki þeirra, gegnum aldirnar, yrði það eitthvert mesta niðurslag álfu okkar, sem auðmýking.

Þess vegna; verður Rússland; og samskiptin við það, enn þýðingarmeira, í komandi framtíð. Hafið mín orð, fyrir því, piltar.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband