Samfylkingin svikur launþega, öryrkja og aldraða herfilega


   Síðan Samfylkingin komst til valda hafa kjör launþega, öryrkja og
aldraða stórkostlega versnað.  Óðaverðbólgan sem nú geysar hefur
étið upp allar þær  kjarabætur og lífeyrir sem Samfylkingin lofaði svo
míkið fyrir kosningar,  og gott betur en það. Þá hefur húsnæðismark-
aðurinn nánast frosið undir stjórn Samfylkingarinnar. Og við blasir
stórfellt atvinnuleysi í haust ef fram heldur sem  horfir. Svik Sam-
fylkingarinnar við íslenzkan almenning í dag eru því stór og mikil.
Herfileg!

  Þetta eru mikil umskipti á við þau 12 ár sem fyrri ríkisstjórn  sat
og stjórnaði. Þá voru líka verkin látin tala, með stórframkvæmdum
og nýtingu okkar orkuauðlinda, sem nú eru blessunarlega að skila
sér að fullu í stórauknum útflutningi. En einmitt vegna andstöðu Sam-
fylkingarinnar við áframhaldandi nýtingu okkar endurnýjanlegu orku
og andstöðu hennar  við atvinnulífið hefur stöðnunin í efnahagslífinu
orðið miklu meiri og alvarlegri en ella hefði orðið.  

  Vinstrimenn hafa ætið skort skilning á atvinnulífinu. Vinstrimenn
eiga mjög erfitt að skilja að forsenda öflugs velferðarkerfis er öflugur
og stöðugur hagvöxtur. Vinstrimenn virðast trúa á að peningar vaxi
aðallega á trjánum. Eftir að Samfylkingin komst í ríkisstjórn hefur hún
haft mjög neiðkvæð áhrif á vöxt atvinnulífsins og beinlínis brugðið
fæti fyrir mikilvægum stórframkvæmdum. - Þess vega voru það mikil
mistök að hleypa Samfylkingunni að stjórn landsmála. Flokk sem auk
þess hefur mjög takmarkaða trú á ÍSLENZKRI framtíð viljandi að Ís-
land gangi í ESB með tilheyrandi fullveldisafsali og afhendingu okkar
helstu auðlinda í hendur útlendinga. 

  Sjálfstæðisflokkurinn sem borgaralegur flokkur á því að standa sem
slíkur undir nafni, slíta stjórnarsamstarfinu við vinstriöflin í Samfylk-
ingunni, og hefja samstarf við  þjóðleg framfarasinnuð borgaraleg öfl, 
og það til frambúðar. Samstarf Sjálfstæðis,- Framsólnar-  og Frjálslyndra
yrði þar hin ákjósanlegasta niðurstaða,  landi og þjóð til heilla.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband