Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Nýr meirihluti myndaður ?


   Skv. Vísir.is hafa  sjálfstæðismenn ákveðið  að  segja  skilið við
meirihlutasamstarf við Óaf F. Magnússon í borginni og hyggjast
ganga til samstarfs við  Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsókn-
arflokksins. Reynist þetta rétt er hér um stórpólitísk tíðindi að ræða,
sem einnig geta haft áhrif á landsstjórnina. Skv.Vísir.is verður Hanna
Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Óskar Bergsson formaður borgar-
ráðs, og Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson forseti borgarstjórnar.

   Hér hefur oftsinnis verið hvatt til þess að hin BORGARALEGU ÖFL
fari nú markvisst að vinna saman í íslenzkum stjórnmálum. Sjálfstæðis-
flokkur, Framsóknarflokkur og Frjálslyndir.

  Vonandi upphafið að slíku ferli  !!!  

Núverandi meirihluti borgarstjórnar fari frá !


   Það er alveg ljóst að núverandi meirihluti borgarstjórnar og
borgarstjórinn sjálfur er rúin öllu trausti. Það sýndi skoðana-
könnun Gallups í s.l víku. Og ekki eykst traustið við atburði
síðasta sólarhrings. Þess vegna er óumflýjanlegt að núverandi
borgarstjórn  fari frá og nýr meirihluti með nýjum borgarstjóra
taki við. Og það þegar í stað.

  Raunhæfasti kosturinn er meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðis-
flokks með Hönnu Birnu Kristjánsdóttir sem borgarstjóra. Þessir
flokkar hafa  líkustu stefnunar eins og Þorsteinn Pálssson ritsjóri
orðaði það í fréttum í kvöld. Því eiga þeir að endurnýja samstarf
sitt, enda nýir leiðtogar beggja flokka  teknir við. Leiðtogar sem
allt bendir til að geti unnið vel saman til loka kjörtímabils.

   Borgarbúar eru orðnir þreyttir á sífeldri pólitískri upplausn í
borginni. Sú upplausn verðu ekki kveðin niður fyrr en ábyrg
borgaraleg öfl taki við.   -  Slíkt þarf líka að gerast í landsstjórn-
inni sem fyrst!
mbl.is Frumkvæði frá Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkjamenn gera illt verra !


   Það er valveg ljóst að Georgíumenn áttu upptökin af átökunum
í S-Ossetíu á dögunum. Enda varaði Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna Saakhasvalí forseta Georgíu, við því að
reita Rússa til reiði er hún heimsótti Georgíu í síðasta mánuði.
Þetta kemur fram í New York Times í dag. ,,Hún sagði honum af-
dráttarlaust að hann yrði að heita því að beita ekki valdi", sagði
ónafngreindur, háttsettur,  bandariskur embættismaður, sem var
með Rice í för, og Mbl.is segir frá í dag.

  En allt kom fyrir ekki. Saakhasvalí misreiknaði sig herfilega, og
sítur nú í súpunni.  Virðist meiriháttar bjáni!

   Hörð afstaða Bandaríkjanna nú kemur því á óvart en samt ekki.
Enn virðist loga í kaldastríðsleifunum hjá Bush-stjórninni. Hún virðist
því tilbúin til að magna upp spennu og gera illt verra.

  Vonandi að Evrópuþjóðir innan NATO  komi í veg fyrir slíkt, þannig
að friður komist sem fyrst á. - Og það til frambúðar!
mbl.is Bandaríkin styðja Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn tilbúin í meirihlutasamstarf


   Fram kom í Sjónvarpsfréttum í kvöld að sjálfstæðismenn vilja
styrkja núverandi meirihluta í borgarstjórn með því fá Framsókn
inn í samstarfið. Í viðtali við Guðna Ágústsson, formann Framsókn-
arflokksins kom fram að Framsókn væri alltaf tilbúin að axla ábyrgð
í stjórnmálum. Hins vegar yrði þá um nýjan meirihluta að ræða
framsóknar- og sjálfstæðismanna. Framsókn myndi aldrei vilja
verða nein varaskeifa í núverandi samstarfi.

  Frétt Sjónvarpssins er í samræmi við hugmyndir Staksteina Mbl.
s.l sunnudag og skrifa Þorsteins Pálssonar í leiðara Fréttablað-
sins í gær. Mikill urgur er í sjálfstæðismönnum, ekki síst eftir að
Gallup birti skoðanakönnun í s.l viku. En  þar fær Sjálfstæðisflokk-
urinn slæma útreið og borgarstjóri afleita. Trúnaðarbrestur virðist
kominn upp milli sjálfstæðismanna og borgarstjóra, sérstaklega
þegar horft er til valdaafsals borgarstjóra í vor og innkomu Hönnu
Birnu sem borgarsatjóra.  Þá getur allt gerst að mati margra sjálf-
stæðismanna. 

   Skv. orðum Guðna Ágústssonar  í  kvöld  er Framsókn  tilbúin að
að ræða nýtt meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum einum.
Eðlilega! Annað  hvort  er nýr meirihluti  sjálfstæðis-og  framsóknar-
manna myndaður eða  ekki, og þá  með Hönnu Birnu Kristjánsdóttir
sem borgarstjóra. Óskar Bergsson er traustur og heiðarlegur stjórn-
málamaður. Hann eins og Hanna Birna þurfa nýtt pólitískt olnbogarými
ti að styrkja stöðu  flokka  sinna sbr. áðurnefnd Gallup-könnun. Og það
strax! Því tími er stuttur í pólitík. Framsókn stórtapaði á R-listasam-
starfinu forðum, enda þá eins og nú litin af vinstriöflunum sem vara-
skeifa.  Því er mikilvægt hjá Framsókn að brjótast út úr hinni vinstri-
sinnuðu stjórnarandstöðu. Hefur engu að tapa!  Enda málefnalegur
ágreiningur við sjálfstæðismenn hverfandi. Samstarf Framsóknar við  
núverandi borgarstjóra mun hins vegar aldrei ganga upp.

  Framsóknar-og Sjálfstæðisflokkur byrjðu þetta kjörtímabil, og eiga
því að enda það undir forystu nýrra   traustra og heiðarlegra forystu-
manna.  Hin BORGALEGU öfl EIGA að vinna saman. Á ÖLLUM stigum
stjórnsýslunar, og ekki síður á ríkisstjórnarvettvangi. 

  Endurnýjun stjórnarsamstarfs þessara borgaralegu flokka í borgar-
stjórn Reykjavíkur gæfi fyrirheit um það................
   
mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytir engu um mistökin !


   Þótt Halldór Ásgrímsson fyrrv.utanríkisráðherra kannist ekki við að
íslenzk stjórnvöld hafi samþykkt ósk breskra stjórnvalda um stuð-
ning við innrásina í Írak degi áður en Bandaríkjamenn birtu lista
yfir ,,hinna viljugu þjóða, og sem fram kemur í nýrri bók Vals Ingi-
mundarssonar sagnfræðings, breytir það engu um að stuðningur
Íslands voru herfileg misstök. Sem ekki bara stórskaðaði ímynd
Íslands, heldur stórskaðaði flokk fyrrv. utanríkisráðherra, Fram-
sóknarflokkinn.

   Stuðningur Íslands við Íraksstríðið vori mestu pólitísku mistök á
stjórnmálaferli Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.  Í bók
Vals kemur einnig fram hvernig Bandaríkjamenn höfðu Davíð  að
fifli varðandi brottför bandariska hersins. Hvernig berlega kemur
fram að vera hersins var fyrst og fremst til að tryggja BANDARISKA
hernaðarhagsmuni en EKKI íslenzka.

  Vonandi að Íslendingar læri af þessum mistökum. Álpist aðdrei til
að styðja misráðin stríð stórvelda, og hugsi ætíð um varnir Íslands
á ÍSLENZKUM forsendum með ÍSLENZKUM aðgerðum, -  í samvinnu
við vina- og bræðraþjóðir......... 


mbl.is Kannast ekki við samskipti við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð Rússa og Georgíu sýnir mikilvægi varna! Vörumst tvískinnung !


   Það að stríð geysi nú í Evrópu sýnir svart á hvítu hvað heimsfriðurinn
er ótryggur, og þar með mikilvægi varna á Íslandi. Málstaður varnar-
leysissinna á Íslandi hefur því aðdrei verið veikari en nú.

  Vonandi tekst að stilla til friðar milli Rússa og Georgíumanna sem fyrst.
Til þess þarf að sýna skilning og sanngirni. Númer eitt er það grundvallar-
atriði að sérhver ÞJÓÐ fái að ráða sínum örlögum sjálf. Þannig hagar það
til með  þjóðir Suður Össetíu og Abkhazíu, með menningu sína og tungu.
Fyrst margar Vestur-landaþjóðir gátu viðurkennt Kosovo sem sjálfstætt
ríki, þótt þar byggi engin sérstök þjóð, þá hljóta þessi sömu Vesturlönd
að geta viðurkennt sjálfsákvörðunarrétt þjóða S-Össetíu og Abkhazíu.
Eða a.m.k sýnt sjálfstæðisbaráttu þeirra skilning!

  Annað er meiriháttar tvískinnungur !  Sem ber að varast !
mbl.is Rússar yfirgefa Senaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-trúboð Jóns Sigurðssonar


    Jón Sigurðsson fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, virðist
óþreytandi í að boða sælutilveruna í Evrópusambandinu. Fjöldi
greina hafa birst á síðum Mbl að undanförnu þar sem Jón hvetur
til að Ísland sæki um ESB-aðild og taki upp evru. Þetta er sami
Jón og talaði sérstaklega við því fyrir síðustu alþingiskosningar
að Ísland sækti EKKI um ESB-aðild,  nema í efnahagslegum styrk-
leika. Hvað hefur breyst svona frá síðustu kosningum? Jú, efna-
hagslegur styrkur Íslendinga hefur veikst verulega. Hvernig geta
menn hringsnúist svona í jafn stóru pólitísku hitamáli og því hvort
Ísland skuli ganga inn í ESB eða ekki? Er þá nokkuð að furða að
menn með slíkan stórpólitískan hringlandahátt hrökklist úr pólitík ?
Hafi aldrei átt þar heima?

  Í MBL í dag er enn ein greinin eftir Jón Sigurðsson um Ísland og
ESB. Þar er sem oftar staðreyndum velt á haus, og fullyrt  þar að
 ,, Lissabonsáttmáli Evrópusambandsins tryggir fullveldi aðildar-
ríkja". - Veit ekki  Jón að þessi Lissabonsáttmáli er marklaust
plagg? Hefur ekki hlotið lögstöð inna stjórnkerfis ESB þar sem
írska þjóðin feldi hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og setti þar með
allt stjórnkerfi ESB í uppnám. En burt séð frá því þá þýddi aðild
Íslands að ESB stórskerðingu á íslenzku fullveldi hvernig sem á
það er litið . Þess utan yrði áhrif Íslands á stjórn ESB og þing þess
nánast ENGIN, því atkvæðavægi smáríkis innan þess  eins og Ís-
lands yrði langt innan við 1%. 

  Í öllum greinum Jóns er hvergi minnst á   það hvernig Ísland geti
haldið forræði yfir sínum fiskimiðum við aðild  Íslands að ESB.  Veit
Jón ekki frekar en ESB-sinnaðir kratar að á íslenzkum fiskimiðum er
framseljanlegur kvóti?  Er Jón tilbúinn til að setja hann á uppboðs-
markað innan ESB gangi Ísland þar inn? - Meðan menn fjalla ekki
um slík stórmál varðandi inngöngu Íslands í ESB er ekki hægt að
taka þá alvarlega. 

Óskar virðist opinn fyrir nýju samstarfi


   Skirf Staksteina í sunnudagsblaði Mbl hafa vakið mikla athygli. En þar
er velt upp þeirri ágætu hugmynd að Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur
endurnýji meirihlutasamstarf sitt í borgarstjórn Reykjavíkur. Í því sam-
bandi er minnt á skoðanakönnun Gallups nýverið þar sem báðir flokkar
fengu slæma útreið. Segja Staksteinar að mjög fáir sjálfstæðismenn
hafi í raun ,,nokkra trú á samstarfinu við Ólaf F. Magnússon. Þeir segja
borgarstjóra ekki treystandi, hann sé í stöðugum einleik, sem muni
ágerast ef eitthvað er þegar hann hefur stólaskipti við Hönnu Birnu".
Staksteinar segja réttilega ,, lítill málefnaágreiningur virðst vera milli
þeirra og Óskars Bergssonar, nýs borgarfulltrúa Framsóknar"

   Athyglisvert er að á Vísir.is í gær var Óskar spurður út í þessi skrif
Staksteina. Hann vildi lítið tjá sig um þau, eðlilega, á þessu stígi. En
sagði þó. ,,Það er allt í lagi að menn hugsi til mín".

  Ekki verður annað lesið út úr þessu en að Framsókn yrði tilbúin til
að ræða málin verði til  hennar leitað. Staða hennar er einfaldlega sú
að í stöðunni í dag hefur hún engu að tapa. Raunar er allt sem bendir
til að staða Framsóknar muni ekki batna verandi í stjórnarandstöðu
með vinstriöflunum,  enda  hefur hún einskins notið í því samstarfi. 
Þvert á móti!

  Ljóst er að núverandi staða Sjálfstæðisflokksins miðað við könnun
Gallups en afleit. Tími er stuttur í pólitík. Ekki síst þegar þarf að
vinda ofan af afleitri stöðu. Borgarstjórinn virðisr rúinn öllu trausti.
Að bíða til næsta vors eftir að Hanna Birna taki við stóli borgarstjóra
gengur einfaldlega ekki upp. Hún þarf mun lengri tíma til að ávinna
sér traust sem borgarstjóri og endurheimta fylgið. Það sama má
segja um Óskar og Framsókn. Óskar þarf mun meira pólitískt olnboga-
rými til að vinna upp fylgi Framsóknar. Það gerir hann ekki í stjórnar-
andstöðu með tveim óvinveittum vinstriflokkum. Um það vitnar Gallup.

  Skrif Staksteina hljóta því að vera forystumönnum sjálfstæðismanna
í borgarstjórn Reykjavíkur hugleikin þessa stundina. - Hugmynd sú sem
þar er velt upp er raunsæ.  Ekki síst útfrá borgaralegum viðhorfum. - 

  Spurningin er því sú. Verður á það látið reyna?  Hversu raunsæir eru
sjálfstæðismenn? Því óbreytt ástand er afleitt, ekki síst fyrir borgarbúa.  

    

 

Staksteinar: ,,Nýtt samstarf við Framsókn?


   Í sunnudagsblaði Mbl fjalla Staksteinar um möguleika á því að
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn myndi meirihluta í borgarstjórn á
ný. Nákvæmlega og hér var fjallað um s.l föstudag og sem Frétta-
blaðið ýaði að daginn eftir. Málið er að   í ljósi gjörbreyttra pólitískra
aðstæðna gæti slíkt endurnýjað samstarf komið ekki bara báðum
flokkum til góða, heldur og ekki síður  borgarbúum líka.

  Staksteinar benda réttilega á niðurstöðu skoðanakönnunar sem
Gallup birti í s.l viku um fylgi flokka í Reykjavík. En niðurstaða hennar
var mjög óásættanleg bæði fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Segja
Staksteinar að ,,innan Sjalfstæðisflokksins heyrast þær raddir að það
eina, sem geti orðið til bjargar fyrir næstu kosningar, sé að Hanna
Birna verði borgarstjóri fljótlega og geti farið að láta verkin tala. Mjög
fáir sjálfstæðismenn hafi í raun nokkra trú á samstarfinu við Ólaf F.
Magnússon. Þeir telja borgarstjóra ekki treystandi, hann sé í stöðugum
einleik, sem muni ágerast ef eitthvað er þegar hann hefur stólakipti við
Hönnu Birnu. Margir sjálfstæðismenn spyrja hvort leita eigi á ný eftir meiri-
hlutasamstarfi við framsóknarmenn. Lítill málefnaágreiningur virðist vera
milli þeirra og Óskars Bergssonar, nýs borgarfulltrúa Framsóknar."

  Þá segja Stakksteinar sem taka ber undir að ,, framsóknarmenn geti
haft áhuga á slíku  samstarfi.  Þeir hafa einskins notið í samstarfinu við
Samfylkinguna og VG í minnihluta".

  Taka ber undir öll þessi sjónarmið Staksteina. Það sem auðveldar getur
þetta nýja samstarf nú er  að nýjir leiðtogar beggja flokka hafa tekið við,
sem nauðsynlega þurfa að sanna sig og láta verkin tala sem allra fyrst.
Óskar Bergsson er traustur og heiðarlegur stjórnmálamaður sem ekki
hefur notið sín í hinni vinstrisinnuðu stjórnarandstöðu. Hann og Hanna
Birna gætu örugglega náð vel saman og átt gæfuríkt pólitískt samstarf
út kjörtímabilið, en út það kjörtímabil áttu flokkar þeirra í raun að starfa.
Í raun er engu að tapa fyrir Framsókn sem mælist með aðeins rúm 2%
fylgi skv könnun Gllaups. Nýtt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn
með Hönnu Birnu sem borgarstjóra gæti hreinlega bjargað pólitískri
framtíð Framsókar í Reykjvík.

   Ekki skemmir fyrir ef þetta gæti svo orðið  upphaf nýrra kaflaskipta í
íslenzkum stjórnmálum,  þar sem hin borgaralegu öfl færu nú  mark-
víst að vinna saman á öllum stígum stjórnsýslunar, þ.á m í landsstjórn.

 


Styðjum frelsi Tíbetbúa !


   Þótt kirkjur eigi almennt að vera utan flokkspólitiskra  átaka, þá eiga
þær að taka skýra afstöðu með FRELSI manna og þjóða, og  gegn
KÚGUN allra manna og þjóða.  Fáni Tíbets á vinnupöllum Hallgrímskirkju
sómar sig þar því vel.

  Tíbetar eru kúguð þjóð undir járnhælum kínverskra kommúnista. Gegn
þeirri kúgun eigum við Íslendingar að berjast í orði sem á borði.

  Eigum að styðja við ALLAR þjóðfrelsishreyfingar í heiminum, því ÞJÓÐ-
FRELSI er undirstaða EINSTAKLINGSFRELSIS og mannréttindum.

  Því munu þjóðleg viðhorf eiga eftir að vaxa ásmegin í heiminum í fram-
tíðinni, gegn þeirra öfga-alþjóðahyggju sem allt of lengi hefur fengið að
grassera um heimsbyggðina hingað til. 
mbl.is Fáni Tíbet blaktir við Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband