Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Vandræðagangur! Þjóðaratkvæði um þjóðaratkvæði
31.12.2008 | 09:45
Geir H Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
er kominn í bullandi vandræði með Evrópumálin innan flokksins.
Hann veit sem er að djúpstæður ágreiningur er meðal tveggja
fylkinga innan flokksins um aðildarumsókn Íslands að ESB. Til
að forða flokknum frá algjörum klofningi virðist þrautalendingin
hjá Geir vera sú að taka málið af dagskrá innan flokksins, og
henda því í þjóðina. Gefast upp með að útkljá málið pólitískt.
Sem yrði mikill pólitískur veikleiki. Bæði fyrir Geir og þá ekki
síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þjóðaratkvæði um þjóðaratkvæði um hvort sækja eigi um aðild
Íslands að ESB er skrípaleikur, og algjört ráðþrot íslenzkra stjórn-
mála að geta ekki myndað sér grundvallarskoðun í jafn stórpóli-
tísku máli og því hvort Ísland skuli áfram vera frjálst og fullvalda
ríki eða hluti af Stórríkjasambandi Evrópu. - Um það snýst málið,
auk þess að Íslendingar hafi ætíð óskoruð yffirráð yfir sínum auð-
lindum.
Geir H Haarde hefur gefið tóninn. Uppgjafartón númer tvo innan
við sólahring. Sá fyrri var um að til greina komi að falla frá lög-
sókn gagnvart Bretum vegna hryðjuverkalaganna gegn ásættan-
legum vaxtakostnaði vega icesave-reikninganna. Hinn síðari nú
uppgjöf í Evrópumálum.
Hvaða uppgjöf verður næst ?
Umsókn í þjóðaratkvæði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vantraust Jóns Baldvins á Ingibjörgu Sólrúnu
31.12.2008 | 00:30
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 galopnar Jón Baldvin Hannibalsson
fyrrverandi krataforningi á allar gáttir og segist ekki skorast
undan endurkomu í stjórnmálin verði eftir því leitað. Segist
vera reiðubúinn að vinna MEÐ HVERJUM SEM ER. Hann er
vonsvikinn með Samfylkinguna, hún hefði ekki staðið sig sem
skyldi í Evrópumálunum og að ríkisstjórnin væri ekki að standa
sig.
Þetta er meiriháttar vantraust á Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttir formanns Samfylkingarinnar frá einum merkasta fyrrv.
krataforingja. Ekki verður annað lesið í þetta en dulbúna
hótun um að nýr krataflokkur sjái dagsins ljós áður en langt
um líður.
Það var Jón Baldvin sem á sínum tíma kom Íslandi inn í
EES-samninginn. Illu heilli. Því með mörgum rökum má nú
fullyrða að það hafi einmitt verið fyrir tilverknað EES-sam-
ningsins sem bankahrunið, icesave-reikningar og bresk
hryðjuverkalög ásamt tilheyrandi OFUR-skuldasúpu blasir
nú við íslenzku þjóðinni. - Hefði Jóni Baldvini ekki tekist að
þröngva EES-samningnum upp á þjóðina, heldur að gerður
hafi verið venjubundinn viðskiptasamningur við ESB eins
og við öll önnur viðskiptalönd Íslands, væri íslenzk þjóð í
MJÖG góðum málum í dag.
Greinilegt er að Jón Baldvin kann ekki að sammast sín
gagnvart þjóð sinni í dag. Ekki frekar er Samfylkingin sem
vill nú ganga skrefinu lengra en Jón Baldvin á sínum tíma,
með innlimun Íslands í ESB, með tilheyrandi afsali á fullveldi
og yfirráðum yfir íslenzkum auðlindum.
Uppgangur vinstrimennsku áhyggjuefni !
30.12.2008 | 00:30
Uppgangur hvers konar vinstrimennsku á Íslandi í dag
er orðið verulegt áhyggjuefni. Ekki síst ef jarðvegur er að
skapast fyrir raunverulegri vinstristjórn. En skv. síðustu
skoðanakönnun er hinn rótæki vinstriflokkur, svokallaðir
Vinstri-grænir orðnir stærsti stjórnmálaflokkur landsins,
en Samfylkingin kemur þar fast á eftir. Það er hrollvekjandi
tilhugsun ef sú verður raunin að útbrunnir og afdankaðir
sósíalistar frá síðustu öld eiga eftir að leiða þjóina inn í hina
nýbyrjuðu 21 öld. Maður má ekki hugsa þá hugsun til enda!
