Fullveldissinnar besti kostur ESB-andstæðinga !
22.3.2009 | 00:25
Eftir hin stórpólitísku mistök Bjarna Benediktssonar sem býður
sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, að lýsa því yfir í gær í
Fréttablaðinu að ESB-aðild og evra séu bestu kosnirnir fyrir hina
íslenzka þjóð, hljóta allir SANNIR ESB-andstæðingar innan Sjálf-
stæðisflokks og víðar að sjá, að L-listi fullveldissinna er EINI raun-
hæfi valkosturinn í komandi kosningum. Bjarni Ben hefur nú kast-
að stríðshanskanum framan í andlit grasrótar Sjálfstæðisflokksins.
En yfir 70% hennar HAFNAR ESB-aðild. Þrátt fyrir það HRÓPAR
varaformannsefnið ESB ESB og EVRA! Meiriháttar pólitísk afglöp
er varla hægt að fremja en þetta hjá manni sem hyggst bjóða
sig fram í mjög AND-ESB grasrótarflokki. Enda hrokinn mikill og
yfirlætingin hjá formannsefninu með eindæmum.
Þá er vert að benda á að Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór
Þórðarson leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. BÁÐIR yfir-
lýstir ESB-sinnar. Því báðir vilja þeir aðildarviðræður að ESB og
þá um leið aðildarumsókn að því. - Það liggur alveg skýrt fyrir !
En þá er vert að spyrja. Hvernig í ÓSKÖPUNUM geta ESB-and-
stæðingar innan Sjálfstæðisflokks kosið þennan ESB-flokk lengur?
Með alla þessa yfirlýstu ESB-sinna á eftsu listum Sjálfstæðsflokks-
sins í fjömennustu kjördæmum landsins. Eru engin takmörk fyrir
slíku?
L-listi fullveldisinna, hið hófsama borgaralega afl, hefur hins vegar
SkÝRA og AFDRÁTTARLAUSA stefnu í Evrópumálum. Aðildarviðræður
og aðildarumsókn að ESB KEMUR ALLS EKKI TIL GREINA! Þá er einnig
vert að vekja athygli á niðurstöðu landsfundar Vinstri grænna.
Þar virðist ÖLLU haldið galopnu í Evrópumálum. ENGINN afgerandi
afstaða undirstrikuð gagnvart KRÖFU Samfylkingarinnar um umsókn
að ESB. Alla vega heldur vara-formaður Vinstri grænna ÖLLU opnu,
það má ræða ALLA hluti segir vara-formaðurinn. Þannig að VG er
ALLS EKKI treystandi í Evrópumálum, enda mjög alþjóðasinnaður
flokkur í eðli sínu, og hafnar öllum þjóðlegum gildum og viðhorfum.
Því er hér enn og aftur skorað á alla þjóðfrelsis- fullveldis, og sjálf-
stæðissinna að koma STRAX til liðs við L-lista fullveldissinna. Því nú
hefur ALDREI verið eins þýðingarmíkið að sem flestir sannir fullveldis-
sinnar verði kosnir á þing, til að verja fullveldi og sjálfstæði Íslands.
Burt með landsöluliðið !!
Áfram fullvalda og sjálfstætt Ísland!
Íslandi allt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !
Fullveldis sinnar eru; og munu verða, velkomnir, innan herbúða sjóhunda- og bændanna hliðhollrar þungavigtarsveitar þeirra Guðjóns Arnars, takist mér, sem fjölmörgum annarra velunnara GAK, og hans slektis, að snúa þeim; alfarið, frá öllum bábiljum, varðandi nýlenduvelda bandalag Evrópusambandsins, Guðmundur minn.
Svo sannarlega !
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 00:32
Óskar minn. Treysti ALLS EKKI Frjálslyndum í Evrópumálum. Nú síðast
tefla þér fram kratanum og eldheitium ESB-sinna Karli V Mattihassyni í Reykjavík Norður. Og fyrir nokkrum vikum var hinn eldheti ESB-sinni Jón Magnússon ÞINGFLOKKSFORMAÐUR Frjálslynda. Enda traustið og fylgið HRUNIÐ af Frjálslyndum í dag........ Skora á þig að koma yfir til okkar sönnu
Fullveldissinna!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 00:47
Heill og sæll; sem fyrr, Guðmundur Jónas !
Jú; ég mun setja allan þann þunga, sem mögulegur er, á þá Guðjón Arnar, að þeir hverfi frá vondri villu, síns vegar - OG HAFNI AÐILD ÍSLANDS, UM ALDUR OG ÆFI, að nýlendu jálka bandalaginu, suður á Brussel völlum.
Svo; einfalt, skal það vera, Guðmundur minn !!!
Með hinum beztu kveðjum; sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.