Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Sýnum Ossetum skilning !
9.8.2008 | 00:44
Líta má á Osseta sem sérstaka þjóð, með eigin sögu, menningu
og tungu. Líkt og Tíbétbúa. Því vilja Suður-Ossetar sameinast löndum
sínum í Norður-Ossetíu. Er eitthvað athugavert við það? Ber ekki að
virða vilja íbúanna þar? Var það ekki Stalín sem innlimaði Osseta í
,,sæluríki" kommúnista? Sé í raun engan mun á sjálfstæðisbaráttu
Suður-Osseta og baráttu Tíbetbúa fyrir sjálfstæði. Nema að munurinn
er þá sá að enn eru Tíbetbúar undir oki kinverskra kommúnista, en
S-Ossetar undir misskildu yfirráðum Georgíumanna. Georgíumanna,
sem eiga í raun EKKERT tilkall til S-Ossetíu, þrátt fyrir nokkra viður-
kenningu í alþjóðasamfélaginu.
Við Íslendingar, sem t.d brugðumst svo skjótt við þegar Litháar,
Eistar og Lettar lýstu yfir sjálfstæði, eigum nú a.m.k að sýna Oss-
setum skilning í sjálfstæðisbaráttu þeirra...
Annað er tvískinnungur !
Rice: Rússar yfirgefi Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðurkennir frumkvæðaleysi Samfylkingarinnar
8.8.2008 | 17:40
Um leið og formaður Samfylkingarinnar fagnar frumkvæði ASÍ um
að eitthvað verði gert af viti í efnahagsmálum, viðurkennir formaður
Samfylkingarinnar um leið úrræða- og frumkvæðaleysi ríkisstjórnar-
innar, og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar í efnahagsmálum.
Skilningsleysi Samfylkingarinnar á efnahagsmálum er ALGJÖRT, enda
er Samfylkingin orðin einn stærsti hluti af efnahagsvandanum. Þvælist
meiriháttar fyrir bráðnauðsynlegum stórframkvæmdum, eins og dæmin
sanna um álverið við Húsavík, en sú mikilvæga framkvæmd er nú í algjöru
uppnámi fyrir tilstuðla umhverfisráðherra Samfylkingarinnar. Enda eina
efnahagsúrræði Samfylkingarinnar í efnahagsmálum fólgin í algörri upp-
gjöf á ábyrgri peningamálastefnu, stórskertu fullveldi, og afhendingu á
okkar helstu auðlindum í hendur útlendinga með aðild Íslands að ESB
og upptöku evru.
Hversu lengi enn ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða þjóðinni upp á
þessa úrræðalausu ríkisstjórn, þar sem annar Stjórnarflokkurinn, Sam-
fylkingin, hefur ENGA trú á ÍSLENZKRI framtíð !
Fagnar frumkvæði ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur myndi nýjan meirihluta
7.8.2008 | 21:42
Aðeins rúm 2% segjast kjósa Framsóknarflokkinn til borgarstjórnar
skv nýrri skoðanakönnun Capacent. Þetta er gjörsamlega óásættan-
leg niðurstaða fyrir Framsókn. Framsókn virðist hafa gjörsamlega
horfið í stjórnarandsöðunni innan um vinstri-öflin. Nákvæmlega á
sama hátt og hún nánast hvarf í stjórnarmeirihluta með vinstri-öfl-
unum í R-listanum. - Því á Framsókn að slíta sig alfarið frá núver-
andi stjórnarandstöðu og bjóða Sjálfstæðisflokknum upp á nýtt stjórn-
arsamstarf með Hönnu Birnu Kristjánsdóttir sem borgarstjóra. Því
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að brjótast út úr þeim stjórnarmeirihluta
sem nú situr. Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi borgarstjóri eru
ósamstíga í svo mörgum mikilvægum málum, eins og orku- og skipu-
lagsmálum, að það er greinilega farið að bitna illa á fylgi Sjálfstæðis-
flokksins. Enda borgarstjóri rúinn öllu trausti - Því má svo ekki gleyma
að í upphafi kjörtímabils mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar-
flokkur meirihluta. Illu heilli klúðruðu þeir þeim meirihluta. Nú hafa hins
vegar nýir efnilegir leiðtogar tekið við báðum flokkum. - Því er ekkert
eðlilegra í stöðunni í dag en að þeir endurnýi samstarf sitt upp á nýtt
og klári samstarfið a.m.k út kjörtímabilið.
Samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins gætu reynst báðum
flokkum vel einmitt nú, og borgarbúum til heilla. -
Tæp 2% borgarbúa kysu F-lista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vill Ísland úr Schengen
5.8.2008 | 20:27
Einn mesti áfellisdómur um Schengen-ruglið kom fram í fréttum
RÚV í kvöld. Framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, Jón Ásbergsson,
segir Schengen verulega viðskiptahindrun, því það geti tekið
langan tíma fyrir kaupsýslumenn utan Schengen svæðisins að
fá vegabréfsáritanir til Íslands. Hann segir að best væri að Ís-
land segi sig úr Schengen, enda með engin áföst landamæri að
löndum Schengen. Ísland sé eyland eins og Bretland og Írland,
en hvorugt þeirra væri í Shengen.
Þetta er hárrétt afstaða formanns Útflutningsráðs. Aðildin að
Schengen er eitt mesta ruglið í utanríkismálum í seinni tíð. Enda
kostnaðurinn mikill og gallarnir mun fleiri en kostirnir.
Hversu lengi enn á þjóðin að horfa upp á þetta rugl ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2008 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Samfylkingin svikur launþega, öryrkja og aldraða herfilega
5.8.2008 | 09:29
Síðan Samfylkingin komst til valda hafa kjör launþega, öryrkja og
aldraða stórkostlega versnað. Óðaverðbólgan sem nú geysar hefur
étið upp allar þær kjarabætur og lífeyrir sem Samfylkingin lofaði svo
míkið fyrir kosningar, og gott betur en það. Þá hefur húsnæðismark-
aðurinn nánast frosið undir stjórn Samfylkingarinnar. Og við blasir
stórfellt atvinnuleysi í haust ef fram heldur sem horfir. Svik Sam-
fylkingarinnar við íslenzkan almenning í dag eru því stór og mikil.
Herfileg!
Þetta eru mikil umskipti á við þau 12 ár sem fyrri ríkisstjórn sat
og stjórnaði. Þá voru líka verkin látin tala, með stórframkvæmdum
og nýtingu okkar orkuauðlinda, sem nú eru blessunarlega að skila
sér að fullu í stórauknum útflutningi. En einmitt vegna andstöðu Sam-
fylkingarinnar við áframhaldandi nýtingu okkar endurnýjanlegu orku
og andstöðu hennar við atvinnulífið hefur stöðnunin í efnahagslífinu
orðið miklu meiri og alvarlegri en ella hefði orðið.
Vinstrimenn hafa ætið skort skilning á atvinnulífinu. Vinstrimenn
eiga mjög erfitt að skilja að forsenda öflugs velferðarkerfis er öflugur
og stöðugur hagvöxtur. Vinstrimenn virðast trúa á að peningar vaxi
aðallega á trjánum. Eftir að Samfylkingin komst í ríkisstjórn hefur hún
haft mjög neiðkvæð áhrif á vöxt atvinnulífsins og beinlínis brugðið
fæti fyrir mikilvægum stórframkvæmdum. - Þess vega voru það mikil
mistök að hleypa Samfylkingunni að stjórn landsmála. Flokk sem auk
þess hefur mjög takmarkaða trú á ÍSLENZKRI framtíð viljandi að Ís-
land gangi í ESB með tilheyrandi fullveldisafsali og afhendingu okkar
helstu auðlinda í hendur útlendinga.
Sjálfstæðisflokkurinn sem borgaralegur flokkur á því að standa sem
slíkur undir nafni, slíta stjórnarsamstarfinu við vinstriöflin í Samfylk-
ingunni, og hefja samstarf við þjóðleg framfarasinnuð borgaraleg öfl,
og það til frambúðar. Samstarf Sjálfstæðis,- Framsólnar- og Frjálslyndra
yrði þar hin ákjósanlegasta niðurstaða, landi og þjóð til heilla.....
Stjórn Sjálfstæðis- Framsóknar og Frjálslyndra strax !
1.8.2008 | 21:16
Til bjargar þjóðinni þarf Samfylkingin að hverfa úr ríkisstjórninni, og
það sem fyrst. Hún er orðin helsti dragbíturinn á íslenzkt efnahagslíf í
dag. Helsta efnahagsvandamálið . Enda trú hennar á ÍSLENZKA framtíð
ENGIN, horfandi gegnum ESB-gleraugu á nánast allan íslenzkan veru-
leika.
Samfylkingin er eins og Vinstri-grænir ótæk við stjórnun landsins.
Flokkar sem standa í vegi fyrir grundvallarforsendu þess að hér geti
orðið eðlilegur og stöðugur hagsvöxtur, eiga ekki að koma nálægt
stjórn landsmála. Nýting hinnar dýrmætu endurnýjanlegu orku er
lykilinn að hagvexti og áframhaldandi framförum, þannig að öflugt
velferðarkerfi og atvinna fyrir alla verði tryggt. Að standa í vegi fyrir
slíku er ekkert annað en efnahaslegt hryðjuverk. Hátterni umhverfis-
ráðherra að undanförnu með samþykki Samfylkingarinnar er gott dæmi
um það.
Því er það þjóðarnauðsyn að núverandi ríkisstjórn fari frá. Öllu vinstri-
sinnuðu afturhaldi hent þar út. Kröfug og framfarasinnuð borgaraleg
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra verði
mynduð. Ríkistjórn sem þorir og láti verkin tala. Ríkisstjórn á þjóðlegum
nótum sem hafi trú á ÍSLENSKRI framtíð með öllum þeim stóru tækifærum
sem í henni felst.
Í kjölfar slíkrar ríkiststjórnar hinna borgaralegu flokka yrðu til söguleg
kaflaskipti í íslenzkum stjórnmálum. Samstarf hinna borgaralegu flokka
yrðu eftir það venja en ekki undantekning, á öllum stigum stjórnsýslu.
Eins og raunar gerist víðast hvar annars staðar í þeim löndum sem við
berum okkur saman við. - Skörp skil í íslenzkum stjórnmálum. Hreint val
kjósenda. - Það er hið ákjósanlega stjórnarfar.
Íslendingar hafa ætið lent í hremmingum þegar vinstriöflin hafa náð
fótfestu. Vinstrimennska hefur aldrei átt við íslenska þjóð. Hin ömurlegu
sósíaldemókratisku áhrif í núverandi ríkisstjórn eru góð dæmi um það.
Undan þeim VERÐUR þjóðin að losna. Og það STRAX!
Úrskurðurinn ónauðsynlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)