Ljóst er að alvarlegar þreifingar hafa verið milli Vinstri-
grænna og Samfylkingar um nokkurt skeið. Útspil Ögmund-
ar Jónassonar þingflokksformanns VG á dögunum, um að
VG væru hlynntir umsókn að ESB og þjóðaratkvæðagreiðslu
um niðurstöðu þeirrar umsóknar, voru beinlínis til þess fall-
nar að galopna á ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingar.
Helsta hindrunin, Evrópumálin, var þannig rutt úr vegi svo
að ekkert stæði lengur í vegi þess að þessir tveir svo mjög
svo alþjóðasinnaðir flokkar gætu myndað vinstristjórn - Því
í stað ,,Sovét Ísland hvenær kemur þú? " gömlu sósíalistanna
forðum - yrði ekkert auðveldara fyrir hina núverandi sósíalista
í VG að herma þetta gamla stef upp á ,,draumaríkið" nýja í dag,
,,ESB-Ísland, hvenær kemur þú?" Annað eins hefur nú verið
kokgleypt í íslenzkum stjórnmálum!!!
Mikið áhyggjuefnið er þó staðan á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála í dag. Sjálfstæðisflokkurinn sem ætíð hefur verið
stærsti flokkurinn í íslenzkum stjórnmálum og forystuafl borgara-
legra afla stendur nú frammi fyrir miklum efiðleikum. Sem stjórn-
arflokkur s.l 17 ára fær hann að kenna á þeim efnahagslegum
hremmingum sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, og þeim mis-
tökum við myndun núverandi stjórnar með því að hleypa Sam-
fylkingunni að stjórn landsmála. Til viðbótar því stendur flokk-
urinn einnig frammi fyrir alvarlegum klofningi vegna Evrópumála.
Þar takast á tvær ósættanlegar fylkingar. Á miðkantinum hefur
fylgið við Framsókn hrunið, algjör tilvistarkreppa ræður þar ríkjum,
enda hafa Evrópumálin leikið flokkinn grátt á s.l árum. Þá virðast
Frjálslyndir einhverra hluta vegna alls ekki höfða til kjósenda,
trúlega einnig vegna innanflokksátaka um menn og málefni.
Í dag virðist því litil mótspyrna vera fyrir hendi á mið/hægri
kannti íslenskra stjórnmála gagnvart uppgangi vinstriaflanna.
Þar blasir við skortur á sterkum og heilsteyptum borgaralegum
flokki á ÞJÓÐLEGUM grunni. Flokki án neinna tengsla við þau
hrikalegu efnahagslegu mistök sem gerð hafa verið á s.l árum.
Flokki sem þjóðin getur 100% treyst fyrir sjálfstæði og fullveldi
Íslands, almenningi á Íslandi til heilla.
Já, hvenær kemur þú, okkar Þjóðlegi Frelsisflokkur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mun Sjálfstæðisflokkur fresta ákvörðunartöku um ESB?
29.12.2008 | 00:25
Ekki er talið ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fresti að taka
ákvörðun um að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu
á landsfundi flokksins í janúar. - Bæði er það að þorri sjálf-
stæðismanna er mjög ósáttur við að slík ákvörðun sé tekin
undir síendurteknum hótunum Ingibjargar Sólrúnar formanns
Samfylkingarinnar um kosningar og þá stjórnarslit, samþykki
flokkurinn ekki aðildarumsókn. Ekki komi til greina að Ingibjörg
og Samfylkingin hafi áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins í þessu
stórmáli. Þá eru mjög alvarlegar skiptar skoðanir í flokknum um
afstöðuna til aðildar Íslands að ESB, sem auðveldlega geta leitt
til afdrífaríks klofnings í flokknum verði látið sverfa til stáls milli
tveggja ólíkra fylkinga. - Því þótt Evrópunefnd flokksins hafi
verið skipuð og hún látin safna gögnum út og suður um málið
er svo langt í frá að tveggja daga landsfundur geti komist að
niðurstöðu svo sátt verði um í svo meiriháttar pólitísku hitamáli.
Þá eru ótal tæknilegum spurningum ósvarað varðandi fram-
kvæmd málsins, sem taka muni fjölmarga mánuði að vinna úr
áður en til endanlegrar ákvörðunar kemur um aðildarumsókn.
Allt bendir því til að landsfundur Sjálfstæðisflokksins fresti
ákvörðunartöku í Evrópumálum, og láti það þá í hlut Sam-
fylkingarinnar hvort hún slíti ríkisstjórnarsamstarfinu eða
ekki, sem hvort sem er verður ekki langlíft úr þessu. - En þá
er það líka orðin spurning hvort það hafi ekki verið vanhugsað
hjá flokksforystu Sjálfstæðisflokksins að leggja upp í Evrópu-
leiðangurinn með þessum hætti? Og sem þá hlýtur að skrifast
fyrst og fremst á hinn Evrópusambandssinnaða vara-formann
flokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir.........
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Öfgaöfl sionista og islamista þarf að útrýma !
28.12.2008 | 00:59
Friður mun aldrei komast á fyrir botni Miðjarðarhafs fyrr
en öfahyggja sionistanna í Ísrael og öfgahyggja íslam-
istanna í Palestínu hefur verið útrýmt. Svo einfallt er það!
En það sorglegasta er að ekkert bendir til að svo verði í
náinni framtíð. Blindur stuðningur Bandaríkjamanna við
sionistanna í Ísrael og blindur stuðningur ýmissa öfga-
múslimaríkja eins og Írans við hatursfulla islamista í
Palestínu virðist ætla að sjá til þess. Á meðan horfir
heimurinn ráðalaus á ósköpin.
Það var því meira en barnalegt þegar utanríkisráðherra
Íslands, Ingibjörg Sólrún, taldi sig og Ísland hafa lykil-
hlutverki að gegna í Miðausturlöndum á árinu sem senn
er liðið. - Auðvitað var það tálsýn ein eins og svo með
margt annað sem hefur gagntekið núverandi utanríkis-
ráðherra. Utanríkisráðherra hefði betur notað tímann í
þágu íslenzkra hagsmuna erlendis en það ofurflakk um
heiminn á árinu í þeirri trú að koma mætti vitinu fyrir
algjöra trítilóða villi- og glæpamenn í Ísrael og Palestínu.
Ef Bandaríkjamenn láta af blindum stuðningi sínum við
hina öfgafullu sionista í Ísrael og öfgafullir íslamistar
hætta að fá stuðning frá öfgafullum trúbræðrum sínum í
arabaheiminum er von um frið. En fyrr ekki!
Ísland á að forðast villimennskuna í Mið-austurlöndum!
Segja Hamas ábyrg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rétt hjá Syrmi um áhrifalausan útkjálka
27.12.2008 | 00:47
Það er rétt hjá Styrmi Gunnarssyni fyrrv. ritstjóra Mbl.
að Ísland verði áhrifalaus útklálki gangi það í ESB. Því
er það hárrétt hjá Styrmi að hvetja Sjálfstæðisflokkinn
og grasrót hans að fella umsókn Ísland að ESB á lands-
fundi flokksins í janúar. Því það er alveg ljóst að sam-
þykki landsfundurinn aðildarumsókn væri Sjálfstæðis-
flokkurinn þar með orðinn að Evrópusambandsflokki
alveg eins og Samfylkingin. Nákvæmlega sem formaður
Samfylkingarinnar er að kalla á eftir og það með ítrek-
uðum hótunum á Sjálfstæðisflokkinn og forystu hans.
Aðildarviðræðusinni að ESB HLÝTUR sjálfkrafa að vera
sambandsinni að ESB. Enginn sækir um hlut sem viðkom-
andi er á móti. - Nei þýðir nei. Nei við ESB hlýtur þá
sjálfkrafa að þýða NEI við aðildarviðræðum og NEI við
umsókn að ESB. - Einfaldara getur það ekki verið!!!!!
Allt bendir til að Framsókn gerist formlegur Evrópu-
sambandsflokkur á flokksþingi sínu í janúar. Þar með
bætisr hún í hóp með Samfylkingunni. Talsmenn Vinstri
grænna tala nú allt í einu fyrir aðildarviðræðum að ESB.
Þar með er Vinstri grænum ekki lengur treystandi í
Evrópumálum. Þá er þingflokksformaðu Frjálslyndra
ESB-sinni sbr. skrif hans á hans heimasíðu um þessa
frétt af Styrmi. - Frjálslyndum er því ekki heldur treyst-
andi í Evrópumálum.
Því bendir allt til uppgjörs á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins í janúar, eins og raunar á mið/hægri kannti ís-
lenzkra stjórnmála, eftir allt sem á undan er gengið. Heil-
steyptur og heiðarlegur borgarflokkur á ÞJÓÐLEGUM
grunni verður þá vonandi útkoman!
Ísland áhrifalaus útkjálki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Aðildarsinni vill aðildarviðræður !
26.12.2008 | 15:12
Sá sem vill aðildarviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu
er um leið orðinn aðildarsinni, Evrópusambandsinni. - Því enginn
getur viljað aðildarviðræður að einhverju sem viðkomandi er á móti.
Er þetta ekki orðið nokkuð ljóst?
Þess vegna ef einhver stjórnmálaflokkur samþykkir að fara skuli í
aðildarviðræður um aðild Íslands að ESB hlýtur sá fllokkur að teljast
Evrópusambandssinnaður flokkur. Eins og Samfylkingin. Er þetta
ekki nokkuð ljóst líka?
Þannig að ef Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokksflokkurinn
samþykkja á flokksþingum sínum í janúar að sækja skuli um aðild
Íslands að ESB með aðildarviðræðum hljóta þessir flokkar þar með
að teljast Evrópusambandssinnaðir flokkar. Því enginn flokkur sem
er á móti aðild Íslands að ESB styður aðildarumsókn að ESB. Er
ekki þetta nokkuð ljóst líka?
Talsmenn Vinstri græna segjast styðja aðildarviðræður að ESB og
þar með umsókn að ESB. Þar með eru Vinstri-grænir orðnir Evrópu-
sambandssinnaður flokkur. - Alla vega getur enginn sannur ESB-
andstæðingur stutt slíkan flokk. - Liggur það ekki ljóst fyrir?
Frjálslyndir segjast á móti aðild Íslands að ESB. Samt kjósa þeir
yfirlýstan ESB-sinna sem vill umsókn að ESB sem sinn þingflokks-
formann. Er slíkum flokki sem það gerir treystandi í Evrópumálum?
Nei, ekki gagnvart þeim sem vilja hreinar línur í þessum málum.
Ef allt fer á versta veg í janúar og Evrópusambandsinnar hafa
sitt fram í Framsókn og Sjálfstæðisflokki hljóta öll hin öflugu
þjóðlegu öfl í íslenzkum stjórnmálum að hugsa sinn gang. Þau
hljóta þá að mynda öfluga hreyfingu á mið/hægri kannti íslenzkra
stjórnmála. - Finna sér nýjan þjóðlegan pólitískan vettvang sem
einnig stæði fyrir allsherjar uppstokkun í íslenzku samfélagi og
stjórnkerfi þess. - Liggur það ekki mjög ljóst fyrir líka ?
Og enn hótar Ingibjörg !
24.12.2008 | 00:52
Og enn hótar Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra, og nú
á sjálfri Þorláksmessu. Jólakveðja til sjálfstæðismanna: Ef
þið samþykki ekki aðild að ESB á landsfundinum í janúar
verður stjórnarsamstarfinu slítið og kosið í vor. - Þannig að
einsgott er fyrir sjálfstæðismenn að vera nú góðu börnin á
jólum, og framyfir áramót að landsfundi, þar sem ákveðið
verður að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.
Hlýtur að vera sérstök tilfinning hjá sjálfstæðismönnum
að halda landsfund undir slíkum hótunum samstarafs-
flokksins í ríkisstjórn. Og ekki bara einni hótun. Heldur
ítrekuðum hótunum.
Hlýtur að virka öfugt við það sem formaður Samfylkingar-
innar ætlast til. Efla hin þjóðlegu öfl innan Sjálfstæðisflokk-
sins í því að hafna algjörlega umsókn um aðild Íslands að
ESB. - Allt annað yrði litið sem algjör eftirgjöf við ítrekuðum
hótunum Ingibjargar Sólrúni Gísladóttir. - Sem er auðvitað
fráleit staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Liti út sem að formað-
ur Samfylkingarinnar væri farin að stjórna Sjálfstæðisflokk-
num í hinum veigamestu málum.
Samþykki landsfundur Sjálfstæðisflokksins aðildarumsókn
að ESB er flokkurinn þar með orðin Evrópusambandssinnaður
flokkur. Því enginn sækir um aðild að ESB nema viðkomandi
vilji þangað inn. - En þá er líka ljóst að flokkurinn klofni end-
anlega. - Og þar með stóraukast líkur á nýju framboði þjóð-
legra borgaralegra afla.
Kostnaður við ESB-aðild aldrei kynntur
23.12.2008 | 00:48
Það er hárrétt hjá formanni LÍÚ Adolfi Guðmundssyni,
um að kostnaður við ESB-aðild hefur aldrei verið kynntur.
Af vísu liggur fyrir að íslenzka ríkið mun koma til með að
greiða marga milljarða umfram þá sem það fengi til baka
úr sukksjóðum ESB. (reikningar ESB hafa ekki verið sam-
þykktir af endurskoðendum þess í 10 ár) Hins vegar liggur
fyrir að stórar og mikilvægar atvinnugreinar myndu stór-
tapa og ríkið raunar um leið með auknu atvinnuleysi innan
þessara atvinnugreina, komi til ESB-aðildar.
Stærsta spurningin varðandi stórtjón og tap er varð-
andi sjávarútveginn. Hversu mikill virðisauki mun koma
til með að hverfi úr hagkerfinu með tíð og tíma ef kvót-
inn kemst í hendur erlenda aðila? Hefur einhver svarað
því? Nei. Enginn! Og allra síst Samfylkingin. Því eins og
Adolf bendir að ,, ef við værum hluti af ESB væri sú hætta
fyrir hendi að útlendingar eignuðust hér fjölda fyrirtækja
í sjávarútvegi". Allir þekkja sögu Breta í þessu en kvóta-
hoppið svokallaða hefur rústað breskum sjávarútvegi.
Hafa ESB- sinnar útskýrt hvernig þeir ætli að koma í veg
fyrir slíkt gangi Ísland í ESB? Aldeilis ekki? Gera menn
sér ekki grein fyrir hvað stjarfræðilegir fjármunir geta
verið hér í húfi fyrir íslenzkt hagkerfi færist kvótinn á
hendur útlendinga? Kannski bara allt í lagi með það?
Þá er augljóst að íslenzkur landbúnaður verður fyrir
stórtjóni af ESB-aðild. Enda beita bændasamtökin nú
sér af hörku gegn ESB-aðild. - Ekki að undra þjótt Fram-
sókn sé horfin og tröllum gefin hafandi svo gjörsamlega
svikið í dag íslenzkan landbúnað og sjávarútveg með
glórulausu ESB-daðri og trúboði.
Já er ekki kominn tími til að hinn stórkostlegi kostnaður
af ESB aðild verði reiknaður út og kynntur þjóðinni ?
Því ESB-trúboðið er á algjörum villigötum!
Kostnaður við ESB-aðild aldrei kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar þjóðin að láta bjóða sér IMF ruglið áfram?
21.12.2008 | 16:26
Hvers-konar rugl er þetta sem íslenzkri þjóð er boðið
upp á? Á sama tíma sem allt á að skera niður á vegum
ríkisins og halda hér uppi himinháum okurvöxtum skv.
tilskipan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, (IMF) hvetur fram-
kvæmdastjóri þessa sama sjóðs ríkisstjórnir um heim
allan til að efla hagvöxt í heiminum með því að efla opin-
ber fjárútlát. Því ef í einhverju landi í heiminum þarf að
stórauka hagvöxt þá er það einmitt á Íslandi í dag. En
himinháir okurvextir og stórkostlegur niðurskurður ríkis-
útgjalda mun stórauka samdráttinn og og þar með
kreppuna til frambúðar. Svo einfallt er það!
Hvers konar ofurrugl er þetta eiginlega? Ætlar þjóðin
virkilega að láta bjóða sér upp á þetta kjaftæði og rugl?
Eru eintómir páfagaukar í þessari blessaðri ríkisstjórn
sem taka við hverri rugl-skipuninni á fætur annari frá
IMF? Eða gilda allt önnur hagfræðileg rök á Íslandi en
á heimsvísu? - Ef svo er, þarf að upplýsa þjóðina nú
þegar hvers vegna svo sé! Alla vega skuldar ríkis-
stjórnin þjóðinni útskýringa á hvers vegna prógram IMF
á Íslandi er í slíkri hrópandi mótsögn við yfirlýsingu fram-
kvæmdastjóra IMF hvernig eigi að bregðast við samdrætti
og kreppu.
Númer eitt er að vinna gegn samdrætti og búa til hagvöxt
og tekjur í þjóðfélaginu. Til þess þarf lækkun vaxta og aukið
frjármagn í umferð með seðlaprentun. Þveröfugt við það sem
gert er í dag. - Enda ástandið eftir því!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |