Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Efnahagskreppa í ESB og á evrusvæðum


  Það  er mikill misskilningur að aðild að Evrópusambandinu og
upptaka evru sé einhvern lausn fyrir íslenzkt samfélag. Þvert
á móti má færa fyrir því ótal rök að besti kosturinn fyrir Ísland
sé einmitt að standa  utan ESB með sinn sjálfstæða gjaldmiðil
og þá í myntsamstarfi við t.d Norðmenn. 

  Í dag er í uppsiglingu mikill samdráttur innan ESB. Fasteigna-
markaðir eru þar að hrynja sbr. fréttir frá Írlandi, Spáni og Bret-
landi. Vegna allt of sterkrar evru á útflutningur margra landa
innan  ESB í erfiðleikum. Írar og Ítalir kvarta í dag sáran undan
sterkri evru, en Evrópski Seðlabankinn tekur EKKERT tillit til
efnahagsástands í einstöku ESB-ríkjum þegar hann ákveður
vexti og gengisþróun.

   Þetta gerir það að verkum að margir fjármálafræðingar eru
farnir að hafa verulegar áhyggjur af þróun mála innan evru-
svæðisins ef samdrátturinn og kreppan á alþjóðlegum fjármála-
mörkuðum haldi áfram. - Menn greina starx í dag töluvert mis-
gengi innan norður-og suðurhluta evrusvæðisins. Aukist þetta
ójafnvægi gæti það hreinlega leitt til upplausnar á evrusvæðinu
með ófyrirsjáanlegum afleðingum. Myntbandalagið gæti orðið í
hættu, eins og raunar margir  spáðu í  upphafi  þess. Því það
gengur ekki til langframa að hafa eina ákveðna gengisskráningu
og vaxtastig fyrir fjölmörg mjög ólík hagkerfi eins og eru innan
ESB. Allra síst þegar að kreppir á aþjóðlegum fjármálamörkuðum
og heimsviðskiptum eins og er að gerast í dag.  Það hlýtur að
segja sig sjálft eins og nú er að koma á daginn.

  Á næstu mánuðum og misserum eiga því margir  evru- og ESB-
sinnar hér á landi eftir að verða fyrir miklum vonbrigum hvernig
hlutirnir koma til með að þróast innan ESB. Efnahagskreppan þar
er þegar byrjuð og á eftir að vaxa mjög á næstunni. 

  Þrátt fyrir litíð hagkerfi og smáa mynt mun Ísland - eða réttara
sagt VEGNA litils hagkerfis og sjálafstæðs gjaldmiðils mun Ísland
geta aðlagast á mun skemmri tíma alþjóðlegum fjármálasveiflum
en margir aðrir. En  til  þess þarf skörp og dugandi stjórnvöld sem
vita nákvæmlega það sem þarf að gera. - Ekki síst  varðandi gjör-
breytta peningastefnu í tengslum við myntsamstarf t.d gagnvart
norskri krónu. Því það gengur ekki lengur að hafa fljótandi gengi
í þeim ólgusjó sem nú ríkir í alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

   En því miður virðist núverandi ríkisstjórn vera helsti efnahags-
vandinn í dag.

  Hún virðist ekker ætla að gera!

  Ekkert af viti !


mbl.is Fasteignaverð á hraðri niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin vill auðlindirnar í eigu útlendinga !


   Því verður ekki á móti mælt að Samfylkingin er samkvæm
sjálfri sér þegar kemur að því að standa vörð um auðlindir
Íslands gagnvart útlendingum. Nýjasta dæmið er frumvarp
Össurar Skarðhéðinssonar iðnaðarráðherra til lagabreytinga
á auðlinda og orkusviði.

  Í fréttum rúv í kvöld kom fram hjá Gústafi Aldolfi Skúlasyni,
aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku, að þarna sé m.a verið
að einskorða framsal á  auðlindum við  aðra  opinbera aðila.
Hann bendir á að skv. lögum um erlendar fjárfestingar í ís-
lenzku atvinnulífi þá er ekki hægt að útilika opinbera aðila í
öðru aðildarríki EES þannig að t.d sveitarfélagið Birmingham
má  kaupa eins og aðrir íslenzkir opinberir aðilar í íslenzkum
auðlindum.

  Þannig geta orkufyrirtæki og vatnsveitur komist í eigu út-
lendinga ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga.
Nákvæmlega sem myndi gerast með framseljanlegum kvóta
á Íslandsmiðum ef við göngum í ESB og sem Samfylkingin
berst fyrir.

  Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu stefna
og áforn Samfylkingarinnar eru hættuleg þegar kemur að
Íslenzkum hagsmunum. - Jafnvel fullveldið og sjálfstæði
Íslands er þessum flokki ekki heilagt.

  Sjálfstæðisflokkurinn hefur míkið á samviskunni að hafa
leitt slíkan flokk til jafn mikilla valda í íslenzkum stjórnmál-
um og raun ber vitni!

Vilja kratar og ESB-sinnar stórfellt atvinnuleysi ?


   Í Staksteinum Mbl í dag er fjallað um evruna og atvinnuleysið.
Þar er vakið athygli á hvað evran er mjög sterk um þessar mund-
ir, sem er farið að valda  sumum ríkjum Evrópusambandsins veru-
legum erfiðleikum. Einkum Írlandi, Spáni og Ítalíu. Í Staksteinum
segir m.a:

  ,, Spánverjar og Írar horfast í augu við samdrátt í hagvexti og
Ítalir ná ekki viðunandi árangri. Að því er fram kemur í Financial
Times s.l fimmtudag virðist þessi staða ekki valda Seðlabanka
Evrópu áhyggjum. Bankastjórn þess banka lætur aðra hagsmuni
ráða ferðinni".

   Ennfremur segir:  ,, Þessi veruleiki virðist fara fram hjá þeim
sem mest tala um evruvæðingu Íslands um þessar mundir og
eru þá auðvitað að tala um aðild Íslands að ESB. - En sennilega
er skýringin sú að talsmenn Samtaka atvinnulífsins og Samtök
iðnaðarins hafa engar áhyggjur af því þótt aðild Íslands að ESB
og evruvæðing muni leiða til atvinnuleysis.

  Evruvæðing mundi að sjálfsögðu þýða að við Íslendingar hefðum
engin áhrif á peningastefnu og gegisstefnu ESB og evróska Seðla-
bankans. Í Brussel mundi enginn hafa áhyggjur af því þótt hvorki
sjávarútvegur né aðrar atvinnugreinar gætu búið við hina sterku
evru".

   Og í lokin segir: ,, Og þá mundi atvinnuleysi skella hér á eins
og verið hefur viðvarandi  á meginlandi Evrópu árum saman. En
ætli verkalýðshreyfingin hér  hafi engar áhyggjur af atvinnuleysi,
vegna evruvæðingar".

   Hvert orð satt hjá Staksteinum. Evruvæðing er síður en svo ein-
hver töfralausn við efnahagsvandanum í dag.  Miklu fremur yrði
myntsamstarf við Norðmenn mun hagstæðara eins og hér hefur
verið fjallað um.

  Athyglisverðast er þó það að Jafnaðarmannaflokkur Íslands, Sam-
fylkingin skuli vera orðin helsti málsvari atvinnuleysis á Íslandi í dag.

  Því eitt er víst. Með aðild Íslands að ESB mun atvinnuleysi halda
innreið sína, og það til frambúðar, eins og gerst hefur á meginlandi
Evrópu.  

  Vill þjóðin það ?
  

Í hvaða heimi er þessi ríkisstjórn eiginlega ?



  Á meðan forsætisráðherra Bretlands hefur boðað stjórnendur
stærstu banka Bretlands á neyðarfund nú eftir helgi til að ræða
fjármálakreppu þar í landi, spóka hérlendir ráðherrar sig út og
suður í útlöndum. Í hvaða heimi er þessi ríkisstjórn eiginlega?
Því ekki er síður fjármálavandi hér í bankakerfinu en í því breska.

  Þannig er helmingur íslenzkra ráðherra nú erlendis. Forsætis-
ráðherra var staddur í Boston á leið til Nýfundalands. Utan-
ríkisráðherra er í Washington. Viðskiptaráðherra er í Kína.
Iðnaðráðherra kom í gær frá Eþíópíu, Jemen og  Djíbúti. Sam-
gönguráðherra er í Brussel. Og loks menntamálaráðherra er
í Þýzkalndi.

  Forsætisráðherra Bretlands sér sérstaka ástæðu til að halda
neyðarfund vegna þess hversu breskir bankar eiga erfitt með
endurfjármagn. Á Íslandi er nákvæmlega sama ástand. En þar
lætur ríkisstjórnin sig það fátt um finnast. Eins og henni komi
neyðarástandið á Íslandi EKKERT VIÐ, þ.s fasteignamarkaðurinn
m.a er gjörsamlega frosinn vegna fjársveltis.

  Þessi ríkisstjórn er GJÖRSAMLEGA VONLAUS!

  Hún á því að fara frá hið fyrsta !

 

Íslenzk og norsk króna í myntsamstarf !


  Til að leysa gengisflöktið, verðbólguna, vaxtaorkrið og koma
á stöðugleika  í efnahagsmálum, á sem fljótvirkastan og ódýr-
astan hátt, er m.a ein leið til. Og hún er sú að taka  upp mynt-
samstarf  við  Norðmenn. Á þessa leið hefur virtur próffessor
við H.Í bent á fyrir skömmu. Þetta samstarf væri hægt að koma
á mjög fljótlega, ef pólitískur vilji væri til þess meðal stjórnvalda
á Íslandi og í Noregi. Bæði löndin hafa á mörgum sviðum sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta, og gæti slíkt samstarf orðið víð-
tækara á fjármálasviðinu en sem tæki til gengismála. Þannig
myndi bankakerfið strax njóta góðs af þessu með stórauknu
trausti á alþjóðlegum peningamörkuðum, auk þess sem Seðla-
bankinn þyrfti ekki að taka rísastórt og dýrt erlent lán til að
stækka gjaldeyrisforðann. 

   Norsk króna er sterk og stöðug. Hún er varinn fyrir allri
spákaupmennsku utanfrá. Gjaldeyrisforðinn með hinn sterka
norska olíusjóð að baka gerir það að verkum. Íslenzka krónan
yrði tengd hinni norsku með ákveðum frávikum. Þar sem um
myntsamstarf er að ræða er alltaf hægt að endurskoða það
á vissum tímum með hliðsjón á efnahagsástandi á hverjum
tíma. Það er megin kosturinn við það en að taka alfarið upp
erlenda mynt, sem við hefðum í fyrsta lagi ENGIN áhrif á, og
sem í öðru lagi myndi EKKERT tillit taka til efnahagsástand-
sins á Íslandi.   Auk þess yrði ekki aftur snúið værum við
komnir með slíka erlenda mynt.

  Hvers vegna ekki að reyna þessa leið NÚNA ? Hún myndi
virka strax NÚNA gagnvart þeim efnahagsvanda sem við
er að fást NÚNA!  Upptöku evru og innganga í ESB er hins
vegar margra ára ferli, sem leysir engan vanada NÚNA!

  Er það ekki NÚIÐ fyrst og fremst og nánasta framtíð sem
skiptir höfuðmáli ?

 Því ekki að gera þessa tilraun?

 N Ú N A !!!!

Ranghugmyndir framkvæmdastj.S.A um evru.


   Það er vægast  sagt með  ólíkindum  hvað  háttsettir menn í
atvinnulífinu leyfa  sér að bera  á borð fyrir þjóðina. Stakstein-
ar Mbl. fjalla  um það í gær  og  tiltaka  Vilhjálm Egilsson fram-
kvæmdastjóra atvinnulífsins þar sem dæmi. Spyrja Staksteinar
hvort hann ,,trúi  því  að  allt verði gott á Íslandi ef við tökum
upp evru í  viðskiptum  okkar  í  milli þótt forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins hafi afgreitt allar slíkar hugmyndir
með afgerandi  hætti í samtali við forsætisráðherra Íslands fyrir
nokkru".  -  En sem kunnugt er hyggst Samtök atvinnulífsins
skoða þann möguleika að atvinnulífið taki einhliða upp evru.

  Í fréttum Rúv í kvöld sagði Jón Þór Sturluson, hagfræðingur við
Háskólann í Reykjavík að við værum í enn verri stöðu en við erum
í dag - ef við myndum taka upp evru í viðskiptalífinu og hættum
að nota krónuna. Slíkt tvöfalt myntkerfi gengi ekki upp.

  Að lokum er enn og aftur ástæða til að vekja athygli á skoðunum
Þórólfs Matthíassonar prófessors í Fréttablaðinu um s.l helgi að
raunhæt væri að skoða myntsamstarf við Norðmenn, og sem hér
hefur verið fjallað um í pistlum undanfarið.

  Hvers vegna leggur ekki Vilhjálmur Egilsson til slíka lausn sem er
mun raunhæfari og árangursríkari ? Eða getur ástæðan verið sú
sem Staksteinar segja í lokin?  En þara segir:

  ,, Sennilega er það sambýlið við Samtök iðnaðarins sem eru svona
smitandi!".

 

Obama furðufugl


   Alltaf að koma betur og betur í ljós hversu óútreiknanlegur
furðufugl þessi Barack Obama er, sem sækist eftir útnefningu
sem forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum. Nú síðast hefur
hann orðið að  harma ummæli sín um hvítt verkalýðsfólk í San
Franscico. Einhvern tímann hefðu vinstrisinnar kallað slíkan
mann óalandi  og óferjandi rasista!

  Manni hrýs hugur við því ef slíkur maður á eftir að verða sá
valdamesti í heiminum! 
mbl.is Obama harmar ummæli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvers vegum eru ungir framsóknarmenn í Reykjavík ?


   Vert er að spyrja á hvers vegum ungir framsóknarmenn í
Reykjavík eru ?  Grenilega  alls  ekki á  vegum Framsóknar-
flokksins sbr. ályktun  þeirra  um  efnahagsmál. Því  þar er
lausnin á efnahagsvandanum sett fram með því að ,,hvetja
ríkisstjórnina  til  að  hefja  nú  þegar aðildarviðræður við
Evrópusambandið með inngöngu í huga". 

  Getur verið að félag ungra framsóknarmanna sé orðið úti-
bú félags ungra jafnaðarmanna? Alla vega er hugmynda-
fræðin orðin nákvæmlega sú sama í Evrópumálum hjá
báðum aðilum. Stefna sem gengur þvert á Evrópustefnu
Framsóknarflokksins, formanns hans, og yfirgnæfandi
flokks- og stuðningsmanna sbr. nýleg skoðanakönnun
sem birt var á Iðnþingi fyrir skömmu. En þar kom skýrt
fram að andstæðan við ESB-aðild væri mest innan Fram-
sóknarflokksins meðal allra  íslenzkra stjórnmálaflokka.

   Svona and-framsóknar- og and-þjóðleg viðhorf sem
þarna koma fram í nafni ungra framsóknarmanna  í Rey-
kjavík eru alls ekki til þess fallin að bæta ímynd flokksins
og stöðu hans. Allra síst í Reykjavík. Að Evrókratisminn
sé orðin eins afgerandi meðal ungra frammara í Reykjavík
verður hins vegar vart trúað. Frekar að þarna séu laumu-
kratar á ferð  sem ættu  hið snarasta að hverfa til sinna
heimkynna.

   Framsóknarflokkurinn mun aldrei ná sér á strik með
laumu Evrókrata innanborðs !

   Flokkurinn ætti því að losa sig við þá sem allra fyrst.
Enda í andstöðu við  hina þjóðlegu hugmyndafræði
flokksins og megin þorra flokksmanna og kjósenda hans
skv. nýlegri skoðanakönnun.
mbl.is Ungir framsóknarmenn kalla eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf að ræða svona míkið við Rice?


   Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra átti sérstakan
fund með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
í gær. Hvað þarf að ræða svona míkið við bandarisk stjórnvöld
eins og framkoma þeirra hefur verið í garð Íslendinga síðustu
misseri og ár? -  Mjög lítið! 

   Sannleikurinn er sá að eftir brotthvarf bandariska hersins
frá Íslandi og alveg sérstaklega í aðdraganda þess, þar  sem
íslenzkt stjórnvöld voru nánast gerð að fiflum af bandariskum
stjórnvöldum, höfum við lítið við þau að tala í dag. Og þá alveg
sérstaklega ekki um öryggis- og varnarmál. Og allra síst Cond-
oleezzu Rice sem var höfuðpaurinn í því að draga íslenzk stjórn-
völd á asnaeyrunum kringum brotthvarf bandariska hersins.

   En Ingibjörg Sólrún virðist allt  annarar  skoðunar.  Hrifning
hennar af Condoleezzu Rice leynir sér ekki, og þá væntanlega
sértaklega fyrir hvað hún stendur. Enda ræddu þær stöllur að-
allega um eflingu einhvers samstarfs kvenutanríkisráðherra,
hvað sem í ósköpunum það svo þýðir ?

  Í öryggis- og varnarmálum eiga Íslendingar fyrst og fremst
að halla sér að Evrópuþjóðunum innan Nato.

  Þeim er mun fremur hægt að treysta !
mbl.is Utanríkisráðherra fundar með Condoleezzu Rice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir eiga hrós skilið !


   Þingflokkur Frjálslynda flokksins ályktaði nýlega um efnahags-
vandann og ESB.  Í Evrópumálum segir að aðild að ESB komi
ekki til greina við núverandi reglur  þess í sjávarútvegsmálum.
Þá er víkið að einu grundvallaratriði sem  ESB-sinnar loka alveg
augum fyrir og sem hér hefur oft verið fjallað um. En í ályktunni
segir varðandi aðild Íslands að ESB.

  ,, Reglur Evrópusambandsins gera ráð fyrir  því  að  stofnanir
þess ráði ákvörðun  um nýtingu  einstakra  fiskistofna og fari
með samninga við erlend  ríki um  veiðar úr þeim. ENGIN TÖK
VERÐA Á ÞVÍ AР TAKMARKA FJÁRFESTINGAR  ERLENDRA AÐILA
Í ÍSLENSKUM SJÁRVARÚTVEGSFYRIRTÆKJUM SEM ÞANNIG MYNDU
GETA KOMIST YFIR FORRÆÐI VEIÐIHEIMILDANNA".

   Þetta er lofsverð ályktun hjá Frjálslyndum og einmitt í anda
þess sem  hér hefur verið varað við. Með inngöngu í ESB fer
kvótinn á Íslandsmiðum nánast á markaðsuppboð innan ESB
með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð.

   Hafi Frjálslyndir þökk fyrir skýra afstöðu í þessu stórmáli !

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband