Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Peningastefnan murkar lífið úr þjóðinni !


   Peningastefna Seðlabankans er gjaldþota! Ríkisstjórnin
ber pólitíska ábyrgð á gjaldþroti peningastefnu Seðlabank-
ans.  Hversu lengi enn á vitleysan að halda áfram? Þangað
til atvinnulífið á Íslandi hefur endalega verið keyrt í þrot
vegna himinhárra okurvaxta og flöktandi gengis ?

  Er enginn með viti lengur í Seðlabankanum eða ríkisstjórn?
Hvers vegna er peningastefnunni ekki gjörbreytt?  Og það
ÞEGAR Í STAÐ!

  Þórólfur Matthíasson prófessor við Háskóla Ísland hefur
m.a bent á afar skynsamlega leið í gengismálum sbr. Frétta-
blaðið um helgina. Að tekin verði upp myntsamstarf t.d við
Norðmenn, sem búa við sterkt gengi og dygra gjaldeyris-
varasjóði í tengslum við olíusjóðinn norska. Slíkt samstarf
yrði hægt að koma á fót á skömmum tíma, og gæti náð til
margra þátta. Binding krónunar við þá norsku með ákveðum
frávíkum myndi koma strax stöðugleika á gengið, sem myndi
strax minnka verðbólgu og stórlækka vexti.

  Hvers vegna í ósköpunum er þetta ekki rætt og skoðað í
dag? Á meðan blæðir  almenningur  og  atvinnulíf ! Hvers
vegna er hinni TILGANGSLAUSU vitleysu enn haldið áfram?
Skilja menn enn ekki að það er GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT
að vera með minnsta gjaldmiðil heims algjörlega FLJÓTANDI
og berskjaldaðan í ólgusjó alþjóðlegra peningamála í dag?
Meir að segja stærsti gjaldmiðill heims, USA-dollar hefur
hríðfallið.

  Í gær hækkuðu stýrivextir í 15.5%. VIÐ ÞAÐ FELL GENGIР!

  Ruglið er ALGJÖRT!

  Er enginn mannlegur máttur sem getur komið vitinu fyrir
ALLA seðlabankastjóranna  og ráðherra ríkisstjórnarinnar?

  Er það algjörlega vita-vonlaust ?

  Eða á algjörlega að murka lífið úr þjóðinni ?
mbl.is Evruvæðing atvinnulífs metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjör almennings munu versna við ESB-aðild !


   Evrópufræðasetrið við Háskólann á Bifröst hefur unnið fyrir
Neytendasamtökin skýrslu, þar sem segir að margt bendi
til að kjör almennings myndu batna við aðild Íslands að ESB
og upptöku evru. Einkum vegna verðlækkunar á landbúnaðar-
vörum og lægri vaxta á húsnæðislánum.

  Hvort tveggja er rangt. Nú þegar væri hægt að lækka vexti
og verð á landbúnaðarvörum ef PÓLITÍSKUR VILJI væri fyrir
hendi. Þurfum enga tilskipun frá Brussel til þess. 

  Hins vegar eru ALLAR líkur á því að kjör þjóðarinnar VERSNI
til mikilla muna komi til ESB-aðildar og evru.

  Allar líkur eru á að ríkisstjóður þurfi að greiða marga milljarða
í sukksjóði ESB umfram það sem hann fær til baka. Allar líkur
eru á að virðisaukinn af Íslandsmiðum hverfi úr hagkerfinu
þegar útlendingar komast yfir  kvótann með heimild til ótak-
markaðra fjárfestinga  í  íslenzkri útgerð. Hið   svokalaða ill-
ræmda  kvótahopp heldi  innreið  sína á íslenzk fiskimið og
legði íslenzkan sjávarútveg í rúst með tíð og tíma sbr. breski
sjávarútvegurinn.  Og allar líkur eru á  því  að atvinnuleysi
muni stóraaukast við evu-upptöku, því hún tæki EKKERT tillit
til efnahagsástandsins á Ísnadi.  Hagvöxur hyrfi! Allt yrði
þetta mjög neikvætt fyrir  almenning á Íslandi.

  Þar utan myndi fullveldi og sjálfstæði Íslands stórskerðast.

  Svona bla bla skýrsla er því í besta falli til að hlæja að.

  Jafnvel þótt hún sé kennd við fræðasetur !

  Og það MJÖG flott fræðasetur!
mbl.is Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýni Mbl. á utanríkisráðherra réttmæt !


   Það er réttmæt gagnrýni sem  fram kemur í síðasta leiðara
Morgunblaðsins  á  utanríkisráðherra. Þar  segir  að ,,megin
áherzlan í  utanríkisstefnu núverandi utanríkisráðherra virð-
ist vera að taka þátt í stórþjóðaleikunum, sem fram fara  á
blóðugum vígvöllum víðs vegar um heim. Það á ekki að vera
okkar vettvangur" segir réttilega í leiðara Morgunblaðsins.

   Í leiðara  Mbl er vakin  athygli á ræðu Ingibjargar Sólrúnu
Gísladóttir utanríkisraðherra á Alþingi í fyrradag um utanríkis-
mál en þar sagði ráherra m.a.

   ,, Utanríkisstefna 21. aldarinnar verður ekki byggð á hjásetu
eða sérhagsmunum. Slík stefna er ekki einungis ábyrgðarlaus -
hún er árángurslaus"

    Leiðarahöfundur Mbl. segir að betra hefði farið að lýsa utan-
ríkisstefnu 21 aldar með þessum hætti:

  ,,Utanríkisstefnu 21 aldarinnar verður ekki byggð á sýndar-
mennsku og hégómaskap. Slík stefna er ekki einungis ábyrgð-
arlaus - hún er árangurslaus". 

   Leiðarahöfundur hittir þarna naglann á höfuðið. Hégóminn og
syndarmennskan er svo yfirdrífið í stefnu núverandi utanríkis-
ráðherra að það er með hreinum ólíkindum. Og bruðlið út og
suður eftir því.

   Allt bendir því til að núverandi utanríkisráðherra verði þjóðinni
dýr enda fer ráðuneyti utanríkismála að veða fjárhagslegur baggi
á þjóðinni ef fram heldur sem horfir. Auk þess er það furðulegt
viðhorf utanríkisráðherra Íslands ef hann telur að utanríkisstefnan
eigi ekki taka til íslenzkra sérhagsmuna.   Til hvaða hagsmuna þá ?

  Vonandi að starfstíma núverandi utanríkisráðherra fari senn að
ljúka !

  

 

 

Tökum upp myntsamstarf við Norðmenn !


  Í Fréttablaðinu um helgina kom fram að prófessor Þórólfur
Matthíasson við Hálsskóla Íslands teldi jákvæða möguleika
á því að Íslendingar og Norðmenn tækju upp myntsamstarf.
Hagsmunir beggja  þjóða lægju það vel saman hvað slíkt
samstar varðar. Norðmenn  búa við  sterkan  og stöðugan
gjaldmiðil sem væri vel varinn fyrir allri spákaupmennsku af
norska olíusjóðnum. Taldi Þórólfur ekki langan tíma að koma
slíku samstarfi á ef vilji beggja þjóða stæði til þess.

  Því má spyrja hvers vegna í ósköpunum er ekki þetta kannað?
Núverandi peningastefna er gjaldþrota og gjörsamlega út í
hött að hafa minnsta gjaldmiðil heims óvarinn og FLJÓTANDI
í ólgusjó alþjóðlegra peningamála í dag. 

  Binding íslenzkrar krónu við þá norsku með ákveðnum frávikum
myndi koma á stöðugleika í gjaldeyrismálum, sem mun strax
leiða til stórminnkandi verðbólgu og ört lækkandi vaxta.

  Og það sem meira er. Alltaf er hægt að endurskoða slíkt mynt-
samstarf og breyta því, sem alls ekki væri hægt ef við tækjum
upp erlendan gjaldmiðil, sem við hefum ENGA stjórn eða áhrif
á.

  Hvers vegna er þetta ekki skoðað? Eða eru menn virkilega að
velta því fyrir sér að ríkisstjóður taki jafnvel upp í þúsund mill-
jarða lán til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og komi
þannig bankakerfinu til hjálpar?

  Augljóst er að náið myntsamstarf við Norðmenn yrði miklu
ódýrara, hagkvæmari og áhættuminna.

  Hvers vegna er sú leið ekki skoðuð ?

Virk utanríkisstefna í bruðli !


   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti Alþingi í gær
skýrslu um utanríkismál, og boðaði virka utanríkisstefnu. Þessi
virka utanríkisstefna Ingibjargar Sólrúnar hefur hingað til nær
eingöngu birst í bruðli. Og ekki hefur sjálfstæð utanríkisstefna
verið áberandi í tíð Ingibjargar, enda framtíðardraumur hennar
að Ísland verði hluti af utanríkisstefnu ESB með aðild þess að
því..

  Þegar að kreppir í íslenzku samfélagi og þjóðin er beðin að
herða sultarólina er lágmarkskrafa að íslenzkir ráðamenn
sýni þá gott fordæmi með ráðdeildarsemi, hagræðingu og
sparnaði á ÖLLUM sviðum. Eitt ráðuneyta virðist bera af
með það að fara í þveröfuga átt, og það er ráðuneyti Ingi-
bjargar Sólrúnar, leiðtoga hérlendra jafnaðarmanna. Kann-
ski ekki nema eðlilegt, því skv. alþjóðahyggju sósíaldemó-
krata er þjóðríkjahugmyndin þar sem sjálfstæði og fullveldi
er undirstríkað, úrelt fyrirbæri. Heimsbyggðin öll skal lögð
undir í hugmyndarfræðinni.

   Ef framhald verður á sem horfir mun ekki langt að bíða að
íslenzka utanríkisráðuneytið verði orðið verulegur fjárhags-
legur baggi á þjóðinni. Fjárausturinn í alls kyns gæluverkefni
og hégóma út og suður um veröld alla er slíkur að með ólík-
indum er meðal örþjóðar sem nýlega skrerið rétt yfir þrjúhund-
uðustu höfðatöluna.

   Það er eins og reynslan sýni að þeim mun alþjóðasinnaðir
sem þeir eru sem gegna starfi utanríkisráðherraembætti
Íslands, því dýrari verða þeir þjóðinni.

  Á því þarf að verða breyting.

  Getum ekki haldið svona lengur áfram. Stöndum ekki undir
svona rugli lengur !

  Alla vega verður bruðlinu að linna!

Bruðlað sem aldrei fyrr !


   Meðan þjóðin er hvött til að herða sultarólina bruðlar ríkisstjórnin
sem aldrei fyrr, og virðist þar utanríkisráðherra fara þar fremstur.
Nýjasta dæmið er að skipa Svavar Gestsson sem er sendiherra
Íslands í Kaupmannahöfn sem sérstakan fulltrúa Íslands í Addis
Ababa í Eþíópíu næstu mánuði. En þar eru höfuðstöðvar Afríku-
sambandsins. Þetta er gert til að fylgja því eftir að Ísland hefur
fengið ÁHEYRNARAÐILD að Afríkusambandinu, og getur því gagn-
ast m.a framboði Íslands til öryggisráðs S.Þ. Þetta kom fram á
Alþingi í dag hjá utanríkisráðherra sbr. frétt á RUV.is.

  Það er alltaf að koma betur og betur í ljós í hvaða gerviheimi
ráðherrar ríkisstjórnarinnar lifa í. Algjörlega úr takt við þjóðar-
sálina og það sem brýnt er að gera varðandi málefni hins al-
menna borgara á Íslandi í dag.

  Slíkir gerviráðherrar þurfa að víkja, og það sem allra fyrst !

Duglaus ríkisstjórn og innantómir fundir


   Auðvitað á ríkisstjórnin að koma til móts við ALLAN ALMENNING
í landinu  og lækka  skatta á olíu- og bensínverði TÍMABUNDIÐ.
Íslendingar eru ein mesta  bílaþjóð  heims, og  því  kemur hátt
verð á eldsneyti  afar hart  við íslenzkan  almenning. Hérlendis 
eru t.d engar lestarsamgöngur svo dæmi sé tekið. Þá myndi slík
lækkun hafa jákvæð áhrif til lækkunar veðbólgu, sem er ekki van-
þörf á.

  Því eru innantómir fundir fjármála-og samgönguráðherra með
atvinnubílsstjórum mikil  vonbrigði, og sýnir bæði dugleysi og
skilningsleysi þessarar  ríkisstjórnar. Kemur væntanlega vel á
vondann  þegar  samgönguráðherra Samfylkingarinnar þarf nú
að fást við  reglugerðarfarganið  frá Brussel um hvíldartíma at-
vinnubílstjóra. Enn eitt dæmið  um  ruglið  sem þaðan kemur og
sem tekur EKKERT tillit til  íslenzkra aðstæðna. Í slíkum  tilvikum
á alls ekki að fara eftir slíku RUGLI. Reglur sem eru ÓFRAMKVÆM-
ANLEGAR í tilteknu umhverfi á að sjálfsögðu ekki að framkvæma.

   Það segir sig sjálft!

 
mbl.is Innantómur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnubílstjórar láti nú gott heita!


   Mótmælaaðgerðir atvinnubílstjóra hafa nú staðið yfir hátt
á aðra viku. Þetta  eru  lengstu  borgaraleg mótmæli gegn
stjórnvöldum í áratugi, sem segir, að eitthvað er mikið að
stjórnarfarinu á Íslandi um þessar mundir.

  En nú er líka mál að linni.  Andófsmenn  hafa  komið mót-
mælum sínum rækilega til skila, með  skilningi  þjóðarinnar,
og því  eðlilegt að látið verði á það reyna á næstu misserum
hversu langt stjórnvöld  eru  tilbúin að  koma  til  móts við
borgarana í lækkun eldsneytis og á öðrum  lífsnauðsynjum. 

  Þótt núverandi ríkisstjórn sé með eindæmum duglaus og
ráðalaus, og skilningur hennar  gagnvart fólkinu í landinu
afar takmarkaður, verður engu að síður að virða lög og reglur
þjóðfélagsins.  Það er grundvallaratriði!

  Að öðrum kosti gæti stuðningur þjóðarinnar við málstaðinn
snúist upp í andhverfu sína.

  Og það mjög snöggt!


mbl.is Atvinnubílstjórar ætla ekki að vera í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur á al-Qaeda slóðum

 

   Sem betur fer varð iðnaðarráðherra okkar, Össur Skarphéðinsson
ekki fyrir flugskeytaárás í borginni Sanaa í Jemen í gærkvöldi. En
Össur var þar staddur til að funda með forsætisráðherra landsins
um samstarf landanna á sviði orkuvinnslu og einnig um umsókn
Íslands að öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna.

  Jemen er alræmt fyrir starfsemi alls kyns hryðjuverkahópa eins
og al-Qaeda. Hvað við Íslendingar erum að sækja þangað er með
öllu óskiljanlegt. Jemen er múslímaríki og sem slíkt færi aldrei að
styðja Ísland í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Það getur hver
einast maður sagt sér. Því er för iðnaðarráðherra til Jemen í þeim
erindagjörðum furðuleg.

  Okkur er það annt um alla íslenzka  ríkisborgara og ekki síst okkar
ágætu ráðherra að við ætlumst ekki til af þeim að þeir leggi beinlínis
líf sitt í hættu við skyldustörf sín á erlendri grundu.

  Allra síst ef erindið er ekki merkilegra en það  að reyna að koma
Íslandi inn í þetta öryggisráð.

   Sem er algjört  bull og vitleysa frá upphafi ! 


Fulltrúi SUS formaður Evrópusamtaka ungra hægrimanna


    Fulltrúi Samband  ungra sjálfstæðismanna hefur verið kjörinn
formaður Evrópusamtaka ungra hægrimanna, Demyc. Á aðalfundi
sambandsins í fyrradag var Páll Heimisson frá SUS kjörinn formaður
og er þetta fyrsti Íslendingurinn til að gegna þessu embætti.

   Þessi samtök  eru fremur Evrópusambandssinnuð, og því má
spyrja hvort stefnubreytingar sé að vænta hjá SUS í kjölfar
þessara kosninga ?

  Spyr sá sem ekki veit !

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband