Framsókn og Sjálfstæðisflokkur myndi nýjan meirihluta


  Aðeins rúm 2% segjast kjósa Framsóknarflokkinn til borgarstjórnar
skv nýrri skoðanakönnun Capacent. Þetta er gjörsamlega óásættan-
leg niðurstaða fyrir Framsókn. Framsókn virðist hafa gjörsamlega
horfið í stjórnarandsöðunni innan um vinstri-öflin. Nákvæmlega á
sama hátt og hún nánast hvarf í stjórnarmeirihluta með vinstri-öfl-
unum í R-listanum. - Því á Framsókn að slíta sig alfarið  frá núver-
andi stjórnarandstöðu og bjóða Sjálfstæðisflokknum upp á nýtt stjórn-
arsamstarf með Hönnu Birnu Kristjánsdóttir sem borgarstjóra. Því
Sjálfstæðisflokkurinn  þarf  að brjótast út úr þeim stjórnarmeirihluta
sem nú  situr. Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi borgarstjóri eru
ósamstíga í svo mörgum mikilvægum málum, eins og orku- og skipu-
lagsmálum, að það er greinilega farið að bitna illa á fylgi Sjálfstæðis-
flokksins. Enda borgarstjóri rúinn öllu trausti - Því má svo ekki gleyma
að í upphafi kjörtímabils mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur meirihluta. Illu heilli klúðruðu þeir þeim meirihluta. Nú hafa hins
vegar nýir efnilegir leiðtogar tekið við báðum flokkum. -  Því er ekkert
eðlilegra í stöðunni í dag en að þeir endurnýi samstarf sitt upp á nýtt  
og klári samstarfið a.m.k út kjörtímabilið.

   Samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins gætu reynst báðum
flokkum vel einmitt nú, og borgarbúum til heilla. -

 
mbl.is Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Býsna góð tillaga. Minnir reyndar svolítð á ályktun galgopans sem taldi að við hefðum ekki verið búnir að reyna til þrautar með Gleðibankann í Evróvísion söngvakeppninni.

Árni Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

En fórum hvað fyrir rest eftir Gleðibankann? Í hvaða sæti náðum við hæðst
eftir Gleðibankann Árni minn? Sama getur gerst í pólitíkinni! Ekki satt?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.8.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Dæmigert VINSTRA-RUGL Sveinn! Alveg DÆMIGERT!!!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.8.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband